Morgunblaðið - 05.10.2006, Side 2

Morgunblaðið - 05.10.2006, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina til Kanaríeyja 26. október í 20 daga á frábæru verði. Beint flug til Kanarí. Þú bókar ferðina og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Kanarí 26. október frá kr. 59.990 20 nátta ferð – síðustu sætin Munið Mastercard ferðaávísunina Kr. 59.990 Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi/íbúð/stúdíó. Innifalið flug, skattar, gisting í 20 nætur og íslensk fararstjórn. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag Yf i r l i t                                  ! " # $ %       &         '() * +,,,                  Í dag Sigmund 8 Bréf 36 Staksteinar 8 Minningar 40/43 Veður 8 Menning 46/52 Úr verinu 16 Leikhús 50 Erlent 17/18 Myndasögur 52 Menning 19 Dægradvöl 53 Höfuðborgin 20 Dagbók 53/57 Akureyri 20 Staður og stund 54 Austurland 21 Bíó 54/57 Landið 21 Víkverji 56 Daglegt líf 22/28 Velvakandi 56 Forystugrein 30 Stjörnuspá 57 Umræðan 32/39 Ljósvakamiðlar 58 * * * Innlent Alþingi samþykkti í gærkvöldi frum- varp um að nefnd forsætisráðherra, sem annast á skoðun gagna varðandi öryggismál Íslands, fái frjálsan að- gang að gögnum í vörslu stjórnvalda sem snerta öryggismál. Frumvarpið var samþykkt með hraði. Stjórnar- andstaðan fagnaði því að frumvarpið væri komið fram. »Baksíða Formaður MND-félagsins á Íslandi vill að sjúklingum hér á landi verði boðið upp á samskonar langtíma öndunarvélarmeðferð inn á heimilum allan sólarhringinn og sjúklingum í Danmörku stendur til boða. Slíkt myndi gjörbreyta lífsgæðum sjúk- linganna. »Miðopna Stjórnarandstaðan vill að leynd verði létt af varnaráætluninni fyrir Ísland, sem íslensk og bandarísk stjórnvöld hafa samið um. Forsætis- ráðherra flutti munnlega skýrslu um varnarmál á þinginu í gær og kom krafa stjórnarandstöðunnar þar fram. »12 Erlent Leiðtogar margra ríkja hafa brugð- ist hart við þeirri hótun Norður- Kóreustjórnar að hefja tilraunir með kjarnavopn. Sérfræðingar í málefn- um Austur-Asíu óttast meðal annars að kjarnorkutilraunir Norður- Kóreumanna leiði til vígbúnaðar- kapphlaups í þessum heimshluta. »17 George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur hvatt til þess að veiðar sem valda umhverfisspjöllum verði stöðv- aðar og sagt að stjórn sín hyggist beita sér fyrir banni við botnvörpu- veiðum á úthöfunum eða strangari reglum um þær. »18 Írski lýðveldisherinn, IRA, á Norð- ur-Írlandi hefur staðið við fyrirheit um að leggja til hliðar hryðjuverk og hvers kyns ofbeldi í baráttuaðferðum sínum til frambúðar og mun þess í stað leggja áherslu á að fara samn- ingaleiðina til að ná samkomulagi um endurreisn heimastjórnar í héraðinu. »18 Viðskipti Nýr fjárfestingarbanki, Saga fjár- festingar ehf., verður stofnaður á Akureyri næsta vor. Stofnhlutafé er tveir milljarðar króna og verður auk- ið í fjóra milljarða 18 mánuðum eftir stofnun. Stofnhluthafar eru Hild- ingur ehf., fjárfestingarfélag í eigu KEA, með 25% hlut, Þorvaldur Lúð- vík Sigurjónsson með 25% hlut, Sparisjóður Norðlendinga og Spari- sjóður Svarfdæla með 13% hlut hvor og aðrir fjárfestar, m.a. starfsmenn og lykilstjórnendur Sögu, munu eiga alls 24% hlut. »Forsíða Mjólka hefur náð fótfestu á afar óað- gengilegum markaði. Mjólka vinnur úr um tólf hundruð þúsund lítrum af mjólk á ári og framleiðir nú sjö teg- undir af fetaosti og einnig sýrðan rjóma. »8 NORSKA lögreglan, dómstólaráð og ríkislögmaður hafa öll gefið jákvæða umsögn um að stofnað verði barna- hús að íslenskri fyrirmynd í landinu. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnahúss, segir að nú séu engin ljón í veginum, mánuðir en ekki ár séu í að norskt barnahús verði opn- að. Þverpólitísk samstaða náðist í norska stórþinginu um að kanna hvort gerlegt væri að stofna norskt barnahús, og í sumar skilaði stjórn- skipuð nefnd áliti sínu um málið þar sem lagt er til að barnahús verði stofnað, og óskað eftir umsögn þeirra sem málið varðar. „Það má segja að það sé forms- atriði að ganga frá málinu núna,“ segir Bragi. Hann mun í dag ávarpa aðalfund World Childhood Founda- tion í Svíþjóð. Á fundinum verða fjársterkir styrktaraðilar samtak- ana, og er ætlunin að sannfæra þá um að þeir ættu að verja fjármunum sínum til að setja upp barnahús með- al fátækra þjóða. Í kjölfarið mun Bragi svo sitja kvöldverðarboð sænsku konungs- hjónanna á morgun, en Silvía drottn- ing hefur persónulega beitt sér fyrir því að barnahúsum yrði komið upp í Svíþjóð, eftir heimsókn til Íslands þar sem hún heimsótti Barnahús. Norsk yfirvöld hlynnt stofnun barnahúss Mánuðir en ekki ár í að norskt barnahús taki til starfa Í HNOTSKURN »Í dag hafa aðeins Svíaropnað barnahús að ís- lenskri fyrirmynd, sex barna- hús hafa þegar tekið til starfa í Svíþjóð, en um eitt ár er síð- an það fyrsta opnaði. » Undirbúningur fyrirstofnun barnahúss er þeg- ar hafinn í Árósum í Dan- mörku, og er líklegt að á næstu mánuðum hefjist undir- búningur í nokkrum löndum í Austur-Evrópu, þ. á m. Lithá- en. KNATTSPYRNULIÐIÐ KF Nörd fagnaði gífurlega eftir að hafa tapað 11:5 á móti Íslandsmeisturum FH í knattspyrnu á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Leik- urinn var liður í veruleikaþætti um Nördana á Sýn. Morgunblaðið/Kristinn Tapinu innilega fagnað ÞÝSK kona, Doris Kolberg að nafni, gekk um 60 km leið í 14 klukkustund- ir í fyrrinótt, frá Herðubreiðarlind- um út að þjóðvegi við Mývatn þar sem hún náði að stöðva bíl og útvega sér hjálp. Bifreið Dorisar og Klaus eigin- manns hennar bilaði í Herðubreiðar- lindum en símasambandslaust er á þessum slóðum og ekki var annað að gera en fara fótgangandi. Ökumaður sem Doris stöðvaði á þjóðveginum ók henni á Grímsstaði þar sem hjónin Sigríður Hallgrímsdóttir og Bragi Benediktsson tóku á móti henni og segir Bragi að það hafi verið eftir- tektarvert hve hress Doris, sem er 67 ára, hafi verið þrátt fyrir gönguna. Þau tvö óku svo inn í Herðubreið- arlindir og gerðu ráðstafanir til að láta sækja bíl hjónanna. Doris og Klaus fóru svo af landi brott með Norrænu í gærkvöldi eins og þau höfðu gert ráð fyrir. Bragi segir að þýsku hjónin hafi verið vön ferðalög- um og konan greinilega í góðu formi. Hann segir þetta mál þó sýna nauð- syn þess að setja upp símasendi á þessum slóðum enda stórhættulegt að ferðamenn sem villist þarna geti ekki látið vita af sér. 67 ára gekk í 14 tíma HAUKUR D. Þórðar- son, fyrrum yfirlæknir á Reykjalundi, lést á heimili sínu 4. október, 77 ára að aldri. Haukur fæddist 3. desember 1928 í Reykjavík, sonur hjónanna Þorgerðar Jónsdóttur húsfreyju og Þórðar Þórðarsonar bónda og verkamanns. Haukur kvæntist Að- alheiði Magnúsdóttur sérkennara og eignuð- ust þau fjögur börn. Þau skildu. Hann gekk síðar að eiga Maríu Guðmundsdóttur hjúkrunarfræðing og gekk dóttur hennar í föðurstað. Haukur varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1949, lauk námi í læknisfræði við Háskóla Íslands 1956 og stundaði sérnám í Svíþjóð 1958 og á sjúkrahúsum tilheyrandi New York University Medical Center 1959 – 1962. Hann tók amerískt sér- fræðipróf í orku- og endurhæfingar- lækningum 1962. Sama ár fékk hann sérfræðileyfi á Íslandi í þeirri grein, fyrstur Íslendinga, og varð brautryðj- andi á sviði endurhæf- ingar hér á landi. Hann starfaði síðan við endur- hæfingar á Reykjalundi frá 1962, sem aðstoðar- yfirlæknir frá 1966 og yfirlæknir frá 1970, þar til hann lét af störfum 1999. Hann var einnig yfirlæknir á endurhæf- ingardeild Landspítala, í hlutastarfi, 1970 - 1980, starfaði fyrir Styrktar- félag lamaðra og fatl- aðra og var yfirlæknir Æfingastöðvar SLF ásamt því að kenna end- urhæfingarfræði við læknadeild Há- skóla Íslands 1975 - 1989. Haukur var auk þess mjög virkur í félagsmálum og átti sæti í stjórnum margra félaga, stofnana og nefnda sem unnu að framgangi endurhæfing- ar og málefnum fatlaðra. Hann sat m.a. í stjórn SÍBS frá 1986 og var for- maður frá 1990 - 2004. Haukur var jafnframt í stjórn Læknafélags Ís- lands frá 1983 - 1991, sem formaður frá 1985, og ennfremur var hann for- maður Öryrkjabandalags Íslands frá 1997-1999. Andlát Haukur D. Þórðarson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.