Morgunblaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006 13 FRÉTTIR Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is INNMATUR og afurðir úr honum njóta nú aukinna vinsælda og selj- ast lifur, hjörtu og slátur vel. Slát- ur fæst á ýmsum vinnslustigum og frosin ósoðin lifrarpylsa og blóð- mör seljast sem aldrei fyrr. Eins nýtur soðið slátur aukinna vin- sælda og lifrin er fastur liður á matseðli „danska kúrsins“ svo- nefnda. Hagstætt verð, hollusta og gæði innmatarins eru talin stuðla að aukinni sölu þessara matvara, sem um tíma áttu í vök að verjast. Ódýr matur og hollur Sigurður Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri SAH Afurða ehf. á Blönduósi, telur að starf við vöruþróun undanfarin ár sé nú að skila sér. Sigurður bendir á að þótt kjötverð hafi hækkað sé inn- matur ódýr vara og gott hráefni til matargerðar. „Lifur er fyr- irskipuð í danska kúrnum einu sinni í viku og það munar um allt,“ segir Sigurður. „Þetta er ánægjuleg þróun. Sláturleyf- ishafar hafa lagt aukna áherslu að koma innmat í verslanir í neyt- endavænum pakkningum. Fólk getur gengið að þessu með þokkalega góðum hætti í umbúð- um sem henta. Þetta er jákvæð þróun, því innmatur er ódýr, holl- ur og góður. Það er oft kvartað yf- ir háu matvælaverði hér á landi. En það gleymist að við höfum ekki verið nógu dugleg við að nýta ódýran mat. Víða erlendis er t.d. mikil pylsu- og bjúgnamenning þar sem menn nýta ódýrt hráefni í ódýrari matvörur.“ Slátrið selst allan ársins hring Hermann Árnason, stöðvarstjóri SS á Selfossi, segir að sala á inn- mat hafi breyst í áranna rás. SS hefur boðið upp á hefðbundið slát- ur í kassa, hreinsaðar vambir, hjarta, nýru, lifur, óskorinn mör og sviðinn haus. Einnig er boðið upp á sláturkassa með „söxuðu og saumuðu“, það er sami innmatur og svið en með brytjuðum mör og saumuðum vömbum. Hermann segir að söluaukn- ingin hafi verið í slátrinu sem er meira forunnið. Hann segir að SS hafi verið stórtækast í kalúnun og þrifum á vömbum hér á landi og hefur verið góð sala í þeim. Vamb- irnar hafa m.a. verið seldar fyr- irtækjum sem selja innmat frá öðrum framleiðendum. „Það held- ur sem betur fer töluvert velli að fólk geri þetta eftir gamla laginu í kalúnaðar vambir,“ segir Her- mann. Þá hefur sala á tilbúinni soðinni lifrarpylsu og blóðmör aukist und- anfarin ár. Þessi vara er orðin vin- sæl og selst allt árið, að sögn Her- manns. Eiður Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóri Kjarnafæðis á Ak- ureyri, telur ýmsar ástæður skýra auknar vinsældir innmatarins og unninna kjötvara. Þar á meðal sé hagstætt verð á innmat og unnum vörum. Íslendingar séu orðnir víð- förlir og veraldarvanir og fólk sjái hvað aðrar þjóðir borða fjölbreytt- ari mat en við höfum vanist und- anfarin ár. Á Norðurlöndum og annars staðar í Evrópu og víðar er mikil hefð fyrir ýmsum pylsuteg- undum og öðrum unnum kjötvör- um. Eiður segir að í seinni tíð hafi Íslendingar valið að borða ungann úr afurðunum, steikur og þess háttar gæðabita, sem kosta sitt, en sneitt hjá ódýrari bitunum. Eiður kveður sölu á lifrarpylsu og blóðmör hafa aukist mjög, en Kjarnafæði selur bæði ósoðið fros- ið og soðið slátur. Meðal kaupenda eru stofnanir á borð við leikskóla, grunnskóla og verslanir. Þá segir Eiður að hollusta innmatar og af- urða úr honum sé mikil. Hann nefnir t.d. að læknar ráðleggi guggnum unglingsstúlkum að borða slátur sér til heilsubótar. Vilja það sem áður var hent Útlendingar sem flutt hafa hingað gera sér einnig mat úr ýmsu sem við höfum hent. Eiður nefnir að verslanir og veit- ingamenn falist í auknum mæli eftir að fá keypta svínaskanka, svínabein og lambanýru svo eitt- hvað sé nefnt en hingað til hefur þessum afurðum að mestu verið fargað. „Meðan við höfum borðað miðj- una úr nautalundinni og öðrum steikum, sem er að sjálfsögðu gott, nýta aðrar þjóðir feitu end- ana af svínasíðunni og beinin og sjóða úr þessu súpu. Verðlagið þarna á milli er auðvitað ekki samanburðarhæft. Það er orðin miklu meiri eftirspurn eftir því sem við töldum varla söluvöru áð- ur fyrr. Hreinlega orðin sprenging í sölu á lambalifur og -hjörtum og afurðum unnum úr því eins og lifr- arbuffi og lambahjartasnitseli. Þetta er mjög jákvæð þróun og ég hef beðið eftir henni í mörg ár. Vakning hefur orðið varðandi gamlar íslenskar matarhefðir og nú sækjast nýjar kynslóðir í aukn- um mæli eftir mat sem ekki hefur verið í tísku í tvo til þrjá áratugi. Það er vel hægt að kaupa góðan og ódýran heimilismat á Íslandi ef fólk er svolítið hagsýnt.“ Nýjar kynslóðir sækjast eftir mat sem ekki var í tísku Morgunblaðið/Árni Sæberg Góðgæti Afurðir úr innmat eiga vaxandi vinsældum að fagna. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is ALLT útlit er fyrir að plágu fiðrilda- lirfunnar sem herjað hefur illilega á birkiskóga á Austurlandi sl. fjögur til fimm ár sé nú lokið enda varð lirf- unnar og maðka hennar ekki vart í sumar. Að sögn Lárusar Heiðars- sonar, skógræktarráðunautar hjá Skógrækt ríkisins, standa vonir til þess að þar með sé þessu lokið í bili, en síðasti stóri faraldur fiðrildalirf- unnar á Austurlandi átti sér stað á fjórða áratug síðustu aldar. „Birkiskógar á Austurlandi eru margir hverjir mjög illa farnir eftir 4–5 ára skordýraplágu hér, en það sást enginn maðkur í sumar. Þetta virðist hafa tekið enda í fyrra. En það eru stór svæði t.d. í Hamarsfirði og Álftafirði þar sem birki hefur hreinlega drepist út af þessu,“ segir Lárus og bendir á að birkiskógurinn á Austurlandi hafi hins vegar ekki litið jafn vel út síðan í kringum 2000. „Og raunar lítur gróður almennt vel út þetta árið á öllu Austur- og Norð- urlandi.“ Að mati skógræktarráðunauta kom trjágróður ágætlega út í sumar. Þó má ljóst vera að um meðalsumar var að ræða hvað sprettu varðar, enda helst spretta í hendur við hita- far. Lerkiskógurinn varð fyrir áfalli í vorfrostunum Hjá Aðalsteini Sigurgeirssyni, forstöðumanni Skóræktarinnar á Mógilsá, fengust þær upplýsingar að á Suður- og Vesturlandi hefði spretta verið góð, enda hefði ágúst- og septembermánuður verið mildir og góðir. Segir hann að um tíma hafi verið óttast að brostið gæti á skæður sitkalúsafaraldur með haustinu en sem betur fer hafi ekkert orðið úr því. Bendir hann á að líkt og fyrri ár hafi bæði síberíulerki og rússalerki fengið talsvert áfall í vor eftir fremur mildan vetur þegar skyndilega kom annars meinleysislegt vorfrost. Hafi trén sökum þessa litið býsna illa út fram eftir sumri. Sama eigi við um alaskaöspina þar sem einstaka tré þoldi vorfrostið ver en önnur. Að sögn þeirra Lárusar og Aðalsteins tekur vöxtur trjáa að nokkru leyti mið af árferði árið á undan og miðað við sumarið í ár þá lofi næsta sumar góðu komi engin óvænt áföll upp á. Morgunblaðið/Kristinn Gott ár Að mati skógræktarráðunauta kom trjágróður ágætlega út í sum- ar. Spretta var líkt og í meðalsumri. Skógræktarmenn fagna því sér- staklega að vera lausir við fiðrildalirfupláguna. Ágætur vöxtur trjáa í sumar Fiðrildalirfan hefur ekki verið á kreiki í austfirskum birkiskógum á þessu ári Kynning Snyrtifræðingur frá Dior verður á staðnum og býður upp á húðgreiningu og aðstoð við val á förðunarvörum. Ef keyptar er tvær Dior vörur fylgir fallegur kaupauki.* *Kaupauki fylgir á meðan birgðir endast. Verið velkomin. fimmtudag klukkan 13 -17 til laugardags s. 568 5170 FEMÍNISTAFÉLAG Íslands mun standa fyrir stjórnmálaskóla ætl- uðum konum um komandi helgi, 6. – 7. október. Markmið skólans er að vekja áhuga á stjórnmálum meðal kvenna og kynna þær leiðir sem konur hafa til áhrifa. „Vonir standa til að skólinn virki hvetjandi fyrir konur til að gefa kost á sér í prófkjörum en einnig til að kjósa aðrar konur og leið- rétta þannig þá kynjaskekkju sem virðist vera rótföst í stjórn lands- ins,“ segir í fréttatilkynningu. Kristín Ástgeirsdóttir, fyrrver- andi þingkona Kvennalistans, mun sjá um vinnustofu þar sem unnið verður með raunveruleg málefni líðandi stundar. Að auki verður haldið pallborð á laugardeginum þar sem þingkonur frá hverjum flokki fjalla um möguleika einstak- lingsins til þess að hafa áhrif á málefnastarf innan stjórnmála- flokkanna og komast þar til áhrifa. Þingkonurnar sem taka þátt eru Kolbrún Halldórsdóttir VG, Sig- ríður Anna Þórðardóttir Sjálfstæð- isflokki, Oddný Sturludóttir Sam- fylkingunni, Una María Óskarsdóttir Framsókn og Mar- grét Sverrisdóttir Frjálslynda flokknum. Stjórnmálaskólinn mun fara fram föstudagskvöldið 6. október frá kl. 19 – 22 og laugardaginn 7. október frá kl. 12 – 18. Skólinn verður haldinn í sal BHM, Bandalags háskólamanna, Borgartúni 6, og er þátttaka ókeypis. Hægt er að skrá sig með því að senda nafn og símanúmer með tölvupósti á feministinn@fem- inistinn.is en nánari upplýsingar um dagskrá má finna á www.fem- inistinn.is. Femínistafélagið með stjórnmála- skóla fyrir konur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.