Morgunblaðið - 19.09.2006, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 19.09.2006, Qupperneq 40
Staðurstund Arnar Eggert Thoroddsen segir frá ferskjunum fersku sem listamaðurinn Peaches fram- reiddi í Berlín nýverið.» 43 af listum Hekla Dögg fleytir þúsundum álkróna í sundlaug á Reykjanesi og hreifst myndlistargagnrýn- andi vor af framtakinu.» 43 myndlist Oprah vill ekki kannast við að vera á leið í framboð til embættis forseta Bandaríkjanna og hefur stefnt helsta stuðningsmanni sínum.» 48 fólk Kraftajötnar ráða ríkjum í bíói bæði vestan hafs og austan; Jón Páll á Íslandi og The Rock í Bandaríkjunum.» 42 bíó H ljómsveitin Baggalútur leikur á tónlistarhátíðinni Popkomm sem haldin er í Berlín dagana 20.-22. september. Samkvæmt Útgáfufélaginu Baggalúti þykir hátíðin um margt merkileg og fer samhliða fram á henni umfangsmikil tónlistarráðstefna. Köntrísveit Baggalúts leikur á tónleikastaðnum Kult- urbrauerei/Alte Kantine að kvöldi 21. september. Baggalútur sendi nýlega frá sér sína aðra hljómskífu sem kallast Aparnir í Eden. Sú plata er í efsta sæti Tón- listans yfir mestseldu plötur á Íslandi. Fyrir plötuna Pabbi þarf að vinna, sem kom út í fyrra, var sveitin tilnefnd til íslensku tónlistarverð- launanna í þremur flokkum; fyrir hljómplötu árs- ins, sem besti nýliði og fyrir lag ársins. Bragi Valdi- mar Skúlason segir að boð hafi komið frá skipuleggj- endum hátíð- arinnar og þetta geti reynst sveit- inni happadrjúgt skref. „Þetta er mjög stór hátíð og þeir sem til þekkja segja að hún sé afskaplega merkileg. Þetta er hátíð sem hentar mjög vel til þess að sýna sig og sjá aðra. Gosar úr þessum iðnaði koma á hana til þess að leita sér að uppfylling- arefni á aðrar hátíðir. Við gætum þess vegna átt von á því að þurfa að fara til Brasilíu og Malasíu. Draumurinn er reyndar að fara til Nashville en spurn- ing er hvort nokkur hafi áhuga á okkur þar,“ segir Bragi. Þetta verður ellefu manna sveit sem kemur fram á hátíðinni. Tveir Svíar hafa bæst í hópinn, sem leika á klarinett og píanó og harmonikku. „Við segj- um það að sjálfsögðu á hátíðinni að klar- inett hafi frá upphafi fylgt íslenskri kántrítónlist. Við ætlum að spila efni af Öpunum í Eden og eitthvað meira. Við reynum að skemmta fólkinu.“ Baggalútur hafði lýst því yfir að ekki stæði til að spila á erlendri grundu. „Við lýstum því einhvern tíma yfir að þetta væri innrás- arband ætl- að til þess að kynna kántrítónlist fyrir Íslend- ingum. En þetta hefur farið úr böndunum eins og flest annað sem við tökum okkur fyrir hendur,“ segir Bragi. Hann segir að hljóm- sveitin geri sér hóflegar vonir um mikla vel- gengni á þýska tónlistarmark- aðnum. „Það er spurning hvað hægt er að teygja þennan ágæta brandara langt yfir höfin.“ Ágætur brandari teygður yfir höfin Baggalútur á Poppkomm í Berlín |þriðjudagur|19. 9. 2006| mbl.is Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is „VIÐ REYNDUM að halda upp á 15 ára af- mæli hljómsveitarinnar og byrjuðum að undirbúa það með ársfyrirvara. Okkur tókst á endanum að halda 15 ára afmælið hátíð- legt þegar við vorum orðin 17 ára,“ segir Einar Örn Benediktsson, einn af liðs- mönnum Sykurmolanna, og lofar að betur takist til núna, þegar Sykurmolarnir hittast til að fagna því að 20 ár eru liðin frá því smáskífan með smellinum „Ammæli“ kom út. „Okkur datt fyrst í hug að hafa þetta á Sirkús og létum það fréttast til vina og vandamanna, en miðarnir hreinlega hurfu svo við sáum okkur ekki annað fært en að stækka við okkur,“ segir Einar Örn, en af- mælistónleikar Sykurmolanna verða haldnir í Laugardalshöll 17. nóvember og er FL Group bakhjarl uppákomunnar. Tilkynnt verður um fyrirkomulag miðasölu þegar nær dregur tónleikunum. Á tónleikarnir koma Sykurmolarnir fram í þeirri mynd sem þekktust varð og starfaði lengst: Björk Guðmundsdóttir, Sigtryggur Baldursson, Einar Örn Benediktsson, Þór Eldon, Bragi Ólafsson og Margrét Örnólfs- dóttir, en Einar Melax lék einnig með hljómsveitinni um stutt skeið. Sykurmolarnir hættu að spila saman árið 1992 og fóru hver í sína áttina: „Síðan þá höfum við unnið mikið saman, í einu eða öðru formi, og héldum áfram að stafa innan Smekkleysu,“ segir Einar Örn, en Smekk- leysa fær að njóta þess fjár sem aflast með miðasölu: „Það er ekki hægt að kalla þetta fjáröflun, en við notum tækifærið til þess að láta Smekkleysu njóta góðs af. Það hefur alltaf verið þannig í starfsemi Smekkleysu, sem þróaðist mikið samhliða Sykurmolunum á sínum tíma, að leyfa því sem til verður að renna aftur inn í félagið.“ Á tónleikunum ætla Sykurmolarnir að leika öll sín þekktustu lög: „Svo verðum við með leynigest, sem samt er ekkert leyni, því það er hinn ágæti Johnny Triumph sem ætlar að koma og tekur sjálfsagt „Luftgit- ar“,“ uppljóstrar Einar Örn að lokum. Sykurmolarnir saman á ný 17. nóvember Morgunblaðið/Sverrir Humar eða frægð Sykurmolarnir eru ein þekktasta hljómsveit Íslandssögunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.