Morgunblaðið - 16.10.2006, Síða 13

Morgunblaðið - 16.10.2006, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2006 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF FORSTJÓRI EADS, móðurfélags Airbus, hefur lýst því yfir að hann sé andvígur því að þýska ríkið gangi inn í félagið sem hluthafi. Airbus hefur átt í fjárhagslegum erfiðleik- um undanfarið og hafa dagblöð fjallað um þann möguleika að þýska ríkið kaupi 7,5% hlut Daimler- Chrysler í Airbus. Franska og spænska ríkið eru nú þegar meðal hluthafa. Thomas Enders segist ekki sjá neinn tilgang með inngöngu þýska ríkisins í fyrirtækið. EADS hefur átt á brattann að sækja undanfarin misseri vegna seinagangs í þróun og framleiðslu A380 risaþotunnar, sem innanbúðarmenn vonast til að verði flaggskip fyrirtækisins, og verður fyrsta eintakið ekki flutt til kaup- anda fyrr en undir lok árs 2007. Engir möguleikar útilokaðir Hagræðingaraðgerðir sem spara eiga um 1,6 milljarða evra eiga að taka gildi fljótlega og hefur það valdið ugg meðal þýskra stjórn- málamanna sem hafa af því áhyggj- ur að framleiðsla sem nú er í Þýska- landi kunni að verða flutt til Frakklands. Telja sumir sérfræð- ingar að gangi þýska ríkið inn í EADS sem hluthafi verði það í sterkari aðstöðu til að koma í veg fyrir hugsanlegan flutning starfa úr landi. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur sagt að ekki hafi verið tekin ákvörðun um málið, en lagði á það áherslu að engir mögu- leikar hefðu verið útilokaðir. Vill ekki þýska ríkið inn í Airbus Reuters Tafir Afhending nýju A380-farþegaþotu Airbus hefur tafist mjög. Í SÍÐUSTU viku var 136 kaupsamn- ingum þinglýst á höfuðborgarsvæð- inu. Þar af voru 96 samningar um eignir í fjölbýli, 20 samningar um sérbýli og 20 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 3.872 millj- ónir króna og meðalupphæð á samning 28,5 millj- ónir króna. Er það talsverð aukning frá síðustu vikum en að meðaltali hefur 108 kaupsamningum verið þinglýst á viku undanfarnar tólf vik- ur. Á sama tíma var 11 kaupsamning- um þinglýst á Akureyri. Þar af voru 7 samningar um eignir í fjölbýli, 2 samningar um eignir í sérbýli og 2 samningar um aðrar eignir. Heild- arveltan var 176 milljónir króna og meðalupphæð á samning 16,0 millj- ónir króna. Á sama tíma var 9 kaupsamning- um þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af voru 3 samningar um eignir í fjöl- býli og 6 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 150 milljónir króna og meðalupphæð á samning 16,6 milljónir króna. Aukning í fasteigna- viðskiptum STÆRSTA verslanakeðja heims, Wal-Mart, hefur verið dæmd til að greiða 78 milljónir bandaríkjadala (um 5,3 milljarða íslenskra króna) hið minnsta í bætur til starfsmanna sem voru neyddir til að vinna í lögbundn- um hvíldarhléum. Kviðdómur í Penn- sylvaníu komst að þeirri niðurstöðu að með því að neita að greiða fyrir þessa aukavinnu starfsfólksins hefði Wal-Mart brotið fylkislög. Um er að ræða dómsmál sem höfðað var af um 187.000 starfsmönnum Wal-Mart sem unnið höfðu fyrir fyrirtækið á árunum 1997-2006. Wal-Mart hefur sagst vera að undirbúa áfrýjun. Starfsmaðurinn sem hóf málið, Dolores Hummel, segist hafa þurft að vinna í hléum og eftir venjulegan vinnutíma og gerir hún ráð fyrir að í hverjum mánuði hafi hún unnið milli 8 og 12 tíma launalaust. Segir hún að ein af óyfirlýstum aðferðum Wal- Mart til að hámarka ágóða sé að koma upp vinnuumhverfi sem stuðli að því að starfsmenn á tímakaupi vinni lengur en þeir fái greitt fyrir. Wal-Mart dæmt til greiðslu bóta HUGSANLEGT er að samtök olíu- framleiðsluríkja, OPEC, dragi á næstunni úr olíuframleiðslu til að bregðast við lækkandi heimsmark- aðsverði á hráolíu, að því er segir á fréttavef Telegraph. Segir þar að samtökin, sem framleiða um 40% allrar olíu í heiminum, muni funda næsta fimmtudag til að taka ákvörð- un um það hvort dregið verði úr framleiðslu. Gert er ráð fyrir því að þessar vangaveltur muni þrýsta olíuverði upp á ný, en það hefur fallið um 20% frá því í júlí og er nú undir 60 banda- ríkjadölum á fatið. Edmund Dauk- oru, formaður OPEC, segir allar ráðstafanir þó aðeins tímabundnar. Draga úr framleiðslu ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.