Morgunblaðið - 16.10.2006, Side 11

Morgunblaðið - 16.10.2006, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2006 11 FRÉTTIR Dr. Hjörtur Þráinsson heldur fyrirlestur um áhættumat og áhættustjórnun fyrir vátryggingar í Háskólanum í Reykjavík, stofu K5 í Kringlunni 1, miðvikudaginn 18. október frá kl. 16:00 til 17:00. Allir velkomnir. Tækni- og verkfræðideild Frá því í nóvember 2005 hefur Hjörtur starfað hjá Münchener Rück, einu stærsta endurtryggingarfyrirtæki heims. Þar ber hann ábyrgð á tryggingarlegu áhættumati og áhættustjórnun með tilliti til hvers kyns hamfara hvar sem er í heiminum. Áður hafði Hjörtur starfað í fimm ár sem deildarstjóri í Catastrophe Risk Management hjá American Re-Insurance Company, dótturfyrirtæki Münchener Rück í Bandaríkjunum. Það sem hefur komið áóvart er hin mikla þátt-taka útlendinga í vinnunnivið að byggja þetta,“ segir Kjartan Ólafsson, lektor við Há- skólann á Akureyri. Hann hefur ásamt fleirum rannsakað sam- félagsleg áhrif virkjunar- og stór- iðjuframkvæmda á Austurlandi og er fyrstu niðurstöðuskýrslu að vænta á allra næstu dögum. Rann- sóknaverkefnið stendur yfir til árs- ins 2009. Kjartan segir fjölda útlendinga við framkvæmdirnar skiljanlegan í ljósi efnahagsástandsins í landinu en ekki hafi verið gert ráð fyrir honum í upphafi. Hann segir einnig koma á óvart hversu framkvæmd- irnar taka fljótt af í reynd. „Mér þykir einnig mikilvæg sú niðurstaða hversu áhrif af virkjun- ar- og stóriðjuuppbyggingunni ná skammt út fyrir miðsvæði Austur- lands“ segir Kjartan. „Rannsóknir okkar hafa sýnt á nákvæman hátt hversu áhrifin ná langt út fyrir sjálf framkvæmdasvæðin landfræðilega séð. Einnig er áhugavert hversu marga framkvæmdirnar snerta á svæðinu, þó þeir séu ekki endilega allir að vinna við þær.“ Stærsta glataða tækifærið Kjartan telur að margir hafi ímyndað sér fyrirfram að áhrifin yrðu ofsafengnari. „Þegar maður talar við einstaklinga segja margir að miðað við hversu stórt þetta sé í umfangi hafi það minni áhrif en þeir héldu. „Fýsískt“ er byggingin stærri en hinn almenni borgari hafði ímyndað sér, en miðað við það og allan mannfjöldann sem er þarna finnur stór hluti fólks ótrúlega lítið fyrir þessu.“ Hann telur eina stærstu spurn- inguna áður en framkvæmdir hóf- ust hafa verið hvort hægt væri að nýta framkvæmdirnar og áhrif þeirra sem tæki til breytinga á Austurlandi og þá í átt til aukinnar miðlægni á svæðinu. „Það er skoð- un sem mér sýnist að hafi ekki átt upp á pallborðið hjá sveitarstjórn- armönnum á Austurlandi. Það er bara ekki samkomulag um hvar sú miðja eigi að vera og hvar setja eigi niður miðlæga þjónustu. Ég held að það muni til lengri tíma litið verða stærsta glataða tækifærið, að reyna ekki að þjappa Austurlandi meira saman. Þjónustan verður dreifð og þá missir samfélagið þennan kraft sem kemur þegar fólksfjöldi þjapp- ast saman. Þetta er svolítið gisið og ekki gott í nútímasamfélagi sem byggist á samþjöppun. Sveitar- stjórnarmenn eystra segja sem svo að þeir ætli að vera með dreifða þjónustu í t.d. Fjarðabyggð, sem er göfugt markmið, en ég er bara ekki viss um að það standist.“ Of mikil áhersla á íbúafjölgun Alltof mikil áhersla hefur verið lögð á íbúafjölgun samhliða fram- kvæmdunum, að sögn Kjartans. Hann segir íbúafjölda út af fyrir sig ekki mælikvarða á lífsgæðin í sam- félaginu. „Ég hefði viljað sjá meiri áherslu í umræðunni á möguleikann til að bæta samfélagið umfram áhersluna á að fjölga íbúum. Það verða atvinnuháttabreytingar þar sem er að fækka í frumvinnslu- greinunum og þær breytingar halda áfram, alveg sama þótt álverk- smiðja fari í gang. Hins vegar koma þau störf sem við það skapast að einhverju leyti í staðinn. Þetta veg- ur upp á móti íbúafækkun sem ann- ars hefði orðið og er að verða sam- hliða. Þeir kraftar sem unnu í átt að fækkun íbúa áður eru áfram í gangi, en svo kemur nýr kraftur sem vinnur í átt að því að fá fólk á staðinn og bjóða upp á atvinnutæki- færi og er ekki byrjaður á því ennþá nema að litlu leyti. Ég spái því að fækkun Íslendinga á svæðinu haldi áfram út þetta ár. Ruðnings- áhrif af framkvæmdunum koma fram einkum í upphafi, innstreymi fólks á svæðið held ég að eigi sér mest stað á næsta ári og þar næsta, þannig að íbúafjölgun kemur tiltölu- lega seint og ég ímynda mér að það komi smákrísa á næsta ári þar sem menn fara að efast um að þetta hafi nú allt saman verið til góðs. Ég tel ekki að stórir hópar fólks bíði í ofvæni eftir að fá að flytja austur. Það eru sjálfsagt einhverjir tugir, en það er bullandi uppgangur í samfélaginu og hver er þá hvatinn fyrir fólk að rífa sig upp og fara austur? Það er til fullt af könnunum sem segja að fólk sé jákvætt gagn- vart því. En eitt er að vilja og ann- að að geta, til dæmis hvað varðar börn og maka. Það er svo margt sem þarf að ganga upp.“ Svo virðist sem ekki sé enn búið að byggja það íbúðarhúsnæði sem væntanlega þarf vegna íbúafjölgun- ar og þurfa sveitarfélögin að sögn Kjartans að huga að því að byggja nóg, en þó ekki of mikið. Samfélagsgildi fara á flot „Að hverju er stefnt með þessum framkvæmdum umfram að búa til álver og græða peninga?“ spyr Kjartan. Hann segir hvatann fyrir íslenskt samfélag þann að búa til betra samfélag. „Ekki bara sam- félag þar sem við höfum háar tekjur, heldur einnig samfélag þar sem er gott að búa. Þar sem maður er öruggur, þar sem er skemmtilegt fólk og sátt ríkir um viðmið og gildi. [...] Það er kannski ein mikilvæg- asta breytingin á Austurlandi, að hugmyndir fólks um samfélagið, hvað sé gott og eftirsóknarvert, munu breytast nokkuð. Á Eskifirði, eða hvar sem er, er ekki langt síðan það var draumur ungra manna að fara á sjóinn og græða peninga. Hvert ferðu núna til að sýna að þú hafir „meikað“ það? Það er nýr tónn í samfélaginu, verksmiðju- vinna er allt annars konar vinna en fiskvinnsla, og spurning hvernig hann passar inn í þann tón sem er fyrir á svæðinu. Þegar þessir hlutir fara á flot hafa þeir sumpart áhrif á kjarnann í okkar tilveru.“ Menn velta margir fyrir sér hvað bíður handan framkvæmdanna. Kjartan segir það í það minnsta ekki vera Draumalandið. „Manna bíður ný tegund af venjulegum heimi. Það verða einhver ný vanda- mál og ný tækifæri.“ Á næsta ári er nýrra rannsókna- niðurstaðna að vænta og munu þær gefa skýrari heildarmynd af ferlinu frá byrjun framkvæmdanna á Aust- urlandi, ekki síst hvað varðar mann- fjöldaspá og um ruðningsáhrif af völdum framkvæmdanna. Síðustu rannsóknir munu fara fram á árinu 2008 og niðurstöður liggja fyrir árið eftir. Æskilegt er talið að halda þeim lengur áfram til að meta þau áhrif sem tekur lengri tíma að koma fram í samfélaginu og hversu miklu róti framkvæmdirnar hafa raun- verulega valdið í því, segir Kjartan. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Niðurneglt Þrátt fyrir að geysimikið hafi verið byggt af íbúðarhúsnæði á Mið-Austurlandi undanfarið er því spáð að meira þurfi til vegna íbúafjölgunar á næstu tveimur árum. Hér rís nýbygging á Egilsstöðum. „Ný tegund af venjuleg- um heimi“ Það kemur Kjartani Ólafssyni, lektor við Háskólann á Akureyri, á óvart hversu fljótt framkvæmdir á Aust- urlandi taki af. Rannsóknastofnun háskólans hefur rannsakað samfélagsleg áhrif framkvæmdanna frá upphafi. Steinunn Ásmundsdóttir ræddi við Kjartan. Í HNOTSKURN »Ekki var í byrjun fram-kvæmdanna gert ráð fyrir þeim mikla fjölda útlendinga sem við þær vinna. »Áhrif framkvæmdanna náskammt út fyrir Mið- Austurland. »Tækifæri hefði verið í aðauka miðlægni á svæðinu. »Áhersla hefur verið lögð áíbúafjölgun fremur en að bæta gæði samfélagsins. Samfélagsáhrif af stóriðju- og virkjunar- framkvæmdum á Austurlandi rannsökuð Atvinnutekjur og fermetraverð hækka +, -" , .  *   / / $%%$ $%%& 0'% 0$% 0%% 1% 2% '% $% % 3$% 4/  /  05&06055%7*    8    *  9 -"  6   -"  +  8  6 " 8/    : " * +  , &  * ,   #- $! &  ./ VERULEG aukning er á atvinnu- tekjum á Austurlandi, samkvæmt niðurstöðu vöktunarverkefnis. Um 45% raungildishækkun hefur orðið á árunum 2002 til 2005 á atvinnu- tekjum tengdum fasteigna- og við- skiptaþjónustu, hartnær 38% hækkun á atvinnutekjum í mannvirkjagerð, 25% hækkun á at- vinnutekjum í fjármálaþjónustu og nokkru minni í öðrum iðnaði en fiskveiðum og landbúnaði, þar sem atvinnutekjur hafa lækkað um 28% eða meira. Verðbreyting á eldra íbúðar- húsnæði í fjölbýli m.v. fast verðlag hefur frá árinu 2002 til 2005 hækk- að um 110% í Fjarðabyggð og um 44% á Fljótsdalshéraði og í einbýli m.v. sömu forsendur um tæp 100% í Fjarðabyggð og tæp 30% á Héraði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.