Morgunblaðið - 05.10.2006, Side 33

Morgunblaðið - 05.10.2006, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006 33 Compact Luminator Kastari Rally 3000 Dekkja- viðgerðasett Toppasett + skrúfubilar 42 stk. Valdar vörur á tilboði HÉR ER ÖRLÍTIÐ SÝNISHORN AF TILBOÐSVÖRUM 010 1F3009094171 010 1F8006800321 664 210 215 889 sku-5042B 24 84 / TA K TÍ K 4 .1 0. ’0 6 Fastir lyklar - 12 stk 8-19mm Málband 5m Höggskrúfjárn í sett box Rafhlöður 836 H9P50DYY 889 sku-4010 063 70001798 535 9000 Gildir til 31. október eða á meðan birgðir endast Bíldshöfða 9 Reykjavík Akureyri - Egilsstöðum - Hafnarfirði - Höfn - Keflavík - Kópavogi - Reykjavík - Selfossi Felguhreinsir 115 AWC750 530 1.594 1.490 4.524 6.590 8.788 99Verðfrápakkin 9.900 14.459 14.900 24.490 Ventlagorma- þvinga 063 BE1450005 Frostlögsmælir 095 690200 490 1.198 2.490 7.948 1.490 2.890 Hjólatjakkur 2. tonn. 888 trt2t490 787 790 2.316 1.990 3.990 Vaskaskinn 430x330mm 174 3-1 174 3-3 460 1.176 250 657 Vaskaskinn 680x430mm TILBOÐ OKTÓBER LANGUR FIMMTUDAGUR 22TIL KL Í DAG OPIÐ NÝJUNG HJÁ BÍLANAUSTI AÐ BÍLDSHÖFÐA 9 Dóra Hjálmarsdóttir: Áhættu- mati fyrir Kárahnjúkavirkjun er ekki ábótavant. Oddur Benediktsson: Áhættumati fyrir Kárahnjúka- virkjun er ábótavant Páll Jóhann Einarsson skrifar um trú og vísindi. Gunnar Jóhannesson skrifar um trú og vísindi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar MANNRÉTTINDI samkynhneigðra hafa verið mikið til umræðu und- anfarin ár sem náði e.t.v. hámarki þegar ný lög um réttindi þeirra tóku gildi í lok júní sl. Sem betur fer finnst flestum baráttumál samkynhneigðra vera það sjálfsögð að í raun ætti ekki að þurfa að berjast fyrir þeim. En sagan kenn- ir okkur að enginn verður óbarinn biskup. Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar grein í Morgunblaðið mánu- daginn 25. september undir fyr- irsögninni „Eru það fordómar að hafa skoðun?“ og vísar þar til um- ræðu um samkynhneigð. Það gætir djúpstæðs misskilnings hjá grein- arhöfundi um ýmislegt sem við kem- ur samkynhneigð, og ég mun skýra út hér á eftir, en ég fagna áhuga hans á mannréttindabaráttu á Íslandi. Ég skrifa þennan greinarstúf vegna þess að mér finnst ég skynja að hópur fólks í þjóðfélaginu, þó lítill sé, hafi svipaðar hugmyndir um samkyn- hneigð og lýst er í grein Böðvars. Þetta er frekar þögull hópur sem mér finnst mikilvægt að fræða um ým- islegt sem við kemur samkynhneigð og drepið er á í grein Böðvars Inga. Það gleður mig að heyra að Böðvar Ingi hefur lagt sig í líma við að fylgj- ast með umræðu um réttindi sam- kynhneigðra og jafnframt að hann er meðvitaður um stjórnarskrárbund- inn rétt sinn til frjálsra skoðana. Greinarhöfundur talar um skoðanir á samkynhneigð. Ég leyfi mér að vitna beint í skrif Böðvars: „Ég, sem gagn- kynhneigður maður sem finnst sam- kynhneigð ekki vera eðlilegur lífs- stíll, er ekki með fordóma. Það er bara mín skoðun og sannfæring“. Ég ætla að láta liggja á milli hluta hvort í þessu felist fordómar eða ekki, það getur hver og einn dæmt fyrir sig. Mikilvægara er að alvarlegs mis- skilnings gætir í orðum Böðvars þar sem hann talar um samkynhneigð sem lífsstíl. Ég spyr: er kynhneigð lífsstíll? Lífsstíll felur í sér val og kynhneigð er ekki val og því ekki lífs- stíll. Samkynhneigð er ekki lífsstíll, ekkert frekar en gagnkynhneigð eða tvíkynhneigð, nú eða náttúruleysi ef út í það er farið. Ég, sem samkyn- hneigður maður, kaus mér ekki lífs- stílinn „samkynhneigð“, en t.d. kaus ég að stunda útivist og það má hins vegar kalla lífsstíl. Ég er einfaldlega samkynhneigður, rétt eins og ég er hvítur á hörund, móðir mín er kona, og vinkona mín er þeldökk. Ekkert okkar hafði neitt val í þessum efnum og það er afar mikilvægt að gera sér grein fyrir því. Enn ber á þekkingarleysi hjá Böðvari á því hvað samkynhneigð er þegar hann talar um hvort sambúð- arform eins og feðgar, mægður, syst- ur, bræður o.s.frv. sem reka saman heimili eigi ekki að njóta skattarétt- inda á við samkynhneigða og gagn- kynhneigða. Munurinn á sambúð- arformi eins og feðgum annars vegar og samkynhneigðum einstaklingum hins vegar er jú það að í seinna tilvik- inu er um elskendur að ræða, en ekki í því fyrra. Því miður er það svo, eins og Böðv- ar Ingi bendir á, að áhrifamenn innan trúarhópa á Íslandi og annarsstaðar í heiminum hafa stað- ið á bremsunni gagnvart mannrétt- indum samkyn- hneigðra, eða bein- línis barist harkalega gegn þeim. Ég gæti trúað að álíka misskiln- ings og þekking- arskorts gæti í röð- um þessa fólks um eðli samkyn- hneigðar eins og ég fjalla um hér að framan. Í mínum huga er það mót- sagnakennt þegar t.d. sumir kristnir trúarhópar fjalla um kærleika guðs í einu orði og stunda heilaþvott í hinu orðinu. Hér á ég við þann heilaþvott sem vissulega fer fram við „afhomm- un“ eða „aflessun“ innan trúarfélaga, eins og þekkist t.d. víða í Bandaríkj- unum, en þar bjó ég í tvö ár. Sem bet- ur fer er málum ekki allsstaðar svona farið en þar sem þetta viðgengst er á ferðinni ótrúlegt skilningsleysi gagn- vart tilfinningum og kenndum sam- borgaranna og kærleikur fyrir náunganum er lágt skrifaður. Ég bendi á það að líklegast er heillavæn- legast að láta bara guð (eða hvað við trúum á) um að dæma okkur hvert fyrir sig þegar þar að kemur, óháð kynhneigð okkar. Trúarleiðtogar ættu frekar að einbeita sér að raun- verulegum meinum í samfélaginu. Réttindamál samkynhneigðra eru einfaldlega mannréttindamál. Ég reyni að virða rétt fólks til að hafa aðrar skoðanir og sannfæringu en ég hef. Hins vegar snúast réttindamál samkynhneigðra ekki um skoðanir eða lífsstíl, heldur einfaldlega um sjálfsögð mannréttindi sem eru í auknum mæli viðurkennd um allan heim. Flestir Íslendingar eru stoltir af Alþingi fyrir framfarasinnaða og fordæmisgefandi lagasetningu sl. vor. Ég tel að samfara aukinni þekk- ingu og skilningi á hvað samkyn- hneigð er bætist fleiri í þennan stolta hóp Íslendinga og hinum fækki sem skipa hinn þögla hóp sem ég nefni hér að framan. Ég svara að lokum spurningu Böðvars um hvort það séu fordómar að hafa skoðun, á þann veg að segja: það eru ekki fordómar að hafa skoðun, en í skoðun geta bæði fordómar og fáfræði birst. Fáfræði elur oft af sér fordóma, og þessir tveir þættir fara yfirleitt saman. Ég vil þakka Böðvari fyrir grein hans því hún hjálpar okkur samkynhneigðum að átta okkur á hvar og hvernig við þurfum að fræða samferðarmenn okkar. Þessi greinarstúfur er innlegg í slíka umræðu. Er kynhneigð lífsstíll? Guðmundur Ingi Guð- brandsson svarar grein Böðvars Inga Guðbjartssonar um kynhneigð og lífsstíl » Lífsstíll felur í sérval og kynhneigð er ekki val og því ekki lífs- stíll. Guðmundur Ingi Guðbrandsson Höfundur er umhverfisstjórn- unarfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.