Morgunblaðið - 19.09.2006, Side 30

Morgunblaðið - 19.09.2006, Side 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN DR. GUNNAR Kristjánsson, prófastur og sóknarprestur, skrif- aði grein í Morgunblaðið 29. ágúst sl. sem nefnist „Stríð streymir Jökla“ og fjallar um Kára- hnjúkavirkjun. Grein hans er hófsamlega skrifuð, laus við stór- yrði, sem er meira en sagt verður um ým- islegt sem um þá virkjun hefur verið ritað að undanförnu. Tvennt vakti sérstaka athygli mína í grein- inni: Umræða höf- undar um ágirnd ann- arsvegar og um náttúrusýn Íslendinga fyrr og síðar hins- vegar. Grundvallarsiðaboð Það er skoðun mín að í öllu at- ferli sínu, þar á meðal í sam- skiptum sínum við náttúruna, eigi maðurinn að virða, og haga sér í samræmi við, eftirfarandi grund- vallarsiðaboð: Verið frjósöm, margfaldist og uppfyllið jörðina og gjörið yður hana undirgefna og drottnið yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yfir öllum dýrum, sem hrærast á jörðinni. En gjörið þetta með þeim hætti sem ber vott um að þér elskið náunga yðar eins og yður sjálf. Náunga yðar um alla jörð, borinn og óborinn. Ég held því fram að þetta feli í sér alla þá siðfræði í skiptum mannsins hvers við annan og við náttúruna sem hann muni nokkru sinni þurfa á að halda. Þetta er húmanismi. Húmanism- inn á rætur sínar í kristnum dómi og er í eðli sínu sammannlegur. Það er kristindómurinn raunar líka hvort sem menn játa hann sem trúarbrögð eða ekki. Allir menn, undantekningarlaust, kjósa fremur að verða sjálfir aðnjótandi kærleika en óvildar og haturs. En kjarni kristinsdómsins er einmitt kærleikur. „Og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kær- leika, væri ég ekki neitt.“ stendur í kristnum fræðum. Allir menn hafa líka þá skynsemi til að bera að gera sér ljóst að því aðeins geta þeir vænst kærleika af öðrum að þeir auðsýni öðrum hann. Hitt er annað mál að menn eru ófull- komnir og haga sér því miður ekki alltaf í samræmi við þá skynsemi sem þeim er þó gefin. Niðurstaða Brundtlandsnefnd- arinnar frægu er í samræmi við þetta grundvallarsiðaboð. Í þeirri nefnd sátu menn með ólík trúar- brögð. Ágirnd Gunnar nefnir þetta fyrirbæri í grein sinni, en því miður án þess að skilgreina það. Það er slæmt því að skilgreiningin skiptir mjög miklu máli. Ég vil skilgreina ágirnd þannig: „Ágirnd er eftirsókn eftir efna- hagslegum gæðum sem ekki er í samræmi við grundvallarsiðaboð- ið“. Samkvæmt þessu er sum eft- irsókn eftir efnahagslegum gæð- um ágirnd en önnur ekki. Það er mikilvægt að greina þarna á milli. Samskipti Íslendinga við náttúruna Afstaða Íslendinga til náttúr- unnar hefur lengi einkennst af óraunsæi. Öldum saman var miðhálendi Íslands í þeirra huga heimkynni útilegumanna, sauða- þjófa, trölla og annarra óvætta og illþýðis sem þeir óttuðust eins og er aðdáanlega lýst í kvæði Gríms Thomsens „Á Sprengisandi“ og í lagi Sigvalda Kaldlóns við kvæðið. „Vænsta klárinn vildi ég gefa til...“. Hann var mörgum bónda mikið metfé. Nútímamaður sem væri reiðubúinn til að gefa einbýlishús sitt á Mávanesinu til að komast hjá að mæta ímyndaðri álfadrottn- ingu yrði sendur til geðlæknis. Með dvínandi trú á tröll og drauga á 20. öld breyttust þessar hugmyndir og miðhálendið varð í staðinn í hugum margra ævintýra- heimur, goðumlík furðuveröld, allt að því ójarðnesk. Enn í dag ber á slíkum við- horfum. Óraunsæi er sameiginlegt báðum þessum hugmyndum. Báð- ar einkennast af ókunnugleika. Öldum saman ferðuðust Íslend- ingar ekki ótilneyddir um miðhá- lendið. Enn í dag hefur fjöldinn allur af fólki aldrei komið þangað jafnvel þótt það sé draumaland í huga þeirra. Draumaland er ekki veruleikaland. Þannig höfðu marg- ir þeirra sem ákafast töluðu gegn miðlun á Eyjabökkum aldrei kom- ið þangað. Ókunnugleiki, óraunsæi og öfg- ar ala af sér hindurvitni og fjar- stæður. Meðal slíkra hindurvitna er sú ímyndun að nýting vatnsork- unnar eyðileggi óbyggðirnar. Hér eru fáeinar glefsur úr „um- ræðum“ síðustu tíu ára um virkj- anir á Íslandi: „En það sem lík- lega er erfiðast er það sem hér fer á eftir. Það er að sumir af þessum mönnum eru svo grunnhyggnir að þeir halda að þjóðin græði á að að gera landið að einu allsherjar vatna- og virkjunarsvæði þar sem síðustu uppúrstandandi hálendis- og öræfaperlurnar verða þaktar rafmagnsflytjandi staura- víravirki“. „Þessu landi má ekki breyta í eitt stórt uppistöðulón“. „Er stóriðjan okkur virkilega svo nauðsynleg að við þurfum að eyði- leggja það sem eftir er af öræfum landsins til að gera hana að veru- leika?“ Sannleikurinn er sá að nýting þeirrar vatnsorku sem borgar sig að nýta á Íslandi leggur aðeins hald á lítinn hluta öræfa og óbyggða landsins. Á það hef ég margbent í grein- um mínum um virkjunarmál. Við höfum eftir sem áður ríkuleg tækifæri til að njóta náttúrunnar í „fegursta landi heimsins“. Að merkur og ráðsettur maður eins og dr. Gunnar grípur til þessara orða sýnir í hvaða farvegi umræð- ur um þessi mál eru hér á landi. Vissulega er Ísland fagurt land. Að það sé fegursta land heimsins eru innihaldslausar ýkjur. Hvaða þjóð sem er getur sagt hið sama um sitt land með jafn- miklum rétti. Varla geta öll lönd verið „feg- ursta land heimsins“? Oflof er háð sagði Snorri. Út af grein dr. Gunnars Jakob Björnsson skrifar um virkjanir og náttúru Íslands » Sannleikurinn er sáað nýting þeirrar vatnsorku sem borgar sig að nýta á Íslandi leggur aðeins hald á lítinn hluta öræfa og óbyggða landsins. Jakob Björnsson Höfundur er fv. orkumálastjóri. BJÖRN Bjarnason dóms- og kirkju- málaráðherra færir eftirfarandi í dagbók á heimasíðu sinni hinn 12. september sl.: „Í fréttum var sagt frá því, að Dagsbrún, Baugsmiðlafyrirtæk- inu, hefði verið skipt í tvennt. Mikill tap- rekstur var á fyrri hluta ársins eða ná- lægt 1,5 milljörðum og Dagsbrún skuldar um 73 milljarða króna eða meira en íslenska rík- ið.“ Við þessa málsgrein er tvennt að athuga: Í fyrsta lagi heldur Björn uppteknum hætti þegar hann vís- ar til Dagsbrúnar sem „Baugsmiðlafyrirtæk- isins“. Með þessu er hann að halda á lofti þeirri kenningu úr smiðju meistara síns, Davíðs Oddssonar, að fjölmiðlar í eigu Dags- brúnar séu á einhvern hátt verkfæri Baugs Group hf. Samt áræðir hann ekki að segja þetta hreint út líkt og Davíð hefur þó gert, en sama hvað sagt verður um Davíð þá mun ég seint halda því fram að hann sé gunga. Hinn 4. júlí sl. sagði Björn þannig á heimasíðu sinni, að það teldist til „nauðsynlegra upplýs- inga að kenna fyrirtæki við höf- uðeiganda sinn“. Þykist þannig vera að sinna einhverri upplýsingaskyldu um eignarhald fjölmiðla! Ekki hef ég séð hann kenna Morgunblaðið eða Blaðið við eigendur sína með þessum hætti. Nei, staðreyndin er auðvitað sú, að þeir kumpánar, Dav- íð og Björn, þola ekki að hafa ekkert með þessa fjölmiðla að segja eða gera. Þeir virðast telja, að fjölmiðlar eigi að vera „vingjarnlegir“, þ.e.a.s. í eigu eða undir stjórn vina þeirra. Það er það „frelsi“ í fjölmiðlum, sem þeir standa fyrir. Í öðru lagi er það við umrædda dagbókarfærslu Björns að athuga, að hann fer með rangt mál um skuldastöðu íslenska ríkisins. Hann segir að skuldir Dagsbrúnar séu um 73 milljarðar króna „eða meiri en skuldir íslenska ríkisins“. Sam- kvæmt mánaðarskýrslu Lánasýslu ríkisins nú í september árið 2006 nema innlendar skuldir ríkisins tæplega 122 milljörðum króna og erlendar skuldir tæp- um 84 milljörðum króna. Samtals er því um að ræða u.þ.b. 206 milljarða króna. Þá er eftir að meta ábyrgðir ríkisins, t.d. vegna eft- irlaunaskuldbindinga. Ekki veit ég hvers vegna Björn er svona illa að sér um fjárhag íslenska ríkisins. Á hann þó sæti í rík- isstjórninni. Tekið skal fram, að skuldir Dags- brúnar eru mjög miklar og forráðamenn þess félags hafa tilkynnt ráðstafanir til að bregð- ast við í þeirri stöðu. Einnig er rétt að halda því til haga, að skulda- staða íslenska ríkisins er góð og ekkert til að skammast sín fyrir þó að hún sé ekki minni en skuldir Dagsbrúnar. Með orðum sínum reynir Björn að gera lítið úr Dags- brún, en í ákafa sínum hittir hann sjálfan sig fyrir og kemur upp um fákunnáttu sína. Stundum er sagt, að sá ljúgi mörgu, sem margt fleiprar. Sjálfur hef ég orðið fyrir barðinu á fleipri Björns Bjarnasonar. Það var í fram- haldi af dæmalausu bolludagsbull- inu í Davíð Oddssyni. Hetjan Björn stóð þá í skjóli Davíðs líkt og Björn að baki Kára forðum og skaut fram þeirri eitruðu aðdróttun í grein í Morgunblaðinu 8. mars 2003, að ég hefði verið „gerður út af örkinni sem stjórnarformaður Baugs til að viðra ákveðna hugmynd með hagsmuni fyrirtækisins í huga“. Ekkert slíkt átti sér stað. Þessi ummæli Björns voru lygi alveg eins og þau ummæli hans nú, að Dagsbrún skuldi meira en íslenska ríkið. Björn Bjarnason kann að gegna hárri stöðu, en þar fer lítill kall í alltof stórum fötum. Sá lýgur mörgu sem margt fleiprar Hreinn Loftsson gerir athugasemdir við dagbók- arfærslur Björns Bjarnasonar Hreinn Loftsson »Með orðumsínum reyn- ir Björn að gera lítið úr Dags- brún, en í ákafa sínum hittir hann sjálfan sig fyrir og kemur upp um fákunn- áttu sína. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og stjórnarformaður Baugs Group hf. ÖLDUM saman var meginhluti jarða í eigu fárra stóreignamanna, kóngsins og biskupsstólanna. Frumkvöðlar sjálfstæðisbarátt- unnar á nítjándu öld töldu brýnt fyrir sjálf- stæði þjóðarinnar og framfarir í landbúnaði að bændur ættu jarð- irnar, sjálfseign- arbóndinn var í lyk- ilhlutverki. Með svokölluðum ábúð- arlögum var þessari stefnu fylgt eftir þannig að þeir sem höfðu jarðirnar á leigu fengu lífstíð- arábúðarrétt, sem setti þá nánast að fullu upp að hlið sjálfseignarbónd- ans. Fjölskyldubúin voru grunn- eining í landbúnaði. Þetta hefur reynst þjóðinni farsælt og um þessa stefnu ríkt sátt til þessa. Stuðningur hins opinbera við land- búnað hefur miðast við að bæta náttúruleg gæði landsins til fram- tíðar, tryggja neytendum holla og góða vöru á hagstæðu verði en ekki hvað síst að viðhalda öflugri byggð um allt land. Með nýjum ábúðar- og jarðalög- um hefur ríkisstjórnin breytt þess- um forsendum í grundvall- aratriðum og kippt stoðum undan tilveru sjálfseignarbóndans og fjöl- skyldubúanna. Kvaðir um búsetu og meðferð lands fylgi jörðum Með dreifðri búsetu skapast forsendur fyrir því að gæði landsins séu vernduð og nýtt á sjálfbæran hátt. Þessi stefna krefst búsetumynst- urs þar sem bænd- urnir sitja jarðirnar og mynda samfélag fólks þar sem hver styður annan. Ekki aðeins hin náttúrulegu gæði eru auðlind held- ur einnig samfélagið og gerð þess. Sérlög um landbúnað þurfa fyrst og fremst að lúta að hags- munum byggðanna og varanleika náttúruauðlindanna ásamt fram- leiðslu gæðavöru og þjónustu. Hlutur löggjafans er að skapa þeim sem vilja búa í sveit og stunda þar atvinnuveg sinn full- nægjandi starfsumgjörð. Réttur þeirra á að hafa algjöran forgang og fyrir þá eiga samtök bænda að berjast. Þar fara saman hags- munir þjóðarinnar til skemmri og lengri tíma og bændanna í land- inu. Búvörusamningar ríkisins við bændur byggðust á því að þessari grunnhugsun væri fylgt m.a. þann- ig, að framleiðslurétturinn sé ávallt í höndum þeirra sem búa á jörðunum. Ógnar sátt um innlendan landbúnað Nú vakna menn upp við vondan draum. Fjársterkir einstaklingar, félög og fyrirtæki kaupa upp í stórum stíl framleiðsluheimildir, lönd og bújarðir, jafnvel í fullum rekstri. Sjálfseignarbóndinn, fjöl- skyldubúið, verður ekki lengur grunneining, heldur leiguliðar stóreignamanna. Framleiðslan færist á hendur fárra aðila og matvælaörygginu er stefnt í hættu. Þessi stefna ríkisvaldsins leiðir til fullkomins ófriðar um ís- lenskan landbúnað. Þjóðin upplifir nú aðeins smjörþefinn af þeirri umræðu sem að óbreyttu er í vændum. Beingreiðslum til bænda var ætlað að tryggja búsetu, dreifða byggð, ódýrari og heilnæma fram- leiðslu. Fari svo fram sem horfir verða beingreiðslurnar notaðar til hins gagnstæða og til að fjár- magna skipulögð uppkaup á bú- jörðum á verði sem engin landbún- aðarframleiðsla stendur undir. Viljum við það? Nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndum leggja áherslu á að verslun með land og landgæði hafi sérstöðu. Öfugt við okkur eru í löggjöf þeirra gerðar ákveðnar og skilgreindar kröfur til landeigenda um búsetuskyldu og meðferð auðlindarinnar. Tillögur Vinstri grænna Skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt að þjóðin vill öflugan íslensk- an landbúnað, treystir hollustu hans og gæðum og vill öryggi í framboði varanna. Landbúnaður- inn er einnig undirstaða byggðar, búsetu og fjölþætts atvinnulífs víða um land. Þróun ferðaþjónustu byggist á dreifðri búsetu og vörslu náttúrufars, menningar og land- gæða. Íslenskur landbúnaður á gríð- arlega mikla möguleika til fram- tíðar ef rétt er á málum haldið. En til þess að svo megi verða þarf heldur betur að endurskoða og breyta um stefnu. Land og land- gæði eru í sjálfu sér félagsleg eign framtíðarinnar. Stuðningur rík- isins þarf í auknum mæli að vera bundinn búsetunni, jörðunum, vörslu landgæða og sjálfbærum heilnæmum framleiðsluháttum. Því verður nú þegar að stöðva upp- kaup á jörðum og framleiðslurétti. Draga þarf úr magntengdum stuðningi ríkisins, setja honum takmörk og afnema framsalsrétt á þeim stuðningi. Einnig þarf að grípa til aðgerða til að tryggja möguleika ungs fólks til að taka við búum foreldra sinna og skyld- menna eða koma sem nýir aðilar inn í landbúnaðinn. Þingmenn Vinstri grænna hafa lagt fram til- lögur á Alþingi sem miða að því að ná þessum markmiðum Jón Bjarnason skrifar um jarðakaup og landbúnað » Því verður núþegar að stöðva uppkaup á jörðum og framleiðslurétti. Jón Bjarnason Höfundur er alþingismaður. Uppkaup jarða ein mesta ógn við landbúnaðinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.