Morgunblaðið - 05.10.2006, Síða 42

Morgunblaðið - 05.10.2006, Síða 42
42 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðbjörg Malm-quist (Gullý) fæddist á Siglufirði 4. maí 1930. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 22. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Einar Jörgen Malmquist Ein- arsson, f. 1897, d. 1997, og María Ágústa Ein- arsdóttir, f. 1909, d. 1976. Systkini Guð- bjargar eru Ása Maren, f. 1934, Einar Friðrik, f. 1938, Kalla Signý, f. 1943, Gunnar Guð- þeirra er Ólafur Rúnar, dóttir Indu er Gunnur Rós. Fósturdætur hans frá fyrri sambúð með Ósk Axelsdóttur (látin) eru Judith og Solveig. 3) María Sif Sveinsdóttir, f. 1954, maki Þórarinn Sigurðs- son, synir þeirra eru Gunnar Þór, maki Eva, barn þeirra Freyja, Sveinn Bjarki, maki Kolbrún, barn þeirra Kristín Sif, og Egill Örn. 4) Sveinn Sveinsson, f. 1957, maki Lára Ingvarsdóttir, börn þeirra Berglind Ösp og Andri Rafn. 5) Sigríður Nanna Sveins- dóttir, f. 1959, maki Jakob Líndal, börn þeirra eru Eiríkur Birkir, Baldur Emil, Eva Guðbjörg og Kristín Amalía. Gullý starfaði í tæp fjörtíu ár á Landsímanum samhliða húsmóð- urhlutverkinu. Útför Gullýjar fór fram í kyrr- þey að hennar ósk. laugur, f. 1947, og Úlfar, f. 1949. Árið 1952 giftist Gullý Sveini Ólafs- syni, f. 1928. For- eldrar hans voru Ólafur Rósinantsson og Sigríður Berglín Sigurðardóttir. Gullý og Sveinn hófu bú- skap á Akureyri 1952 og fluttust til Reykjavíkur um haustið sama ár. Börn Gullýjar og Sveins eru: 1) Drengur fæddur og látinn 1949. 2) Ólafur Sveinsson, f. 1952, maki Inda Sigrún Gunnarsdóttir, barn Elsku tengdamamma. Þú ert nú farin héðan. En þú munt lifa áfram í minningunni. Þú varst gríðarlega sterkur persónuleiki á þínum heimavelli. Þú varst vökul yfir öllu þínu umhverfi og gættir allra. Þess- ir eiginleikar eru sterkari í minn- ingunni en ljóst var í augnablikinu. Mér eru minnug okkar fyrstu kynni. Ég hafði kynnst Nönnu í Kaupmannahöfn og hún var meira en minna farin að búa með mér á stúdentagarðinum. Þá birtist þú allt í einu í heimsókn til að taka út ráð- haginn og veita blessun þína. Við bjuggum á sameiginlegum gangi með tólf öðrum krökkum sem deildu eldhúsi og setustofu með okkur. Þetta fannst þér ekki til- tökumál og tókst allan ganginn í fóstur, lagaðir mat fyrir alla og hélst uppi gleði og hlátri alla helgina. Að lokinni helgi áttir þú tylft tengdasona og tengdadætra sem kvöddu þig með trega. Þvílík inn- koma inn í mitt líf. Krakkarnir töl- uðu lengi um þig, og minnir það á það sem segir í Hávamálum: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama: en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Blessuð sé minning þín. Jakob. Ómögulegt er að lýsa því þegar einhver svo nákominn manni sem amma Gullý var mér fellur frá. Þegar ég var yngri fannst mér eins og hún hefði alltaf verið til. Enda hefur hún ávallt verið til staðar, al- veg frá því ég kom í heiminn og allt þar til ég kvaddi hana rétt fyrir hennar síðasta andartak. Í gegnum tíðina hefur heimili ömmu og afa í Birkigrund verið athvarf fjölskyldu minnar og systkina mömmu. Þar man ég fyrst eftir jólunum, þar var yfirleitt borðað á sunnudögum og þar dvöldumst við á sumrin árin sem við bjuggum í Kaupmanna- höfn. Amma var kraftmikil og ósér- hlífin kona. Nokkrum sinnum fylgdi hún okkur Sveini bróður frá Íslandi til Danmerkur. Þá fórum við með morgunfluginu út en amma flaug heim með vélinni í hádeginu og mætti í vinnu síðdegis. Haustið 2000 fórum við Sveinn bróðir með ömmu og afa ásamt öðrum ættingj- um til Brasilíu þar sem við áttum stefnumót við fjarskyld ættmenni okkar. Í þeirri ferð kynntist ég enn betur farfuglinum og heimskonunni sem amma var. Á síðustu árum höf- um við Eva ásamt Freyju heimsótt ömmu og afa, ýmist í Birkigrundina eða á sjúkrastofnanir þar sem amma hefur þurft að dvelja vegna veikinda sinna. Freyju þótti alltaf gaman að hitta langömmu sína og afa og var byrjuð að myndast við að segja „amma Gullý“ þegar hún dó. Þótt amma hafi ekki orðið eldri en sjötíu og sex ára er saga hennar og annarra sömu kynslóðar á vissan hátt saga nútímans á Íslandi. Amma ólst upp á Siglufirði og Ak- ureyri á millistríðsárunum á þeim tíma sem síld mokveiddist fyrir norðan land. Faðir ömmu, afi Malli, var síldarkóngur sem reis hátt þeg- ar ævintýrið stóð sem hæst en hlaut skell þegar síldin fór á önnur mið. Tæplega tvítug ferðaðist amma til Bandaríkjanna þar sem hún starfaði á heimili sendiherra Ís- lands í Washington í eitt ár. Þegar ég spurði ömmu um dvölina í Wash- ington í kjölfar útkomu bókar um Thorsarana síðastliðinn vetur gat hún meðal annars sagt mér að hún hefði nokkrum sinnum svarað í sím- ann á heimili sendiherrahjónanna þegar vonbiðillinn John F. Ken- nedy hringdi til að spyrja eftir dótt- ur þeirra. Þegar hún kom aftur heim til Íslands fór hún að búa með afa á Akureyri. Þau fluttust síðar til Reykjavíkur þar sem helst var að hafa atvinnu. Á þessum tíma var þröngt um húsnæði í borginni og því leigðu þau fyrst um sinn hjá eldri manni gegn því að amma eld- aði fyrir hann mat. Þau bjuggu síð- an í Hlíðunum þar til þau fluttust í Kópavoginn. Amma starfaði lengstum hjá Landssíma Íslands við Austurvöll þar sem hún tengdi fólk saman fyr- ir tíma sjálfvirkra símstöðva. Þegar amma rifjaði upp liðna tíma sann- færðist ég um að hún hefði alltaf verið til. Síðustu ár ömmu lituðust af veik- indum sem urðu sífellt alvarlegri. Amma Gullý lagði allt undir í bar- áttunni, hún ætlaði að hafa betur. Ég trúði því að það tækist. Á fallegum haustmorgni föstu- daginn 22. september var hins veg- ar ljóst að hún hefði játað sig sigr- aða. Amma skildi við eins og henni var eiginlegt, áreynslulaust og án nokkurrar viðhafnar. Bless, amma. Gunnar Þór. Elsku amma. Þú ert farin héðan. Það er skrýtið. Þú hefur alltaf verið hérna hjá okkur, annaðhvort nýfarin eða rétt að koma, og ef ekki, þá vorum við á leiðinni til þín. Þið afi voruð alltaf til staðar fyrir okkur og tókuð okkur alltaf opnum örmum. Við söknum þín. Líf okkar verður nú öðruvísi. Og þó þetta sé sárt, þá er þetta samt gangur lífsins. Við vitum að þú vakir yfir okkur og Guðbjörg Malmquist Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hve- nær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvað- an útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | | Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Minningargreinar             !      "# $ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför HALLDÓRS ÁGÚSTSSONAR, Lindasíðu 2, Akureyri. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á dvalarheimilinu Hlíð og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fyrir góða umönnun. Brigitte Ágústsson, Friðrik Halldórsson, Pétur Halldórsson, Eygló Halldórsdóttir, Kári Halldórsson og fjölskyldur. Útfararþjónusta Davíðs ehf. Vaktsími 896 6988 Davíð Ósvaldsson útfararstjóri Óli Pétur Friðþjófsson framkvæmdastjóri Helluhrauni 10, 220 Hf., sími 565 2566, www.englasteinar.is Englasteinar Fallegir legsteinar á góðu verði Kæra frændfólk og vinir. Þökkum af alhug samúð og hlýju er þið sýnduð okkur við fráfall EINARS SIGURJÓNSSONAR hárskerameistara, Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á 3. hæð Sólvangs fyrir frábæra umönnun og einstaklega notalegt og þægilegt viðmót um árabil. Guð blessi ykkur öll. Bryndís Elsa Sigurðardóttir, Steinþór Einarsson, Sylvie Primel, Guðný Elísabet Einarsdóttir, Einar Eyjólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum hlýhug og vináttu vegna andláts og út- farar elskulegs föður okkar, tengdaföður og afa, EINARS JÓHANNSSONAR vélstjóra, hjúkrunarheimilinu Vífilsstöðum, (áður til heimilis í Krummahólum). Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Vífils- staða. Birna Einarsdóttir, Hermann Ingólfsson, Jóhann Einarsson, Herdís Jakobsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, dóttur, syst- ur, ömmu og langömmu, HALLDÓRU GUÐRÚNAR BJÖRNSDÓTTUR, Tunguheiði 12. Páll Kristjánsson, Aðalbjörg Pálsdóttir, Steindór Jón Pétursson, Björn Pálsson, Berglind Lúðvíksdóttir, Sigurlaug Pálsdóttir, Guðni Þór Þorvaldsson, Anna Lilja Pálsdóttir, Ívar Guðmundsson, Soffía Björnsdóttir, Grímur S. Björnsson, Björg Jósepsdóttir, Þorsteinn Kr. Björnsson, Guðfinna Ásdís Arnardóttir, Björn Á. Björnsson, Elísabet Erlendsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.