Morgunblaðið - 05.10.2006, Page 10

Morgunblaðið - 05.10.2006, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MEST ánægja er með störf Geirs H. Haarde forsætisráðherra af ráðherr- um stjórnarinnar ef marka má nýjan Þjóðarpúls Gallup þar sem spurt var um ánægju með störf ráðherra. Alls sögðust 55,8% vera ánægð með störf Geirs og hefur ánægja með störf hans aukist töluvert frá því sambærileg könnun var gerð í apríl sl. en þá kváðust rúm 46% vera ánægð með störf hans. Alls eru 51,2% ánægð með störf Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra, 39,2% eru ánægð með störf Einars K. Guð- finnssonar sjávarútvegsráðherra, 33,2% með störf Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra, 26,2% eru ánægð með störf Sturlu Böðvarssonar sam- gönguráðherra og 23,9% segjast vera ánægð með störf Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. Mest ánægja er með störf Sivjar Friðleifsdóttur af ráðherrum Fram- sóknarflokksins en 49,7% sögðust vera ánægð með störf hennar, 44,6% eru ánægð með störf Guðna Ágústs- sonar, 34,3% ánægð með störf Jón- ínu Bjartmarz umhverfisráðherra, 27,5% ánægð með störf Magnúsar Stefánssonar félagsmálaráðherra, 26,7 vera ánægð með störf Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra og tæp 25,8% sögðust vera ánægð með störf Jóns Sigurðssonar, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Um 56% ánægð með störf Geirs Eftir Andra Karl andri@mbl.is „ÉG LEGG ríka áherslu á það að stjórnvöld haldi áfram að kappkosta að ná loftferðasamningum við ný og ný lönd til að styðja við útrás flug- félaga og efla ferðaþjónustuna með stærri markaðssvæðum,“ sagði Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra í upphafi Flugþings sem haldið var á Hótel Nordica í gær, og eru orð hans í samræmi við óskir forsvars- manna flugrekenda á Íslandi á þinginu. Í ávarpi sínu sagði Sturla íslensk flugmál vera í brennidepli um þessar mundir og íslenska flugstarfsemi á fleygiferð. „Hvort sem við lítum til fyrirtækjanna sjálfra eða stjórn- valda er það sama upp á teningnum, þróunin er hröð og ýmsar breytingar í deiglunni.“ Sturla fór þá yfir fyrirhugaðar breytingar í skipulagi flugmála sem hann sagði marka mikilsverð tíma- mót. Nefndi hann í því sambandi opinbera hlutafélagið Flugstoðir sem hefur verið stofnað og tekur um áramót við rekstri flugleiðsög- unnar og flugvalla en flugmála- stjórn verður þá stjórnvalds- og eft- irlitsstofnun. Sagði hann viðamikinn undirbúning fara fram um þessar mundir fyrir breyting- arnar sem hafa það að markmiði að íslensk flugmálayfirvöld verði bet- ur í stakk búin til að mæta alþjóð- legri samkeppni og síbreytilegum kröfum. Ánægja með samstarf við flugmálastjórn Dr. Assad Kotaite, fyrrverandi forseti fastaráðs Alþjóðaflugmála- stofnunarinnar (ICAO), hélt einnig ávarp og fór m.a. yfir störf stofn- unarinnar, ekki síst gagnvart al- þjóðaflugþjónustunni hér á landi. Hann benti m.a. á að Ísland og Dan- mörk væru einu ríkin sem hefðu nýtt sér ákvæði í samningnum um að veita slíka þjónustu og taldi það að mörgu leyti til fyrirmyndar fyrir ríki sem stjórnuðu flugumferð yfir úthafið og í þriðja heiminum. Einnig kom fram í máli hans hversu gríð- armikil fjölgun myndi eiga sér stað í fluginu á næstu árum en í dag eru um tveir milljarðar farþega sem fljúga á ári hverju. Árið 2020 verður þessi tala hins vegar komin upp í á fjórða milljarð farþega og því þyrfti að huga að því hvort flughafnir hefðu nægileg af- köst, og flugumferðarstjórnirnar einnig, þegar litið væri til lengri tíma. Morgunblaðið/Ómar Fjölmenni Mörg áhugaverð erindi voru haldin á Flugþingi 2006 sem haldið var á Hótel Nordica. Gríðarleg fjölgun á flug- farþegum á næstu árum Í HNOTSKURN » Jón Karl Helgason, for-stjóri Icelandair Group, og Hannes Hilmarsson, forstjóri Air Atlanta Icelandic, voru meðal ræðumanna á Flugþingi 2006. HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ mis- munar fyrirtækjum á heyrnartækja- markaði, að mati Snæbjörns Heimis Blöndal, eiganda Heyrnarstöðvarinn- ar. Að hans sögn eru tvö einkafyrir- tæki á þessum markaði auk hinnar op- inberu stofnunar Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands (HTÍ) sem einnig flytur inn og útvegar heyrnar- tæki. Snæbjörn segir að HTÍ fái lungann af því fjármagni sem veitt er til mála- flokksins. En þegar kemur að niður- greiðslu heyrnartækja til þeirra sem rétt eiga á því komi mismununin fram. „Það eru tvö einkafyrirtæki á mark- aðinum, viðskiptavinir annars fá tæki niðurgreidd af hinu opinbera en þeir sem skipta við okkur fá enga fyrir- greiðslu frá ríkinu, en við veitum þeim afslátt. Við höfum sótt það fast að við- skiptavinir okkar fái sömu fyrir- greiðslu og viðskiptavinir hinna.“ Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu 19. ágúst síðastliðinn kom fram að HTÍ niðurgreiði eingöngu þau heyrnartæki sem stofnunin flytur sjálf inn. Að sögn Snæbjörns fær samkeppnisaðili hans niðurgreiðslur frá hinu opinbera fyrir á fjórða hundrað tæki á hverju ári. Styrkur á hvert heyrnartæki nemur 30.800 kr. Snæbjörn segir að þegar Heyrnar- stöðin hafi byrjað starfsemi fyrir tveimur árum hafi starfsmenn heil- brigðisráðuneytisins boðið fyrirtækið velkomið til starfa og óskað því gæfu og gengis. „Eftir að hafa starfað um tíma sótt- um við um niðurgreiðslu. Þá var okkur svarað því af hálfu ráðuneytisins að það þyrftu ekki fleiri að koma að þessu. Staða þessara mála væri góð. Það má þakka einkafyrirtækjum og að nokkru leyti reglugerð um hverjir njóti niður- greiðslu að biðraðir eftir heyrnartækj- um hafa styst. Þeir töluðu einnig á þeim nótum að með því að láta okkur fá fé væri verið að auka útgjöld. Við vor- um bara að biðja um hluta af kökunni.“ Um síðustu áramót kom upp sú staða að rekstrarleyfi einkarekna sam- keppnisaðilans rann út. Snæbjörn seg- ist hafa gert sér vonir um að Heyrn- arstöðin fengi þá meira svigrúm, því þeim hafði verið sagt í ráðuneytinu að til stæði að breyta ríkjandi fyrirkomulagi. „Rekstrarleyfi samkeppnisaðil- ans var hins vegar endurnýjað og þeir fengu leyfi til að niðurgreiða á fjórða hundrað tæki,“ sagði Snæbjörn. Niðurgreiðslan á hvert tæki hafði verið 28.000 kr. en var hækkuð í 30.800 kr. Snæbjörn tel- ur að þessi hækkun bendi til þess fleiri einstaklingar kaupi tæki án aðstoðar ríkisins. Snæbirni þykir illskiljanlegt hvers vegna ekki var farin sú leið að leyfa fleirum að njóta 28 þúsund króna niðurgreiðslu í stað þess að færri fengju 30.800 kr. niðurgreiðslu á hvert tæki. Erindi ekki svarað Heyrnarstöðin leitaði liðsinnis Um- boðsmanns Alþingis vegna þess að fyr- irtækið fékk ekki niðurgreiðslur. Snæ- björn segir að þar á bæ hafi menn ekki talið stætt á því að fara lengra með málið því Heyrnarstöðin hafði ekki formlegt rekstrarleyfi frá heilbrigðis- ráðuneytinu. „Þá fórum við í ráðuneytið og báð- um um rekstrarleyfi. Þar var ítrekað að við þyrftum ekki rekstrarleyfi. Þá báðum við um niðurgreiðsluna og þeir sögðu að við fengjum ekki niður- greiðslu nema að hafa rekstrarleyfi. Þetta var bara svona,“ segir Snæ- björn. „Nú hefur legið bréf í ráðuneyt- inu, sent í maí síðastliðnum, þar sem við sækjum um rekstrarleyfi og nið- urgreiðslur. Því hefur ekki enn verið svarað.“ Snæbjörn vill breyta fyrirkomulagi niðurgreiðslna vegna heyrnartækja. „Þegar sýnt hefur verið fram á að einstaklingur hafi tapað heyrn tel ég sanngjarnast að hann fái ákveðna fjár- hæð að styrk frá ríkinu og geti svo keypt sér heyrnartæki þar sem hann kýs. Þannig er það gert í Danmörku og danska kerfið er að mörgu leyti fyr- irmynd þess íslenska á þessu sviði.“ Mismunun í heyrnartækjum Sveinbjörn Heimir Blöndal

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.