Morgunblaðið - 19.09.2006, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2006 31
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
halda að kjósendur séu búnir að
gleyma vinstristjórnunum, sem
settu verðbólguna upp úr öllu
valdi, og öll efnahagsmálin á slig.
Það er talsvert langt síðan vinstri-
stjórn var við völd og vil ég ein-
dregið biðja ungt fólk sem búið er
að koma sér í húsnæðisskuldir,
eða aðrar skuldir, að muna eftir
R-listanum.
Núna eru nær 16 ár síðan
vinstristjórn var síðast við völd á
landsvísu og þjóðarsáttarsamning-
arnir voru gerðir. Það er hættu-
lega langur tími fyrir yngstu kjós-
endurna og er því
bráðnauðsynlegt að biðja þá eldri,
að segja þeim hvernig var að berj-
ast við skuldir, atvinnuleysi, lok-
aða banka og bókstaflega allar
ÁKAFLEGA geta sumir stjórn-
málamenn verið óheppnir. Stein-
grímur J. Sigfússon grátbiður
hina stjórnarandstöðuflokkana að
heita því fyrir kosningar, að ganga
með þeim í eina sæng að vori
komanda, og mynda vinstristjórn
kommanna. Þetta var náttúrlega
beiðni um að mynda hræðslu-
bandalag. Ingibjörgu Sólrúnu leist
ekki á bandalagið nema hún leiddi
stjórnina, man nokkur eftir R-
listanum sem Ingibjörg leiddi?
Steingrímur mun ekki hæna að
sér marga kjósendur með
hræðslubandalagi í vor. Furðu-
legur maður, Steingrímur: Að
nauðsynjar. Steingrímur þarf ekk-
ert að fá stórmennskubrjálæði þó
kommar hrökkvi upp í 20% í einni
skoðanakönnun, það hefur skeð
áður. Hann getur bara litið yfir
farinn veg síðan í kosningunum í
fyrravor þegar stórsigur átti að
verða til vinstri.
Nú er útkoman sú að kommar
stjórna með öðrum í tveim til
þrem sveitarstjórnum allt í allt.
Sannleikurinn er nefnilega sá, að
stjórnarandstöðuflokkarnir eru
logandi hræddir hver við annan og
þora ekki að fara með Steingrími í
hræðslubandalag, þeir halda að
Steingrímur svindli eitthvað á
þeim. Þeir geta mikið sem vanir
eru. Ingibjörg Sólrún bauð þeim í
kaffi heim til sín, þau gætu talað
saman þar. Þá kom nú óttinn í
ljós, flokkssystir Steingríms sagði
að hún vildi ekki drekka kaffi
heima hjá Ingibjörgu Sólrúnu, hún
teldi betra að vera á veitingahúsi.
Að sjálfsögðu eru kommarnir líka
hræddir við hina stjórnarand-
stöðuflokkana. Steingrímur J. rek-
ur upp ramakvein þegar Davíð
Oddsson talar eins og ekki sé mál-
frelsi hérna.
Steingrímur verður bara að búa
við það að Davíð Oddsson og Jón
Sigurðsson eru langt um fremri
honum í stjórnvisku, prúð-
mennsku, og allri framkomu,
Steingrímur er alltaf öskrandi eins
og allir séu heyrnarlausir í kring
um hann og ekki er kurteisinni
fyrir að fara.
Ég vil eindregið skora á alla rit-
færa menn og konur að berjast
eins og hægt er gegn því að
stjórnarandstaðan komist í að-
stöðu til að mynda vinstristjórn,
það yrði þjóðinni slæmt.
KARL JÓHANN ORMSSON,
Starengi 26, Reykjavík.
Sporin hræða
Frá Karli Jóhanni Ormssyni
FYRIR rúmu
ári, 7. ágúst
2005, skrifaði ég
stutta grein hér í
Morgunblaðinu
um störf Þing-
vallanefndar. Þar
tók ég undir
óánægju sveit-
arstjórnar Blá-
skógabyggðar
vegna afskipta Þingvallanefndar
varðandi nýjan veg milli Þingvalla
og uppsveita Árnessýslu.
Nýr hreppur á Þingvöllum?
Á þessari leið hefur verið gamall
vegur, sem að grunni til var Kóngs-
vegurinn frá 1907. Þeir sem fara
þennan veg vita að hann er hlykkj-
óttur með fjölda blindhæða og
beygja svo og brekkur og er ekki
upphækkaður. Sérstaklega er hann
óheppilegur fyrir rúturnar. Vega-
gerðin taldi réttilega þetta vega-
stæði ekki henta og ákvað nýja legu
á lægri og sléttari leið. Þingvalla-
nefnd var ekki stætt á öðru en að
samþykkja tillögu Vegagerðarinnar
en þurfti endilega að taka þá hé-
gómlegu afstöðu að vegurinn mætti
ekki fara inn fyrir mörk þjóðgarðs-
ins. Enn skal á það minnt að innan
þjóðgarðsins liggja margir bílvegir,
sem hafa verið notaðir um áratuga-
skeið. Ég lít svo á að umferð fólks-
bíla geti vart spillt jarðvegi.
Sjálfsagt er að banna umferð
flutningabíla með olíu, bensín og
önnur hættuleg spilliefni um garð-
inn.
Til þess að tefja sem mest var
umhverfisráðherra látinn fella um-
hverfismat úr gildi. Einhver und-
arleg árátta hvílir á Þingvallanefnd
í andúð á veg milli Þingvalla og
Laugarvatns þó svo að margsannað
sé að um nauðsynlegan veg er að
ræða fyrir uppsveitir Árnessýslu.
Víst má telja að ferðaþjónustunni
sé mjög umhugað um að fá þennan
veg sem fyrst, veg sem tengir
helstu ferðamannastaðina sunn-
anlands saman.
Þessu greinarkorni, sem ég skrif-
aði fyrir rúmu ári, svaraði Björn
Bjarnason, formaður Þingvalla-
nefndar. Mesta athygli mína vöktu
þær upplýsingar að Alþingi hefur
samþykkt að fjölga nefnd-
armönnum úr þremur í sjö! Sjö
menn!
Ekki nefndi hann ástæðu eða
þörf á svo mikilli fjölgun. Þetta er
sami fjöldi og í meðalstórri sveit-
arstjórn. Skiljanlegt væri ef í
nefndina væri kosið sérmenntað
fólk, t.d. sagnfræðingar, landslags-
arkitekt eða menntað fólk í rekstri
þjóðgarða. Nei – öðru nær!
Í lögunum er ákveðið að allir
nefndarmenn verði úr hópi alþing-
ismanna og sjö til vara. Þegar ég sá
þetta varð ég bæði undrandi og
hneykslaður. Eitthvað liggur hér að
baki. Nú skal uppfylla hégóma
sumra þingmanna, sem langar svo
ósköp að vera í „fínni“ nefnd. Ekki
er annað að sjá en að Alþingi er að
stofna nýjan hrepp á sama tíma og
unnið er að því að fækka þeim með
sameiningu. Ekki er öll vitleysan
eins. Þessi fjölgun verður ekki
ókeypis. O-nei!
Nú er til fjármagn í slíka til-
gangslausa vitleysu. Sama Alþingi
neitar að leggja til fjármagn í ýmsa
nauðsynlega starfsemi, ekki síst í
heilbrigðisgeiranum og ber við fé-
leysi! Sei-sei, en sú skinhelgi.
Ásýnd þjóðgarðsins
Ásýnd þjóðgarðs er margvísleg.
Varla fer á milli mála að ein mest
áberandi ásýndin er trjágróðurinn.
Í bæði 1. og 3. grein reglugerðar
um þjóðgarðinn er tekið fram að
Þingvallanefnd er skylt að gæta
ásýndar garðsins. Nú skulum við
athuga hvernig Þingvallanefnd og
starfsfólk hennar sinna skyldum
sínum. Í grein minni fyrir ári getur
að sjá: „Þegar ekið er um veginn
frá þjónustumiðstöð að Gjábakka,
veginn sem var lagður 1974, blasir
við vegfarendum sérstakur sóða-
skapur, sem eru gapandi svartar
kalviðarhríslur víða á þeirri leið.“
Þessi vegur liggur inni í miðjum
þjóðgarðinum. Um þennan veg fer
flest ferðafólk, sem heimsækir
Þingvelli, þar með fjöldi útlendinga.
Álitamál er hvort fólki finnst stein-
dauð tré falleg eða ljót. Oftast vill
fólk losna við kalvið. Þessi ásýnd er
óbreytt enn í dag og hefur verið ár-
um saman. Sjá mynd.
Beiðni til forsætisráðherra
Ég fer fram á við forsætisráðherra,
Geir H. Haarde, að gefa okkur
skattgreiðendum skýringar á þeirri
þörf að fjölga svona stórlega í Þing-
vallanefnd, sem augljóslega hefur
mikinn kostnaðarauka í för með
sér.
JÓN OTTI JÓNSSON,
prentari,
Efstasundi 2, Reykjavík.
Frá Jóni Otta Jónssyni
Jón Otti Jónsson
Fjölgun fulltrúa í Þingvallanefnd
Páll Jóhann Einarsson skrifar
um trú og vísindi.
Gunnar Jóhannesson skrifar
um trú og vísindi.
Guðjón Sveinsson: Rík þjóð
en fátæk í anda.
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
NÝLEGAR blaðagreinar og við-
töl við foreldra sem eiga börn sem
hafa ánetjast eiturlyfjum, eða
gengur illa að fóta sig í skólakerf-
inu, hafa vakið athygli mína. Það er
ekki hægt að lesa um reynslu þessa
fólks án þess að vera snortin. Á
sama tíma finnur
maður fyrir van-
mætti. Að bjarga
barni úr klóm eitur-
lyfja eða styðja við
barn sem þrífst illa í
bóknámsmiðuðu
skólakerfi er svo stórt
verkefni að einstaka
foreldri má sín lítils
við lausn þess. Hér
þarf heilt samfélag til.
Fréttir af drukknum
unglingum á útihátíð-
um hafa sömuleiðis
skotið mér skelk í
bringu. Það viðgengst
ennþá að ólögráða
börn ráfi um nánast
án vits og rænu með-
an fullorðnir skemmta
sér nálægt. Hér bera
foreldrar auðvitað
ríkustu ábyrgðina en
ef þeir láta sér fátt
um finnast verða aðrir
að ganga fram fyrir
skjöldu og stoppa
slíkt ódæði – í þágu
barnsins og samfélagsins alls.
Ísland er gríðarlega ríkt land.
Þrátt fyrir miklar þjóðfélagslegar
breytingar er samfélagið enn þá
frekar einsleitt og félagslegur jöfn-
uður skiptir miklu máli. Hér er líka
samhljómur um að hlúa að börnum
og við Íslendingar eyðum miklum
fjármunum í menntun, uppeldi og
þjónustu við börn. Samt lætur ár-
angurinn á sér standa. Sumir segja
að ekki sé nóg að gert og að enn
skorti fjármuni meðan aðrir kalla á
breytta forgangsröðun verkefna.
Enn aðrir kenna agalausum börn-
um og foreldrum um slakan árang-
ur. Sjálfsagt er eitthvað til í öllum
þessum útskýringum. Það vill hins
vegar gleymast að rétt eins og
hraði og stöðug umbrot í umhverf-
inu kalla á breytingar á högum
hinna fullorðnu, kalla þau líka á
breytingar á stöðu barnsins. Það er
erfitt að átta sig á því hvernig við
getum gefið öllum börnum kost á
bestu mögulegu skilyrðum til vaxt-
ar og þroska ef við setjum þau sjálf
aldrei í brennidepil þegar við ræð-
um málefni þeirra. Hér gleymist
líka oft hversu miklu máli foreldrið
skiptir.
Foreldri er áhrifavaldur
í lífi barns
Vandasamasta og ábyrgðarmesta
hlutverkið sem við fáum um ævina
er að ala upp barn. Rannsóknir
staðfesta að þeir sem hafa mest
mótandi áhrif á börn og unglinga
eru foreldrar. Foreldrahlutverkið
verður seint fullkomnað en það
skiptir máli að við sinnum því af al-
úð og lítum á það sem þroskandi
reynslu þrátt fyrir erfiðleika sem
kunna að koma upp. Það er ekki
nóg að búa til barnið, foreldri verð-
ur að veita því stuðning og fylgja
eftir í uppvextinum. Við gegnum öll
mörgum hlutverkum í lífinu og setj-
um okkur reglulega markmið. Það
er mikilvægt til að ná árangri. Stað-
reyndin er samt sú að ekkert skipt-
ir okkur meira máli en þroski, ham-
ingja og framtíð barnanna okkar.
Foreldrar eru sérfræðingar í börn-
unum sínum og þekkja best þarfir
þeirra fyrir stuðning og þjónustu.
Þeir eru líka málsvarar þeirra til 18
ára aldurs. Þess vegna skiptir svo
miklu máli að foreldrar fái tækifæri
til að móta umhverfið sem börn
alast upp í og þá þjónustu og stuðn-
ing sem samfélagið veitir þeim til
að koma börnunum til manns. Hér
skortir hins vegar samhljóm meðal
þjóðarinnar.
Aðgerðaleysi í
málefnum fjölskyldunnar
Við váleg tíðindi og á tyllidögum
er kallað á foreldra að rækja skyld-
ur sínar gagnvart
börnum. Á sama tíma
hefur samfélagið
hvorki sammælst um
mikilvægi þess að veita
foreldrum þann stuðn-
ing sem þarf, né tryggt
að rödd þeirra heyrist
við mótun og fram-
kvæmd stefnu um
stuðning og þjónustu
við börn. Þetta sannar
nýlegt dæmi um neitun
umönnunargreiðslna
fyrir foreldra fatlaðra
barna meðan þeir eru í
fæðingarorlofi. Þessi
stuðningur getur skipt
sköpum fyrir viðkom-
andi fjölskyldur en eru
smáaurar fyrir rík-
issjóð. Árið 1998 álykt-
aði Alþingi um mótun
opinberrar fjöl-
skyldustefnu en árið
2001 var ríkisstjórn-
inni falið að undirbúa
heildstæða og sam-
ræmda opinbera stefnu
í málefnum barna og unglinga. Í
kjölfarið var skipuð nefnd sem skil-
aði skýrslu í apríl 2005. Í byrjun
sama árs tók til starfa fjöl-
skyldunefnd á vegum forsætisráðu-
neytis. Nefndin, sem var stofnuð
eftir ákall ráðamanna í jóla- og ára-
mótaávörpum, á að móta heild-
stæða fjölskyldustefnu fyrir rík-
isstjórnina og fella tillögur fyrri
nefndarinnar að öðrum tillögum
sem miða að því að styrkja stöðu
fjölskyldunnar. Það verður fróðlegt
að sjá tillögur nefndarinnar og
hvaða breytingar verða gerðar í
kjölfarið varðandi áherslur í fjöl-
skyldumálum.
Látum rödd foreldra
að heyrast
Menntun, uppeldi og þjónusta við
börn er samvinnuverkefni foreldra
og samfélags en ekki viðfangsefni
þar sem annar aðilinn er verkkaupi
og hin verktaki. Með því að tryggja
aðkomu þiggjenda þjónustu að mót-
un og framkvæmd ákvarðana köll-
um við þá til ábyrgðar. Það er for-
senda árangurs. Samhliða á
samfélagið að senda skýr skilaboð
til foreldra um að vera sú fyr-
irmynd sem börnin geta tekið með
sér inn í fullorðinsárin. Samfélag
sem byggir stoðir sínar á velferð
fyrir alla ætti að vita að það þarf
heilt samfélag til að ala upp barn.
Skortur á meðferðarúrræðum fyrir
börn sem eiga við geðræn vanda-
mál að stríða, þeim sem hafa ánetj-
ast eiturlyfjaþrælnum, sem og
skortur á heildstæðri stefnumörk-
un og forgangsröðun úrræða, er
ekki foreldrum til vansa, heldur
öllu samfélaginu.
Ég er foreldri –
mín rödd
skiptir máli
María Kristín Gylfadóttir
fjallar um málefni barna og
unglinga
María Kristín
Gylfadóttir
» Samfélagsem byggir
stoðir sínar á
velferð fyrir alla
ætti að vita að
það þarf heilt
samfélag til að
ala upp barn.
Höfundur er formaður Heimilis og
skóla – landssamtaka foreldra.
FORSTÖÐUMAÐUR Nýju
fréttastofunnar (NFS), Róbert
Marshall, sendi Jóni Ásgeiri Jó-
hannessyni opið bréf sem birtist í
Morgunblaðinu hinn 18. sept-
ember sl. Í bréfi þessu leggst Ró-
bert eins og hundur á fjóra fætur
og biður eiganda sinn ásjár og er
óskin sú að eigandinn haldi lífi í
NFS í tvö ár a.m.k.
Forsvarsmenn svokallaðra
Baugsmiðla hafa verið óþreytandi
að halda því fram að eigendur
miðlanna hafi engin afskipti af
starfsemi þeirra. Frægt var þeg-
ar Jóhannes Jónsson fyrirskipaði
brottrekstur þáttastjórnanda sem
þjarmaði að honum í viðtali um
vöruverð.
Þetta opna bréf sýnir fram á að
starfsmenn NFS eiga lifibrauð
sitt alfarið undir duttlungum Jóns
Ásgeirs. Engu máli skiptir þótt
félagið sé á markaði eða tjaldað sé
til ofurstjórnendum.
Hvernig er hægt að treysta því
að hundur á fjórum fótum fjalli á
hlutlausan hátt um málefni hús-
bónda síns?
Sveinn Andri Sveinsson
Sá á hundinn
sem elur
Höfundur er
hæstaréttarlögmaður.