Morgunblaðið - 05.10.2006, Side 47

Morgunblaðið - 05.10.2006, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006 47 MENNING E N N E M M / S ÍA / N M 2 0 6 5 9 INGUNN Kristjana Snædal hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guð- mundssonar 2006 sem voru afhent við hátíðlega athöfn í Höfða í gær. Verðlaunin hafa verið veitt annað hvert ár frá 1994 fyrir óprentað handrit frumsamið á íslensku en samkvæmt nýjum reglum verða þau nú veitt árlega og einungis fyr- ir óprentað handrit að ljóðabók. Alls bárust 49 handrit í keppnina í ár. Verðlaunin hlaut Ingunn fyrir ljóðabók sína Guðlausir menn: Hugleiðingar um jökulvatn og ást sem kom út hjá bókaforlaginu Bjarti í gær. Í umsögn dómnefndar segir m.a um skáldið: „Handritið, sem er í senn heildstætt og fjöl- breytt, felur í sér ferðasögu og ást- arsögu. Höfuðviðfangsefnin, ást og dauði, eru sígild, en um leið eru ljóðin sprottin beint upp úr samtíð okkar, auk þess sem smáskilaboð símans verða hér að nýju ljóðformi. Stíll ljóðanna er tær og einfaldur, skáldið talar beint til hjartans, hlíf- ir hvorki sér né öðrum og gefur lesandanum jöfnum höndum af sárri reynslu og ljúfri.“ „Ég hef verið að skrifa fyrir skúffuna í tíu ár og fannst tími til kominn að sparka aðeins í rassinn á sjálfri mér og vera með,“ segir Ingunn sem hefur sent frá sér eina ljóðabók áður, Á heitu malbiki, árið 1995. „Að ég skyldi síðan vinna kom mér á óvart en þessi verðlaun auka sjálfsálitið í skrifunum og segja mér að ég sé á réttri leið.“ Semur um heiðardalinn heima Spurð út í ljóðin segir Ingunn þau vera skrifuð fyrir venjulegt fólk. „Ég nota venjuleg orð og er mjög hrifin af lágstemmdum stíl. Ljóðin eru persónuleg og ég reyni að nota eins fá orð og ég get til að vekja eins sterka tilfinningu og ég get. Þetta eru nútímaljóð en ég er samt mjög forn í hugsun, er mikið að semja um sveitina og heiðardal- inn heima,“ segir Ingunn sem kem- ur úr Jökuldalnum. Hún er grunn- skólakennari að mennt en stundar nú M.Paed. nám í íslensku við Há- skóla Íslands. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bókmenntaverðlaun Ingunn Kristjana Snædal þakkar fyrir sig, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri og Kjartan Magnússon hlýða á. Semur ljóð fyrir venjulegt fólk Fréttablaðið birti í síðasta mánuði (20. sept-ember 2006) frétt þar sem fullyrt var aðtónlistarmenn væri ósáttir við Morg- unblaðið vegna notkunar þess á erlendu lagi í sjónvarpsauglýsingu. Í fréttinni var haft eftir tónlistarmanninum og framkvæmdastjóra FTT, Magnúsi Kjartanssyni, að síðasta vígið væri fallið og þeir hjá Morgunblaðinu ættu að velta því fyrir sér hvort ekki væri réttast að skrifa blaðið bara á ensku. Var haft eftir Magnúsi að ályktunar væri að vænta frá FTT á næstunni og talaði Magnús um málið sem hið mesta hneyksli.    Undirritaður bjóst fastlega við því að einhverskonar umræða myndi skapast um málið, sérstaklega í ljósi þess að hér væri um „hið mesta hneyksli“ að ræða, en nú, rúmum tveimur vikum síðar, bólar hvorki á umræðunni né ályktun FTT. Það væri óeðlilegt ef ég, sem blaðamaður Morgunblaðsins og tónlistarmaður í ofanálag, færi að skipa mér í fylkingu með eða á móti ósátt- um íslenskum tónlistarmönnum en þar sem ég tel að um áhugavert mál sé að ræða langar mig að hafa um það nokkur orð og e.t.v. tekst mér í leið- inni að blása lífi í umræðuna.    Á undanförnum árum hefur það verið brýntfyrir landsmönnum að „velja íslenskt“ og styðja þar með við bakið á iðnaðinum í landinu. Nú dettur varla nokkrum manni í hug að hér sé um ósanngjörn hvatningaróp að ræða frá Sam- tökum iðnaðarins, enda þjóðlyndi okkur í blóð borið. Þar að auki segir almenn skynsemi okkur að ef iðnaðurinn í landinu legðist af væru flestar forsendur fyrir búsetu hér á landi brostnar. Tónlist er eins og aðrar listgreinar iðnaður og það er oft talað um tónlistariðnað í því sam- hengi. Þetta veit Magnús Kjartansson og sem formaður FTT er það skylda hans að hvetja Ís- lendinga til að „velja íslenskt“. Það sýnist mér alla vega að liggi að baki gagnrýni fram- kvæmdastjórans.    En eitt þarf að hafa í huga. Þrátt fyrir að tón-listariðnaðurinn lúti sömu markaðs- lögmálum og hver annar iðnaður í landinu lýtur hann einnig lögmálum listarinnar, sem segja að hver einasta listsköpun sé einstök. Leikrit Göthes og Marlowes um Dr. Faustus eru bæði einstök og annað getur ekki komið í stað hins. Hið sama gild- ir um tónlistina, eitt lag getur ekki komið í stað annars og þá á ég ekki við flutning á tónverki. Það að við Íslendingar svörum kalli Samtaka iðn- aðarins um að kaupa frekar íslenskan ost en danskan er eðlilegt. En að við séum krafin um að hlusta frekar á íslenska tónlist en erlenda er fjar- stæðukennt – enda efa ég að nokkur listamaður kysi að vera vinsælastur í þeim heimi þar sem aðrir listamenn eru bannaðir!    Íslensk fyrirtæki hafa ákveðnum skyldum aðgegna gagnvart landi og þjóð, það segir sig sjálft. En að listamaður krefjist þess að á hann sé hlýtt, hann lesinn og svo framvegis, eingöngu vegna þess að hann er Íslendingur, er svo allt annað mál – sem vert er að ræða. Morgunblaðið hneykslar Þjóðlegt Er hljómsveitin Stuðmenn jafnvinsæl og raun ber vitni vegna þess að hún er skip- uð Íslendingum eða hefur tónlistin sem sveitin semur og leikur eitthvað um það að segja? AF LISTUM Höskuldur Ólafsson » Þrátt fyrir að tónlistariðn-aðurinn lúti sömu markaðs- lögmálum og hver annar iðn- aður í landinu lýtur hann einnig lögmálum listarinnar hoskuldur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.