Morgunblaðið - 05.10.2006, Qupperneq 60
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 278. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Norðaustan og
austan 3-8 m/s.
Skýjað um landið
norðanvert en
vætusamt á því sunn-
anverðu. » 8
Heitast Kaldast
8°C 3°C
Morgunverðarfundur þriðjudaginn 10. október á Grand Hótel frá 8:30 til 10:00
Endurgreiðsla vegna rannsókna- og
þróunarstarfs - ávinningur fyrir alla
SI hafa fengið Ragnhild Rønneberg, framkvæmdastjóra SkatteFUNN í Noregi, til að kynna kerfið og reynslu
þeirra af því - en hátt í sex þúsund rannsókna- og þróunarverkefni norskra fyrirtækja njóta nú góðs af því.
Tekið er við skráningu á fundinn á skraning@si.is eða í síma 591 0100. Sjá nánar á www.si.is
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
ALÞINGI samþykkti með hraði í gærkvöld
lagafrumvarp um að nefnd forsætisráðherra,
sem annast á skoðun gagna sem snerta öryggis-
mál Íslands, innra og ytra öryggi, á árunum
1945 til 1991, fengi frjálsan aðgang að öllum
gögnum í vörslu stjórnvalda sem snerta þessi
öryggismál. Í frumvarpinu er jafnframt kveðið á
um þagnarskyldu nefndarinnar um viðkvæmar
einkalífsupplýsingar sem og um upplýsingar
sem varða virka öryggis- og varnarhagsmuni Ís-
lands.
Sólveig Pétursdóttir, forseti þingsins, var
fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, en með-
flutningsmenn voru þingflokksformenn allra
flokka. Nefndin, sem með frumvarpinu fær
frjálsan aðgang að umræddum gögnum, var
skipuð hinn 22. júní sl. Alþingi hafði í sama mán-
uði samþykkt tillögu um skipan nefndarinnar, í
kjölfar upplýsinga sem fram komu í erindi
Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings, um
heimildir stjórnvalda til símhlerana á tímum
kalda stríðsins.
Formaður nefndarinnar er Páll Hreinsson
lögmaður og hefur nefndin þegar hafið störf. Að
sögn Sólveigar taldi Páll rétt að nefndin fengi
þennan frjálsa aðgang til að hún gæti sinnt
störfum sínum. Var hann því boðaður á fund for-
seta þingsins og þingflokksformanna. Eftir ít-
arlegar umræður hafi þar náðst samkomulag um
að afgreiða frumvarp, í þessa veru, sem fyrst.
Samþykkt samhljóða eftir stutta umræðu
Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í gær og
var samþykkt, með afbrigðum frá þingsköpum,
að taka það strax á dagskrá og afgreiða það
sama kvöld.
Þingflokksformenn fögnuðu frumvarpinu í
stuttum umræðum um það á sjöunda tímanum í
gærkvöld. Þingmenn stjórnarandstöðunnar
sögðu það nauðsynlegt að hraða störfum nefnd-
arinnar og var frumvarpið síðan samþykkt með
36 samhljóða atkvæðum.
Fær aðgang að gögnum
í vörslu stjórnvalda
Þagnarskylda um viðkvæmar einkalífsupplýsingar og virka öryggishagsmuni
VEIÐAR á íslenzku sumargotssíldinni eru nú hafnar. Samkvæmt upplýs-
ingum Fiskistofu höfðu 846 tonn borizt á land um miðjan dag í gær en leyfi-
legur heildarafli er 138.000 tonn. Fyrsta síldin barst til Fáskrúðsfjarðar í
gærmorgun er Hoffell SU-80 kom með 30 tonn af síld en skipið hélt til
veiða kvöldið áður. Síldin er blönduð með norsk-íslensku síldinni. Er hún
flökuð, bituð og söltuð fyrir Kanada.
Morgunblaðið/Albert Kemp
Fyrsta síldin í haust
Í UMHVERFISRÁÐUNEYTINU
er nú til athugunar að setja reglu-
gerð um merkingu erfðabreyttra
matvæla. Jónína
Bjartmarz um-
hverfisráðherra
er þeirrar skoð-
unar að Íslend-
ingar eigi ekki að
bíða eftir að regl-
urnar verði hluti
af EES-samn-
ingnum heldur
setja reglur líkt
og Noregur hefur
gert.
„Við höfum lagastoð í matvælalög-
um sem kveður á um að heimilt sé að
setja reglur um merkingar og auk-
efni í matvælum svo að reglugerð
myndi nægja,“ segir Jónína.
Hrísgrjón frá Bandaríkjunum eru
um þessar mundir undir sérstöku
eftirliti landa víða um heim, eins og í
Noregi, Danmörku, Bretlandi, Jap-
an og Rússlandi þar sem óleyfilegt
og órannsakað erfðabreytt prótín
LL601 hefur fundist í grjónunum.
Umhverfisstofnun hefur ekki talið
ástæðu til aðgerða en hér á landi eru
ekki nein lög sem ná yfir um mark-
aðssetningu erfðabreyttra matvæla
eða merkingu þeirra.
Erfða-
breytt
matvæli
merkt
Varasöm | 24
Jónína Bjartmarz
JÓN Sigurðsson, iðnaðar- og við-
skiptaráðherra og formaður Fram-
sóknarflokksins, lýsti því yfir í gær-
kvöldi að hann
myndi bjóða sig
fram í Reykjavík,
og hann myndi
sækjast eftir að
leiða listann í
Reykjavíkurkjör-
dæmi norður.
Yfirlýsing Jóns
kom á fundi sem
forysta flokksins
boðaði til á Grand
hóteli í gærkvöldi, en fundurinn var
annar fundurinn í fundaherferð víða
um land. Á fundinum lýsti Jónína
Bjartmarz umhverfisráðherra því
yfir að hún myndi sækjast eftir að
leiða listann í Reykjavíkurkjördæmi
suður.
Ekki er búið að ákveða hvaða að-
ferð verður beitt til að raða upp á
lista framsóknarmanna í Reykjavík
en það verður ákveðið á næstunni.
Jón fram í
Reykjavík
Jón Sigurðsson
ICELANDIC Europe er nú orðið
eitt stærsta fyrirtæki í framleiðslu
og sölu á sjávarafurðum í Evrópu.
Veltan er um það bil milljarður evra,
90 milljarðar íslenzkra króna á ári,
og hefur aukizt mikið síðustu miss-
erin. Eftir sameiningu við þýzku fyr-
irtækin Pickenpack og Hussmann &
Hahn, sem voru í eigu Samherja, er
Icelandic Europe stærsti framleið-
andi brauðaðra fiskafurða í Evrópu
með um 100.000 tonn af afurðum á
ári. Finnbogi Baldvinsson, forstjóri
Icelandic Europe, segir að stefnt sé
að því að tvöfalda umsvif félagsins á
næstu árum.
„Ef við náum að nýta afkastagetu
sem fyrir hendi er í verksmiðjum
okkar, held ég að við getum verið í
mjög góðum rekstri. Við stefnum að
því að tvöfalda vinnsluna í verk-
smiðju okkar í Frakklandi, Gelmer,
sem við keyptum í sumar, en hún
hefur verið vannýtt. Með því að færa
vinnslu á brauðuðum afurðum í tvær
verksmiðjur nást mikil samlegðar-
áhrif, sem eiga eftir að skila sér. Þótt
það sé ekki aukning á markaðnum
fyrir frystar fiskafurðir í heild,
sjáum við verulegan vöxt í fram-
leiðslu okkar ár eftir ár. Þar má
nefna til gamans að framleiðsla okk-
ar á fiskstautum vex ár eftir ár, allt
upp í tveggja tölustafa vöxt.
Eftirspurn eftir fiski eykst stöð-
ugt og það sýnir sig að þar sem
kaupmáttur eykst, fylgir aukin fisk-
neyzla í kjölfarið. Fiskur er orðinn
tiltölulega dýr matur. Við sem selj-
um fisk þurfum því að geta boðið upp
á fleiri lausnir fyrir neytendur. Það
er spennandi áskorun, en við eigum í
mikilli samkeppni við aðra matvöru.
Ef farið er í gegnum markaðinn
kaupa flestir fisk, en þeir gera það of
sjaldan. Við sjáum að 95% til 96% af
fólki kaupir fisk. Í því felst mikið
tækifæri, því að það er auðveldara að
fá fólk til að kaupa fisk oftar en fá
fólk til að byrja að kaupa fisk,“ segir
Finnbogi Baldvinsson
Selja allt að
100.000 tonn af
brauðuðum fiski
Ætla að | B12
Morgunblaðið/Hjörtur
Í HNOTSKURN
» Um 80% af afurðum Ice-landic Europe er smásala í
neytendapakkningum fyrir stór-
markaði og mest undir þeirra
eigin merkjum.
» Afurðirnar eru seldar umalla Evrópu en 65% þeirra
innan Þýskalands.
♦♦♦