Morgunblaðið - 19.09.2006, Qupperneq 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Atvinnuauglýsingar
Framleiðslustjóri
Verkstjóri
Leitum að kraftmiklum verkstjóra til að stjórna
framleiðslu og uppsetningarvinnu í bygg-
ingariðnaði. Kostur ef viðkomandi sé iðn-
menntaður t.d. járn- eða trésmiður en ekki skil-
yrði. Viðkomandi þarf að eiga gott með mann-
leg samskipti og vera drífandi og úrræðagóður.
Leitað er að manni til að hefja störf sem fyrst.
Áhugasamir sendi nafn og upplýsingar um
starfsreynslu og fyrri störf á
zz066@hotmail.com.
KÓPAVOGSBÆR
www.kopavogur.is - www.job.is
Arkitekt
Á Bæjarskipulagi Kópavogs er starf
arkitekts laust til umsóknar.
• Um er að ræða tímabundið starf í eitt
ár. Á bæjarskipulagi starfa auk skipulags-
stjóra, arkitekt, landslagsarkitekt og ritari.
Öll aðstaða á vinnustað er með ágætum
og góður starfsandi. Allt nýskipulag er
unnið í Auto-cad.
Ert þú tilbúin(n) til að takast á við krefj-
andi hönnunar verkefni með okkur, eink-
um á sviði deiliskipulags? Viðkomandi,
sem og aðrir starfsmenn Bæjarskipulags
þurfa að taka við og svara erindum bæj-
arbúa er varða skipulags- og umhverfis-
mál.
Umsóknarfrestur er til 4. október 2006.
Hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um
starfið.
Nánari upplýsingar veitir
Smári Smárason í
síma 570 1450.
Raðauglýsingar 569 1100
Tilboð/Útboð
Útboð
Akraneskaupstaður í samvinnu við Orkuveitu
Reykjavíkur og Símann hf. óskar eftir tilboðum
í verkið
Grenigrund
malbikun og frágangur
Helstu magntölur eru:
Malbik 5.500 m2
Steyptar gangstéttar 1.650 m2
Skurðir v. lagna 850 m
Jarðstrengir 1.500 m
Verklok eru sem hér segir:
Malbikun götu: 15. des. 2006
Göngustígar og annar frágangur: 1. júní 2007.
Útboðsgögn eru til sölu frá og með 22. sept.
nk. hjá tækni- og umhverfissviði Akraneskaup-
staðar, Dalbraut 8 á Akranesi, fyrir kr. 3.000.
Tilboð verða opnuð á sama stað mánudaginn
2. okt. 2006 kl. 11.00.
Sviðsstjóri tækni- og
umhverfissviðs.
Tilkynningar
Verkalýðsfélagið Hlíf
Allsherjaratkvæðagreiðsla
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar-
atkvæðagreiðslu um kjör fulltrúa Verkalýðs-
félagsins Hlífar á ársfund Alþýðusambands
Íslands, sem haldinn verður á Nordica Hotel
í Reykjavík dagana 26. og 27. október 2006.
Tillögum með nöfnum 7 aðalfulltrúa og 7 vara-
fulltrúa ber að skila á skrifstofu Hlífar fyrir
kl. 16.00, þriðjudaginn 26. september nk.
Tillögunum skulu fylgja meðmæli minnst 50
til 60 félagsmanna.
Kjörstjórn Hlífar.
Innköllun víkjandi
skuldabréfa
1. flokkur 1999
Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis hefur
ákveðið að nýta sér heimild til innköllunar á
skuldabréfaflokknum SPR 99 1.
Innköllunin miðast við vaxtagjalddaga bréf-
anna 21. desember 2006. Skuldin verður greidd
í samræmi við ákvæði skuldabréfaflokksins.
Greiðslustaður skuldabréfanna er hjá Spari-
sjóði Reykjavíkur og nágrennis, Ármúla 13a,
108 Reykjavík.
Vísað er að öðru leyti í ákvæði skuldabéfa-
flokksins.
Ýmislegt
Harður dómur Framsóknar
um eigin störf og forystu? Hvers vegna var ut-
anþingsmaður, Jón Sigurðsson, óvænt kjörinn
formaður Framsóknarflokksins og hvers vegna
hafa sex ráðherrar hans (F.I., G.B., I.P., Á.M.,
J.K. og H.Á.) óvænt valið að hætta í stjórnmál-
um? Framsóknarmenn hafa sagt og segja ár-
angur ríkisstjórnarinnar og stöðu málaflokka
þeirra góða. Þarf Framsókn ekki að gefa hér
trúverðugar skýringar?
Tómas Gunnarsson, áhugamaður um opinbera stjórnarhætti.
FRÉTTIR
Í TILEFNI af 50 ára afmæli NTR (Norræna umferðar-
öryggisráðsins) sem fagnað var í Kaupmannahöfn ný-
lega voru sex manns heiðraðir fyrir mikilvægt framlag
til umferðaröryggis á Norðurlöndum. Það eru Óli H.
Þórðarson, formaður Umferðarráðs, Kirsten Ebbens-
gaard frá Danmörku, Valde Mikkonen Finnlandi, Pet-
ur Jacob Sigvardssen frá Færeyjum, Leif Agnar Ell-
evset Noregi og Britt Marie Utterström frá Svíþjóð.
Þau hafa öll haft mikil áhrif á jákvæða þróun í umferð-
aröryggismálum og er sérstök ástæða til að heiðra það
í tilefni af afmælinu, segir í fréttatilkynningu.
Óli H. Þórðarson hefur tekið virkan þátt í starfsemi
NTR allan sinn starfsferil sem framkvæmdastjóri frá
árinu 1978 og síðar sem formaður Umferðarráðs.
Við sama tækifæri var Claes Tingvall, sem er einn
helsti hugmyndafræðingur að baki „núllsýn“ Svía í
umferðaröryggismálum, heiðraður fyrir sinn þátt í
þróun umferðaröryggis á hemsvísu.
Hann hefur meðal annars tekið virkan þátt í
EuroNCAP, sem er verkefni sem miðar að því að meta
öryggi bíla bæði gagnvart ökumönnum og gagnvart
gangandi fólki.
Óli H. Þórðarson, formaður Umferðarráðs, heiðraður fyrir mikilvægt framlag til umferðaröryggis á Norðurlöndum.
Óli H. Þórðarson heiðraður
JAKOB Hrafns-
son var endur-
kjörinn formað-
ur Sambands
ungra Fram-
sóknarmanna á
33. sam-
bandsþingi
þeirra sem var
haldið um
helgina. Jakob var kjörinn í 2 ár og
er þetta því annað starfstímabil
hans sem formaður SUF.
Aðrir í stjórn voru kjörnir:
Fanný Jónsdóttir,
Ella Þóra Jónsdóttir,
Þórunn Benný Birgisdóttir,
Jóhanna Hreiðarsdóttir,
Ármann Ingi Sigurðsson,
Brynja Lind Sævarsdóttir,
Egill Arnar Sigurþórsson,
Stefán Bogi Sveinsson,
Axel Kárason,
Inga Guðrún Kristjánsdóttir,
Guðmundur Ómar Hafsteinsson
og
Hlini Melsteð Jóngeirsson.
Jakob endurkjör-
inn formaður SUF
NEMENDUM í iðn- og starfs-
menntaskólum býðst nú tækifæri til
að sækja um Leonardo da Vinci
styrk til Menntar, til að fara í
starfsþjálfun erlendis.Skilyrði fyrir
styrk er að þjálfunin tengist á ein-
hvern hátt náminu og sé helst metin
sem hluti af verklegri þjálfun.
Nemendur geta dvalið frá 3 vik-
um og upp í 3 mánuði. Ferðakostn-
aður er greiddur að fullu upp að
650 evrum á mann.
Skólarnir geta aðstoðað við að út-
vega nemendum tengsl erlendis eða
útvegað þeim vinnu beint. Einnig
getur Mennt haft milligöngu um að
finna pláss við hæfi og eru sam-
starfsaðilar í flestum löndum Evr-
ópu. Alþjóðafulltrúar skólanna sjá
um samskipti við Mennt og kynn-
ingar á styrkjunum. Nemendur
sækja um á íslensku, ensku eða
tungumáli vinnulandsins beint til
skólanna eða til Menntar. Upplýs-
ingar gefur Aðalheiður Jónsdóttir á
skrifstofu Menntar í síma 599 1440
eða í netfangið alla@mennt.is.
Styrkir til
starfsþjálfunar
FEMÍNISTAFÉLAG Íslands skor-
ar á formann velferðarsviðs
Reykjavíkur að endurskoða til-
lögur um að leggja niður Konu-
kot, athvarf fyrir heimilislausar
konur.
„Ástæðan fyrir því að Konukot
var stofnað var sú að ekki reynd-
ist mögulegt að tryggja öryggi
kvenna í gistiskýlinu í Þingholts-
stræti og telur stjórn félagsins
það óásættanlegt að aftur verði
horfið til fyrra ástands í þessum
efnum. Reynslan af rekstri Konu-
kots hefur verið góð og hafa
starfsmenn lögreglunnar í
Reykjavík og Kvennaathvarfsins
talið Konukot hafa bætt til muna
umhverfi og öryggi heimilislausra
kvenna í borginni.
Við teljum það skyldu borg-
aranna að styðja við heim-
ilislausar konur og útvega þeim
skjól fyrir veðri og vindum, þar
sem þær eiga ekki á hættu að
verða fyrir ofbeldi. Velferðarsvið
borgarinnar ber ábyrgð á velferð-
arþjónustu fyrir íbúa borgarinnar
og teljum við að til að uppfylla
skyldur sínar gagnvart borg-
urunum sé mikilvægt að bjóða
heimilislausum konum öruggt
skjól,“ segir í fréttatilkynningu.
Konukot verði
ekki lagt niður