Morgunblaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Benidorm 12. eða 19. október í 1 eða 2 vikur. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu tæki- færið og tryggðu þér sumarauka á frábærum kjörum á einum vin- sælasta sumarleyfisstað Íslendinga. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Benidorm 12. eða 19. október frá kr. 29.990 m.v. 2 Allra síðustu sætin Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 29.990 Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi / stúdíó / íbúð í viku, 12. eða 19. október. Aukavika kr. 12.000. SENDINEFND frá kínverska þinginu átti fund með allsherjar- nefnd Alþingis í gær og heimsótti fleiri opinberar stofnanir. Kín- versku þingmennirnir, sem eru hér í heimsókn, sitja í nefnd sem fæst við innri málefni og lagaleg hjá þingi þeirra og gegnir hún hlið- stæðu hlutverki og allsherjarnefnd Alþingis Íslendinga. Sólveig Pétursdóttir, forseti Al- þingis, tók á móti kínversku gest- unum í þingsalnum og fræddi þá um störf þingsins. Síðan gengu gestirnir í efrideildarsal Alþingis- hússins og rituðu þar nöfn sín í gestabók Alþingis. Á myndinni má sjá kínversku gestina ásamt Sól- veigu Pétursdóttur, forseta Alþing- is. Morgunblaðið/Sverrir Kínversk heimsókn VALTÝR Sig- urðsson, forstjóri Fangelsismála- stofnunar, er sáttur við framlag til uppbyggingar á fangelsum í fjárlagafrum- varpi fyrir árið 2007. Í frumvarp- inu er lagt til að 168 milljónum verði varið til fangels- isbygginga, fyrst og fremst til að ljúka endurbótum á Akureyri og á Kvíabryggju. Valtýr segir að allt sé til reiðu til að hefja endurbætur á Akureyri og Kvíabryggju. Þá fáist á fjárlögum nægt fé til að halda áfram undirbún- ingi að breytingum á Litla-Hrauni og til að útbúa frumathugun vegna byggingu nýs fangelsis á Hólms- heiði. „Ég er sáttur við þetta eins og þetta lítur út í dag,“ segir Valtýr. Markmið Fangelsismálastofnunar er að nýtt fangelsi á Hólmsheiði verði tekið í notkun árið 2010 og til þess þarf stofnunin fjárheimildir á fjárlögum 2008–2010. Um svipað leyti á að ljúka endurbótum á fang- elsinu á Litla-Hrauni. Landið metið á 145 milljónir Í frumvarpinu er lagt til að fjár- málaráðherra fái heimild til að selja land í eigu ríkisins við Litla-Hraun og mun andvirðið renna upp í kostn- að við betrumbætur á fangelsinu. Landið sem um ræðir er norður af fangelsinu, um 290 hektarar, og var af matsmanni metið á 145 milljónir, að sögn Valtýs. Áætlaður kostnaður við endurbætur á Litla-Hrauni er 450 milljónir. Sáttur við fram- lög til bygginga Selja 290 hektara land við Litla-Hraun Valtýr Sigurðsson NÍTJÁN ára piltur var tekinn á 142 km hraða í Ártúnsbrekku á þriðju- dagskvöld og missir ökuskírteinið auk sektar. Segist lögreglan vonast til að þessi úrræði hafi loksins til- ætluð áhrif á piltinn sem hefur ítrekað brotið umferðarreglur. Var hann tvívegis tekinn fyrir hraðakst- ur í september og jafnoft á vormán- uðum. Í apríl ók hann á ofsahraða og missti þá ökuleyfið. Í sumar, þegar hann hafði ekki tekið út þá refsingu að fullu, var hann tekinn fyrir að aka gegn rauðu ljósi. Að sögn lögreglu má öllum vera að ljóst að pilturinn þarf að taka sig mikið á. Sama má segja um 21 árs öku- mann sem var tekinn 136 km hraða á svipuðum slóðum og sá fyrri. Eldri pilturinn hefur sömuleiðis margoft komið við sögu lögreglunn- ar vegna umferðarlagabrota. Þá hefur hann líka verið sviptur öku- leyfi vegna hraðaksturs og einnig átt erfitt með að taka út sína refs- ingu. Hefur hann verið tekinn próf- laus undir stýri. Á ofsahraða í Ártúnsbrekku MÁLEFNI spilavefjarins Betsson- .com er í rannsókn lögreglunnar í Reykjavík eftir skoðun hennar frá því í vor á meintu löglausu athæfi með því að auglýsa vefinn í íslenskum fjöl- miðlum. Sumir fjölmiðlar, eins og Fréttablaðið, fóru að tilmælum lög- reglu um að hætta birtingu auglýs- inganna en íþróttastöðin Sýn og Vísir.is auglýsa enn samkvæmt upp- lýsingum lögreglu. Betsson hefur leyfi til veðmála- starfsemi en ágreiningurinn snýst um það hvort auglýsa megi vefinn í ís- lenskum fjölmiðlum. Lögreglan hefur fyrir sitt leyti ekki lokið rannsókn og þar af leiðandi hefur ákæruvaldið ekki fengið málið til meðferðar. Vænta má, að á næstunni verði ákveðið hvort höfðað verði mál gegn fjölmiðlunum, að líkindum fyrir brot á happdrættislögum sem kveða á um allt að árs fangelsi fyrir brot á þeim. Júlíus Þór Júlíusson, formaður samtaka áhugafólks um spilafíkn, kvartaði undan Betsson.com í vor til lögreglu og fékk þau svör að hún gæti lítið aðhafst. „Almennt er fólk úti í þjóðfélaginu á móti fjárhættuspili,“ bendir hann á. „Þegar þessar auglýs- ingar birtast hringir fjöldi fólks í okk- ur. Margar reynslusögur lúta að því hvernig fólk hefur misst aleiguna í veðmálum og það er ekki langt síðan ungur maður spilaði fyrir 2–3 millj- ónir á fáum dögum en þessi fjárhæð nam eignarhlutnum í íbúðinni hans. Það að auglýsa fjárhættuspil í fjöl- miðlum jafnast á við að auglýsa bjór sem er auðvitað bannað rétt eins og fjárhættuspil. En enginn vill gera neitt í þessu. Þegar ég talaði við lög- regluna sagðist hún myndu senda umræddum aðilum bréf en að öðru leyti gæti hún ekkert gert þótt hún væri algerlega sammála því sjónar- miði að ekki ætti að leyfa þetta.“ Júlíus bendir á að hérlendis sé ekk- ert þak á því hve háar fjárhæðir megi taka út af kreditkortum og því geti þeir spilasjúku tekið út af kortum sín- um fyrir milljónir króna og tapað öllu fyrir framan tölvuna heima hjá sér. „En í Noregi verða menn að fá að- gangsorð sem þeir stimpla inn þegar þeir fara á spilavefina. Þegar þeir eru komnir upp í ákveðna upphæð fá þeir ekki lengur úttektarheimild.“ Visa skiptir sér ekki af Um þennan hluta málsins segir Leifur Steinn Elísson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri VISA Ísland, að hugs- anlega væri tæknilega gerlegt að setja þak á úttektir fólks eins og Júl- íus lýsir. „En við lítum svo á að greiðslukort séu greiðslumiðill rétt eins og peningaseðlar,“ segir hann. „Seðlabankinn gefur út peningaseðla og hefur engin afskipti af því hvernig fólk notar þá. Eins er því farið hér, þegar einstaklingur er orðinn kort- hafi fær hann notkunarheimild frá sínum banka innan ákveðinna marka. Af persónuverndarástæðum er varla hægt að skipta sér af því hvernig við- komandi notar kortið. Ég tel því sið- ferðilega rangt af okkur að vera með afskipti af því hvernig kortanotkun er háttað auk þess sem slíkt ætti sér lík- lega ekki lagastoð.“ Leifur bendir á að Persónuvernd og fleiri eftirlitsaðilar hefðu ýmislegt við slík afskipti að athuga og í ljósi fyrri reynslu af áþekkum málum, þ.e. eyðslu á nektardansstöðum, eru af- skipti nú ekki inni í myndinni. Benda má á að af hálfu Betsson hefur verið fullyrt að engin íslensk lög banni auglýsingar á vefsíðum. Bets- son sé vörumerki og hvergi í auglýs- ingunum sé vikið að happdrætti. Hafa engar athugasemdir fengið Sjónvarpsstöðin Sýn er einn þeirra miðla sem hafa birt auglýsingar frá Betsson og segir Einar Logi Vignis- son, sölustjóri sjónvarpsmiðla 365, að stöðin hafi engar athugasemdir feng- ið frá lögreglunni vegna þessara aug- lýsinga. „Ef auglýsingar eru ekki ólöglegar, þá birtum við þær, nema þær særi blygðunarkennd áhorf- enda,“ segir hann. Bendir hann á að samkvæmt lögfræðiáliti Sigurðar G. Guðjónssonar séu Betsson-auglýsing- arnar ekki ólöglegar og þar til dómur falli um annað geti Sýn ekki hafnað því að birta þær. Tapa milljónum á kredit- kortum í veðmálum Morgunblaðið/Kristinn Deiluefni Styrinn stendur um lögmæti þess að auglýsa Betsson í fjöl- miðlum. Ákæra liggur ekki fyrir en talsmenn spilafíkla hafa áhyggjur. Í HNOTSKURN »Samkvæmt íslenskum lög-um um happdrætti varðar það sektum eða fangelsi að auglýsa happdrætti sem ekki hefur fengist leyfi fyrir. Refs- ingin er eins árs fangelsi fyrir meiri háttar brot. »Forsvarsmenn Betssonhafa bent á að ekki sé víst að lögin standist reglur ESB og EES um þjóðfrelsi. Ekki verði því séð að yfirvöld geti bannað einum eða neinum að auglýsa vefsíðu sína sem stundar löglega starfsemi í Evrópu. Fréttaskýring | Lög- reglan í Reykjavík rann- sakar enn lögmæti þess að auglýsa spilavefinn Betsson í íslenskum fjöl- miðlum. Talsmaður spila- fíkla kvartar undan að- gerðaleysi Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is REIKNAÐ er með því að skrifað verði undir sam- komulag milli ís- lenskra og ind- verskra stjórn- valda á næstunni vegna samstarfs um jarðskjálfta- rannsóknir. Und- irbúningur hefur staðið yfir í nokkurn tíma en sam- komulag milli stjórnvalda þarf til að skriður komist á verkefnið. Sagt var frá verkefninu í indversk- um fjölmiðlum í gær. Það snýst m.a. um að nýta þekkingu á því hvernig segja má fyrir um jarðskjálfta og setja upp viðvörunarkerfi á tveimur stöðum á Indlandi; í Himalajafjöll- unum og norðan við Nýju Delhí, seg- ir Ragnar Stefánsson, prófessor í jarðvárfræðum við Háskólann á Ak- ureyri. Eins og sagt hefur verið frá í Morgunblaðinu byggist tæknin á svokölluðum smáskjálftamælingum. „Við metum upplýsingar sem berast með örsmáum jarðskjálftum [...] sem verða djúpt niðri í jarðskorpunni. Þessir skjálftar bera með sér fjöl- breytilegar upplýsingar, um aðstæð- ur er þeir leystust úr læðingi og einnig um leiðina sem þeir fara upp á yfirborðið,“ segir Ragnar. „Þessir litlu skjálftar verða svo gott sem stöðugt á jarðskjálftabelt- um. Þeim má líkja við sendiboða með fréttir að neðan. Kúnstin er að geta unnið úr þeim, bæði hratt og vel,“ segir Ragnar. Það er gert með að- ferðum sem verið hafa í þróun hér á landi síðan 1988 og eru nú eftirsóttar víða um heim. Ragnar segir að vel sé hægt að nota tæknina á Indlandi þótt landið sé stórt. Lykillinn sé að bera kennsl á líklega staði og fylgjast síðan með og taka eftir breytingum sem verða áður en stór skjálfti verður. Vinna upplýsingar úr fréttum að neðan Ragnar Stefánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.