Morgunblaðið - 16.10.2006, Page 14
14 MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
NURSULTAN Nazarbayev, forseti Kasakstans,
hefur látið reisa píramídalaga byggingu fyrir ým-
iskonar starfsemi sem á að stuðla að trúarlegu
umburðarlyndi og sátt milli trúarhópa. Forsetinn
kveðst þannig vilja beita sér fyrir friði og stöð-
ugleika í allri heimsbyggðinni.
Byggingin hefur verið kölluð Höll friðar og
sátta. Undir glerþaki hennar er stór salur, sem
þykir minna á geimskip, þar sem fulltrúar músl-
íma, kristinna manna, gyðinga, búddhatrúar-
manna og fleiri trúarhópa eiga að koma saman
reglulega til að ræða trúfrelsi og umburðarlyndi.
Umræðan í höllinni hefur einkum snúist um
málefni Mið-Austurlanda, að því er fram kom á
fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC.
Nazarbayjev forseti átti hugmyndina að frið-
arhöllinni. Hann lýsir landi sínu sem fyrirmynd í
öryggismálum og dæmi um land þar sem trúar-
legt umburðarlyndi sé haft í hávegum.
Andstæðingar forsetans eru ekki á sama máli.
Þeir segja að þótt trúarlega umburðarlyndið sé
meira í Kasakstan en í öðrum löndum Mið-Asíu sé
farið að bera á því að trúfrelsið sé skert.
Múslímahreyfingar, sem lúta ekki stjórn rík-
isins, og hópar á borð við Hare Khrisna hafa einn-
ig kvartað yfir áreitni yfirvalda.
Andstæðingar Nazarbayev segja að megin-
markmið hans sé því ekki í raun að stuðla að friði
og trúfrelsi í heiminum, heldur að kynna land sitt
og auka vægi þess á alþjóðavettvangi.
Nazarbayev vill að pólitískt vægi Kasakstans
aukist á alþjóðavettvangi í samræmi við mikinn
efnahagsuppgang sem hefur verið þar vegna mik-
illa olíu- og úranauðlinda.
Efasemdir hafa vaknað um hvort lýðræði og
mannréttindi séu höfð í heiðri í Kasakstan.
8?-:@A:B;;
!"#
!
$ % #
&'( %) *
*(+ * ' !
!"
, '
*-
+
.
!
"#"
/ ( * 0
*#' ++ 1 %&-
++ * !
$%%&'#"() *++",#" '#"-."/.0'11,.
" "2 +"1*"#3"3++3"1)44/5#4()"11 621"+'%
"# +4#%""#&'#'() *++4//'%%'+7"86-"8'/ '1 2'+2+'11 (/"1 ( +8"11"#'8$%%'1"
2 * 0%
3) * 4 -+4 % % 5 0 #4
% 4-
* 6 *- 0 *
% 4 ++( 0( !
.!-
(+ *4
4 %4
*1'4 !
, % * (+ *
* 4 4 *
% (+ %
/# 0% 7(+ " !
0%8
9# (
" : !
9:
;<; : : =:
>
?
>< :@
+.4/
'( #
-'& (+ *!
; &# 4 - %
4 * &%
* 0 #
<%:4 % <%: * !
* 4 % %* !
4 *
& !
; # 0#
* &
0% 4 % =% !
* %*( !
Beitir sér fyrir heimsfriði
og sátt milli trúarhópa
ÞÚSUNDIR dalíta, stéttlausra
hindúa á Indlandi, snerust til
búddhatrúar eða kristni um
helgina til að mótmæla lögum sem
hafa verið sett í nokkrum ind-
verskum ríkjum til að torvelda
trúskipti. Prestur skírir hér dalíta
í borginni Nagpur þar sem hundr-
uð manna snerust til kristinnar
trúar.
Um 3.000 manns úr röðum dal-
íta snerust til búddhatrúar í bæn-
um Gulbarga í Karnataka-héraði.
Trúskiptiathafnirnar voru liður
í mótmælum gegn misrétti sem
dalítar, eða „hinir ósnertanlegu“,
hafa verið beittir.
Með trúskiptum geta dalítar
losnað við fordóma og viðjar sem
þeir hafa mátt þola í indverska
erfðastéttakerfinu.
Athafnirnar fóru fram í tilefni
af því að hálf öld er liðin frá því
að fræðimaðurinn Bhimrao Ramji
Ambedkar snerist til búddahatrú-
ar. Hann var fyrsti þekkti dalítinn
sem hvatti stéttleysingjana til að
taka búddhatrú í þessum tilgangi.
Reuters
Trúskipti
til að losna
við kúgun
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
STJÓRNVÖLD í Norður-Kóreu
hafa mótmælt ályktun sem öryggis-
ráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti
á laugardag og kveður á um refsiað-
gerðir gegn landinu vegna deilunnar
um kjarnorkutilraun Norður-Kóreu-
manna.
Ályktunin var samþykkt einróma
og ráðamenn í flestum ríkjum heims
hafa fagnað henni.
Ágreiningur er hins vegar um
hvernig fylgja eigi ályktuninni eftir
og ljóst er því að eftirleikurinn verð-
ur ekki auðveldur.
Einkum er deilt um ákvæði í
ályktuninni þess efnis að ríki heims
láti skoða farma farskipa á leið frá
eða til Norður-Kóreu til að koma í
veg fyrir að þau flytji efni í gereyð-
ingarvopn eða eldflaugar.
Kínverjar segjast hafa samþykkt
ályktunina með „fyrirvara“ um eft-
irlitið með norður-kóreskum skip-
um. Ráðamenn í Rússlandi sögðu að
ekki ætti að líta svo á að refsiaðgerð-
irnar yrðu til frambúðar.
Kínverjar og Rússar hafa áhyggj-
ur af því að eftirlit með flutninga-
skipunum geti leitt til átaka við norð-
ur-kóresk herskip.
Stjórnvöld í Japan og Ástralíu
sögðust á hinn bóginn ætla að fylgja
öllum ákvæðum ályktunar öryggis-
ráðsins eftir þegar í stað og sögðust
vera að íhuga að grípa til harðari
refsiaðgerða.
Suður-Kóreustjórn kvaðst einnig
ætla að fylgja viðskiptabanninu eftir
en sagði ekkert um hvernig það yrði
gert.
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti fagnaði ályktuninni og sagði að
öryggisráðið hefði gripið til „skjótra
og harðra aðgerða“ í því skyni að
sýna að það væri staðráðið í að sjá til
þess að engin kjarnavopn yrðu á
Kóreuskaga.
Óttast hungursneyð
Sendiherra Norður-Kóreu hjá
Sameinuðu þjóðunum mótmælti hins
vegar ályktuninni og sagði að örygg-
isráðið hefði hegðað sér eins og
„glæpahringur“. Litið yrði á frekari
þrýsting af hálfu Bandaríkjastjórnar
sem „stríðsyfirlýsingu“.
Hjálparstofnanir sögðust hafa
áhyggjur af því að refsiaðgerðirnar
gætu komið niður á almenningi í
Norður-Kóreu sem rambar á barmi
hungursneyðar. Talsmaður suður-
kóresku hjálparsamtakanna Góðir
vinir sagði að blikur væru á lofti um
að ástandið yrði álíka slæmt í vetur
og í hörmungunum sem gengu yfir
landið á síðasta áratug.
Deilt um eftirlit með
farskipum N-Kóreu
Kínverjar samþykktu ályktun öryggisráðsins með fyrirvara
Í HNOTSKURN
» Í ályktun öryggisráðs SÞer þess krafist að Norður-
Kóreumenn eyði öllum kjarna-
vopnum sínum en tekið er
fram að ekki komi til greina
að svo stöddu að hefja hernað
gegn landinu.
» Öllum aðildarlöndum SÞer skipað að koma í veg
fyrir inn- eða útflutning
N-Kóreumanna á efnum í ger-
eyðingarvopn eða eldflaugar.
» Ríkjunum ber og að frystaeignir manna eða fyrir-
tækja, sem tengjast óleyfilegri
vopnaframleiðslu Norður-
Kóreu, og banna þessum
mönnum að ferðast þangað.
Lancaster. AP. | Ekkja manns, sem
skaut fimm Amish-stúlkur til bana í
skóla í Pennsylvaníu í Bandaríkj-
unum, hefur þakkað Amish-fólkinu
fyrir að sýna henni stuðning og um-
hyggju.
Ekkjan, Marie Roberts, segir fjöl-
skyldu sína agndofa yfir því hversu
fúst Amish-fólkið sé til að fyrirgefa
og sýna miskunn eftir skotárás
mannsins í barnaskóla 2. október sl.
Morðinginn, Charles Robert, fyr-
irfór sér eftir að hafa myrt stúlk-
urnar og sært fimm til viðbótar al-
varlega. Amish-fólkið hefur
fyrirgefið honum verknaðinn og
stofnað sérstakan styrktarsjóð
handa fjölskyldu Roberts.
Marie Roberts skrifaði Amish-
fólkinu bréf þar sem hún þakkaði
því fyrir að sýna fjölskyldu sinni
stuðning og umhyggju.
Ekkjan þakkar
Amish-fólkinu