Morgunblaðið - 05.10.2006, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
HÚS undir heilsuræktarstöð verður
væntanlega risið milli Íþróttahall-
arinnar og Sundlaugar Akureyrar
næsta vor og starfsemi Vaxtarrækt-
arinnar flyst þangað næsta haust.
Samþykkt var í bæjarstjórn í vik-
unni að heimila Sigurði Gestssyni,
eiganda Vaxtarræktarinnar, bygg-
ingu húss á lóðinni en á hluta hennar
hefur verið fjölskyldugarður.
Sigurður vonast til þess að fram-
kvæmdir hefjist sem fyrst.
Á bæjarstjórnarfundinum var
felld tillaga frá bæjarfulltrúa VG um
að unnið yrði deiliskipulag fyrir
sundlaugarsvæðið með það í huga að
tengja þar saman í byggingu líkams-
ræktarstöð, fimmtíu metra sundlaug
og aðstöðu fyrir útivistarsvæði, og
að deiliskipulagið gerði ráð fyrir
tengingu við svæðið ofan Þórunn-
arstrætis og heildrænni nýtingu sem
fjölskyldu- og útivistargarðs.
Nokkrar deilur hafa verið um fyr-
irhugaða byggingu í bæjarstjórn.
„Það er algjör misskilningur að fjöl-
skyldugarðurinn hverfi; byggingin
skerðir hann lítið en bætir hann hins
vegar ansi mikið. Ég tel að hann
verði mun betri og er sannfærður
um að þetta verður fjölskylduvænsti
bletturinn í bænum. Þarna getur öll
fjölskyldan komið saman og allir
finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir
Sigurður við Morgunblaðið.
Heilsurækt við sundlaugina
Í HNOTSKURN
»Framkvæmdum þarf að ljúkaað utan fyrir vorið svo opna
megi fjölskyldugarðinn.
»Baldvin H. Sigurðsson, VG,lét bóka mótmæli við veit-
ingu byggingarréttar til einka-
fyrirtækis á framtíðarlandi
Sundlaugar Akureyrar, „og án
auglýsingar, þar sem öðrum fyr-
irtækjum í sama rekstri er ekki
gefinn kostur á að sækja um...“
Glæsileg aðstaða Nýja húsið rís á milli sundlaugarsvæðisins og íþróttahallarinnar. Fjölskyldugarður verður á milli nýja hússins og Þórunnarstrætis.
Horft í austur Séð að nýja heilsuræktarhúsinu frá Þórunnarstræti.
Myndir/Kollgáta
AKUREYRI
Morgunblaðið/Ásdís
Bera saman bækurnar Gísli Marteinn Baldursson og Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson ræða saman á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur.
Reykjavík | Tillögu borgarfulltrúa
Samfylkingarinnar um flutning á
málefnum aldraðra frá ríki til
Reykjavíkurborgar var vísað til
stjórnkerfisnefndar á fundi borgar-
stjórnar Reykjavíkur á þriðjudag-
inn. Í tillögunni segir að borgar-
stjórn samþykki að fela borgarstjóra
að hefja nú þegar viðræður um flutn-
ing á málefnum aldraðra, fatlaðra,
heilsugæslu, þ.m.t. heimahjúkrun,
og tengdum verkefnum frá ríki til
Reykjavíkurborgar.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borg-
arstjóri, sagði að sveitarfélögin
hefðu í raun og veru miklu stærra
hlutverk en ríkið varðandi ýmsa
nærþjónustu við aldraða. Hann
spurði hvaða verkefni ætti að flytja
frá ríki til sveitarfélaga. „Hafa menn
ekki gert sér grein fyrir því að það er
á ábyrgð sveitarfélaga að byggja
þjónustu- og öryggisíbúðir sem mikil
þörf er fyrir í Reykjavík fyrir eldri
borgara,“ sagði Vilhjálmur og ítrek-
aði að borgin hefði mikilvægu hlut-
verki að gegna í þjónustu við aldr-
aða.
„Við höfum á okkar könnu gríð-
arlega mörg verkefni og það er jafn-
vel eins og sumir borgarfulltrúar
hafi ekki áttað sig á því hversu mikl-
ar skyldur við höfum hvort sem þær
eru lögbundnar eða venjubundnar
gagnvart eldri borgurum.“
Vilhjálmur sá ekkert því til fyr-
irstöðu að farið yrði betur yfir málið
og lagði til að fjallað yrði um flutning
verkefna frá ríki til sveitarfélaga í
stjórnkerfisnefnd. Hann benti þó á
að flutningur á málefnum fatlaðra
frá ríki til sveitarfélaga væri langt
kominn og leggja bæri áherslu á
þann málaflokk.
Tillögu Ólafs F. Magnússonar,
borgarfulltrúa F-listans, um tak-
mörkun á hæð Hálslóns var vísað frá
á fundi borgarstjórnar.
Til borgarráðs „lýðræðisins
og kurteisinnar“ vegna
Steinunn Valdís Óskarsdóttir,
borgarfulltrúi Samfylkingarinnar,
lagði það til að tillögunni yrði vísað
til borgarráðs „lýðræðisins og kurt-
eisinnar vegna“. Svandís Svavars-
dóttir, borgarfulltrúi Vinstri
grænna, sagðist styðja tillögu Ólafs
en hún gæti jafnframt fellt sig við þá
tillögu Samfylkingarinnar að vísa
henni til borgarráðs.
Björn Ingi Hrafnsson, borgar-
fulltrúi Framsóknarflokks, taldi ekki
efni til þess að vísa tillögunni til
borgarráðs. „Ég tel að slík málsmeð-
ferð sé ekki heiðarleg vegna þess að
ef það liggur fyrir að ekki eigi að
gera neitt með tillöguna í borgarráði
er engin sérstök ástæða til þess að
taka hana fyrir þar,“ sagði hann.
Ræddu flutning á
málefnum aldraðra
Í HNOTSKURN
»Vilhjálmur Þ. Vilhjálms-son segir að flutningur á
málefnum fatlaðra frá ríki til
sveitarfélaga hafi forgang
hvað varðar verkefni sem
sveitarfélögin taki yfir en mál-
efni aldraðra komi þar á eftir.
» Í stefnu borgarstjórn-arflokks Sjálfstæðisflokks-
ins segir að leitað verði samn-
inga við ríkisvaldið um að
flytja ákveðna þjónustu við
aldraða frá ríki til borgar.
Seltjarnarnes | Að ósk bæjaryfir-
valda á Seltjarnarnesi hefur heil-
brigðisráðuneytið fallist á að heimila
fjölgun dagvistarrýma fyrir aldraðra
frá og með 1. september síðastliðn-
um. Dagvist fyrir aldraða á Seltjarn-
arnesi tók fyrst til starfa í byrjun árs
2005 og fólst í henni mikil þjónustu-
aukning fyrir eldri borgara á Sel-
tjarnarnesi.
Í upphafi veitti heilbrigðisráðu-
neytið leyfi fyrir fimm plássum en
fljótlega varð ljóst að þörfin var
meiri. Fjölgun plássa í níu sem nú
hefur fengist heimild fyrir er því
kærkomin og var eitt af stefnumál-
um meirihlutans fyrir sveitarstjórn-
arkosningarnar í vor, segir í frétta-
tilkynningu.
Dagvist aldraðra hefur það hlut-
verk að bjóða eldri borgurum á Sel-
tjarnarnesi þjónustu sem miðar að
því að þeir geti sem lengst búið á eig-
in heimili. Í boði er meðal annars
tómstundaiðja, aðstaða til léttra lík-
amsæfinga, hvíldaraðstaða, böðun,
fæði og akstur til og frá dagvist.
Starfsemin felur í sér félagslegan
stuðning eftir aðstæðum hvers og
eins. Dagvistin er því mikil þjónustu-
aukning fyrir aldraða á Seltjarnar-
nesi sem hingað til hafa þurft að
sækja þjónustuna vítt og breitt um
höfuðborgarsvæðið.
Dagvistarrýmum
aldraðra fjölgað
SIGURÐUR
Gestsson hefur
rekið Vaxt-
arræktina í
kjallara Íþrótta-
hallarinnar í
tæpan ald-
arfjórðung.
Hann segir um
það bil tíu ár
síðan hann viðr-
aði fyrst þá
hugmynd við forráðamenn bæj-
arins að reisa hús eins og nú hef-
ur verið samþykkt fyrir heilsu-
rækt hans.
„Já, þetta er auðvitað stór
áfangi fyrir mig og gamall
draumur að rætast. Ég hlakka
mikið til þess að halda áfram því
starfi sem ég hef unnið en ég
held líka að þetta sé frábært fyr-
ir bæinn og ég er viss um að bæj-
arbúum á eftir að líka mjög vel
það sem þarna verður gert,“
sagði Sigurður við Morgunblaðið.
Byggingin verður í austasta
hluta svæðisins sem notað hefur
verið fyrir fjölskyldugarð, á milli
Íþróttahallarinnar og Sundlaugar
Akureyrar. Sigurður segir að
nýja byggingin verði alveg sjálf-
stæð og það eigi eftir að semja
við Akureyrarbæ um samgang á
milli hennar og sundlaugarinnar,
en við hugmyndavinnuna hafi
hann haft til hliðsjónar samning
World Class við Reykjavíkurborg
varðandi Lauga í Laugardalnum.
„Það samstarf hefur komið mjög
vel út, svo vel að nú er Seltjarn-
arnesbær búinn að semja við
World Class um sams konar að-
stöðu við sundlaugina þar,“ segir
Sigurður.
„Gamall
draumur
að rætast“
Sigurður
Gestsson
Digranes | Um 200 ungmenni komu
saman í Digraneskirkju á vegum
ÆSKR (Æskulýðssamband kirkj-
unnar í Reykjavíkurprófasts-
dæmum) sl. mánudagskvöld til að
taka þátt í árlegri þrautakeppni.
Keppt var í mismunandi greinum
og meðal þeirra má nefna ógeðs-
drykkju, hlaup á milli stóla, spurn-
ingakeppni, að þekkja pipar og að
þora í veltibílinn svo nokkuð sé
nefnt. Meðfylgjandi mynd er frá
keppninni.
200 þátt-
takendur
í þrauta-
keppni