Morgunblaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Washington. AP. | George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur hvatt til þess að veiðar sem valda umhverf- isspjöllum verði stöðvaðar og sagt að stjórn sín hyggist beita sér fyrir banni við botnvörpuveiðum á úthöf- unum eða strangari reglum um þær. Bush fól utanríkisráðuneytinu og viðskiptaráðuneytinu í Washington að beita sér fyrir „sjálfbærum“ fisk- veiðum og leggjast gegn veiðiaðferð- um sem spilltu sjávarbotninum og sköðuðu fiskstofna. Bush sagði að Bandaríkjastjórn hygðist vinna með öðrum þjóðum og alþjóðlegum samtökum að breyttum veiðiaðferðum og að stofnun alþjóð- legra samtaka til að setja reglur um veiðarnar ef þörf krefði. Forsetinn birti minnisblað um þetta í fyrradag og í gær hófust samningaviðræður í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York um hugsanlegt bann við botnvörpuveið- um á hafsvæðum þar sem þær lúta ekki neinum reglum. Auk Banda- ríkjastjórnar hafa stjórnvöld í Bras- ilíu, Chile, Þýskalandi, Hollandi og Suður-Afríku lýst yfir stuðningi við botnvörpubann á úthöfunum. Ríki á borð við Spán, Rússland og Ísland hafa lagst gegn slíku banni. Leikkonan Sigourney Weaver kom fram á blaðamannafundi í New York í fyrradag á vegum 60 um- hverfisverndarhreyfinga og ríkja sem styðja tímabundið bann við botnvörpuveiðum á úthöfunum. „Þetta gæti verið síðasta tækifæri okkar til að bjarga nokkrum af mik- ilvægustu vistkerfum heimsins,“ sagði Weaver. Markmiðið með tímabundnu banni er að skapa svigrúm til vís- indarannsókna á hafsvæðunum til að meta hver þeirra megi við botn- vörpuveiðum og hvar ástæða sé til að banna þær til frambúðar. Bush vill takmarka botnvörpuveiðar Reuters Styður bann Leikkonan Sigourney Weaver og sendiherra Ástralíu á blaða- mannafundi í New York þar sem hún lét í ljós stuðning við botnvörpubann. Í HNOTSKURN » Takmarkaðar botnvörpu-veiðar eru leyfðar innan landhelgi Bandaríkjanna. » Úthöfin, eða hafsvæði ut-an fiskveiðilögsögu ríkja heims, þekja um tvo þriðju jarðarkringlunnar en aðeins um 25% þeirra lúta alþjóð- legum reglum. Washington. AFP. | Repúblikana- flokkurinn reynir nú að lágmarka þann skaða sem hlotist hefur af hneykslismáli Marks Foleys, fyrrverandi þing- manns í Texas. Málið hefur stöð- ugt undið upp á sig og í fyrradag birti dagblaðið Wall Street Journal skoðanakönnun, þar sem ánægja með störf George W. Bush Banda- ríkjaforseta mælist nú 39%, en var 42% í nýlegri könnun. Þá kom fram, að 41% sagðist síður tilbúið til að styðja áframhaldandi meirihluta repúblikana í báðum deildum vegna málsins. Aðeins eru um fimm vikur til þing- kosninga í Bandaríkjunum og þykir málið hafa sett aukna pressu á repú- blikana sem kunna að missa meiri- hluta sinn í að minnsta kosti annarri deild þingsins. Í gær dró svo til frekari tíðinda þegar David Roth, lögmaður Foleys, lýsti því yfir að Foley hefði verið beittur kynferðislegu ofbeldi af presti á unglingsaldri. Jafnframt upplýsti Roth, að Foley væri sam- kynhneigður, um leið og hann hafn- aði ásökunum um að umbjóðandi sinn hefði átt í „kynferðislegu sam- bandi við aðila undir lögaldri“. Skjálfti á meðal flokksmanna Repúblikanar óttast að þetta mál kunni að draga úr áhuga flokks- manna sinna á að mæta á kjörstað, enda samfélagsleg gildi jafnan í önd- vegi í áherslumálum flokksins. Þá hafa margir íhaldsmenn farið fram á afsögn J. Dennis Hasterts, leiðtoga flokksins í fulltrúadeildinni, vegna mistaka við að kanna málið áð- Foley-hneykslið dregur úr fylgi repúblikana Mark Foley STRANGTRÚAÐUR gyðingur í Jerúsalem grandskoðar ávöxt til að skera úr um hvort hægt sé að nota hann ásamt þremur öðrum táknrænum hlutum á meðan á Sukkot, árvissri hátíð gyðinga, stendur. Á hátíðinni, sem hefst á morgun, er fjörutíu ára eyðimerkurgöngu gyðinga minnst með ýmsum hætti. Samkvæmt gamalli hefð þurfa karlar að dvelja í „sukkah“, skreyttu bráðabirgðaskýli, alla hátíðisdagana sjö. Konur og stúlkur eru hins vegar undanþegnar hefðinni. AP Minnast eyðimerkurgöngunnar Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is ÍRSKI lýðveldisherinn, IRA, á Norð- ur-Írlandi hefur staðið við fyrirheit um að leggja til hliðar hryðjuverk og hvers kyns ofbeldi í baráttuaðferðum sínum til frambúðar og mun þess í stað leggja áherslu á að fara samn- ingaleiðina til að ná samkomulagi um endurreisn heimastjórnar í héraðinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu óháðrar eftirlitsnefndar (IMC) til stjórnvalda á Bretlandi og Írlandi, þar sem segir að IRA hafi leyst upp hernaðararm sinn, hætt að taka á móti nýjum sjálfboðaliðum og að þiggja fjárframlög. „Fyrir þremur árum [var IRA] þróaðasta og hugsanlega hættuleg- asta hreyfing vopnaðra hópa öfga- manna, sem hafði yfir að ráða stærsta vopnabúrinu. Hún fylgir nú fast eftir pólitískum baráttuleiðum og þannig sneiða hjá hryðjuverkum og annarri birtingarmynd ofbeldis.“ Þrýstingurinn hafi borið ávöxt Ian Paisley, leiðtogi stærsta flokks mótmælenda, DUP, fagnaði niður- stöðu skýrslunnar og sagði hana sýna að þrýstingur flokks síns hefði borið árangur. Jafnframt leituðu forystu- menn DUP viðræðna við vopnaeftir- litsaðila til að ganga úr skugga um að IRA hefði látið af vopnaðri baráttu fyrir fullt og allt. Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, og Bertie Ahern, forsætisráð- herra Írlands, settu í aprílmánuði stríðandi fylkingum á Norður-Írlandi tímamörk til að ná samkomulagi um endurreisn heimastjórnar í héraðinu. Því gæti breytt afstaða IRA til of- beldisaðgerða verið til að liðka fyrir því ferli, en forystumenn kaþólikka og mótmælenda hafa tíma fram til 24. nóvember nk. til að mynda saman stjórn. IRA fellur frá hryðjuverkum AP Áróður Kona gengur hjá veggmynd til stuðnings IRA í Ulster-héraði Hafna hvers kyns ofbeldi og leggja áherslu á að fara samningaleiðina OFT er sagt að ljónið sé konungur dýranna, það sé efst í langri fæðu- keðju náttúrunnar og leggi sér flest öll dýr nema fíla til matar. Þessar algengu hugmyndir eru þvert á sögusagnir frá leiðsögumanna frá Afríkuríkinu Botswana, sem hafa nú fengist staðfestar í nýrri heim- ildarmynd breska ríkisútvarpsins, BBC, sem sýnir myndskeið af árás ljóna á fíl að næturlagi í fyrra. Breska dagblaðið Times, sem var með BBC í för, segir frá þessu á vef- síðu sinni í gær, en þar er því lýst þegar hópur ljóna í leit að bráð um niðdimma nótt gerir árás á fíl. Mikl- ir þurrkar höfðu verið á svæðinu og lítið um bráð fyrir hungruð ljónin. Því er talið, að þau hafi gripið til þess ráðs að ráðast á fíla, fyrst fíls- unga en svo fullvaxna fíla. Blaðamaður Times sagði ljónin ekki leggja í fílana í dagsbirtu, öðru máli gegndi í náttmyrkri. Þegar fílamóðir gengur með átta til tíu ára gamalt afkvæmi sitt um nóttina á leið til vatnsbólsins taka ljónin við sér, ráðast á ungann og fella hann á aðeins hálfri mínútu. Botswana er heimkynni um 130.000 fíla, eða fjórða hvers fíls í heim- inum. Staðfesta að ljón veiði fíla Reuters Grimm Ljón eru hugrökk dýr. Iðnaðarhúsnæði óskast í Kópavogi Við leitum að iðnaðarhúsnæði fyrir fjársterkan aðila í Kópavogi, við voginn eða í nágrenni Smiðjuvegar. Húsnæðið þarf að vera 900-1.300 fm. Þar af þyrfti að vera pláss fyrir um 200 fm skrifstofurými. Húsnæðið þarf að vera með aðgengi frá jarðhæð. Mikil lofthæð er einnig skilyrði. Nánari upplýsingar veitir Hákon Jónsson lögg. fasteignasali. Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.