Morgunblaðið - 05.10.2006, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006 57
eeeee
LIB - topp5.is
eeee
HJ, MBL
eeee
Tommi - Kvikmyndir.is
/ KRINGLAN
HARSH TIMES kl. 8 - 10:30 B.i. 16.ára.
BÖRN kl. 6 - 8 - 10:15 B.i.12.ára.
ÓBYGGÐIRNAR m/Ísl tali kl. 6 LEYFÐ
UNITED 93 kl. 10:15 B.i.14.ára.
BJÓLFSKVIÐA kl. 5:50 B.i.14.ára.
AN INCONVENIENT TRUTH kl. 8 LEYFÐ
/ AKUREYRI
BEERFEST FORSÝNING kl. 6 - 8 - 10 B.I. 12
NACHO LIBRE kl. 8 - 10 B.i. 7
ÓBYGGÐIRNAR Ísl tal. kl. 6 Leyfð
/ KEFLAVÍK
NACHO LIBRE kl. 8 - 10:10 B.i. 7
STEP UP kl. 8 - 10 B.i. 7
MEÐ HINUM EINA SANNA JACK BLACK OG FRÁ LEIKSTJÓRA
“NAPOLEON DYNAMITE” KEMUR FRUMLEGASTI GRÍNSMELLURINN Í ÁR.
eee
E.B.G. Topp5.is E.T. kvikmyndir.is
THE
ALIBI
Hann var meistari á sínu sviði þar
til hann hitti jafnoka sinn.
BÖRN
KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON
eee
ÓLAFUR H. TORFASON RÁS2
eeee
HEIÐA MBL
FRAMLAG ÍSLENDINGA TIL
ÓSKARSVERÐLAUNA!
FRÁ EINHVERJUM MEST SPENNANDI LEIKHÓP SEM
ÍSLENDINGAR EIGA Í DAG, VESTURPORT, KEMUR
HREINT ÚT SAGT MÖGNUÐ KVIKMYND BÖRN!
eeee
VJV
eeee
Roger Ebert
eee
L.I.B. Topp5.is
eee
S.V. Mbl. BJÓLFSKVIÐAeeeH.J. - MBL eeeeblaðið
Reykjavík
International
Film
Festival
Sept 28
Okt 8
2006
Lífsins Harmljóð Tjarnarbíó18:00
filmfest.is
Elegy of Life Heiðursgestur kvikmyndahátíðar, Aleksandr Sokurov,kynnir glænýja heimildarmynd sína um söngkonunaVishnevksaya og sellóleikarann Rostropovich.
Tjarnarbíó
14:00 | Grbavica
16:00 | Lím
18:00 | Lífsins harmljóð
20:30 | FjallaEyvindur
Benni Hemm Hemm
22:15 | B-mynda veisla Páls Óskars
Iðnó
14:00 | Dæmdur heim
16:00 | Stúlkan er mín
18:00 | Daganna á milli
20:00 | Florence afhjúpuð
22:00 | Af engum
Háskólabíó
18:00 | Draumurinn
18:00 | Með dauðann á hendi
18:00 | Púðurtunnan
20:00 | Zidane
20:00 | Tími drukknu hest...
20:10 | Ég er
20:20 | Hálft tungl
22:00 | Framhaldslífið ljúfa
22:20 | Fjórar mínútur
22:30 | Keane
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Ekki er víst að afþreying teljist til lífs-
bjargar, en fyrst svo mikið er af skringi-
legheitum í heiminum, væri synd að njóta
þeirra ekki. Allt sem er skrýtið, nýtt og
forvitnilegt togar þig til sín.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Samband sem einkennist af ráðríki getur
bæði framkallað tilfinningu um mikilvægi
og ótrúlegar hömlur. Af hverju er annar
aðilinn haldinn stjórnlausum ótta um það
að þú sleppir? Kannski er góð ástæða fyr-
ir þeim ótta.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Vísindamenn hafa reiknað út að maður
geti brennt 150 hitaeiningum á klukku-
tíma með því að berja hausnum við vegg-
inn. Það er sama hversu gremjulegt allt
verður, vitsmunalegur tvíburi eins og þú
sleppir svona æfingum og fer bara út að
hlaupa.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Það er nokkur áskorun að nota höfuðið í
vinnunni ef hugurinn hringsnýst af skap-
andi ímyndunum. Þú gætir allt eins látið
undan sköpunargyðjunni, en ef þú ert í
vinnunni skaltu láta líta út fyrir að þú sért
að gera eitthvað.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Það sem maður getur ekki gert með lík-
amlegu afli, getur maður látið gerast með
því að beina hugsunum sínum. Allt það
besta sem gerist í dag, gerist einmitt
þannig – eins og til dæmis að reyna að fá
ástvini til þess að vera eilítið ástríkari.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Innri leiðsögn hjálpar dúfum til þess að
finna búrið sitt aftur og flökkuhundum að
hitta húsbónda sinn. Meyjan er með slíkt
kerfi innra með sér og það hjálpar henni
að finna þægilegt og öruggt athvarf í
kvöld.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Notaðu dagbókina þína, þú veist þessa
sem einhver keypti handa þér fyrir óra-
löngu. Hún er besti vettvangurinn fyrir
allar þær góðu upplýsingar og visku sem
flýtur um í heilanum á þér í dag.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Hreinn ásetningur býr innra með sporð-
drekanum frá morgni til kvölds. Miðlaðu
smávegis upplýsingum til einhvers af
komandi kynslóð á meðan þú ert í þessu
uppljómaða hugarástandi.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Það ýtir undir hógværð að fylgjast með
flinkum atvinnumanni við iðju sína, en
láttu það samt ekki ræna þig eldmóð-
inum. Þú gætir orðið alveg eins flinkur
með smávegis æfingu.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þótt steingeitinni líði yfirleitt eins og
hinni fullkomnu raunsæismanneskju er
dagurinn í dag svo sannarlega töfrum
gæddur. Seinna áttu eftir að líta tilbaka
og spyrja „gerðist þetta virkilega?“ Sam-
skipti við vog og sporðdreka verða þér til
happs.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Tengingin milli líkama, hugar og anda er
margbrotin. Afstaða stjarnanna minnir
þig á, að þú borðar til þess að njóta lífsins
betur, í stað þess að lifa til þess að borða
betur.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú ættir að vita það nú þegar, að þú hefur
hæfileikann til þess að ná langt í vinnunni.
En er það allrar þessarar áreynslu virði?
Svona spurningar eru bara til marks um
gamlan ótta. Ráddu niðurlögum hans.
Tilfinningaleg spenna
magnast þegar fullt tungl í
hrúti nálgast. Ef hnútur
byrjar að myndast í mag-
anum er það heilanum eig-
inlegt að byrja að grafast
fyrir um ástæður. Það má alveg eins
skella skuldinni á að eitthvað stórkostlegt
sé í vændum, rétt eins og hræðilegt. Okk-
ar er valið.
stjörnuspá
Holiday Mathis
AUSTUR-evrópsk kvikmyndagerð
hefur fyrir löngu sannað gildi sitt og
sá heimur sem þar er jafnan skap-
aður er í senn dimmur, gamansamur
og hæðinn. Í 12.08 austur af Búk-
arest er öll þessi einkenni að finna
og gott betur. Það áhugaverðasta við
þessa rúmensku mynd, sem vann til
verðlauna á Cannes, er að hún hafn-
ar næstum því öllum hefðbundnum
lögmálum sagnagerðar. Í henni er
einnig að finna skemmtilegar per-
sónur, fína leikara, áhugaverðan
söguramma og sérstaka stemningu.
Það sem hana skortir hins vegar er
fullunnið handrit og vönduð vinnu-
brögð. Hljóðnemar sem lafa niður í
rammann geta í einfaldleika sínum
aukið á þá stemningu sem reynt er
að skapa en í tilviki 12.08 austur af
Búkarest virkar það heldur kauðs-
legt. Leikstjórinn hefur verið með
mjög fínan efnivið í höndunum en
svo er sem honum hafi ekki tekist að
nýta sér hann til fulls. Líkast til hef-
ur handritið upphaflega verið skrif-
að fyrir stuttmynd og sem slík hefði
12.08 austur af Búkarest verið frá-
bær. En sem kvikmynd í fullri lengd
virkar hún eilítið ófullkomin.
Byltingarbörnin
vaxa úr grasi
KVIKMYNDIR
RIFF 2006 – Tjarnarbíó
Leikstjórn: Corneliu Porumbou. 89 mín.
Rúmenía, 2006.
12.08 austur af Búkarest – Höskuldur Ólafsson
HÖFUNDUR þessarar einstæðu
heimildarmyndar, Litháinn Matelis,
á litla dóttur sem greindist með hvít-
blæði og gekk í gegnum skelfilega
tíma á sjúkrahúsi þar sem líf hennar
hékk á bláþræði. Í hennar tilfelli
höfðu lífið og læknavísindin betur.
Ferlið var kvikmyndagerð-
armanninum þungbær reynsla. Þeg-
ar dóttir hans var orðin heil heilsu,
fór hann með tökuvélina á krabba-
meinsdeild spítalans. Áður en flogið
er aftur til jarðar er mætur afrakst-
ur margra mánaða tökuferlis þar
sem hann fylgdist með og filmaði líf
litlu sjúklinganna og foreldra þeirra.
Matelis hefur tekist að gera
kraftaverk því myndin hans er, þrátt
fyrir alvarleika viðfangsefnisins, óð-
ur til lífsins. Hún kennir okkur fá-
nýti þess að kvarta undan smámun-
um þegar við fylgjumst með
hetjulegri baráttu barna sem eru
tæpast byrjuð að lifa lífinu, við
óvæginn sjúkdóm, erfiðar lyfja-
meðferðir, aukaverkanir, dauðann.
Skyndilega er þeim varpað inn í
drunga spítalans úr áhyggjuleysi
bernskunnar, þau snoðuð og háttuð
ofan í sjúkrarúm. Fyrr en varir upp-
lýsist fyrir börnunum hrikalegur
sannleikurinn og á þeim augnablik-
um rís myndin hæst. Æðruleysi
þeirra er aðdáunarvert, aðlög-
unarhæfnin að geta tekist á við jafn
ömurlegar aðstæður, fyllir mann
lotningu fyrir hversdagshetjunum
sem eru að berjast alls staðar í
kringum okkur.
Ungar, þjáð-
ar hetjur
KVIKMYNDIR
RIFF 2006: Tjarnarbíó
Heimildarmynd. Leikstjóri: Arunas
Matelis. Aðalviðmælendur: Andrius,
Edgaras, Rytis, og foreldrar þeirra.
55 mín. Litháen/Þýskaland. 2005.
Áður en flogið er aftur til jarðar/
Pries Parskrendant i Zeme Sæbjörn Valdimarsson
Fréttir á SMS
HEIÐARLEIKI einkennir mynd
um sérstakt samband nágranna
sem búa á sitt hvorri hæðinni í nið-
urníddu fjölbýlishúsi í sjúskuðu út-
hverfi í Danmörku. Báðir vita hvað
gerist með hinum, því veggirnir eru
þunnir og skrápurinn sömuleiðis.
Grannarnir eru Charlotte (Dyr-
holm), nýfráskilin, þrjátíuogeitt-
hvað, heillandi kona í góðri vinnu og
gefin fyrir kynlíf, sem var einn
banabita sambúðarinnar sem hún
flýr. Veronica (Dencik), er gjörólík
persóna, í rauninni heitir hún Ulrik
– sem vill verða Ulrika. Trans-
gender, eða kona í karlmannslík-
ama, og bíður leiðréttingarað-
gerðar. Með þeim skapast vin-
áttusamband sem þróast á ólík-
legasta hátt.
Tilfinningamálin eru flókin hjá
persónunum í Sápa, reyndar svo
óvenjuleg og dramatísk að minnir á
sápuóperurnar í sjónvarpinu og er
eftirlætisefni Veronicu. Hún er van-
rækt af föður sínum en móðirin
reynir að sýna lit. Charlotte er ekki
eins hörð og hún lætur, báðar per-
sónurnar þjást af tilfinngahömlum
og sjálfsfyrirlitningu. Athyglisverð,
frábærlega leikin, Dyrholm hefur
hrífandi útgeislun og Dencik er
stórkostlegur í erfiðu hlutverki.
Gæðamynd sem vekur áhorfandann
til umhugsunar um misjöfn mann-
anna kjör.
Þunnir
veggir
Sæbjörn Valdimarsson
KVIKMYNDIR
RIFF 2006: Háskólabíó
Leikstjóri: Pernille Fischer Christensen.
Aðalleikarar: Trine Dyrholm, David Den-
cik, Frank Thiel. 95 mín. Danmörk 2006.
Sápa – En soap AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111