Morgunblaðið - 05.10.2006, Side 28
M
argir hafa misjafna
reynslu af iðnaðar-
mönnum, sem
fengnir eru til hinna
ýmsu starfa, því
fjöldi kvartana berst til Neytenda-
samtakanna ár hvert vegna þeirra.
„Þetta er stór málaflokkur hjá
okkur og við mælum alltaf með að
verkkaupi og verksali geri með sér
þjónustusamning til að hafa allt á
hreinu sín í milli. Til er að fólk sem
gefur sig út fyrir ákveðna iðnaðar-
mannavinnu sé alls ekki með tilskilin
réttindi og svo freistast fólk iðulega
til að taka svarta vinnu til að losna
undan virðisaukaskattinum sem er
auðvitað ekkert nema lögbrot og í
slíkum málum er lítið hægt að gera,“
segir Þuríður Hjartardóttir, fram-
kvæmdastjóri Neytendasamtak-
anna.
Í ljósi allra þeirra kvartana, sem
berast, er ljóst að til eru „svartir
sauðir“ meðal iðnaðarmanna þó flest-
ir séu heiðarlegir í sínu starfi.
Gott að leita eftir tilboðum
Það getur, áður en af stað er farið,
verið gott að leita tilboða frá fleiri en
einum iðnaðarmanni, sér í lagi þegar
um stór verk er að ræða, því munað
getur háum fjárhæðum á milli til-
boða. Hafa ber í huga að það er ekki
endilega lægsta tilboðið sem er hag-
stæðast þar sem gæði efnis og vinnu
skipta líka máli. Áhætta getur fylgt
því að velja einhvern af handahófi úr
símaskránni, en betra er að ráða iðn-
aðarmann sem kunningjar eða vinir
hafa reynslu af og mæla með. Iðn-
aðarmaðurinn þarf í flestum tilvikum
að koma á staðinn til að gera tilboð í
viðkomandi verk og hefur hann rétt á
að taka gjald fyrir tilboðsgerðina, að
sögn Írisar Aspar Ingjaldsdóttur,
lögfræðings Neytendasamtakanna.
„Mikilvægt er að hafa skriflegan
pappír í höndunum frá iðnaðar-
manninum þar sem tilgreint er allt
sem gera á, hvað það skuli kosta og
hvenær verkinu skuli lokið. Í flestum
ágreiningsmálum, sem upp koma,
hefur iðnaðarmaðurinn gert munn-
legt tilboð eða verðáætlun.
Ágreiningurinn rís gjarnan eftir
að reikningur berst verkkaupa, en þá
getur reynst erfitt að sanna munn-
lega samninga. Oft er þá eina leiðin
að sýna fram á að reikningurinn sé
ósanngjarn miðað við verkið sem
unnið var, t.d. með því að fá mats-
menn til að meta verkið. Það getur
þó verið kostnaðarsamt og tíma-
frekt.“
Ólögleg og óráðleg viðskipti
Að sögn Írisar eru nótulaus við-
skipti ekki bara ólögleg heldur einnig
óráðleg. „Minna er greitt fyrir verk-
ið, en á móti kemur að enginn reikn-
ingur er gefinn út og staðan því að
flestu leyti verri ef galli kemur upp
síðar. Í nýjasta Neytendablaði kem-
ur fram að auk leiðbeiningaskyldu
iðnaðarmanna, sem eiga m.a. að gefa
kaupendum upplýsingar um hvort
verk borgi sig, ber þeim að standa við
tilboðið sem þeir gefa. Hafi þeir að-
eins gefið upp áætlað verð mega þeir
ekki fara verulega fram úr áætlun.
Samkvæmt lögum um þjónustukaup
eiga iðnaðarmenn rétt á að krefjast
hærri greiðslu en fram kemur í til-
boði ef ófyrirséðar framkvæmdir
koma upp í vinnuferlinu. Hækkanir
skal þó tilkynna kaupanda án tafar.
Verkið dregst og gallar koma
Hafi ekki verið samið um sérstök
verklok skal iðnaðarmaðurinn ljúka
við verkin innan sanngjarns frests
eftir að kaupandinn gerir kröfu um
það, hafi óviðráðanleg atvik ekki
komið upp. Kaupandi getur í flestum
tilvikum gripið til þess ráðs að rifta
samningi við iðnaðarmann dragist að
ljúka verki. Það þýðir að ekki kemur
til frekari vinnu af hálfu viðkomandi
iðnaðarmanns eða greiðslna af hálfu
verkkaupa. Kaupanda ber þó al-
mennt að greiða fyrir það, sem þegar
hefur verið gert. Verði kaupandi fyr-
ir tjóni vegna tafa iðnaðarmanns má
fara fram á skaðabætur, en takist
iðnaðarmanninum að sýna fram á að
tafirnar séu ekki honum að kenna
þarf hann ekki að greiða bætur.
Komi galli upp getur kaupandi far-
ið fram á að iðnaðarmaðurinn lagfæri
gallann nema það valdi honum
ósanngjörnum kostnaði eða verulegu
óhagræði. Yfirleitt eru það hags-
munir beggja aðila að iðnaðar-
maðurinn bæti úr göllum því annars
getur kaupandi leitað til annars aðila
til að laga gallann á kostnað iðn-
aðarmannsins.
Í sumum tilvikum hefur verkkaupi
rétt á að halda eftir greiðslum þótt
fara verði varlega í slíkt, að sögn Ír-
isar, og borgar sig að ráðfæra sig við
lögfræðing um slíka ákvörðun. Og
iðnaðarmaður, sem skemmir eign er
hann vinnur verk, skal bæta tjón
nema hann geti sannað að skemmdin
hafi ekki verið af hans völdum.
Þjónustusamningar eru þarfir
Morgunblaðið/Þorkell
Samningar Það getur verið gott að leita tilboða frá fleiri en einum aðila áður en gengið er að verktilboði.
Morgunblaðið/Kristinn
Viðskipti Nótulaus viðskipti eru bæði ólögleg og óráðleg.
Flestir þurfa oft á lífsleið-
inni á iðnaðarmönnum að
halda vegna stórra sem
smárra verka. Jóhanna
Ingvarsdóttir komst að
nokkrum mikilvægum
atriðum, sem vert er að
hafa í huga í samskiptum
við iðnaðarmenn.
neytendur
28 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Apakaffi
Nú fæst hér á landi svokallað
Apakaffi sem er náttúruræktað úr-
valskaffi frá eldfjallahlíðum Pan-
ama. Hettuapar halda til á kaffi-
ekrum og borða kaffibaunir á
haustin. Þeir dreifa fræjum kaffi-
trjánna og annarra plantna og
hjálpa þannig til við að viðhalda
skóginum. Uppskeran er sérvalin
og aðeins lítið magn brennt í hvert
sinn til að tryggja ferskleika. Ís-
lendingar fá að þessu sinni á bilinu
7–8.000 kaffipakka til landsins en
uppskeran er nánast alltaf uppseld
fyrirfram.
Apakaffið var valið besta
náttúruræktaða kaffið í heiminum í
fyrra í Seattle í Washington og
lenti í öðru sæti sem sérstæðasta
kaffið í heiminum nú í apríl síðast-
liðnum í Charlotte í Norður-
Karólínu.
Að sögn Svavars Guðmunds-
sonar hjá innflytjandanum Kaffi
Latino ehf. byggist kaffifram-
leiðslan á heiðarlegum við-
skiptaháttum og kaffibændur á
þessu svæði fá 25% í sinn hlut að
viðbættu 25% álagi sem bændurnir
fá síðan af andvirði hvers kaffi-
pakka.
Kaffið er selt í fimm löndum og
pokinn af kaffinu kostar út úr búð
um 1.400 krónur en í honum eru
454 grömm. Svavar segir að kílóið
af apakaffinu kosti í Japan um 100
dollara eða sem samsvarar 7.000 ís-
lenskum krónum og í Bandaríkj-
unum nemur verð þess um 68 doll-
arum.
Kaffið fæst í Nóatúni, Fjarð-
arkaupum, Samkaupum, Hag-
kaupum og fleiri verslunum.
NÝTT
óskaðu eftir tilboðum frá
nokkrum aðilum þar sem
verðmunur getur verið
verulegur.
fáðu vini og vandamenn til
að benda þér á góðan iðn-
aðarmann.
hittu iðnaðarmanninn áður
en þú gerir samning við
hann.
óskaðu eftir skriflegu til-
boði þar sem fram kemur
hvað á að gera, hvað það á
að kosta og hvenær verk-
inu á að vera lokið.
ekki stunda nótulaus við-
skipti.
Holl ráð
Við erum að reyna að sinna smærri
neyðarþjónustu fyrir heimili og fyr-
irtæki. En í stærri verkum sendum
við matsmann á undan okkur sem
fer yfir verkið með verkkaupa og
gerir skriflega kostnaðaráætlun,
sem byggist á ákveðnum tíma-
vinnutaxta,“ segir Viðar. Sá taxti
leggur sig á 3.790 kr. án virð-
isaukaskatts og 4.718 kr. með 24,5%
virðisaukaskatti. Á vefsíðunni
www.handlaginn.is er hægt að fylla
út verkbeiðnir um ákveðin verk.
Á vefsetrinu www.meistarinn.is,
sem er á vegum Samtaka iðnaðar-
ins, eru um þrjú hundruð löggiltir
VANTAR málara, smiði, múrara,
flísara, pípara eða rafvirkja? Hvar
skal bera niður og hvert er eðlilegt
tímakaup?
Gjaldskrá iðnaðarmanna er frjáls
og byggist á framboði og eftirspurn
hverju sinni, að sögn Viðars Krist-
jánssonar, verkefnastjóra hjá hand-
laginn.is, sem var stofnað af einka-
aðilum fyrir um fimm árum síðan
en er nú alfarið í eigu Öryggis-
miðstöðvar Íslands. Hjá handlag-
inn.is starfa átján fagmenn auk
skrifstofufólks. „Það er mikil að-
sókn í pípara og flísara og allt að
mánaðar bið eins og staðan er í dag.
meistarar á skrá og allar gerðir af
iðnmeisturum.
Auk þess má fá upplýsingar um
fagmenn með því að hafa samband
við viðkomandi meistarafélög.
Leiki einhver vafi á því að „iðn-
aðarmaðurinn“ sé með réttindi, má
alltaf krefja hann um skírteini, sem
sýnir að viðkomandi er lærður iðn-
aðarmaður eða með meistararétt-
indi. Hægt er að leita sér upplýs-
inga í viðkomandi meistarafélögum
og hægt er að spyrja hvort þeir geti
sýnt fram á einhverja reynslu, að
sögn Eyjólfs Bjarnasonar hjá Sam-
tökum iðnaðarins. „Gjaldskrá iðn-
aðarmanna er undir hverjum og
einum fagmanni komin og fer mikið
eftir því hvernig fyrirtækin eru
byggð upp með tilliti til fasts kostn-
aðar og breytilegs kostnaðar. Ólög-
legt er, samkvæmt samkeppn-
islögum, að gefa út samræmda
taxta. Samkeppnin er með öllu
frjáls,“ segir Eyjólfur og bætir við
að alltaf sé nokkuð um að kvartanir
vegna iðnaðarmanna berist inn á
borð Samtaka iðnaðarins.
Samkeppnin er alveg frjáls
TENGLAR
.....................................................
www.handlaginn.is
www.meistarinn.is
TENGLAR
.....................................................
Á heimasíðu Neytendasamtakanna,
www.ns.is undir liðnum „eyðublöð“,
er að finna eyðublað, sem gott er að
nota í viðskiptum við iðnaðarmenn.
Mikilvægt er að hafa
skriflegan pappír í hönd-
unum frá iðnaðar-
manninum þar sem til-
greint er allt sem gera á
og hvað það skuli kosta.