Morgunblaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Á UNDANFÖRNUM misserum
hafa fréttir og greinar um báglegt
ástand í geðheilbrigðismálum barna
og unglinga reglulega birst í fjöl-
miðlum. Hvað hæst ber umfjöllun um
úrræðaskort almennt
annars vegar og langa
bið eftir þjónustu
Barna- og unglingageð-
deildar LSH hins veg-
ar. Harla fátítt er að
fjallað sé um fyrirliggj-
andi úrræði og þjón-
ustu á sviðinu.
Jón Kristjánsson, þá-
verandi heilbrigð-
isráðherra, réði til sín
verkefnisstjóra í feb.
2004, Kristján Magn-
ússon sálfræðing, til að
„sinna sérstaklega geð-
málum barna og ungmenna“ (úr
fréttatilkynningu 5.2.’04), og var hon-
um m.a. falið að „gera tillögur um
þjónustu við börn og ungmenni með
geðraskanir á landsvísu … [og] ..
skýra og skilgreina verkaskiptingu og
ábyrgð þeirra sem veita þjónustu á
þessu sviði.“ Ráðuneytið stóð síðan
fyrir sérstakri ráðstefnu, ,,Hegð-
unarvandi og geðraskanir barna og
unglinga – Forvarnir, meðferð og
samþætting þjónustu“, 3. 4. febrúar
2005 og var skýrsla Kristjáns form-
lega kynnt þar.
Grunnhugmyndin í tillögunum
byggir á þrískiptu þjónustukerfi í
grunnþjónustu (1. stigs þjónusta), ýt-
arþjónustu (2. stig) og sérþjónustu (3.
stig). Þessi skipting er ekki uppfinn-
ing skýrsluhöfundar, heldur er hún í
samræmi við fyrirkomulag heilbrigð-
isþjónustu víðast hvar.
Auk úttektar Kristjáns fékk heil-
brigðisráðherra tvo sænska sérfræð-
inga, dr. Anders Milton og dr. David
Eberhard, til úttektar á geðvernd-
arþjónustunni við börn og unglinga.
Það eru almenn sannindi að skuli
bygging standa traust, þarf undir-
staðan að vera í lagi. Það er eins með
heilbrigðiskerfið, grunnþjónustan
þarf að vera traust svo sérþjónusta
standi undir nafni og nái að nýta sína
sérfræði og sérþekkingu sem öll efni
standa til. Í tillögum ofangreindarar
skýrslu er enda lagt til m.a. að
„heilsugæslustöðvar sinni börnum og
unglingum með geðraskanir í aukn-
um mæli bæði hvað varðar greiningu
og íhlutun.“
Þessi tillaga er einnig í samræmi
við hlutverk heilsugæslustöðva, en í
46. grein reglugerðar nr. 412/1992
fyrir heilsugæslustöðvar
segir m.a. að veita skuli
þjónustu á sviði heilsu-
verndar, geðverndar og
félagsráðgjafar. Í 57.
grein sömu reglugerðar
segir: „Starfsfólk við
heilsugæslustöðvar
starfar að verndun geð-
heilsu íbúa heilsugæslu-
svæðins. Áhersla skal
lögð á fyrirbyggjandi að-
gerðir … Stuðla skal að
því að fólk leiti aðstoðar
á byrjunarstigi vanda-
mála og veitt verði bæði
einstaklingsbundin meðferð og fjöl-
skyldumeðferð ....“
Stefnumarkandi átak hefur til
þessa ekki verið gert til að hrinda
þessu í framkvæmd í heilsugæslunni.
Það er hins vegar óyggjandi að mati
undirritaðs að yrði það gert mundi
það styrkja grunnþjónustuna veru-
lega hvað geðvernd barna varðar. Sú
skoðun byggist á reynslu starfs með-
ferðarteymis v. geðraskana barna við
Heilsugæslustöðina í Grafarvogi. Það
teymi sem Jón Kristjánsson þáver-
andi Heilbrigðismálaráðherra tók
ákvörðun um að koma á fót tók til
starfa 1.12.2004. Það samanstendur af
iðjuþjálfa, félagsráðgjafa og sálfræð-
ingi, ásamt heimilislækni viðkomandi
skjólstæðings.
Grafarvogshverfið er barnflesta
heilsugæslusvæði landsins, sem vænt-
anlega er ein meginástæða þess að
meðferðarteyminu var valinn staður
þar og því eðlilegur vettvangur til að
byrja á.
Fyrsta heila starfsár meðferð-
arteymisins var 2005. Þrátt fyrir að
um nýja þjónusta væri að ræða, barst
teyminu nýtt erindi að jafnaði annan
hvorn vinnudag á því ári. Meðalaldur
barnanna sem vísað var til teymisins
var 7 ár og 4 mán. og kynjaskipting
var jöfn. Þegar nánasta fjölskylda er
talin með, snerti þjónusta teymisins
rúmlega 400 manns, sem er u.þ.b. 2,5
% af íbúafjölda hverfisins. Í öllu starfi
teymisins hefur verið lögð áhersla á
fyrirbyggjandi starf, snemmtæka
íhlutun og þverfaglega nálgun með
heildarhagsmuni og líðan barnsins og
fjölskyldu þess að leiðarljósi. Í árs-
skýrslu meðferðarteymisins fyrir
2005 kemur fram það álit samstarfs-
aðilanna inni á Heilsugæslustöðinni
m.a. að „þessi nærþjónusta hafi gjör-
breytt aðkomu heilsugæslustöðv-
arinnar að geð- og sálfélagslegum
vandamálum barna og fjölskyldna
þeirra“ og „öll aðkoma að ungbörn-
um, mæðrum og verðandi mæðrum er
allt önnur en áður þegar um er að
ræða geðræn og félagsleg vandamál
barna og fjölskyldna þeirra .... „
Á skrifandi stundu gerist það að
núv. heilbrigðisráðherra, Siv Frið-
leifsdóttir, tilkynnir aðgerðir í þágu
barna með geðraskanir, og í frétt í
Morgunblaðinu 22.9.2006 er haft eftir
ráðherranum að „í fyrsta lagi verði
grunnþjónsta heilsugæslunnar við
börn með hegðunar- og geðraskanir
efld.“ Án þess að gera á nokkurn hátt
lítið úr öðrum aðgerðaþáttum, er
þetta lykilatriði í því að heildarmark-
mið aðgerðanna náist. Reynslan af
starfi Meðferðarteymisins við Heilsu-
gæslustöðina í Grafarvogi undir-
strikar það, og er þess að vænta, að
við þá reynslu verði stuðst þegar að
kemur að hagnýtri útfærslu á að-
gerðaáætlun heilbrigðisráðherra.
Þeir sænsku sérfræðingar sem ráð-
herra fékk til ráðgjafar mæla enda
með því að við áframhaldandi upp-
byggingu verði stuðst þau starfslíkön
sem hafa þróast við Heilsugæslustöð-
ina í Grafarvogi og Reykjanesbæ.
Um geðvernd barna í nær-
þjónustu heilsugæslunnar
Már V. Magnússon fjallar um
geðheilbrigðismál barna » Grafarvogshverfið erbarnflesta heilsu-
gæslusvæði landsins,
sem væntanlega er ein
meginástæða þess að
meðferðarteyminu var
valinn staður þar og því
eðlilegur vettvangur til
að byrja á.
Már V. Magnússon
Höfundur er sálfræðingur við
Heilsugæslustöðina í Grafarvogi.
OFT er talað um gildi þess að eiga
góðar fyrirmyndir í lífinu, eins og
sást á nýloknum forvarnardegi, og
hversu miklu það getur skipt ein-
staklinga. Yfirleitt er átt við fyr-
irmyndir í íþróttum, viðskiptum, og
öðrum veraldlegum hlutum, sem eru
okkur hinum til hugljómunar og
vekja hjá okkur löngun til að gera
slíkt hið sama.
Hinsvegar er allt of sjaldan minnst
á fyrirmyndir í geðheilsu. Kannski
vegna þess að góð geðheilsa er talin
sjálfsögð, þangað til hún er ekki til
staðar hvort sem það er til lengri eða
skemmri tíma. Og þá er oft erfitt að
horfa til fyrirmyndanna, því þær eru
ósýnilegar. Enginn auglýsir það að
hann búi við góða eða frábæra geð-
heilsu. Íslendingum finnst það hreint
og beint út í hött að auglýsa slíka
hluti, enda erum við víkingar og lát-
um ekkert bitna á okkur, eða hvað?
Reyndin er hins vegar sú að góðar
fyrirmyndir í þessu efni, sem og öðr-
um er víðsvegar að finna. Kannski
kunnum við bara ekki að leita að
þeim!
Að greinast með geðsjúkdóm er
afar erfið lífsreynsla.
Það er að segja þangað
til við áttum okkur á því
að það er líf eftir geð-
veiki! Og við sjáum að
það er hægt að ná bata,
og það er hægt að lifa
góðu lífi, bæði með og
án geðsjúkdóma. Geð-
heilsa er allra mál, ekki
bara okkar geðsjúkling-
anna. Það er mikilvægt
að sýna aðstandendum,
börnum, vinum og
vandamönnum að geð-
heilsu er hægt að rækta
á jákvæðan hátt, og
byggja upp rétt eins og
aðra heilsu.
Ég er svo lánsöm að
vera geðveik. Lánsöm
segi ég, vegna þess að
ég hef þurft að hafa fyr-
ir því að læra að geð-
heilsa er ekki sjálfsögð.
Og vinir mínir og
vandamenn, börnin mín og foreldrar
vita það að geðsjúkdómur er ekki
dauðadómur. Nú leitar fólk til mín
með alls kyns hluti sem tengjast geð-
heilsu, vegna þess að ég hef sýnt
sjálfri mér og öðrum að geðheilsu
þarf að sinna, rétt eins og annarri
heilsu. Börnin mín búa
við þau forréttindi að
vita að geðsjúklingar
eru ekki verra fólk en
annað. Þau koma aldr-
ei til með að telja geð-
sjúka annars eða
þriðja flokks fólk. Þess
vegna tel ég sjálfa mig
lánsama að vera geð-
veik.
Góð heilsa er gulls
ígildi, og góð geðheilsa
er meðtalin í því!
Sýnum hvort öðru
og þeim sem umgang-
ast okkur, að það er líf
eftir geðveiki!
Nú um helgina verð-
ur alþjóðlegi geðheil-
brigðisdagurinn hald-
inn hátíðlegur með
dagskrá í Ráðhúsi
Reykjavíkur, og geð-
gangan verður farin
þriðjudagskvöldið 10.
október nk. Sýnum samstöðu og tök-
um þátt, og sýnum að geðheilsa er
mál okkar allra! Alltof mikið af sýn-
um!
Að vera fyrirmynd
annarra í geðheilsu
Berglind Nanna Ólínudóttir
skrifar í tilefni af alþjóðlega
geðheilbrigðisdeginum
Höfundur er leiðsögumaður
og geðsjúklingur.
» Sýnum hvortöðru og
þeim sem um-
gangast okkur,
að það er líf eftir
geðveiki!
Berglind Nanna
Ólínudóttir
ÉG VIL ekki elta ólar við
Steinunni Valdísi Óskarsdóttur
og læt þetta verða mín síðustu
orð að sinni:
1. Hún þarf að gera sér ljóst að
ég hvorki vil né get sagt frá því
sem fram kom í tveggja manna
tali eða í smáatriðum inni á
fundum kjörnefndarinnar. En
hún má þó vita að ég nefndi
það við marga samfylking-
armenn að ég væri tilbúin til
að styðja hvort heldur sem
væri Lúðvík Geirsson eða
Svanfríði Jónasdóttur. Þetta
veit Steinunn Valdís þótt hún
segi annað í Morgunblaðinu í
gær.
2. Hvernig veit hún að enginn
samfylkingarmaður hafi stutt
Halldór Halldórsson? Ef þrír
Samfylkingarmenn hafa verið í
stuðningsliði Halldórs má
halda því fram að Samfylkingin
hafi tryggt honum sætið eins
og hver annar. Ég tala nú ekki
um ef fleiri samfylkingarmenn
en þrír hafa stutt Halldór.
Og þar með er blaðaskrifum um
þetta mál lokið af minni hálfu.
Svandís Svavarsdóttir
Að lokum um
formannskjör
Höfundur er borgarfulltrúi.
FULLTRÚAR Samfylkingar í
Mosfellsbæ hafa farið mikinn að
undanförnu við að reyna að koma
höggi á fyrrum félaga
sína í Vinstri grænum
vegna umhverfismála
og fyrirhugaðs tengi-
vegar í Helgafells-
hverfi. Hér er um
mikla tækifær-
ismennsku að ræða
sem er afar ótrúverð-
ug pólitík.
Tengivegur frá
Vesturlandsvegi með-
fram Varmá í Helga-
fellshverfi hefur verið
á aðalskipulagi Mos-
fellsbæjar allt frá því
að það var gert í
fyrsta skipti, eða frá
árinu 1983. Í þrígang
hefur þetta að-
alskipulag verið end-
urskoðað síðan, síðast
árið 2002, með teng-
ingu Helgafellshverfis
á þessum stað.
Ákvörðun allra
flokka
Allir flokkar hafa
komið að þessari
stefnumörkun í gegn-
um tíðina en ljóst er
að hlutur Samfylkingarinnar er síst
minni en annarra í því sambandi.
Það vill nefnilega svo til að þáver-
andi G-listi sem leiddur var af Jón-
asi Sigurðssyni, oddvita Samfylk-
ingarinnar, var í
meirihlutasamstarfi með Fram-
sóknarflokknum þegar endur-
skoðun aðalskipulagsins átti sér
stað síðast. Í þessu aðalskipulagi
var tengivegurinn festur í sessi frá
Vesturlandsvegi meðfram Varmá
og í Helgafellshverfi og tengiveg-
inum austan Álafosskvosar breytt í
safngötu. Oddvitinn hefur að und-
anförnu firrt sig ábyrgð af þessari
stefnumörkun og lagt til að þessi
tenging verði tekin til endurskoð-
unar. Í því sambandi hefur hann
sagt á bæjarstjórnarfundi og í fjöl-
miðlum að aðalskipulag Mosfells-
bæjar 2002–2024 sé fyrst og fremst
byggt á umferðarfræðilegum for-
sendum. Það vekur furðu að oddvit-
inn hafi ekki meiri innsýn í hvað að-
alskipulag sveitarfélags gengur út á
og þau verk sem hann og sam-
starfsmenn hans létu vinna þegar
umrætt aðalskipulag var unnið í
meirihlutatíð hans í bæjarstjórn. Í
inngangi að greinargerð með að-
alskipulaginu segir orðrétt:
„Að baki endurskoðuninni liggur
ítarleg undirbúningsvinna um land-
notkun, umferðarkerfi og aðra
skipulagsþætti, nýleg stefna í at-
vinnu- og ferðamálum, skólastefna
Mosfellsbæjar og samþykkt um-
hverfisáætlun Mosfellsbæjar, Stað-
ardagskrá 21, svo eitt-
hvað sé nefnt“.
Þarna sést svart á
hvítu hvað var lagt til
grundvallar við gerð
aðalskipulagsins á sín-
um tíma, nema beinlín-
is sé verið að slá ryki í
augun á bæjarbúum
með því að segja þeim
ósatt.
Málflutningur sem
þessi er afskaplega
ótrúverðugur svo ekki
sé meira sagt.
Umhverfisskipulag
Varmársvæðisins
Valdimar Leó Frið-
riksson, þingmaður
Samfylkingarinnar,
hefur að undanförnu
fjallað um þennan
tengiveg í Helgafells-
hverfi og verið með
ásakanir um svikin
kosningaloforð og að
ekki sé borin virðing
fyrir umhverfinu með
lagningu þessa vegar. Í
því sambandi er rétt að
rifja það upp með
Valdimari að þetta vegstæði er ein-
mitt valið m.a. vegna umhverf-
issjónarmiða af honum og hans
flokksmönnum. Á árunum 1996–7
var unnið umhverfisskipulag fyrir
Varmársvæðið. Að þeirri vinnu
komu fjölmargir aðilar s.s íbúar,
hagsmunasamtök, náttúrvernd-
arsamtök, umhverfissamtök, stjórn-
málamenn, embættismenn og alls-
kyns sérfræðingar. Í
umhverfisskipulaginu var lagt til að
tengingin framhjá Álafosskvosinni
austanverðri með brú yfir ána við
fossinn yrði lögð af. Samkvæmt því
yrði eina tengingin inn í hverfið frá
Vesturlandsvegi meðfram Varm-
ánni og Brekkulandinu.
Því er það vegna umhverfissjón-
armiða sem tengiveginum er valinn
staður meðfram Varmánni og í
Helgafellshverfið.
Það er dapurlegt þegar stjórn-
málamenn og flokkar falla í þá
gryfju að vilja ekki kannast við
fyrri verk sín og haga málflutningi
sínum og gjörðum eins og vindurinn
blæs hverju sinni. Það er því miður
raunin hvað varðar Samfylkinguna
nú um stundir.
Tækifærispólitík
Samfylkingarinnar
í Mosfellsbæ
Haraldur Sverrisson fjallar um
umhverfisskipulag í Mosfellsbæ
Haraldur Sverrisson
» Allir flokkarhafa komið
að þessari
stefnumörkun í
gegnum tíðina
en ljóst er að
hlutur Samfylk-
ingarinnar er
síst minni en
annarra í því
sambandi.
Höfundur er formaður bæjarráðs
og skipulags- og byggingarnefndar
Mosfellsbæjar.