Morgunblaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ fólk Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ELLEN, VIÐ GETUM FARIÐ ÚT AÐ BORÐA SAMAN NÚNA MANSTU ÞEGAR ÞÚ SAGÐIR MÉR AÐ ÞÚ FÆRIR BARA ÚT MEÐ MÖNNUM SEM GERA HÆTTULEGA HLUTI Í GÆR ÞÁ HLJÓP ÉG UM ÍBÚÐINA MEÐ SKÆRI HANN JÓN HLÆR FRAMAN Í HÆTTURNAR MÉR FINNST ÞETTA ALLT BARA SVO SKRÍTIÐ... FYRST KAUPIR PABBI RAKARASTOFU, SÍÐAN GIFTIR HANN SIG, SÍÐAN FÆÐIST ÉG OG NÚNA ER SOLLA FÆDD... FJÖLSKYLDAN OKKAR ER AÐ STÆKKA... ÉG SÉ FYRIR MÉR NÝJA SKILTIÐ Á RAKARASTOFUNNI HANS PABBA NÚNA... KLIPPING- 2000 kr. VIÐ ERUM TÍGRISDÝR. VIÐ ERUM ÚTI Í NÁTTÚRUNNI. HVERNIG EIGUM VIÐ AÐ LIFA AF? SEGJUM SEM SVO AÐ ÉG SÉ UPPI Í TRÉ OG NÆM SKYNFÆRI MÍN TÆKJU EFTIR BRÁÐ, HVAÐ ÆTTI ÉG AÐ GERA? ÞAÐ VELTUR ALLT Á ÞVÍ HVERNIG BRÁÐ ÞETTA ER VELDU BARA EITTHVAÐ EF ÞETTA VÆRI POKI AF NÚÐLUM ÞÁ ÞYRFTUM VIÐ AÐ FARA HEIM OG SETJA VATN Í POTT OG... SJÁÐU SONUR SÆLL, ÞARNA ER HINN MIKLI HRÓLFUR HRÆÐILEGI ÞAÐ ERU TIL ÝMSAR SÖGUR UM HANN Í OKKAR BRANSA ER HANN ÞEKKTUR SEM VILLIMAÐUR VILLIMANNANNA ÞÚ GERIR ÞÉR GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ ÞAU ERU EKKI EKTA NÝI TOPPURINN ER MJÖG FLOTTUR Á ÞÉR MÉRFINNST ÞAÐ EKKI AF HVERJU, ER ÞAÐ LITURINN EÐA ER ÞAÐ SNIÐIÐ? HANN LÆTUR MIG LÍTA ÚT FYRIR AÐ VERA FEIT EFTIR AÐ NASHYRNINGURINN SLAPP ÚR FANGELSI FÓR HANN AÐ LEIKA ILLMENNIÐ Í MYNDINNI SVO AÐ FÓLK SEM SÆI HANN HÉLDI AÐ HANN VÆRI BARA LEIKARI ÞANNIG GAT HANN FARIÐ FRJÁLS FERÐA SINNA ÁN ÞESS AÐ VERA HANDTEKINN EN EKKI LENGUR Námskeiðið Íslenska – mál-pólitík. Hvaða hættasteðjar að íslenskritungu? Verður haldið á vegum Endurmenntunar Háskóla Ís- lands dagana 10., 12., 17. og 19. októ- ber. Ari Páll Kristinsson málfræðingur og fyrrverandi forstöðumaður Ís- lenskrar málstöðvar er leiðbeinandi á námskeiðinu, sem nú er haldið í fyrsta skipti: „Í upphafi árs varð mik- il umræða um stöðu íslenskrar tungu og höfðu margir áhyggur af framtíð íslenskunnar. Sumir gengu svo langt að spá því að málið yrði horfið eftir eina öld og var m.a. haldið málþing um þessi mál og fjallað ítarlega um þróun tungunnar í Lesbók Morg- unblaðsins auk þess að margir skipt- ust á skoðunum í blaðagreinum, og á útvarps- og sjónvarpsstöðvum,“ út- skýrir Ari Páll. „Sitt sýndist hverjum og skiptar skoðanir um bæði hvað bæri að óttast, og sömuleiðis hversu miklar áhyggjur ætti að hafa. Sjálfum þótti mér skorta á að umræðan væri nógu skýr. Hugtakanotkun var tölu- vert á reiki og ekki óalgengt að menn rugluðu saman eðlisólíkum fyr- irbærum, aðalatriðum og auka- atriðum, má segja að umræðan hafi einkennst um of af því að menn voru að tala í austur og vestur.“ Á námskeiðinu ætlar Ari Páll að fara ítarlega yfir helstu þætti sem kunna að hafa áhrif á þróun og stöðu íslenskrar tungu til langframa: „Ég mun fara yfir helstu hugtök sem þarf til að greina við hvað er átt þegar tal- að er um stöðu tungumáls á borð við íslensku; hvaða forsendur þurfa að vera fyrir hendi til að tungumál á borð við íslensku geti þrifist og hverj- ir eru styrkleikar og veikleikar ís- lensks málsamfélags,“ segir Ari Páll. „Við munum fjalla um hugtök á borð við stöðu tungumáls, form tungumáls, málstefnu, málpólitík og málrækt, og fara yfir umræðu vetrarins í ljósi slíkra hugtaka.“ Ari Páll segir námskeiðið ekki strangfræðilegt, heldur sé því ætlað að vera aðgengilegt öllu áhugafólki um stöðu íslenskrar tungu. Kennsla verður bæði í formi fyrirlestra og um- ræðna en kennt verður frá 20.15 til 22.15 námskeiðsdagana fjóra. Þó eðlilegt sé að mönnum sé um- hugað um stöðu íslenskunnar á tím- um hnattvæðingar segir Ari Páll stöðu íslenskrar tungu sterka að mörgu leyti: „Þó við séum ekki nema um þrjúhundruðþúsund sem tölum málið hefur íslenskan mjög sterka rit- málshefð og saga hennar skráð í bók- menntum sem sumar eru þúsund ára gamlar. Einnig skiptir sköpum að ís- lenskan er opinbert tungumál sjálf- stæðs ríkis. Öðru máli myndi gegna ef íslenskan væri tungumál fámenns hóps innan stærra ríkis og ef ekki væri t.d. kennt á íslensku og laga- setning á íslensku,“ útskýrir Ari Páll. „Ef, hins vegar, við myndum veita öðru tungumáli sömu stöðu og því ís- lenska í opinberu lífi, s.s. ef tilskip- anir EB eru gildar óþýddar eða ef há- skólakennsla fer að stórum hluta fram á ensku erum við að fækka nauðsynlegum notkunarsviðum og þar með að veikja stoðir íslensk- unnar.“ Menntun | Námskeið hefst 10. október um framtíð og stöðu íslenskrar tungu Í hvaða hættu er íslenskan?  Ari Páll Krist- insson fæddist í Stóru-Sandvík í Árnessýslu 1960. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1979, B.A. gráðu í íslensku og mál- vísindum frá Háskóla Íslands 1982, kennsluréttindum og Cand.Mag. prófi í íslenskri málfræði 1987 frá sama skóla. Hann hefur kennt í framhaldsskólum og háskóla, var málfarsráðunautur RÚV 1993 – 1996 og forstöðumaður íslenskrar málstöðvar 1996 – 2006. Ari Páll er kvæntur Sigrúnu Þorgeirsdóttur ritstjóra og eiga þau fjögur börn. PILAR Ordovas heitir konan sem á skuggann sem heldur á hljóðnemanum. Pilar er yfirmaður nútímalistadeildar Christies-uppboðsfyrirtækisins í London, en myndin var tekin er hún var að kynna málverk Andys Warhols af Maó Tse Tung, fyrrverandi leiðtoga alþýðulýðveldisins Kína. Maó verð- ur sleginn hæstbjóðanda í nóvember og búist er við að fyrir hann fáist and- virði allt að 850 milljóna íslenskra króna. Maó fær orð í eyra Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.