Morgunblaðið - 05.10.2006, Qupperneq 48
48 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
ÞEIR Baggalúts-
menn virðast
hvergi vera á förum
af toppi Tónlist-
ans. Plata þeirra
Aparnir í Eden hef-
ur nú verið á lista í
níu vikur en þó-
nokkuð þarf upp á
til að þeir nái fyrstu
afurðinni Pabbi
þarf að vinna sem kom út í fyrra og hefur setið
á Tónlistanum í heilar 34 vikur. Baggalútur er
ein þeirra fjölmörgu sveita sem koma til með
að spila á Iceland Airwaves hátíðinni síðar í
mánuðinum en þar mun sveitin troða upp í
Listasafni Reykjavíkur (Hafnarhúsinu) laug-
ardaginn 20. október. Má gera ráð fyrir að
sveitin tjaldi öllu til fyrir tónleikana.
Aparnir
fara hvergi!
STRÁKARNIR í
Trabant hafa verið
fyrirferðarmiklir
undanfarið í slúð-
urfréttadálkum
blaðanna. Sá orð-
rómur komst nefni-
lega á kreik að
Ragnar Kjart-
ansson söngvari
hefði sagt skilið
við félaga sína í Trabant og það aðeins stuttu
eftir að Doddi trommari ákvað að venda sínu
kvæði í kross og taka fjölskyldustarfið fram yfir
hljómsveitina. Nú virðist sem um ómerkilega
kjaftasögu hafi verið að ræða og var haft eftir
Ragnari í einu blaðanna að hann væri alls ekk-
ert á förum – enda sveitin í fljúgandi gír og með
spennandi plötusamning í farteskinu.
Trabant í
góðum gír!
NÝJASTA hljómplata
Tómasar R. Einarssonar
kontrabassaleikara kall-
ast Romm tomm tomm
og hún kemur ný inn á
Tónlistann þessa vikuna.
Platan var hljóðrituð í
Reykjavík og Havana á
Kúbu, fyrr á þessu ári. Á
plötunni ægir saman ís-
lenskri og kúbanskri tón-
list og fékk Tómas til liðs
við sig bæði íslenska og kúbanska hljóðfæra-
leikara. Þá má þess geta að á plötunni er að
finna kraftmikinn óð til eina kunna íslenska
karnivalsins, Jörfagleðinnar, sem haldin var
lengi á heimaslóðum Tómasar í Dalasýslu en
yfirvöld bönnuðu árið 1707.
Romm tomm tomm er þriðja breiðskífa Tóm-
asar R. og Havanabandsins en áður hafa kom-
ið út plöturnar Kúbanska og Havana.
Jörfagleðin
endurvakin!
BOB Dylan er á gam-
alkunnum slóðum á nýju
plötunni Modern Times.
Margir hafa sagt að plat-
an sé rökrétt framhald af
síðustu tveimur plötum
meistarans, Time out of
Mind (1997) og Love and
Theft (2001) en aðrir
halda því fram að með
Modern Times sé Dylan
að leita aftur til sjöunda
áratugarins og til þess tíma þegar hann gaf út
Highway 61 Revisited. Fyrsta lagið er í það
minnsta í svipuðum stíl þó að textinn hafi mjög
„móderna“ tilvísun: „I was thinkin’ ’bout Alicia
Keys/Couldn’t keep from cryin’/She was born
in Hell’s Kitchen and I was livin’ down the
line.“
Módernískur
Dylan!
!" ## # #$%&#' ()'* #+,-&#.# / #'#0 #1 . &# #2 (&
#,!&# .3* &#-)#4#/ &#$#5/ 4&##!"#4#56(
9: *""+
;$
<$'
,7
,48#
9 #!/8
:/
$; #,
,#$4<
:/
:/
!"/ #=#5 4
!4
+4#-
9 #>34
-
,44/# 4#4# .
- ?-2 4
1< 4#
=#,
,4<;
@@
A '7#AB ' #C
D8E
1 #="
, 88
,7
!8
,*
- #04
943#F 3
943#F 3
,*#2" 4
G(#.#5
-4#!/
6BD4 4
$4H;# ># 4#-#>
,4#3#>
#. # / /
I #) *
=4//#4//#4//
$ ((
-#4 #D ##3
3#, 4# <4
,< #24 #?#=4
,
''
#1 #244 #-4
!#3
0# "'
,J
,7
K# //#/;#.# /
#8 #D8E*
!
D*#/.
$88#H #'#
5/44
A#A"
G/( <3
G/<#0L#2 #23M
=#4 # L#D#4 #943
N#4#*
A/
14B,-A
14B,-A
1
#!"
1
I #"
1
,)"
1
5-+
1/
>
1/
F4#- <
O
=,#2"/(*
14
#!"
1
D8E
1/
1
A/
#!"
1/
O
O
O
I #"
FYRSTU áheyrnarprufurnar fyrir
sjónvarpsþáttinn X-Factor fóru
fram á Akureyri á dögunum. Raðir
höfðu myndast fyrir framan Hótel
KEA áður en tekið var við skrán-
ingum.
Þátturinn, sem sýndur verður á
Stöð 2 í vetur, hefur það að mark-
miði að finna hæfileikaríka ein-
staklinga eða hópa sem skara fram-
úr á sviði tónlistar, hvað varðar
söng, sviðsframkomu, hljóðfæra-
leik eða tónsmíðar.
Seinni lota áheyrnaprufanna fer
fram í Reykjavík 14. október á Nor-
dica hótelinu.
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Biðröð Fjöldi fólks beið spenntur eftir að láta ljós sitt skína í áheyrn-
arprufum fyrir sjónvarpsþáttinn X-Factor.
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Dómnefndin Þau Páll Óskar, Ellý og Einar Bárðar eru tilbúin að segja álit
sitt á keppendum, sama hvort það verði í formi hróss eða ekki.
Fjöldi í áheyrnarprufu
til að verða sigurvegari með slagorð-
inu: „Sá sem ekki er fyrstur, er síð-
astur.“ Með þetta slagorð að leið-
arljósi verður Ricky Bobby fremsti
kappakstursmaður Bandaríkjanna
og að sama skapi gjörsamlega óþol-
andi sjálfumglaður persónuleiki,
þótt hann sé besta skinn inn við
beinið, en ekki er hægt að segja að
hann stígi í vitið þótt hann kunni að
stíga á bensíngjöfina. Það er ekki
fyrr en franski formúlukappinn Jean
Girard (Sacha Baron Cohen) skorar
á Ricky Bobby að róðurinn þyngist
og fyrr en varir verður Ricky Bobby
meðal hinna síðustu. Með því að
stefna saman fulltrúum „alvöru am-
erískra karlmanna“ í Ricky Bobby
og vini hans Cal, og svo Girard sem
verður að teljast fullkomlega ókarl-
mannlegur samkvæmt viðteknum
FYRIR tveimur árum skrifaði gam-
anleikarinn Will Ferrell handritið að
gamanmyndinni Fréttaþulurinn
(Anchor Man: The Legend of Ron
Burgundy), í samvinnu við leikstjór-
ann Adam McKay, þar sem skopast
var að vinsældum fréttaþula í
bandarísku sjónvarpi á áttunda ára-
tugnum. Talladega-nætur: Ballaðan
um Ricky Bobby er annað verkefni
þeirra Ferrells og McKays í þessum
anda, en með þessari mynd má segja
að þeim hafi tekist að hrista fram úr
erminni eina fyndnustu Hollywood-
gamanmynd ársins.
Meginsöguþráður Talladega-
nótta felur í sér kostulega paródíu á
íþróttamyndina, karlmennsku- og
kappakstursdýrkun og uppáhalds
viðfangsefni bandarískrar kvik-
myndagerðar: þ.e. dæmisöguna um
ameríska drauminn. Þar segir frá lífi
venjulegs amerísks Suðurríkjapilts
sem ungur temur sér hugarfar sig-
urvegarans. Ricky Bobby (Will Fer-
rell) fæddist bókstaflega á fleygiferð
í baksætinu á kappasktursbíl föður
síns, og hefur æ síðan verið upptek-
inn af hraða. Sú þráhyggja rennur
að mörgu leyti saman við hina flóknu
fyrirmynd sem faðir hans verður
honum, en sá er hin mesta föð-
urómynd og lætur sér nægja að
heimsækja son sinn þegar sá er orð-
inn hálfstálpaður og hvetur hann þá
kynjahlutverkum, er hnykkt enn-
frekar á góðlátlegri paródíunni á
„sannamerískan“ lífsstíl sem er einn
af gegnumgangandi þráðum mynd-
arinnar.
Talladega-nætur er ekki aðeins
snjöll og vel skrifuð fáránleikakó-
medía, heldur skartar hún þremur af
bestu gamanleikurum samtímans úr
þeim geiranum, þeim Will Ferrell,
John C. Reilly, og Sacha Baron Co-
hen (einnig þekktur sem Ali G.), sem
hrein unun er að fylgjast með vinna
saman. Ólíkt mörgum öðrum gam-
anmyndum sem ganga út á vitleys-
ingsgang og ýkjur, er Talladega-
nætur fagmannlega gerð, en kapp-
akstursatriðin myndu sóma sér vel í
hvaða íþrótta- eða hasarstórmynd
sem er.
Ballaða um vitleysing
Talladega-nætur Myndin er að mati gagnrýnanda ein fyndnasta gam-
anmynd ársins. Sasha Baron Cohen og Will Farrell bregða á leik.
KVIKMYNDIR
Regnboginn, Smárabíó, Laug-
arásbíó og Borgarbíó Akureyri
Leikstjórn: Adam McKay. Aðalhlutverk:
Will Ferrell, John C. Reilly, Sacha Baron
Cohen, Gary Cole og Leslie Bibb. Banda-
ríkin, 104 mín.
Talladega-nætur: Ballaðan um Ricky
Bobby (Talladega Nights: The Ballad of
Ricky Bobby) Heiða Jóhannsdóttir