Morgunblaðið - 05.10.2006, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 05.10.2006, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006 19 MENNING PÁLL Óskar er ekki bara söngvari og dómari í X-Faktor. Hann er einnig eldheitur áhugamaður um svokallaðar B-myndir. Í tengslum við Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík ætlar Páll Óskar að sýna valdar myndir úr einkasafni sem allar eiga það sameig- inlegt að geta kallast B- myndir. Sýningarnar hefjast klukkan 22.15 í Tjarnarbíói í kvöld. Kvikmyndin Barbarella (1968) verður síðasta mynd kvöldsins og verður sýnd í fullri lengd. Miðnæturbíó B-myndaveisla Páls Óskars Páll Óskar HIÐ landskunna söngvaskáld Hörður Torfason er þessa dag- ana á síðustu skipulögðu hring- ferð sinni um landið sem stend- ur út október. Í kvöld heldur Hörður tónleika á Græna hatt- inum á Akureyri, föstudag í Kiðagili í Bárðardal, laugardag á Gamla Bauk á Húsavík og sunnudag í grunnskólanum á Kópaskeri. Hinn 9. október verður Hörður á Hótel Norðurljósum á Rauf- arhöfn, 10. október á Kaupvangi á Vopnafirði og 12. október á Iðavöllum á Egilsstöðum. Allir tónleikarnir hefjast klukkan 20.30. Nánari upplýsingar um aðra tónleika á hordurtorfa.com. Tónleikar Síðasta hringferð Harðar Torfa Hörður Torfason ER EKKI notalegt að eiga þess kost í hádeginu að hvíla sig á amstri dagsins, með því að bregða sér á mátulega stutta tónleika? Hafnfirðingar geta glaðst, því í dag hefjast Hádegistónleikar í Hafnarborg aftur eftir sumarhlé. Signý Sæ- mundsdóttir valsar um tónlist Róberts Stolz og Lehárs, og að vanda verður Antonía Hevesi við píanóið, en hún er listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar. Það er Hafn- arborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar sem splæsir; frítt inn, meðan húsrúm leyfir og tónleikarnir standa frá 12 til um 12.30. Hádegistónleikar Valsakóngar og -drottningar Signý Sæmundsdóttir ÁÐUR óútgefið ljóð eftir bandaríska ljóðskáldið Robert Lee Frost (1874– 1963) hefur komið í leitirnar. Verður það birt í næstu viku í tímaritinu Virginia Quarterly Review. Ljóðið heitir „War Thoughts at Home“ og samdi Frost það í kringum árið 1918 til heiðurs vini sínum sem lést í fyrri heimsstyrjöldinni. Það var nemandi við Háskólann í Virginíu í Bandaríkjunum sem rak augun í ljóðið þar sem hann var að fara í gegnum einkabréf skáldsins. Í ljóðinu, sem er sjö erindi, er brugðið upp mynd af eiginkonu her- manns sem er stödd í gömlu, litlu húsi á stríðstímum. Henni bregður við þegar bláskaðar, sem er fugl af hrafnstegund, láta illum látum fyrir utan gluggann hjá henni. Handhafi fernra Pulitzer-verðlauna Robert Lee Frost var eitt fremsta ljóðskáld tuttugustu aldarinnar í Bandaríkjunum. Í ljóðum sínum bregður hann gjarnan upp myndum af sveitalífi í Nýja Englandi og notar þær til að kanna flókin félagsleg og heimspekileg þemu. Frost hlotnuðust ótal viðurkenn- ingar um ævina og fékk meðal ann- ars fern Pulitzer-verðlaun, nokkuð sem ekkert bandarískt skáld annað hefur afrekað fyrr né síðar. Fyrstu verðlaunin féllu honum í skaut árið 1924 fyrir bókina New Hampshire. Robert Frost Óútgefið ljóð eftir Frost fundið Samið til heiðurs látnum vini skáldsins DAGSKRÁ: Fimmtudag 5. okt. HÁSKÓLABÍÓ Salur 1 Kl. 18.00 We Shall Overcome Kl. 20.20 Half Moon Kl. 22.30 Keane HÁSKÓLABÍÓ Salur 2 Kl. 18.00 Dead Man’s Cards Kl. 20.00 Zidane, un portrait Kl. 22.00 The Sweet Hereafter HÁSKÓLABÍÓ Salur 3 Kl. 18.00 The Powder Keg Kl. 20.10 I Am Kl. 22.30 Four Minutes HÁSKÓLABÍÓ Salur 4 Kl. 20.00 A Time for Drunken Horses TJARNARBÍÓ Kl. 14.00 Grbavica Kl. 16.00 Glue Kl. 18.00 Elegy of Life Kl. 20.30 Berg Ejvind og Benni H. H. Kl. 22.15 The Super–8 Show Kl. 00.00 The Super–8 Show IÐNÓ Kl. 14.00 Sentenced Home Kl. 16.00 The Girl is Mine Kl. 18.00 In Between Days Kl. 20.00 Unfolding Florence Kl. 22.00 DeNADIE Kvikmyndahátíð í Reykjavík TENGLAR .............................................. www.filmfest.is Dómar um myndir Kvikmynda- hátíðar eru á síðum 50 og 56-57. Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is Í HUGA margra er heimspeki eitthvað framandi; munaður út- valdra menntamanna sem hafa komið sér haglega fyrir í fíla- beinsturni þar sem þeir brjóta heilann um torskilin efni. Orðræða útlærðra heimspekinga hljómar í eyrum almennings sem óskiljan- legar hártoganir um hugtök og há- stemmdar kenningar sem virðast eiga lítið erindi við líf okkar. Meðan margur heimspeking- urinn hefur komið til varnar fræð- um sínum og myndast við að færa fyrir því rök (nokkuð sem heim- spekingar ku vera góðir í) að heimspeki sé víst allra tekur heimspekingurinn Róbert Jack ófeiminn undir það sjónarmið að nútímaheimspeki sé yfirleitt ekki ætlað að móta hverdagslífið. Að hans sögn hefur skort á það að heimspekingar nýti aðferðir sínar í þágu hversdagslífsins og geri þær aðgengilegar fólki sem ekki hefur lært heimspeki í háskóla. Hann telur hins vegar að heim- speki af slíkum meiði – góð og gild sem hún er til síns brúks – hafi rekið nokkuð langt frá viðleitni fornra heimspekinga. Nýverið kom út á vegum Há- skólaútgáfunnar bókin Hversdags- heimspeki eftir Róbert. Þar kynn- ir höfundurinn nýja heimspekilega hreyfingu, heimspekipraktíkina, sem hefur það að markmiði að endurvekja þá viðleitni heimspek- inga til forna að lifa eftir hug- myndum sínum; að ráða lífsins gátur með það fyrir sjónum að mega lifa betra lífi. Ekki lengur leitað til heimspekinga „Heimspeki eins og hún er stunduð í dag er í sumu ólík þeirri sem heimspekingar fornaldar stunduðu. Skólar Platóns, Aristót- elesar, stóumanna og Epíkúrosar fólu allir í sér eins konar viðhorf sem hentaði þeim sem aðhylltust kenningarnar í hversdagslífinu. Þetta er því miður ekki lengur til staðar í heimspekinni. Sú heim- speki sem ég hef lært, bæði hér heima og erlendis, er meira fræði- legs eðlis; ekki hugsuð til að bæta líf fólks,“ útskýrir Róbert sem hóf nám í heimspeki í Háskóla árið 1991. „Áður fyrr gengu menn á fund spekingsins og leituðu ráða varð- andi hvernig bæri að lifa góðu lífi. Nú til dags myndi fáum detta í hug að leita til heimspekinga til að forvitnast um það. Þeir leita frek- ar annað,“ heldur Róbert áfram og finnst greinilega margt hafa glatast við þessa þróun. Útskýr- inguna á því hvers vegna svona fór fyrir heimspekinni segist Ró- bert hafa frá frönskum fornfræð- ingi að nafni Pierre Hadot. „Þegar kristnin varð til á fyrstu öld vildi hún vera lífsmáti, rétt eins og hinar og þessar heim- spekistefnur þess tíma. Fram eftir öldum höfðu mismunandi lífsmátar lifað í sátt og samlyndi meðal heimspekinga. Kristnin gerði hins vegar tilkall til þess að vera eini lífsmátinn, lífsmátinn sjálfur, ef svo má segja. Eftir að kristnin kom fram fékk heimspekin hins vegar minna hlutverk, hún varð óáþreyfanlegar pælingar og grein- ing á hugtökum. Heimspekin hafði ekki lengur leyfi til þess að leið- beina fólki um það hvernig lífinu sé best lifað. Þetta er þó að breyt- ast nú.“ Heimspekilegar samræðuaðferðir Róbert nefnir til sögunnar fimm heimspekilegar aðferðir sem tengjast „heimspekipraktíkinni“, eins og hann kýs að kalla hina nýju hreyfingu: sókratísk sam- ræða, barnaheimspeki, heim- spekileg ráðgjöf, heimspekikaffi- hús og heimspekilegir fyrirlestrar. „Sókratísk samræða fer þannig fram að fámennur hópur fólks leit- ast í sameiningu við að svara ákveðinni spurningu, t.d.: „hvað er réttæti?“. Í kjölfarið er fengist við raunverulegt dæmi um réttlæti og fjallað er um það þar til fólk telur sig hafa fengið svarið við því hvað réttlæti sé. Barnaheimspeki er stunduð með börnum og byrjar oftast á því að lesinn er stuttur texti. Heimspek- ingurinn spyr börnin svo um hvað textinn sé, hvað skipti þar máli o.s.frv. Hann stýrir svo heimspeki- legum samræðum um viðfangs- efnið meðal krakkanna.“ Heimspekiráðgjöf svipar svo til sálfræðiráðgjafar, að sögn Ró- berts. Í flestum tilvikum er við- mælandinn einn með heimspek- ingnum og oftast er um að ræða glímu við persónuleg vandamál af ýmsum toga sem háð er með að- ferðir heimspekinnar að vopni. Heimspekilegt kaffihús segist Róbert hafa prófað með góðum ár- angri við kennslu í framhalds- skóla. „Þá er einhver ákveðin spurning tekin til umfjöllunar. Það er heimspekilegur stjórnandi sem setur fram viðfangsefni eins og „hver er vinur?“. Svo er málið rætt í þaula.“ Aðferð heimspekinga við að halda fyrirlestra er yfirleitt sú að lesa af blaði ritgerð, oftast frekar tilþrifalítið. Það getur því verið harla erfitt, jafnvel fyrir innvígða, að fylgja þræði. Heimspekilegir fyrirlestrar eins og þeir eru kynntir í Hversdagsheimspeki eru þó með talsvert öðru móti. „Þessi aðferð heimspekipraktík- urinnar er tengd einum tilteknum heimspekingi, Esa Saarinen frá Finnlandi. Hann boðar að heim- spekingurinn noti leikræna tækni til að vekja áheyrandann til um- hugsunar um það sem hann er að tala um. Eina efnislega skilyrðið sem hann setur fyrir slíkum fyr- irlestrum er að þeir eiga að vera um hið góða líf.“ Menning | Ný heimspekileg hreyfing fram á sjónarsviðið: heimspekipraktíkin Heimspeki hversdagsins Morgunblaðið/Kristinn Heimspekingurinn „Heimspeki eins og hún er stunduð í dag er í sumu ólík þeirri sem heimspekingar fornaldar stunduðu,“ segir Róbert Jack sem nýverið gaf út bókina Hversdagsheimspeki. Róbert Jack gefur út nýja bók

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.