Morgunblaðið - 16.10.2006, Qupperneq 12
12 MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Síðumúla 13
sími 588 2122
www.eltak.is
VOGIR
Eltak sérhæfir sig í
sölu og þjónustu á
vogum.
Bjóðum mesta úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
VERÐMÆTI útflutts hvítfisks frá
Noregi til Evrópusambandsins
eykst stöðugt. ESB hefur aldrei
flutt inn meira af þorski en á þessu
ári, hvort sem mælt er í magni eða
verðmætum. Á fyrri helmingi þessa
árs nam innflutningurinn um
203.000 tonnum, að verðmæti um 86
milljörðum króna.
Fulltrúar norska útflutningsráðs-
ins fyrir fisk, segja í samtali við
norska sjávarútvegsblaðið Fisk-
aren, að miklu máli skipti að norski
fiskurinn sé markaðssettur sem há-
gæðavara og fyrir vikið séu Norð-
menn orðnir stærstu seljendur á
þorski til ESB. Verð á nánast öllum
afurðaflokkum hefur hækkað. Með-
al verð á atlantshafsþorski var á
fyrri helmingi ársins um 395 krón-
ur, en meðalverð á þorski frá Nor-
egi var 480 krónur á kíló. Norð-
menn gera ekki ráð fyrir frekari
aukningu í magni, þar sem afla-
heimildir leyfi það ekki. Hins vegar
sé eftirspurnin stöðug og það leiði
til verðhækkana.
Sjálfbærni við
veiðar mikilvæg
Edmund Mikkelsen, markaðs-
fræðingur hjá norska útflutnings-
ráðinu fyrir fisk, segir að þetta sé
gleðileg þróun, en jafnframt verði
menn að vera meðvitaðir um að nýt-
ing á þorski og öðrum fisktegund-
um verði að vera sjálfbær. Hvað
þorskinn varði sé það því miður
ekki staðan. Margir þorskstofnar
séu ofveiddir eða fullnýttir, auk
þess sem töluvert sé um ólöglega
veiði. Í þessu ljósi sé það mikilvægt
að fram komi að veiðar Norðmanna
á þorski séu sjálfbærar og það sé
markmiðið við veiðarnar. Hann seg-
ir að orðspor Noregs fyrir ábyrga
fiskveiðistjórnun leiði til aukinnar
fisksölu.
Mikil aukning
í sölu á ufsa
Hvað þorskinn varðar hefur þró-
unin verið hagstæðust í frystum
flökum, bæði vöxtur í magni og
verðmætum. Af öllum hvítfiskteg-
undum er hæsta verðið á þorsk-
inum. Markaðsfræðingarnir segja
að það sé mikilvægt að halda þeirri
stöðu að talað sé um hágæða afurð-
ir. Þróunin sýni að svo sé og mark-
aðurinn geri skýran greinarmun á
hvítfisktegundum. Sala á ýsu og
ufsa hefur einnig aukizt. Frá árinu
2000 hefur sala á ufsa á heimsmark-
aðinum aukizt um 100.000 tonn, en
verðið hefur engu að síður hækkað.
ESB kaupir stöðugt meira af þorski
og verðið fer jafnframt hækkandi
Fiskur Mikil eftirspurn er eftir fiski innan Evrópusambandsins. Innflutningurinn eykst stöðugt og verð hækkar.
Norðmenn umsvifamestir á þessum markaði, næstir á undan Íslendingum
Í HNOTSKURN
»Frá árinu 2000 hefur salaá ufsa á heimsmarkaðinum
aukizt um 100.000 tonn, en
verðið hefur engu að síður
hækkað.
»Meðalverð á atlantshafs-þorski var á fyrri helmingi
ársins um 395 krónur, en með-
alverð á þorski frá Noregi var
480 krónur á kíló.
MIKIL sala hefur verið á fiskmörk-
uðunum nú í haust. Þegar skoðuð
er sala í ágúst og september kemur
í ljós að slegin hafa verið nokkur
met.
Í ágúst var meðalverðið á fisk-
mörkuðum kr. 142,36, sem er hæsta
meðalverð sem sést hefur í ágúst-
mánuði. Verðmæti sölunnar var kr.
1.087 milljónir sem er það lang-
mesta í ágústmánuði frá upphafi
fiskmarkaðanna.
Í september var selt fyrir kr.
1.117 millj. sem er einnig mesta
verðmæti í þeim mánuði frá upp-
hafi.
Magnið í september var einnig
það mesta sem selt hefur verið í
þeim mánuði, 7.586 tonn. Í sept-
ember 2005 voru seld 6.922 tonn.
Þetta er 9,6% aukning milli ára.
Næst mest var selt í september
1993, 7.264 tonn. Meðalverðið í
september var kr. 147,22, sem er
það næsthæsta í þeim mánuði. Í
september 2001 var það 159,98.
* #7055$$%%2
#
;
<"
#
Met slegin á
mörkuðunum
AFLINN í nýliðnum september var
86.572 tonn sem er tæplega 22 þús-
und tonnum meiri afli en á sama tíma
í fyrra en þá var aflinn 64.979 tonn.
Munar þar um aukinn afla norsk-
íslensku síldarinnar í ár.
Botnfiskaflinn var 37.207 tonn sem
er svipaður botnfiskafli og í sept-
ember 2005. Ívið minna veiddist af
flestum botnfisktegundum í nýliðn-
um september en árið áður nema
veiði karfategunda var talsvert meiri
í ár, samkvæmt upplýsingum Fiski-
stofu.
Af uppsjávartegundum veiddist
aðeins norskíslenska síldin í nýliðn-
um september, alls 49.117 tonn sem
er rúmlega 22 þúsund tonnum meiri
afli en í september 2005.
Heildarafli ársins 2006 var í lok
september kominn í 1.054.542 tonn
en það er fjórðungi minni afli en á
sama tíma í fyrra en heildaraflinn
janúar – september 2005 var
1.410.713 tonn.
Samdráttur í afla milli ára stafar
af minni loðnuafla í ár. Afli botn-
fisktegunda og afli annarra uppsjáv-
artegunda er áþekkur það sem af er
ári og var fyrstu níu mánuði ársins
2005.
Úthlutað aflamark nýhafins fisk-
veiðiárs er í megindráttum svipað og
í upphafi síðasta fiskveiðiárs. Eins og
þá er ekki úthlutað upphafs-
aflamarki í loðnu né í innfjarða-
rækju.
Aflamarksstaða almanaksársteg-
unda, eins og kolmunna, úthafskarfa
og norsk-íslensku síldarinnar, kemur
ekki fram í tölunum að ofan. Engin
kolmunnaveiði var í september en
töluvert hafði áður gengið á aflamark
kolmunnans. Veiði norsk-íslensku
síldarinnar gekk vel í september og
það sem af er október og er útlit fyrir
að aflamarkið verði veitt upp í ár.
.
=##"*
6
,
8
$%%&
(2!1%2
!
" !"
##
$2!>&%
!!
!
0!'$(
(>!$%>
!
$$
$!#
"
! #
'5!00>
$
#
$'1
$%%2
#
#
*$%%&
$%%2
Meiri afli í
september
Enn er rætt um bann viðveiðum með botntrolli áúthöfunum. Sú umræðaer að miklu leyti komin
frá náttúruverndarsamtökum eins
og Grænfriðungum og WWF,
World Wide fund for nature. Þessir
aðilar hafa svo fengið hóp vísinda-
manna í lið með sér til að gera kröf-
una trúverðugari. Ljóst er að þess-
um aðilum gengur það fyrst og
fremst til að ná meiri völdum í fisk-
veiðistjórnun í heiminum. Þeir
þykjast þess megnugir að gera það
betur en þjóðir sem hafa stundað
fiskveiðar öldum saman og hafa í
langflestum tilfellum fyrir löngu
brugðizt við hættunni af ofveiði,
sem reyndar varð varla ljós fyrr en
fyrir um 30 árum. Þessir aðilar
byrja með hræðsluáróðurinn um
skaðsemi botntrollsins á úthöf-
unum og verður mjög ágengt vegna
þeirrar staðreyndar að mikið er um
ólöglega veiði á alþjóðlegum hafs-
svæðum. Hjá þeim helgar tilgang-
urinn meðalið og fullyrðingarnar
anzi oft rangar. Íslendingar hafa
verrið vændir um veiðar með botn-
trolli á úthöfunum. Þeir stunda
engar slíkar veiðar, en fram á þetta
ár var eitt íslenzkt skip við rækju-
veiðar á Flæmska hattinum. Þær
veiðar voru stundaðar af skipum
frá nokkrum löndum undir sameig-
inlegri stjórn Fiskveiðinefndar
Norðvestur-Atlantshafsins, NAFO.
Vegna umræðunnar um ólögleg-
ar veiðar á úthöfnum hafa nátt-
úruverndarsamtökin náð óeðlilega
miklu fylgi við hugmyndina um
bann við veiðum með botntrolli á
úthöfunum. Staðreyndin er hins
vegar sú að þessar veiðar eru til-
tölulega smáar í sniðum. Á úthöf-
unum er dýpi víðast svo mikið að
slíkar veiðar eru ómögulegar.
Það sem öllu máli skiptir er að
stjórn verði komið á veiðar á úthöf-
unum og það verði gert með svæð-
isbundum stjórnum eins NAFO og
NEAFC hér í norðanverðu Atl-
antshafi. Aðildarþjóðirnar eru bezt
til þess fallnar að stýra slíkri stjórn
sameiginlega. Það er hagur þeirra
fyrst og fremst að komið sé í veg
fyrir ofveiði og ólöglega veiði og að
náttúrunni sé ekki misboðið. Það
þarf enga Grænfriðunga til þess.
Nái þeir markmiðum sínum um al-
þjóðlegt bann, er það deginum ljós-
ara að næsta skrefið verður að ráð-
ast inn á yfirráðasvið sjálfstæðra
þjóða og banna þeim botn-
trollsveiðar innan eigin lögsögu. Er
það það sem við viljum? Tæplega.
Það er öllum ljóst að veiðar með
botntrolli geta skaðað hafsbotninn,
en þær geta líka verið og eru í
flestum tilfellum skaðlausar. Veiðar
í botntroll við Ísland hafa verið
stundaðar í meira en eina öld.
Sjálfsagt hafa þær valdið ein-
hverjum skaða á botninum á þess-
um tíma. Það er okkar sjálfra að
kanna það hvort og hvar veiðar í
botntroll kunna að vera skaðlegar
og bregðast við því. Nú þegar hefur
stórum hafsvæðum fyrir Suður-
landi verið lokað fyrir veiðum í
botntroll.
Við erum fullfær um að stjórna
þessum málum sjálf og þurfum
ekki aðstoð Grænfriðunga eða ann-
arra taglhnýtinga þeirra í þeim
efnum. Það er athyglisvert í þess-
um efnum að sjávarútvegsráðherra
Breta reynir á bak við tjöldin að
afla hugmyndinni um bann fylgi,
þrátt fyrir að Bretar lúti á því sviði
ákvörðunar ESB, sem er á móti
banni.
Enn af veiðum í botntroll
BRYGGJUSPJALL
Hjörtur Gíslason
»Er markmiðið ekki
að banna allar veiðar
í botntroll?
hjgi@mbl.is
ÚR VERINU