Morgunblaðið - 16.10.2006, Side 4

Morgunblaðið - 16.10.2006, Side 4
4 MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fegursta borg Evrópu og eftirlæti Íslendinga. Bjóðum nú frábær tilboð á tveimur hótelum - Hotel Ilf, sem er góð þriggja stjörnu gisting og Hotel Park sem er vel staðsett og nýendurnýjað fjögurra stjörnu hótel. Fararstjórar Heimsferða gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heillandi menningu. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Helgarferð til Prag 9. nóvember frá kr. 39.990 Verð kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi 9. nóv. í 4 nætur á Hotel Park  með morgunmat. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi 9. nóv. í 4 nætur á Hotel Ilf  með morgunmat. STOFNFUNDUR nýs félags vél- stjóra og járniðnaðarmanna var haldinn á laugardaginn var, en í nýja félaginu sameinast Vélstjóra- félag Íslands og Félag járniðnaðar- manna. Nýja sameinaða félagið hlaut nafnið Félag vélstjóra og málmtæknimanna (VM). Félagar eru um fjögur þúsund talsins, en um 2.200 voru í Vélstjórafélaginu og um 1.800 í Félagi járniðnaðar- manna. Helgi Laxdal er formaður hins nýja félags og Örn Friðriksson varaformaður. Helgi sagði að stofn- fundurinn hefði tekist ljómandi vel. Almennt væri ánægja með samein- inguna, þó undantekningar væru á því eins og gengi. Hið sameinaða fé- lag yrði með fjögur þúsund félaga og yrði það langstærsta stéttar- félagið sem næði til alls landsins. Samlegðaráhrif af sameiningunni væru mikil og eftir eitt til tvö ár ætti að vera hægt að lækka fé- lagsgjöldin verulega og veita þrátt fyrir það betri þjónustu en áður. Helgi sagði að samanlagt væru félögin með 23 kjarasamninga. Þeir fyrstu þeirra rynnu sitt skeið í árs- byrjun 2008 og síðan fram eftir því ári, en kjarasamningum myndi eitt- hvað fækka við sameininguna. Helgi sagði að vélstjórar og járn- iðnaðarmenn ættu margt sameig- inlegt og ynnu hlið við hlið víða um land, auk þess sem námið félli sam- an að hluta til. Ekki hefur verið ákveðið hvar sameinað félag verður til húsa, en gengið verður frá því á næstu 1–2 mánuðum að sögn Helga. 22 milljónir sparast Í tilkynningu vegna sameining- arinnar kemur fram að markmið með henni sé að sinna kjaramálum enn betur og efla þjónustu, t.a.m. vegna persónubundinna samninga, og ráðgjöf um kjaramál. Þá felist mörg tækifæri í faglegri símenntun, orlofsaðstaða félagsmanna verði fjölbreyttari og sjúkrasjóður verði betur í stakk búinn til þess að lið- sinna félagsmönnum. Sjóðir samein- aðs félags verði sterkari, auk þess sem fjárhagslegt hagræði af sam- einingunni sé talið nema um 22 milljónum króna. Stofnfundur nýs félags vélstjóra og járniðnaðarmanna haldinn á laugardag Félag vélstjóra og málm- tæknimanna verður til Morgunblaðið/Árni Sæberg Kjörnir Stjórn hins nýja félags vélstjóra og málmtæknimanna. MORGUNBLAÐIÐ og Sambíóin bjóða áskrifendum Morgunblaðsins í dag sem og næstu mánudaga tvo miða fyrir einn í alla sali Sambíó- anna. Á forsíðu Morgunblaðinu í dag er álímdur miði sem áskrif- endur geta tekið með sér og fá þá 2 bíómiða á verði eins fyrir allt að fjóra. Miðinn gildir í alla sýning- arsali Sambíóanna í Álfabakka í Breiðholti, Kringlunni, Akureyri, Keflavík og Háskólabíói, nema svo- kallaða lúxus-sali, VIP sali, og ekki heldur á íslenskar bíómyndir. Í þessum 5 bíóhúsum er samtals 18 salir og fjöldi bíómyndanna sem til sýnis er mikill, þar á meðal umtal- aðar stórmyndir eins og World Trade Center, Queen, Zidane, The Road to Guantanamo og Jackass – number two. Áskrifendur fá 2 fyrir 1 í bíó SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ virð- ist ekki sætta sig við þá löggjöf sem nú ríkir um hluta af vörum í mjólk- uriðnaðinum, en það er Alþingi sem hefur sett þær reglur og að svo stöddu er ekki rétt að breyta þeim, segir Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra. Í úrskurði sínum í máli Mjólku og Osta- og smjörsölunnar mæltist eftirlitið til þess við landbún- aðarráðherra að hann beitti sér fyrir breytingum á ákvæðum búvörulaga sem hindra samkeppni og mismuna fyrirtækjum í mjólkuriðnaði. „Mjólkuriðnaðurinn og starfsum- hverfi hans er mótað og markað af löggjöf sem Alþingi er nýbúið að setja og ég tel að hafi skilað sér í lægra verði á mjólkurafurðum en ella væri.“ Guðni segir fyrirkomulag þessara mála eiga sér langa sögu hér á landi sem og í fleiri löndum hér í Evrópu. „Árið 2004 var mörkuð löggjöf sem gerir ráð fyrir að mjólkuriðnaður- inn sé áfram und- ir opinberri verð- lagningu þar sem fulltrúar launa- fólks koma að ákvarðanatöku um verðlagningu á þessum vörum. Hér þykir þetta hafa gefist mjög vel og er það mikilvægt bæði fyrir mjólkuriðnaðinn og fyrir aðgang smárra og meðalstórra verslana að mjólkuriðnaðinum í samkeppni við stærri verslanakeðjur,“ segir Guðni og segist ekki sjá neina ástæðu til að breyta löggjöfinni. „Því síður vil ég breyta henni þegar þau tíðindi ger- ast að mjólkuriðnaðurinn einn geng- ur til samstarfs við ríkisvaldið um að lækka matvælaverð til neytenda, sem hlýtur að reyna á hann,“ segir Guðni. Er ekki sammála Samkeppniseftirliti Ráðherra vill ekki breyta starfsumhverfi mjólkuriðnaðarins Guðni Ágústsson Í HNOTSKURN » Samkeppniseftirlitið telurað ákvæði um mjólkuriðn- aðinn raski samkeppni og feli í sér mismunun. » Hefur eftirlitið mælst tilþess að lögum um mjólk- uriðnað og starfsumhverfi hans verði breytt. » Landbúnaðarráðherra erþessu ekki sammála og tel- ur ekki tímabært að breyta lögunum. BJÖRN Bjarnason, dómsmálaráð- herra og æðsti yfirmaður löggæslu- mála til sjós og lands, heimsótti í gær bandaríska herskipið USS Wasp í Reykjavíkurhöfn og skoðaði það með leiðsögn skipherrans. Með í för voru þeir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgsisgæslu Íslands, og Jón Bjartmarz, yfirlögreglu- þjónn og yfirmaður sérsveitar rík- islögreglustjóra. Herskipið Wasp liggur við Skarfabakka og hefur umferð um svæðið verið lokað og er varðbát- urinn Baldur frá Landhelgisgæsl- unni með gæslu á meðan. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Heimsóttu Wasp í Reykjavíkurhöfn YFIRLÝSING landbúnaðarráð- herra þess efnis að hann ætli ekki að beita sér fyrir breytingu á búvöru- lögum svo mjólkuriðnaðurinn verði ekki undanþeginn samkeppnislögum vekur furðu framkvæmdastjóra Mjólku, ekki síst í ljósi afdráttar- lausrar niðurstöðu úrskurðar Sam- keppniseftirlitsins sem birtur var fyrir helgi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Mjólku. Ólafur Magnússon segir viðbrögð Guðna Ágústssonar landbúnaðar- ráðherra vekja mikla furðu og þau séu alveg úr takti við aðra þróun í samfélaginu, sérstaklega í ljósi þess að Osta- og smjörsalan og MS séu langstærstu fyrirtækin í vinnslu og framleiðslu matvæla á innlendum neytendamarkaði. Hann bendir jafnframt á að þessi fyrirtæki njóti ríkisstyrkja til niður- greiðslu á mjólk, til útflutnings á af- urðum sínum og síðast en ekki síst njóti þau lög- verndar til einok- unar á markaði. Óska eftir fundi „Það blasir líka við ef þessi einok- unarfyrirtæki fá áfram að vera undanþegin sam- keppnislögum og fá óátalið að beita refsiverðu athæfi í samkeppni við innlenda framleiðendur, þá mun mjólkuriðnaðurinn hér á landi ekki verða í stakk búinn til að bregðast við erlendri samkeppni og dagar þá á endanum uppi eins og nátttröll. Því skorum við á Guðna Ágústsson að skoða sinn gang betur og óskum jafnframt eftir fundi með landbún- aðarráðherra til að fara yfir þessi mál,“ segir framkvæmdastjóri Mjólku. Í fréttatilkynningunni segir að í úrskurði Samkeppniseftirlitsins um opinberar hömlur í mjólkuriðnaði sé undirstrikað að verðsamráð, mark- aðsskipting og annað samkeppnis- hamlandi samráð milli keppinauta séu alvarlegustu brotin á samkeppn- islögum og geti varðað stjórnvalds- sektum og refsingu. „Með búvörulögunum nr. 85/2004 hafa vinnubrögð sem teljast til refsi- verðrar háttsemi í öllum öðrum at- vinnugreinum og rekstri verið lög- leyfð innan Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Þessi tilhögun, sem leyfir verðsamráð, skiptingu mark- aða og verkaskiptingu langstærstu fyrirtækja í matvælaframleiðslu á Íslandi, þekkist hvorki í nágranna- ríkjum okkar né innan Evrópusam- bandsins. Þar væri slík háttsemi litin mjög alvarlegum augum enda refsi- verð,“ segir Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólku. Yfirlýsing ráðherra vekur furðu Ólafur Magnússon ♦♦♦ BROTIST var inn í Holtaskóla í Keflavík í fyrrinótt og rótað til og skemmt, að sögn lögreglunnar í Keflavík. Gluggar voru spenntir upp en engu virðist hafa verið stol- ið. Ekki er vitað hver var að verki en málið er í rannsókn. Innbrot í Holta- skóla í Keflavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.