Morgunblaðið - 05.10.2006, Síða 21

Morgunblaðið - 05.10.2006, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006 21 AUSTURLAND LANDIÐ Eftir Örn Þórarinsson Austur-Húnavatnssýsla | Í eft- irleitum í Laxárdalsfjöllumum á dögunum fundust tveir veturgamlir hrútar sem gengið höfðu úti í fyrra- vetur. Hrútarnir voru frá bæjunum Holtsmúla og Stóru-Gröf ytri í Skagafirði. Þeir voru rígvænir en mjög villtir og erfiðir viðfangs, eft- ir hið frjálsa líf á fjöllum. Það var Guðmundur Valtýsson, gangnastjóri og bóndi á Eiríks- stöðum í Svartárdal, sem fann hrút- ana uppundir fjallsbrún á mörkum Víðidals og Mjóadalsskarðs. Þegar þeir urðu hans varið tóku þeir á rás uppá fjall. Guðmundi tókst með harðfylgni að komast fyrir þá. Það reyndist svo ströng barátta sem stóð í nokkrar klukkustundir fyrir hann að koma þeim niður í Þver- árdal sem er upp af Bólstaðahlíð. Þegar þangað var komið voru hrút- arnir gersamlega uppgefnir og voru keyrðir síðasta spölinn til rétta. Ekki kom annað til greina Guðmundur sagði að þetta hefði verið mjög erfið barátta ekki síst vegna þess að hann meiddist á fæti í öðrum göngum í haust. Hins vegar hefði ekki komið til greina annað en að koma skepnunum til byggða. Guðmundur sagði að um sjötíu fjár hefði fundist í eftirleitinni og dag- ana þar á undan. Erfið barátta við útigangshrúta Eftir Sigurð Sigmundsson Eystsri-Rangá | Sett hefur verið ný brú yfir Eystri-Rangá. Brúin er skammt frá eyðibýlinu Reynifelli en þar er frístundahúsabyggð með um fjóra tugi húsa. Gamla brúin er nærri aldar gömul og hefur þjónað vel á fleiri en einum stað í sýslunni. Gamla brúin sem nú var tekin af stöplum sínum hjá Reynifelli er einn þriðji hluti brúar sem byggð var yfir Ytri-Rangá árið 1912 þar sem síðar byggðist kauptúnið Hella á eystri bakka árinnar. Hún þjónaði sínu hlutverki við Hellu til ársins 1960 þegar þar var byggð ný brú sem enn stendur á þessum fjölfarna þjóðvegi. Árið 1968 var einn þriðji þessarar öldnu brúar fluttur að Eystri-Rangá og settur hjá Reynivöllum. Nú er hún orðin illa farin, er við það að ryðgja í sund- ur og er í raun orðin varasöm. Rangárþing ytra bauð út smíði nýrrar brúar. Vélsmiðja Suðurlands á Hvolsvelli átti lægsta tilboð, tæpar 17 milljónir króna, og fékk samning um verkið. Verkið gekk vel Vel gekk hjá starfsmönnum vél- smiðjunnar, undir stjórn Magnúsar Halldórssonar yfirverkstjóra, að fjarlægja gömlu brúna og setja þá nýju í hennar stað. Til þess var not- aður stór krani. Nýja brúin byggist á 25,5 metra stálbitum sem verða brátt klæddir og með því lýkur smíði hinnar nýju brúar. Myndin var tekin þegar nýja brúin var sett upp í stað þeirrar öldnu. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Nærri aldar gömul brú lýkur þjónustu Djúpivogur | Þau eru misjöfn við- fangsefnin sem björgunarsveitirn- ar takast á við. Á dögunum fékk slysa- varnasveitin Bára á Djúpa- vogi útkall vegna 13 sauð- kinda sem höfðu flætt úti í hólma sem er við innanverð- an Hamars- fjörð. Björgunar- sveitin brá að sjálfsögðu skjótt við og renndi á bát út í hólmann. Ærn- ar voru síðan reknar á sund og þurftu nokkrar þeirra smáhjálp síð- ustu metrana að landi en allt fór vel að lokum.    Myndlistarsýning Tolla Mort- hens verður opnuð í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði nk. sunnudag og hefst með guðs- þjónustu kl. 14. Gestir stundarinn- ar verða Tolli og bróðir hans Bubbi. Sýningin stendur til 4. nóvember n.k. og er opin kl. 17–19 virka daga og á laugardögum á milli kl. 15 og 18.    Hornfirska skemmtifélagið býður nú sem fyrr upp á metnaðarfulla haustdagskrá, nú rokksýninguna American Graffiti, ásamt undir- stöðugóðum kvöldverði á Hótel Höfn og dansleik í annan endann með hljómsveitinni KUSK. Sauðfé kom- ið til bjargar Björgun Ærin vand- ræði en slapp þó til. Fáskrúðsfjörður | Fáskrúðsfirð- ingar hafa fengið nýjan og full- kominn slökkvibíl á staðinn. Hann er af gerð- inni Scania P420, með drif á öllum hjólum. 4000 lítra af vatni er hægt að hafa í bílnum og 200 lítra af froðu. Á honum er 6 manna hús og þar er hægt að hafa fjóra reyk- kafara. Að sögn Steins Jónas- sonar slökkviliðsstjóra er slökkvi- liðið nú mjög vel útbúið til útkalls. Slökkviliðið er nú hluti sameiginlegs brunaliðs Fjarða- byggðar. Bíllinn kostaði um 20 milljónir kominn á staðinn. Klár í útkall Öryggi Nýr slökkvibíll. AÐALMEÐFERÐ í máli AFLS starfsgreinafélags gegn starfs- mannaleigunnar 2B lauk hjá Hér- aðsdómi Austurlands í gær. 2B er sökuð um að hafa brotið gróflega á rétti pólskra verkamanna sem unnu við Kárahnjúkavirkjun í fyrra og er málið höfðað fyrir hönd 12 manna. Nema kröfur frá 250 til 350 þúsundum króna fyrir hvern þeirra vegna vangoldinna launa og annarra starfskjara. M.a. hefur verið tekist á um hvort 2B hafi verið heimilt að draga ýmsan kostnað af launum mannanna, sem ráðnir voru á grundvelli virkj- unarsamnings. Dóms er að vænta innan skamms. Aðalmeðferð máls gegn 2B lokið Kárahnjúkavirkjun | Fylling Háls- lóns hefur vakið talsverð viðbrögð á Austurlandi og bæði meðmæltir og andmælendur látið í sér heyra. Félag um verndun hálendis Aust- urlands mótmælti fyllingu lónsins með því að skrifa skrifa nöfn þeirra al- þingismanna sem gáfu samþykki sitt fyrir Kárahnjúkavirkjun á flata steina sem lagðir voru í flæðarmál Hálslóns fyrir neðan Lindur, um það bil fimm kílómetra frá Kárahnjúka- virkjun. „Þetta var gjörningur sem félagið stóð fyrir,“ segir Þórhallur Þorsteinsson, talsmaður samtakanna. „Þarna var raðað upp þeim fjörutíu og fjórum sem samþykktu virkjunina ásamt Davíð Oddssyni sem var að vísu ekki nærri en stóð til hliðar. Við vöktum svo yfir þessu uns það sökk og þarna verða geymd nöfn þeirra sem þetta hervirki samþykktu.“ Félagsmenn köstuðu rósum í lónið og flutt voru ljóð. Það tók Jöklu eina og hálfa klukkustund að færa grjótið á kaf í lónstæðinu. Heimilisböl fyrir byggðarlögin Fleiri mótmælaaðgerðir áttu sér stað á Austurlandi í kringum upphaf fyllingar Hálslóns. Þannig hittust náttúruverndarsinnar við Lagar- fljótsbrú að kvöldi dagsins er lokað var fyrir rennsli Jöklu og nokkru fyrr fóru Þórhallur og fleiri á Kára- hnjúkastíflu, reistu þar fánastöng og flögguðu í hálfa stöng. Hann las þar yfirlýsingu þar sem sagði m.a. að aldrei hefði ríkt einróma sátt um framkvæmdirnar á Austurlandi. Þvert á móti væru átökin um virkj- unina orðin eins konar heimilisböl fyrir byggðarlögin. Virkjunarsinnar fögnuðu Þeir sem meðmæltir eru virkjunar- framkvæmdinni og fyllingu Hálslóns létu líka í sér heyra og drógu menn fána víða að húni, m.a. á Fljótsdals- héraði og í Fjarðabyggð, til að fagna á lónsfyllingardaginn. Á vefnum www.myweb.is/virkjum/ virkjum.php hafa rúmlega þrjú þús- und netverjar skrifað undir meðmæli með virkjuninni og álversfram- kvæmdum á Austurlandi. „Ófáir hafa látið skoðun sína í ljós á þessu máli og svo virðist sem fjöl- miðlar séu hrifnastir af glundroðan- um, þeim fáu, og hugnast ekki að fjalla um málefni lýðræðislegra sjón- armiða, heldur sérhagsmuni ein- stakra mótmælenda. Því viljum við hin skrifa nafn okkar við meðmæla- skrá …“ segir á vefnum undir yfir- skriftinni Virkjun velferð Íslands. Nöfn þingmanna máluð á grjót og sökkt í Hálslón Styrinn magnaðist á Austurlandi við fyllingu lónsins Ljósmynd /Félag um verndun hálendis Austurlands Geymdir Nöfn þeirra þingmanna er samþykktu Kárahnjúkavirkjun voru rituð á steina og þeir lagðir í vatnsborð Hálslóns þar sem fljótt vatnaði yfir. OPIÐ HÚS - Birkihlíð 34 - Laust strax Fallegt og vel staðsett endaraðhús á eftirsóttum stað. Húsið er skráð 169,3 fm en að auki fylgir tvöfaldur 56 fm bílskúr. Búið er að útbúa stódíó- íbúð í hluta bílskúrsins. Húsið skiptist þannig að á neðri hæð er forstofa, forstofuherbergi, gesta- snyrting, hol, stofa, borðstofa, þvottahús og eldhús. Á efri hæð eru fjögur svefnherbergi og baðherbergi. V. 48,4 m. 5641 EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG FRÁ KL. 17.30-18.30. Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.