Morgunblaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina til Kanaríeyja 26. október í 20 daga á frábæru verði. Beint flug til Kanarí. Þú bókar ferðina og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Kanarí 26. október frá kr. 59.990 20 nátta ferð – síðustu sætin Munið Mastercard ferðaávísunina Kr. 59.990 Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi/íbúð/stúdíó. Innifalið flug, skattar, gisting í 20 nætur og íslensk fararstjórn. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag Yf i r l i t                                  ! " # $ %       &         '() * +,,,                  Í dag Sigmund 8 Bréf 36 Staksteinar 8 Minningar 40/43 Veður 8 Menning 46/52 Úr verinu 16 Leikhús 50 Erlent 17/18 Myndasögur 52 Menning 19 Dægradvöl 53 Höfuðborgin 20 Dagbók 53/57 Akureyri 20 Staður og stund 54 Austurland 21 Bíó 54/57 Landið 21 Víkverji 56 Daglegt líf 22/28 Velvakandi 56 Forystugrein 30 Stjörnuspá 57 Umræðan 32/39 Ljósvakamiðlar 58 * * * Innlent Alþingi samþykkti í gærkvöldi frum- varp um að nefnd forsætisráðherra, sem annast á skoðun gagna varðandi öryggismál Íslands, fái frjálsan að- gang að gögnum í vörslu stjórnvalda sem snerta öryggismál. Frumvarpið var samþykkt með hraði. Stjórnar- andstaðan fagnaði því að frumvarpið væri komið fram. »Baksíða Formaður MND-félagsins á Íslandi vill að sjúklingum hér á landi verði boðið upp á samskonar langtíma öndunarvélarmeðferð inn á heimilum allan sólarhringinn og sjúklingum í Danmörku stendur til boða. Slíkt myndi gjörbreyta lífsgæðum sjúk- linganna. »Miðopna Stjórnarandstaðan vill að leynd verði létt af varnaráætluninni fyrir Ísland, sem íslensk og bandarísk stjórnvöld hafa samið um. Forsætis- ráðherra flutti munnlega skýrslu um varnarmál á þinginu í gær og kom krafa stjórnarandstöðunnar þar fram. »12 Erlent Leiðtogar margra ríkja hafa brugð- ist hart við þeirri hótun Norður- Kóreustjórnar að hefja tilraunir með kjarnavopn. Sérfræðingar í málefn- um Austur-Asíu óttast meðal annars að kjarnorkutilraunir Norður- Kóreumanna leiði til vígbúnaðar- kapphlaups í þessum heimshluta. »17 George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur hvatt til þess að veiðar sem valda umhverfisspjöllum verði stöðv- aðar og sagt að stjórn sín hyggist beita sér fyrir banni við botnvörpu- veiðum á úthöfunum eða strangari reglum um þær. »18 Írski lýðveldisherinn, IRA, á Norð- ur-Írlandi hefur staðið við fyrirheit um að leggja til hliðar hryðjuverk og hvers kyns ofbeldi í baráttuaðferðum sínum til frambúðar og mun þess í stað leggja áherslu á að fara samn- ingaleiðina til að ná samkomulagi um endurreisn heimastjórnar í héraðinu. »18 Viðskipti Nýr fjárfestingarbanki, Saga fjár- festingar ehf., verður stofnaður á Akureyri næsta vor. Stofnhlutafé er tveir milljarðar króna og verður auk- ið í fjóra milljarða 18 mánuðum eftir stofnun. Stofnhluthafar eru Hild- ingur ehf., fjárfestingarfélag í eigu KEA, með 25% hlut, Þorvaldur Lúð- vík Sigurjónsson með 25% hlut, Sparisjóður Norðlendinga og Spari- sjóður Svarfdæla með 13% hlut hvor og aðrir fjárfestar, m.a. starfsmenn og lykilstjórnendur Sögu, munu eiga alls 24% hlut. »Forsíða Mjólka hefur náð fótfestu á afar óað- gengilegum markaði. Mjólka vinnur úr um tólf hundruð þúsund lítrum af mjólk á ári og framleiðir nú sjö teg- undir af fetaosti og einnig sýrðan rjóma. »8 NORSKA lögreglan, dómstólaráð og ríkislögmaður hafa öll gefið jákvæða umsögn um að stofnað verði barna- hús að íslenskri fyrirmynd í landinu. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnahúss, segir að nú séu engin ljón í veginum, mánuðir en ekki ár séu í að norskt barnahús verði opn- að. Þverpólitísk samstaða náðist í norska stórþinginu um að kanna hvort gerlegt væri að stofna norskt barnahús, og í sumar skilaði stjórn- skipuð nefnd áliti sínu um málið þar sem lagt er til að barnahús verði stofnað, og óskað eftir umsögn þeirra sem málið varðar. „Það má segja að það sé forms- atriði að ganga frá málinu núna,“ segir Bragi. Hann mun í dag ávarpa aðalfund World Childhood Founda- tion í Svíþjóð. Á fundinum verða fjársterkir styrktaraðilar samtak- ana, og er ætlunin að sannfæra þá um að þeir ættu að verja fjármunum sínum til að setja upp barnahús með- al fátækra þjóða. Í kjölfarið mun Bragi svo sitja kvöldverðarboð sænsku konungs- hjónanna á morgun, en Silvía drottn- ing hefur persónulega beitt sér fyrir því að barnahúsum yrði komið upp í Svíþjóð, eftir heimsókn til Íslands þar sem hún heimsótti Barnahús. Norsk yfirvöld hlynnt stofnun barnahúss Mánuðir en ekki ár í að norskt barnahús taki til starfa Í HNOTSKURN »Í dag hafa aðeins Svíaropnað barnahús að ís- lenskri fyrirmynd, sex barna- hús hafa þegar tekið til starfa í Svíþjóð, en um eitt ár er síð- an það fyrsta opnaði. » Undirbúningur fyrirstofnun barnahúss er þeg- ar hafinn í Árósum í Dan- mörku, og er líklegt að á næstu mánuðum hefjist undir- búningur í nokkrum löndum í Austur-Evrópu, þ. á m. Lithá- en. KNATTSPYRNULIÐIÐ KF Nörd fagnaði gífurlega eftir að hafa tapað 11:5 á móti Íslandsmeisturum FH í knattspyrnu á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Leik- urinn var liður í veruleikaþætti um Nördana á Sýn. Morgunblaðið/Kristinn Tapinu innilega fagnað ÞÝSK kona, Doris Kolberg að nafni, gekk um 60 km leið í 14 klukkustund- ir í fyrrinótt, frá Herðubreiðarlind- um út að þjóðvegi við Mývatn þar sem hún náði að stöðva bíl og útvega sér hjálp. Bifreið Dorisar og Klaus eigin- manns hennar bilaði í Herðubreiðar- lindum en símasambandslaust er á þessum slóðum og ekki var annað að gera en fara fótgangandi. Ökumaður sem Doris stöðvaði á þjóðveginum ók henni á Grímsstaði þar sem hjónin Sigríður Hallgrímsdóttir og Bragi Benediktsson tóku á móti henni og segir Bragi að það hafi verið eftir- tektarvert hve hress Doris, sem er 67 ára, hafi verið þrátt fyrir gönguna. Þau tvö óku svo inn í Herðubreið- arlindir og gerðu ráðstafanir til að láta sækja bíl hjónanna. Doris og Klaus fóru svo af landi brott með Norrænu í gærkvöldi eins og þau höfðu gert ráð fyrir. Bragi segir að þýsku hjónin hafi verið vön ferðalög- um og konan greinilega í góðu formi. Hann segir þetta mál þó sýna nauð- syn þess að setja upp símasendi á þessum slóðum enda stórhættulegt að ferðamenn sem villist þarna geti ekki látið vita af sér. 67 ára gekk í 14 tíma HAUKUR D. Þórðar- son, fyrrum yfirlæknir á Reykjalundi, lést á heimili sínu 4. október, 77 ára að aldri. Haukur fæddist 3. desember 1928 í Reykjavík, sonur hjónanna Þorgerðar Jónsdóttur húsfreyju og Þórðar Þórðarsonar bónda og verkamanns. Haukur kvæntist Að- alheiði Magnúsdóttur sérkennara og eignuð- ust þau fjögur börn. Þau skildu. Hann gekk síðar að eiga Maríu Guðmundsdóttur hjúkrunarfræðing og gekk dóttur hennar í föðurstað. Haukur varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1949, lauk námi í læknisfræði við Háskóla Íslands 1956 og stundaði sérnám í Svíþjóð 1958 og á sjúkrahúsum tilheyrandi New York University Medical Center 1959 – 1962. Hann tók amerískt sér- fræðipróf í orku- og endurhæfingar- lækningum 1962. Sama ár fékk hann sérfræðileyfi á Íslandi í þeirri grein, fyrstur Íslendinga, og varð brautryðj- andi á sviði endurhæf- ingar hér á landi. Hann starfaði síðan við endur- hæfingar á Reykjalundi frá 1962, sem aðstoðar- yfirlæknir frá 1966 og yfirlæknir frá 1970, þar til hann lét af störfum 1999. Hann var einnig yfirlæknir á endurhæf- ingardeild Landspítala, í hlutastarfi, 1970 - 1980, starfaði fyrir Styrktar- félag lamaðra og fatl- aðra og var yfirlæknir Æfingastöðvar SLF ásamt því að kenna end- urhæfingarfræði við læknadeild Há- skóla Íslands 1975 - 1989. Haukur var auk þess mjög virkur í félagsmálum og átti sæti í stjórnum margra félaga, stofnana og nefnda sem unnu að framgangi endurhæfing- ar og málefnum fatlaðra. Hann sat m.a. í stjórn SÍBS frá 1986 og var for- maður frá 1990 - 2004. Haukur var jafnframt í stjórn Læknafélags Ís- lands frá 1983 - 1991, sem formaður frá 1985, og ennfremur var hann for- maður Öryrkjabandalags Íslands frá 1997-1999. Andlát Haukur D. Þórðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.