Morgunblaðið - 05.10.2006, Side 43

Morgunblaðið - 05.10.2006, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006 43 passar okkur. Við munum allavega ekki gleyma því veganesti sem við fáum frá þér, orku þinni, gleði þinni, góðvild og áræði. Við ætlum að vera góð. Við vitum að þú hefur það gott í himnaríki. Við biðjum að heilsa afa Baldri og ömmu Amalíu þegar þú hittir þau. Þú verður alltaf með okkur. Kristín Amalía, Eva Guðbjörg, Baldur Emil og Eiríkur Birkir. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta, geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum) Nú er elskuleg stóra systir okkar horfin sýnum en mynd hennar er greypt í hjartað og verður þar allt- af. Stóra systir var stór í mörgum skilningi þess orðs. Hún hafði stórt hjarta, stórkostlega kímnigáfu og opnaði heimili sitt og faðminn ávallt fyrir allri stórfjölskyldunni. Við systkinin minnumst þess með hlýhug hversu gaman var alltaf að heimsækja hana og fjölskyldu hennar frá Akureyri til Reykjavík- ur. Þar sannaðist að þar sem er hjartahlýja er nóg rými. Það var bara stiklað yfir allar svefndýnurn- ar á gólfinu og hún eldaði ofan í all- an hópinn með sinni einstöku snilld, enda hafði hún numið kokkalistina hjá frænku okkar Ágústu Thors í Bandaríkjunum og þótti okkur mik- ið til koma. Oft var nú fjör, kátína og gleði. Þegar foreldrar okkar voru farn- ir yfir móðuna miklu var hún orðin höfuð ættarinnar eins og við minnt- um hana iðulega á hin síðari ár, en nú erum við sem höfuðlaus her. Hún fylgdist með okkur og okkar fjölskyldum grannt hvar sem við vorum stödd og laðaði að sér barna- hópinn með sínum einstaka létt- leika og áhuga. Gullý hélt kímnigáfunni gegnum öll veikindi sín, svo lengi sem hún hafði þrek til að tjá sig, eiginlega til hinsta dags. Hún sló á létta strengi og létti okkur hinum lífið á sama tíma sem hennar smám saman fjar- aði út. Ótrúlegt! Blessuð sé minn- ing hennar. Látlaus orð barnsins lýsa henni best, hún var góð og skemmtileg og þannig munum við ylja okkur við minninguna um leið og við sam- hryggjumst Sveini, mági okkar, börnum, barnabörnum og barna- barnabörnum Með einlægri þökk fyrir sam- fylgdina. Ása Malmquist, Einar Malmquist, Gunnar Malmquist, Úlfar Malmquist, Kalla Malmquist. Hún Gullý frænka er farin eftir langa og stranga baráttu, en hún hafði verið meira eða minna veik í tæplega sex ár. Þrátt fyrir veikindi hennar var alltaf grunnt á kímninni, og aldrei var það inni í myndinni að hún væri á förum. Það voru bara hinir sem fóru. Allt frá því að ég var strákputti á Siglufirði, sem fór í langferð á hverju vori í heimsókn til ömmu, afa og annarra ættingja á Akureyri, þá fannst mér alltaf þessi glæsi- lega, hávaxna frænka mín mest spennandi. Hún var heimsmann- eskja, sem ég leit upp til, en var jafnframt jafningi okkar strákanna, sem vorum nokkrum árum yngri. Á þessum árum var það ekki sjálfgefið að ungt fólk færi til út- landa, en Gullý hlotnaðist það að fara til Bandaríkjanna og starfa hjá sendiráði Íslands í Washington D.C. Enda þótt þessi íslenzka mær væri glæsileg, vel gefin og skemmtileg með afbrigðum, þá tókst innfæddum ekki að krækja í hana, og giftist Gullý góðvini mín- um, Sveini Ólafssyni, sem þá var starfsmaður Loftleiða h.f., en þau eignuðust fjögur mannvænleg börn, Ólaf, Maríu Sif, Svein og Sigríði Nönnu. Forlögin höguðu því þannig að þegar við Erla fluttum frá Akureyri eftir fimm ára búsetu þar, settumst við að í Kópavogi, í um tveggja mín- útna göngufæri frá Gullý og Sveini, þannig að við erum búin að vera í nábýli í 32 ár samfellt, og allan þennan tíma hefir verið mikill sam- gangur á milli fjöskyldnanna. Oft höfðum við heyrt mæður okk- ar og aðra ættingja tala um fólkið okkar, sem flutti til Brasilíu, en það var ekki fyrr en á síðari árum að við fórum að huga meira að þessum málum. Það var vitað að ættingjar okkar frá Sunnudal í Vopnafirði höfðu fluzt til Brasilíu 1873, og við nánari athugun þá virðist sem samband við þá hafi slitnað 1912. Var mikið grúskað, spurt og spjallað, og árangurinn varð sá að í árslok 1997 náðum við sambandi við afkomendur þessa fólks, sem flest býr í Curitiba á Paraná fylki, og kom hópur ættingja okkar til Ís- lands 1998. Urðu hér fagnaðarfundir, og fór- um við með fólkið um landið, en há- punktur heimsóknarinnar var auð- vitað heimsókn í Vopnafjörð. Haustið 2000 fórum við svo tólf ættingjar frá Íslandi til Brasilíu og hittum þar mikinn fjölda ættingja okkar, sem allir nota ættarnafnið Söndahl, og einnig hittum við Bard- dals úr Bárðardal, Reykdals úr Reykjadal og fleira fólk af íslenzk- um ættum. Hápunktur þessarar ferðar okkar var þegar vígt var „Praca de Islandia“, Íslandstorg, í Curitiba. Þar mættu 100 – 150 manns af ís- lenzkum ættum, og þegar þjóðfánar Íslands og Brasilíu ásamt fána Curitiba voru dregnir að húni og þjóðsöngvar landanna leiknir af 40 manna lúðrasveit, var ekki laust við að mörgum vöknaði um augu. Þetta er ógleymanlegt. Skömmu eftir heimkomuna veikt- ist Gullý og náði hún aldrei góðri heilsu aftur. Nú er Gullý öll, og við, sem erum henni skyld, svo og vinir og kunn- ingjar sitjum eftir og hlýjum okkur við minningarnar um einstaka manneskju. Við Erla og dætur okkar sendum Sveini og öllum afmkomendum þeirra hjóna okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Sveinn Gústavsson. Nokkru áður en við systurnar hittum Gullý fyrst höfðum við þeg- ar notið hjálpsemi hennar. Þegar hvorki gekk né rak að ná sambandi við sjóðheitar símalínur Rásar tvö sagði Ólafur okkur að hringja bara í Gullý og hún gæti gefið okkur sam- band því hún vann á Símanum. Á tímum gráu skífusímanna þótti okkur mikil forréttindi að þekkja konu í innsta hring og svo var hún líka með svo frábæra og auðþekkj- anlega rödd, dálítið svona ráma og dularfulla. Þegar við fórum með móður okk- ar heitinni og Ólafi í bæjarferðir dvöldum við jafnan á heimili Gull- ýjar og Sveins í Kópavogi. Þar var okkur mæðgunum tekið opnum örmum og alltaf þótt manni jafn notalegt að koma til þeirra hjóna. Með móður okkar og Gullý tókst góður vinskapur og móðir okkar mat hana mikils, enda var Gullý einstaklega alúðleg og skemmtileg kona. Þegar önnur okkar systranna lá á sjúkrahúsi um nokkurra mán- aða skeið leit Gullý við í viku hverri og voru heimsóknir hennar himna- sending á löngum legudögum sjúkrahússins. Hugulsemi hennar var í þessu jafnt og svo mörgu öðru einstök. Með tíð og tíma lögðust heim- sóknirnar í Kópavog af að mestu en Gullý hittum við áfram hjá Óla. Iðu- lega spurði hún frétta; hvort allt gengi vel, hvernig synir okkar döfn- uðu og var umhugað um alla. Þótt Gullý hafi glímt við erfið veikindi síðustu árin var hún ávallt eins og hún átti að sér, hlýleg og skemmti- leg. Kurrandi hlátur hennar og hnyttin tilsvör voru einnig á sínum stað og rétt eins og við vissum frá fyrstu kynnum voru forréttindi að fá að kynnast þessari konu og fyrir það erum við þakklátar. Við minnumst Gullýjar með ást og þakklæti í huga og innilegar samúðarkveðjur sendum við fjöl- skyldunni allri. Judith Amalía og Solveig. ✝ Friðrik Jörg-ensen fæddist í Vestmannaeyjum 24. janúar 1922. Hann lést á Sjúkra- hóteli LSH í Reykjavík 21. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ottó Jörg- ensen símstjóri á Siglufirði og Pálína Kr. Vigfúsdóttir Scheving úr Vest- mannaeyjum. Frið- rik fór ungur í miðjunni, en gerðist svo sjálf- stæður atvinnurekandi. Hann rak fleiri en eitt fyrirtæki í inn- og útflutningi og hafði mikið umleikis um hríð. Fyrir hálfum öðrum áratug dró hann segl at- vinnulífsins saman og var ekki virkur þátttakandi í því eftir það. Friðrik var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Þórunn Sólveig Þorsteinsdóttir. Hún lést 1985. Tveimur árum síðar gengu þau í hjónaband, hann og Þórdís Hall- dóra Jónsdóttir. Þau skildu 1991. Einkadóttir þeirra er Ólöf Heiða Friðriksdóttir, sem er við í nám í Snyrtiakademíunni í Kópavogi. Útför Friðriks var gerð frá Fossvogskapellu 29. september. fóstur til hjónanna Eyjólfs Halldórs- sonar og Torfhildar Guðnadóttur, sem bjuggu að Steinum undir Austur- Eyjafjöllum. Þar ólst hann upp, en komst svo til náms hér í Reykjavík, lauk prófi frá Verzl- unarskóla Íslands og helgaði líf sitt allt verzlunarstörfum. Hann var um árabil gjaldkeri í Stáls- Að látnum góðum vini og örlátum félaga er mér ljúft að minnast Frið- riks Jörgensen sem manns er mætti misvindi á lífsleiðinni með sjaldgæfu andlegu þreki. Kynni okkar hófust við störf fyrir Lkl. Baldur árin 1978- 1979 en Friðrik var þá formaður klúbbsins. Upp úr því hófum við samvinnu við endurreisn húss klúbbsins í Baldurshaga við Hvít- árvatn ásamt uppgræðslu lands þar. Frá samverustundum í grasaferðum klúbbfélaga minnumst við Friðriks sem hins veitula gestgjafa þar til skugga bar á í fjármálum hans. Samvinna okkar í grasanefnd stóð í 15 ár, eða á meðan okkur entist þrek. Frá dimmum og kyrrum haust- kvöldum í Baldurshaga á ég góðar minningar þar sem við tveir einir nutum kyrrðar á fjöllum. Þá fyrst kynntist ég manni sem hafði lifað tímana tvenna og lærði að meta þann sálarstyrk sem þurfti til að standa uppréttur þó á móti blési. Genginn er ágætur félagi sem um árabil var formaður líknarnefndar í okkar klúbbi og þar naut sín næmi hans á þörf lítilmagnans fyrir hjálp. Minning Friðriks Jörgensen mun lifa með okkur félögunum og við deilum söknuði með ungri dóttur hans, fyrrverandi eiginkonu og tengdamóður. Haraldur Þórðarson. Friðrik Jörgensen FRÉTTIR Í TILEFNI af 20 ára afmæli Lagna- félags Íslands verður haldin lagna- sýning í Vetragarðinum Smáralind, dagana 6. til 8. október. Þema sýn- ingarinnar – Lagnakerfi í nútíð og framtíð. Með þessari sýningu er ætlun fé- lagsins að gefa almenningi kost á að fá sem víðtækastar upplýsingar um allt er viðkemur lagnakerfi framtíðarinnar og endurlögnum í eldri hús og hvaða þjónusta er nauðsynleg við nýlagnakerfi eftir að þau hafa verið lögð og gangsett, einnig hvaða lagnaefni eru val- kostir þeirra sem eru að hefja hús- byggingar. Hátíðin verður sett föstudaginn 6. okt. kl.16.00. Ávörp flytja: Björn Karlsson brunamálastjóri, Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson borg- arstjóri, Jón Sigurðsson iðn- aðarráðherra, Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra, Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, og Kristján Ottósson framkvæmdastjóri. Afmælissýning Lagnafélags Íslands BODY Shop á Íslandi fagnar 15 ára afmæli um þessar mundir og í tilefni af því fá viðskiptavinir 25% afslátt af allri vöru í verslunum The Body Shop dagana 5.–8. októ- ber. Body Shop á Íslandi opnaði fyrstu snyrtivöruverslun sína í Kringlunni árið 1991; í kjölfarið fylgdu verslun á Laugavegi, sem nú hefur hætt starfsemi, verslun á Akureyri og önnur í Smáralind. Saga verslanakeðjunnar hófst reyndar fyrir 30 árum eða 1976 þegar Anita Roddick hóf rekstur fyrstu búðarinnar í Brighton á Englandi. Fyrirtækinu óx fljótt fiskur um hrygg en um þessar mundir má finna um 2.100 versl- anir í samtals 55 þjóðlöndum. Body Shop á Íslandi fagnar 15 ára afmæli BRIMBORG frumsýnir um helgina nýjan og endurhannaðan Ford Transit. Liðnir eru ríflega fjórir áratugir síðan þessi tegund sendi- bíla kom fyrst á markaðinn hér á landi. Útlit hins nýja bíls er alveg nýtt og er hann mun betur búinn en áð- ur, segir í frétt frá fyrirtækinu. „Hinn nýi Ford Transit er betur hljóðeinangraður en áður og er hann með nýrri vél sem hefur mun betra tog en áður í bílum af þessari gerð en jafnframt er vélin hljóðlát- ari, auk þess sem hún mengar minna. Allir eru velkomnir í sýningarsal Brimborgar til þess að skoðan nýj- an Ford Transit sendibíl. Frumsýn- ingin stendur til 20. október,“ segir í frétt frá fyrirtækinu. Brimborg frum- sýnir nýjan Ford Transit FERÐAKLÚBBURINN 4x4 hvetur til samstöðu gegn náttúruspjöllum, en óskar þess að ferðamenn sem fylgja vegslóðum landsins fái að fara óáreittir um landið okkar. Í fréttatilkynningu frá Ferða- klúbbnum 4x4 segir: „Allt frá stofn- un Ferðaklúbbsins 4x4 hefur eitt af meginmarkmiðum hans verið að vinna gegn náttúruskemmdum af völdum utanvegaaksturs. Á síðustu árum hefur umferð um hálendi Ís- lands aukist verulega. Það er fagnaðarefni að samhliða aukinni ferðamennsku hafa fleiri aðilar látið sig varða baráttu gegn utanvegaakstri og jafnframt eru merki þess að löggæsluyfirvöld leit- ist við að framfylgja náttúruvernd- arlögum í ríkari mæli en verið hef- ur fram til þessa. Meðal annars hefur komið til eftirlit úr lofti, en með þeim hætti ætti að vera hægt að koma í veg fyrir skemmdir á við- kvæmri náttúru og gróðurfari á há- lendinu. Að sama skapi eru það veruleg vonbrigði að nokkur brögð virðast vera að því að aðgerðir löggæslu- aðila í þessum málum séu van- hugsuð og lítt til þess fallin að auka samstöðu í baráttu ferðafólks gegn náttúruskemmdum. Dæmi virðast vera um að ferðamenn séu kærðir á hæpnum forsendum fyrir ut- anvegaakstur við akstur á gömlum slóðum sem notaðar hafa verið af ferðafólki og ferðaþjónustuaðilum í fjölda ára og áratugi. Slík framganga löggæslu- yfirvalda gerir ekkert annað en að spilla fyrir allri þeirri vinnu sem fjölmargir aðilar hafa lagt fram til að koma í veg fyrir náttúruspjöll af völdum utanvegaaksturs. Þeim fjármunum, sem lagðir eru í ómarkvissar aðgerðir sem þessar, væri mun betur varið í að stöðva þá aðila sem leggja stund á raunveru- legan utanvegaakstur þar sem landspjöll eru unnin.“ Ferðamenn sem fylgja vegslóðum fái að fara óáreittir RÁÐSTEFNA um hreyfiþroska og hreyfinám barna verður haldin 13. og 14. október í Íþróttaakademí- unni í Reykjanesbæ. Hreyfiþroska- og hreyfivanda- mál barna á Íslandi hefur lítið verið rannsakað í samanburði við ná- grannalöndin en erlendar rann- sóknir sýna að um 10% barna eigi við einhvers konar hreyfi- þroskavandamál að stríða, segir í fréttatilkynningu. Aðalfyrirlesarar á ráðstefnunni verða Hermundur Sigmundsson, Ph.D. prófessor í sál- fræði við Háskólann á Akureyri, og Arve Vorland Pedersen sem er með meistaragráðu á sviði Human Movement Science. Ráðstefna um hreyfiþroska og hreyfinám barna LJÓSIÐ, endurhæfingar- og stuðn- ingsmiðstöð fyrir krabbameins- greinda og aðstandendur þeirra, er komið í samvinnu við Kramhúsið Ljósið mun standa fyrir skemmti- legum dansi í safnaðarheimili Nes- kirkju í samvinnu við Kramhúsið. Kennarar frá Kramhúsinu koma til með að stjórna dansi, hreyfingu og líkamsbeitingu og verður nám- skeiðið á mánudögum kl. 17:30 – 18:30 fram í desember. Fyrsti tím- inn var mánudaginn 2. okt. Færustu kennarar Kramhússins koma með hressilega blöndu af dansi, leikfimi, og orkugefandi æf- ingum sem styrkja og liðka líkama og sál, segir í fréttatilkynningu. Dansinn er góð viðbót við þá end- urhæfingu sem nú er til staðar í Ljósinu fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Sjá www.ljosid.org Nánari upp- lýsingar og skráning fer fram í Ljósinu í síma 5613770. Ljósið í samvinnu við Kramhúsið SÁÁ heldur árlegan hátíðar- og bar- áttufund sinn í Háskólabíói þriðju- daginn 10. október kl. 20.00. Húsið verður opnað kl. 19.00. Í anddyri Háskólabíós mun verða kynning á félagasamtökum sem helga starf sitt málefnun áfengis- og vímuefna- sjúklinga.- Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir SÁÁ, flytur ávarp og for- ystufólk stjórnmálaflokkanna flytur erindi um stefnu og sýn stjórn- málaflokkanna í forvarna- og með- ferðarmálum. Bubbi Morthens, Baggalútur, Karlakórinn Fóstbræður, Erpur og Rottweilerhundarnir, Eyþór Gunnarsson og Ellen Kristjánsdóttir flytja tónlistaatriði. Fundarstjóri verður Davíð Þór Jónsson. Hátíðar- og bar- áttufundur SÁÁ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.