Morgunblaðið - 05.10.2006, Page 37

Morgunblaðið - 05.10.2006, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006 37 UMRÆÐAN | PRÓFKJÖR Í NÝLEGRI úttekt Alþjóðlegu efnahagsstofnunarinnar á sam- keppnishæfni þjóða var Ísland í fjórtánda sæti af 125 hagkerfum heims. Sviss, Finn- land og Svíþjóð skipa þrjú efstu sætin á þessum lista. Staða Íslands er sæmileg, en okk- ur ber að stefna hærra. Helsti styrk- ur íslensks atvinnulífs eru sam- kvæmt greiningunni opinberar grunnstoðir og tæknilegur viðbún- aður. Helstu veikleikar eru efna- hagsskilyrði, framhaldsmenntun og þjálfun og nýsköpun. Verkefni framtíðarinnar til að tryggja bætta samkeppn- isstöðu Að tryggja stöðugleika í efna- hagslífinu er eitt af mikilvægustu verkefnum stjórnvalda á hverjum tíma. Háir vextir og miklar sveiflur í gengi eru þættir sem valda fyr- irtækjum erfiðleikum. Geng- issveiflur eru sérstaklega erfiðar fyrir fyrirtæki sem treysta al- gjörlega eða að langmestu leyti á erlendan markað. Útflutningur sem hluti af vergri landsframleiðsu er minni hér en á hinum Norðurlönd- unum og ljóst að hlutur hátækni í útflutningi okkar er allt of lítill, að- eins 6–7% á móti 15–20% hjá Dön- um, Svíum og Finnum. Öflugt menntakerfi er grunnurinn að öfl- ugu atvinnulífi og undirstaða ný- sköpunar og tækniþróunar. Fram- haldsmenntun og þjálfun þarf að bæta enn frekar og nauðsynlegt er að tryggja frekara samstarf háskóla og atvinnulífs. Mikilvægi nýsköpunar Sýnt hefur verið fram á að fyr- irtæki á samkeppnismarkaði afla um 70% tekna sinna af vörum og þjónustu sem eru innan við tveggja ára gamlar. Þetta segir okkur það að öll fyrirtæki þurfa að stunda ný- sköpun ætli þau sér að lifa af. Það er mjög mikilvægt að stjórnvöld séu meðvituð um mikilvægi þess að hér blómstri öflugt nýsköpunarstarf og þeim ber að tryggja að hér sé ákjós- anlegt umhverfi fyrir nýsköpun, rannsóknir og þróun. Stöðugt efna- hagslíf og öflugt menntakerfi eru mikilvægir þættir til að tryggja gott umhverfi fyrir nýsköpunarstarf en það kemur fleira til, s.s skattaum- hverfi, lagaumhverfi og stuðnings- umhverfi. Mikilvægt er að skattar séu al- mennt lágir bæði á fyrirtæki og ein- staklinga og mjög mikilvægt er að skattkerfið sé einfalt og gegnsætt, þar af leiðandi er flatur skattur ákjósanlegur. Virðisaukaskattkerfið er nauðsynlegt að einfalda. Laga- umhverfið þarf að vera einfalt og gegnsætt. Stuðningsumhverfi at- vinnulífsins þarf að vera drifið áfram af þörfum fyrirtækjanna. Á síðustu árum hefur verið lögð mikil áhersla á virkjun nátt- úruauðlinda. Það eru mörg sjón- armið sem þarf að skoða vel áður en farið er í framkvæmdir sem eru óafturkræfar. Hagkvæmnin í hinu víðasta samhengi er það viðmið sem ber að hafa. Hverju skilar fram- kvæmdin og hver er fórnarkostn- aðurinn? Á sama tíma og nátt- úruauðlindir eru virkjaðar má alls ekki gleyma þeim auði sem felst í fólkinu okkar og þekkingu þess. Sú þekking og sá kraftur sem felst í mannauðnum er mikilvæg- asta auðlind Íslands og sú auðlind sem við verðum að leggja aukna áherslu á í framtíðinni til að treysta samkeppnisstöðu þjóðarinnar. Samkeppnishæfni Íslands Eftir Bryndísi Haraldsdóttur Höfundur er varaþingmaður og gefur kost á sér í 4.–6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í SV- kjördæmi. ÞEGAR þetta er skrifað á mánu- dagskvöldi 25. september eru rík- isstjórnarflokkarnir enn að vand- ræðast með hvað þeir eiga að gera varðandi lækkun matarverðs. Fjár- lagafrumvarpið er væntanlegt inn á þingið í næstu viku en fjármálaráðherr- ann sjálfur er engu nær um hvað þau ætla að gera. Stjórnarflokkarnir hafa ekki unnið heimavinnuna og hafa enga stefnu í málinu þrátt fyr- ir að umræða um allt of hátt mat- arverð hafi verið hávær undanfarin ár og ljóst að matarverð á Íslandi sé óeðlilega hátt miðað við ná- grannalöndin. Þrátt fyrir að eitt helsta kosningaloforð sjálfstæð- ismanna vorið 2003 hafi verið lækk- un matarskatts hefur Sjálfstæð- isflokkurinn ekkert aðhafst. Matarverð á Íslandi hefur verið eins og heit kartafla sem stjórn- arflokkarnir hafa kastað á milli sín án þess að hafa kjark til að taka á málinu. Ólíkt hafast samfylking- armenn að. Þeir hafa með Rann- veigu Guðmundsdóttur í broddi fylkingar hvað eftir annan tekið málið á dagskrá. Nú sest Samfylk- ingin yfir málið og setur fram vel ígrundaða áætlun um hvernig ná megi fram lækkun matarverðs á sem öruggastan og gegnsæjastan hátt. Það er óumdeilanlegt að lækk- un matarreikninga fjölskyldnanna í landinu um 25% er einhver róttæk- asta kjarabót sem almenningur get- ur fengið. Breytingar á kerfinu munu auðvitað snerta bændur og kalla á samstarf við hagsmuna- samtök þeirra varðandi þá end- urskipulagningu sem nauðsynleg er. En hver eru fyrstu viðbrögð bændasamtakanna? Fyrrverandi aðstoðarmaður Halldórs Blöndal, þ.e. framkvæmdastjóri bænda- samtakanna, kýs að ganga erinda gamalla húsbænda. Því ekki gengur hann erinda núverandi húsbænda sinna með því að ausa bölbænum yfir Samfylkinguna sem hefur, einn flokka, kjark til að setja fram til- lögur í þessu mikla hagsmunamáli fjölskyldnanna í landinu. Ríkisstjórn sjálfstæðismanna og Framsóknar hefur einbeitt sér að því að létta undir með há- tekjumönnum og skilið almenning eftir. Almennir neytendur í þessu landi munu ekki öllu lengur sætta sig við að greiða 50% hærra verð fyrir mat en nágrannaþjóðir okkar. En til þess að raunveruleg breyting verði á þessu kerfi verður Samfylk- ingin að komast í ríkisstjórn eftir næstu kosningar því svo virðist vera sem Samfylkingin sé eini flokkurinn sem hafi kjark til að taka á raunverulegum hagsmuna- málum almennings sem sum hver, eðli máls samkvæmt, hljóta að vera umdeild. Heitar kartöflur Eftir Önnu Sigríði Guðnadóttur Höfundur sækist eftir 4.–5. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suð- vesturkjördæmi. UNDIRRITUÐ vann að rann- sókn í samstarfi við sálfræðiskor HÍ á spilafíkn meðal 16–18 ára unglinga í framhaldsskólum fyrr á þessu ári. Um var að ræða framhald á rannsókn sem fram- kvæmd var árið 2005. Úrtökin hafa verið lögð saman og byrjað er að lesa úr niðurstöðum. Vikið verður síðar að fáeinum vísbend- ingum sem þessar niðurstöður gefa. Eru sum peningaspil skaðlegri en önnur? Peningaspil eru upplifuð með af- ar ólíkum hætti. Flokkahapp- drætti, skafmiðar og íþróttaget- raunir eru gjarnan álitin saklaust gaman. Tiltölulega nýr vettvangur þar sem hægt er að spila pen- ingaspil (t.d. póker) er Internetið. Netspil og spilakassar teljast til harðari teg- unda peningaspila en t.d. lottó og skafmiðar. Enda þótt erfitt sé að fullyrða að ein tegund peningaspila sé skaðlegri en önnur má gera því skóna að peningaspil kunni að hafa mismunandi ánetjunaráhrif. Spilakassar, sem dæmi, sökum þess hverslags áreiti þeir fram- kalla eru líklegir til að vera á með- al þeirra peningaspila sem laða spilendur að. Hvaða vísbendingar gefa rannsóknir okkur? Flestar rannsóknir sýna að drengir eru í miklum meirihluta þeirra sem spila peningaspil. Eldri rannsóknir hafa gefið ýmsar mik- ilvægar vísbendingar s.s að mögu- leg tengsl séu á milli pen- ingaspilafíknar og annarrar fíknar s.s. áfengis- og vímuefnafíknar og einnig milli spilafíknar og þeirra sem hafa verið greindir með of- virkni og athyglisbrest. Þessar upplýsingar eru mikilvægar í ljósi umræðunnar um hvernig for- vörnum skuli best háttað og að hvaða markhópi þær ættu einna helst að beinast. Þær vísbendingar sem eru mest sláandi eru að heild- arfjöldi þeirra sem spila pen- ingaspil hefur minnkað á meðan sá hópur sem stundar það að spila vikulega eða daglega hefur stækk- að. Árið 2005 voru sett lög sem kveða á um að einungis þeim sem náð hafa 18 ára aldri sé heimilt að spila peningaspil. Áður hafa ýmsar reglugerðir verið settar um ein- stök flokkahappdrætti og pen- ingaspil. Sumar þessara reglu- gerða fela ekki í sér að viðkomandi þurfi að vera orðinn 18 ára til að mega taka þátt. Hvað varðar spila- kassanna virðast þó flestir vera meðvitaðir um 18 ára aldurs- takmarkið. Meðferðarúrræði á Íslandi Áherslur meðferðarúrræða hljóta að miðast við hvort um sé að ræða barn eða fullorðinn ein- stakling, eins hversu djúpstæður vandinn er og hvort hann sé hluti af stærra vandamáli. Það liggur því fyrir að ekki er hægt að setja alla þá sem hafa ánetjast spila- mennsku undir sama hatt. Ákjós- anlegast væri að meðferðarúrræði fyrir spilafíkla væri rekið í sam- starfi við þá sem stunda fræðilegar rannsóknir á þessu sviði. Ef úr- ræðin verða fleiri og fjölbreyttari gæti hugsast að fleiri myndu leita sér aðstoðar. Ný úrræði fyrir spilafíkla krefjast fjármagns. Það er starf alþingismanna að ákveða hvort og hversu miklu fé væri hugsanlega hægt að verja í slíkt verkefni. Í síðari grein minni um þetta efni langar mig að fjalla um hvern- ig sambærilegum málum er háttað á hinum Norðurlöndunum. Peningaspil, gleðigjafi eða harmleikur? Eftir Kolbrúnu Baldursdóttur Höfundur er varaþingmaður, býður sig fram í 6. sæti í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. SKATTAR geta skipt sköpum. Ekki aðeins fyrir ríki og sveitarfélög heldur einnig einstaklinga, fjölskyldur og fyr- irtæki. Lengi sást mörgum yfir að hags- munir ríkissjóðs og skattgreiðenda geta farið saman. Það er hvorugum í hag að skattar séu háir. Lækkum Reynsla manna víða um lönd, bæði nú og fyrr, sýnir svo ekki verður um villst að það er bæði ríkinu og skatt- greiðendum hagfellt að lækka skatta. Eftir lækkun á tekjuskatti fyrirtækja úr 50 í 18% jukust tekjur ríkisins af skattinum. Eftir að tekjuskattur fyr- irtækja lækkaði og tekjuskattur ein- staklinga tók að lækka í tíð rík- isstjórna Davíðs Oddssonar fjölgaði störfum, laun hækkuðu sem aldrei fyrr og tekjur ríkisins hækkuðu einn- ig. Í alþjóðlegri samkeppni skiptir það enn meira máli en áður að skattar hreki ekki fólk og fyrirtæki úr landi. Flest lönd hafa nokkuð til síns ágætis en öll leggja þau skatta á íbúa sína. Þessa skatta er orðið auðvelt að bera saman milli landa. Margvísleg starf- semi er orðin svo hreyfanleg að mjög auðvelt er að flytja hana heimshorna á milli. Það er því mikill kostur að koma vel út úr samanburði á skött- um. Þetta ætti ekki að þurfa að minna Íslendinga á, sem búa í landi sem var meðal annars numið af þeirri ástæðu að ríki Noregskonungs kom illa út í alþjóðlegum skattasamanburði. Fækkum Það er ekki aðeins mikilvægt að skattar séu lágir. Þeir þurfa einnig að vera einfaldir, fáir og sýnilegir. Inn- flutningi frá löndum utan EES er til dæmis mismunað með því að leggja á hann tolla sem vörur frá EES- löndunum bera ekki. Vörugjöldin og virðisaukaskatturinn leggjast svo með afar misjöfnum hætti á vörur og þjónustu sem keppa beint og óbeint um hylli neytenda. Það þarf að taka til í þessum ranni. Fyrsta skrefið er að fella niður alla tolla. Tollar skila ríkissjóði litlum tekjum en með mik- illi fyrirhöfn, kostnaði og ama, bæði fyrir ríkissjóðinn og þá sem þurfa að standa skil á gjöldunum. Tækifærið Góð afkoma ríkissjóðs undanfarin ár ber með sér að það var rétt ákvörðun að lækka skatta á fyrirtæki og einstaklinga. Hins vegar er einnig ljóst að það þarf að halda áfram að lækka skattana, ekki síst til að koma í veg fyrir að miklar tekjur ríkissjóðs verði til þess að útgjöldin aukist til jafns. Góð afkoma ríkissjóðs má ekki verða til þess að ráðdeildin gleymist. Fyrst og fremst þarf að lækka tekju- skatt einstaklinga til að koma í veg fyrir að skattbyrði aukist um leið og menn bæta hag sinn örlítið. Fyrsta skrefið í þá átt er að ríkið lækki tekju- skatt sinn af einstaklingum niður í það sama og það leggur á fyrirtæki eða í 18%. Það er raunhæft markmið fyrir næsta kjörtímabil. Þá yrði tekjuskattur einstaklinga um 30% að útsvari til sveitarfélaga meðtöldu. Lækkum og fækkum Eftir Sigríði Andersen Höfundur er lögfræðingur og er í framboði í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík. ÞAÐ er löngu kominn tími til að endurskoða skipan Sjórnarráðs Ís- lands og skiptingu málaflokka á ráðuneyti. Sér- staklega á það við með ráðuneyti at- vinnuveganna. Sjáv- arútvegur og land- búnaður voru eðli málsins samkvæmt þungamiðjan í at- vinnulífi landsmanna fram eftir síð- ustu öld og reyndar langleiðina út öldina á allri landsbyggðinni. Þessi tími er liðinn að því er varðar mannafla og reyndar hefur hlutur greinanna í þjóðarframleiðslunni minnkað gríðarlega. Sérreglur hvorrar atvinnugreinar einkenna hins vegar ennþá marga þætti starfsskilyrða. Á sama hátt hefur mikilvægi nýsköpunar og rannsókna og þekkingarþróunar vaxið og auk þess hafa viðskipti hvers konar og þjónusta orðið ráðandi greinar í höf- uðborginni. Útrásin sæla og opnun fyrir fólk og fjármagn hafa ger- breytt vinnumarkaðnum á skömum tíma. Landbúnaður og sjávarútvegur munu ekki skapa uppvaxandi Íslend- ingum störf og afkomugrundvöll til framtíðar þvert á móti eru líkur til að störfum í þessum greinum muni halda áfram að fækka eitthvað enn um sinn. Ný atvinnustefna Menntun og rannsóknir ásamt ný- sköpun og hátækni þurfa að vera burðarásar í nýrri atvinnustefnu. Þar mun sérhæfð fjármálaþjónusta og alþjóðaviðskipti og ferðaþjónusta einnig gegna mikilvægu hlutverki. Rétt er að skipuleggja stjórnarráðið upp á nýtt með tilliti til þessa og sameina ráðuneyti hefðbundinna at- vinnugreina; í atvinnuvegaráðu- neyti/atvinnumálaráðuneyti. Á sama tíma kann að vera rétt að stofnsetja nýtt ráðuneyti vísinda-, tækni og ný- sköpunar sem mundi undirstrika þá áherslu sem lögð væri á breytingu í áherslum stjórnvalda. Það getur vel verið að unnt sé að sveigja núver- andi iðnaðarráðuneyti að þessum áherslum. Eftir sem áður verður for- sætisráðuneytið, utanríkisráðu- neytið, fjármálaráðuneyti, mennta- mála-, heilbrigðis-, og umhverfisráðuneyti líklega haldið í óbreyttri mynd kannski viðskipta- og samgönguráðuneyti líka. Mér sýnist samt að dómsmálaráðuneyti og félagsmálaráðuneytin mættu fá yfirhalningu (kannski er það bara vandræðagangur ráðherranna á síð- ustu árum og mánuðum sem kom inn þeim skilningi hjá mér?) eða hvað með innanríkisráðuneyti? Opin umræða – fagleg vinnubrögð Meðferð hagtalna og skráning og greining margvíslegra upplýsinga hefur beðið mikinn hnekki á síðustu árum og fræg er aðför þáverandi forsætisráðherra Davíðs Oddssonar að Þjóðhagsstofnun sem var beinlín- is lögð niður. Nú eru margir aðilar að vasast í skráningu og greiningu gagna og pólitísk ráðuneyti reikna augljóslega ráðherrum í hag. Hér þarf að gera bragarbót og efla hlut- læga og vandaða gagnavinnslu og miðlun upplýsinga. Hugsanlega má vinna þessa eflingu á grundvelli Hagstofu Íslands sem líklega ætti þá að heyra beint undir Alþingi líkt og Ríkisendurskoðun. Mikilvægt er að þáttur háskólanna og sjálfstæðrar rannsóknir fræðimanna verði einnig efldar þannig að víðsýnir og vel- menntaðir starfsmenn geti lagt að mörkum til að skapa forsendur fyrir betur upplýsta ákvarðanatöku. Þetta er sérlega brýnt um þessar mundir þar sem ríkisstjórnir þeirra Davíðs og Halldórs beittu end- urtekið yfirgangi og lítið duldum þvingunum gagnvart sjálfstæðri rödd fræðimanna - þegar reifuð voru alvarleg mál. Nýsköpun í atvinnulífinu – atvinnuvegaráðuneyti Eftir Benedikt Sigurðarson Höfundur er aðjúnkt við Háskól- ann á Akureyri og sækist eftir 1. sæti á framboðslista Samfylking- arinnar í Norðausturkjördæmi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.