Morgunblaðið - 05.10.2006, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006 51
menning
FUGL, félag um gagnrýna list, hafði
um nokkurt skeið bækistöðvar sínar
í verslun Indriða við Skólavörðustíg
þar sem settar voru upp margar
ágætar sýningar. Nú hefur Indriði
lokað verslun sinni og félagið er því
húsnæðislaust. FUGL hefur því
brugðið á það ráð að setja af stað
nýja sýningarröð, sem nefnist
Reykjavík Project Space og mætti
kannski útleggja sem Fram-
kvæmdarýmið Reykjavík. Sýning-
arstaður félagsins er borgin eins og
hún leggur sig og verður forvitnilegt
að sjá hvar listamenn munu bera
niður með list sína.
Það er Áslaug Thorlacius sem er
fyrst til að sýna innan framkvæmd-
arinnar og hún velur íbúðarhúsið að
Görðum við Ægisíðu, þar býr kunn-
ingjafólk hennar en hún bjó þar
einnig sjálf um tíma. Á undanförnum
árum hefur Áslaug unnið með sígilt
myndefni í list sinni, fjölskyldu og
heimili en einnig velt fyrir sér mörk-
um fagurlista og listmuna, vinnu-
stofu og heimilis. Hér er hún á svip-
uðum slóðum. Hún sýnir fjórar
smámyndir frá heimilinu, málaðar
með temperu. Það má tengja þessi
verk t.d. málaranum Jan Knap sem
hefur málað helgi daglegs lífs líkt og
helgimyndir fyrri tíma. Helgi heim-
ilisins er líka í fyrirrúmi á þessum
litlu myndum Áslaugar sem einnig
minna á verk Skagamálaranna en
Áslaug tengir sig samtímanum ræki-
lega með því að hafa eina myndina af
tannburstahillunni – slíkt myndefni
hefði Anna Anker aldrei málað. Ás-
laug snýr líka upp á hefð blóma-
mynda og sýnir tvær slíkar utan á
húsinu. Áslaug sýnir líka skúlptúra
að Görðum en í eldhúsi hefur uppi á
skápum verið raðað mörgum krukk-
um þar sem mörkin milli heimilis og
vinnustofu renna saman á litríkan
hátt. Hún sýnir einnig skúlptúra í
gluggakistum, samanbrotna bómull-
arboli barna í stöflum. Hér veltir
hún fyrir sér mörkum listarinnar á
kíminn máta og verkið nýtur sín vel í
samhengi við önnur verk á sýning-
unni. Þetta listaverk var til leigu í
Artóteki Borgarbókasafns og varð
tilefni til heitra umræðna á Barna-
landi.is, en útprent af umræðunni er
áhugavert hliðarinnlegg við sýn-
inguna. Sýning Áslaugar vekur
margar spurningar, t.a.m. um stöðu
listamanna og helgidóm vinnustof-
unnar, áru listaverka og helgidóm
heimilisins. Þegar Duchamp sýndi
pissuskálina á listasafninu fyrir
tæpri öld breyttist myndlistin óaft-
urkallanlega, hann sýndi fram á
mikilvægi samhengisins, það var
samhengi listasafnsins sem gaf pis-
suskálinni annað gildi. Áslaug sýnir
hér „fundinn hlut innan veggja
heimilisins“, sem dansar hér á mörk-
um heimilis og opinbers sýning-
arrýmis og skapar þannig ákveðna
spennu í verkinu. Hún vísar líka til
möguleika sköpunarinnar í hvers-
deginum og fær áhorfandann til að
velta bolunum fyrir sér – litir og
form verða hluti af þvottastaflanum.
Sýning í heimahúsi vekur til um-
hugsunar um vinnuaðferðir lista-
manna í dag, sem margir vinna ein-
göngu fyrir söfn og sýningarsali en
síður verk sem gætu endað á heim-
ilum fólks, þó á sama tíma og lögð er
áhersla á að ná til almennings. Þessi
litla sýning Áslaugar er bæði eft-
irminnileg og skemmtileg og um-
ræðan á netinu er líka tilefni til um-
ræðu í sjálfu sér, um stöðu
samtímalista og áhuga almennings á
myndlist, hann er meiri en af er látið
og allir hafa sína skoðun sem betur
fer.
Spáð í þvottinn
Skúlptúr? Tilefni heitra umræðna á barnaland.is.
MYNDLIST
FUGL, Reykjavík Project Space
Til 8. okt. Opið á fim. 17–19
og sun. 14–16.
Áslaug Thorlacius sýnir að
Görðum við Ægisíðu
Ragna Sigurðardóttir
LIST látbragðsleikarans er ein-
faldleikinn uppmálaður og hálf
gleðin sem er fólgin í að fylgja
honum eftir felst í lotningunni yf-
ir tækninni sem þessi einfaldleiki
útheimtir. Kannski einna líkast
lýsingum tónlistarmanna á hvern-
ig spila á Mozart. Tónlistin er ein-
föld, en spilamennskan óþyrmi-
lega erfið og enginn má heyra að
svo sé. Mímuleikarinn getur ekki
sagt flókna hluti, hans er ekki hin
smágerða heimspekilega nálgun
við tilvistarvandann. Hann getur
hins vegar varpað því ljósi á
hversdagslegustu hluti að við
sjáum á þeim nýjar og óvæntar
hliðar. Og stundum er list hans
eingöngu leikur að líkamanum.
Ekkert að því þegar fimi þess
sem framkvæmir verðskuldar at-
hygli ein og sér.
Slíkur maður er Ireneusz
Krosny greinilega. Þess vegna er
sýning hans hreinræktuð og
ómenguð ánægja frá upphafi til
enda. Allt sem hann vill að sé
fyndið er fyndið, jafnvel þótt við-
fangsefnin séu þvæld (óttinn við
tannlækna, hrokafullir hljómsveit-
arstjórar, kvöldverðarboð hjá yf-
irmanninum) og efnistökin hefð-
bundin. Það skiptir engu máli
þegar listamaðurinn nálgast verk
sitt af jafnmikilli hlýju og hér,
með jafnhæfilegri blöndu af
smekkvísi og hrekkvísi.
Allt gengur upp. Ireneusz
Krosny myndar strax áreynslu-
laust samband við áhorfendur
sem helst alla sýninguna. Hann
byrjar með stórglæsilegum for-
mála þar sem hann hnyklar
tæknivöðvana þannig að enginn
þarf að velkjast í vafa um að hann
getur allt sem hann kærir sig um
innan marka listgreinar sinnar.
Þá er ekkert annað eftir en að
njóta. Hvert atriðið rekur annað
án nokkurrar tilraunar til að ljá
þeim djúpa merkingu, merkilegt
samhengi eða listræna alvöru.
Hér ríkir sköpunargleðin ein,
ásamt þeirri sælutilfinningu sem
því fylgir að sjá meistara gera
það sem hann gerir best.
Var eitthvað öðru betra? Í
augnablikinu hlæ ég mest að
minningunum um þjáningar und-
irtyllunnar í matarboði hjá yf-
irmanninum með óætum mat,
sellóspilandi barni og mannýgum
hundi. Og umbreytingunum í upp-
hafi þar sem einn ósýnilegi leik-
munurinn breyttist í annan í flæði
hreyfinganna. Að ógleymdum gró-
teskum tilþrifunum við uppskurð-
inn og dásamlega nákvæmri lýs-
ingu á framgangi lyftingamanna.
Fyrst og fremst ber nátt-
úrulega að þakka þá sjaldgæfu
nautn sem felst í því að hlæja sig
máttlausan yfir einhverju sem
enginn velkist í vafa um að sé
eins hreinræktuð og ómenguð list
og hægt er að gera sér í hug-
arlund utan tónlistarherbergisins.
Alvörugefinn og áreynslulaus
leikur – í öllum skilningi þess
orðs.
Áreynslulaus
virtúós
LEIKLIST
Ireneusz Krosny
Flytjandi: Ireneusz Krosny
Sýning á vegum pólskrar menning-
arhátíðar á Smíðaverkstæði
Þjóðleikhússins 30. september 2006.
EINSMANNS LÁTBRAGÐ
Þorgeir Tryggvason
ÞAÐ MÁ segja að unnendur frjáls-
djassins hafi beðið komu Hans
Benninks til Íslands í nær
aldarfjórðung, en þá afboðaði
hann sig á einu frjálsdjasshá-
tíðina sem haldin hefur verið
hérlendis – stóð Grammið fyr-
ir þeim viðburði. Að vísu
mættu fáir þeirra í Víkingasal
enda hafði farist fyrir að
mestu að kynna komu meist-
arans. Bennink er lifandi goð-
sögn í djassinum og það er
stórkostlegt að ungur íslensk-
ur bassaleikari, Valdimar
Kolbeinn, skuli hafa náð að
leika með honum, Deliusi og
sellistanum Tristan Hons-
inger á tónleikaferð um
Bandaríkin og Kanada og fá
síðan Han og Tobias hingað
að leika með sér og Davíð
Þór.
Þessir tónleikar voru frábær
skemmtun frá upphafi til enda. Upp-
hafsverkið, Wink eftir Tobias, hófst
á klassískum frjálsdjasstryllingi
saxófónleikarans en um miðbikið var
hægt á og langir tónar a la Coltrane
ríktu. Valdi Kolli notaði bogann af
mikilli leikni og Davíð kýldi píanóið
meðan Han trommaði af slíkum
krafti að furða var að hvorki
trommusett né kjuðar gáfu sig. Ekki
var krafturinn minni er hann var
með burstana og um tíma var hann
með annan fótinn uppi á snerlinum.
Í Lullo’s Page eftir Tristan Hons-
inger blés Tobias í klarinett og Valdi
brá meira að segja fyrir sig slapp-
basstöktum og í lagi Tobiasar, The
Heron, minntu þeir félagar stundum
á Adams/Pullen-kvartettinn, ekki
síst að því leyti að geta haldið sveifl-
unni gangandi í gargandi fram-
úrstefnu. Að vísu er Han, sem lék
m.a. með Dexter Gordon og Sonny
Rollins í Evrópu og á síðustu hljóð-
ritun Eriks Dolphys, þekktur fyrir
að svínga heitar en fjandinn sjálfur
eins og í frægum dúettum með gít-
aristanum Derek Bailey sem var all-
fjarri nokkurri sveiflu.
Falleg ballaða eftir Valda Kolla
var á dagskránni, Úlfastelpa, sem ég
minnist að hafa heyrt hann leika
með Eiríki Orra og svo lék kvart-
ettinn 12 Bars eftir píanómeistarann
Herbie Nichols þar sem Tobias blés
í klarinettið með New Orleans-tón
og Davíð brá fyrir sig skálmi á pí-
anóið. Aukalagið var frjáls spuni og
Davíð Þór settist við hammondorgel
Þóris Baldurssonar og Tobias blés I
Let A Song Go Out Of My Heart eft-
ir Ellington um stund.
Það er ekki hægt að vera annað
en hreykinn yfir því að eiga stráka
sem geta leikið jafn skemmtilega
með frjálsdjassmeisturum á borð við
Han og Tobias.
Tryllt en sjaldan stillt
DJASS
Jazzhátíð Reykjavíkur: Vík-
ingasalur
Tobias Delius tenórsaxófón og klarinett,
Davíð Þór Jónsson píanó, Valdimar Kol-
beinn Sigurjónsson bassa og Han Benn-
ink trommur. 28. september kl. 22:00.
DBK
Vernharður Linnet
Hollendingurinn trommandi „Han tromm-
aði af slíkum krafti að furða var að hvorki
trommusett né kjuðar gáfu sig.“
SIGGI Hall verður gestakokkur á
bandarísku sjónvarpsstöðinni Fox
News í hádeginu í dag og er bú-
ist við því að hann verði í beinni
útsendingu um 12.50 að íslensk-
um tíma. Siggi ætlar að kenna
Bandaríkjamönnum á íslenskt
hráefni sem nú fæst ytra og reiða
fram rétt sem hann kallar skyr-
amisú.
Það þarf ekki að efast um að
þar er komin alíslensk útgáfa af
ítalska góðgætinu tiramisú, og
verður fróðlegt að sjá hvernig
skyndibitaþjóðin tekur íslenska
hnossgætinu.
Á næstu dögum verður Siggi
Hall í Whole Foods Markets-
verslununum þar sem hann kynn-
ir íslensk matvæli allt frá lamb-
inu góða til Síríussúkkulaðis og
sýnir gestum og gangandi hvern-
ig það verður best meðhöndlað í
matreiðslu.
Morgunblaðið/Arnaldur Halldórsso
Geðþekkur Tekst Sigga Hall að heilla Kanann með íslensku skyri?
Siggi Hall býr til skyr-
amisú í beinni útsendingu
á Fox News í dag
ÞokkapésansBobbys
Brown bíður nú
ekkert annað en
óvæginn vöndur
réttvísinnar, með
tilheyrandi tugt-
hússvist, eftir að
hann hunsaði lög
og rétt og mætti
ekki í yfirheyrslur vegna vangoldins
meðlags. Börnin tvö þau arna á hann
þó ekki með þokkadísinni Whitney
Houston sem lagði glæstan söngferil
á hilluna til að deila lífi með Bobby í
solli og sukki, heldur með Kim nokk-
urri Ward. Það er því enn allt í óefni
hjá Bobby Brown, en Ward hefur
upplýst að meðlagið vangoldna nemi
nú andvirði 770 þúsund króna, sem
ku vera tveggja mánaða framfærsla
með hvoru barni. Bobby Brown er
því eftirlýstur og verður handtekinn
hvar sem til hans næst.
Fólk folk@mbl.is
Fréttir afdauða
Osama bin Laden
eru stórlega ýkt-
ar, eða svo gætu
gestir Íslensku
óperunnar í það
minnsta vitnað
um. Þar á bæ er
nú verið að sýna Mozartóperuna
Brottnámið úr kvennabúrinu, sem
gerist meðal múslima, og greinir frá
tilraun bresks aðalsmanns til að
endurheimta unnustu sína úr
kvennabúri soldánsins. Fréttir af
uppþoti í kringum Mozartóperu í
Þýsku óperunni í Berlín hafa tröll-
riðið erlendu pressunni síðustu
daga, en hljótt hefur farið um ferðir
Ósama í Mozartóperunni á Íslandi.
Honum brá fyrir á svölum Gamla
bíós þar sem hann skartaði sínu
hefðbundna höfuðfati og vélbyssu.