Morgunblaðið - 16.10.2006, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 16.10.2006, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2006 15 INNKAUPAKORT VISA Nýr dagur – ný tækifæri Bjarni reddar öllu. • Innkaupakort VISA er ókeypis kreditkort. • Ekkert stofngjald, árgjald eða seðilgjald. • Kortið er ætlað í rekstrarinnkaup og kemur í stað beiðna- og reikningsviðskipta. • Lengri greiðslufrestur. Hægt er að sækja um Innkaupakort VISA á www.visa.is og hjá öllum bönkum og sparisjóðum. Nánari upplýsingar í síma 525-2280 Úttektartímabil Innkaupakorts er almanaksmánuður og gjalddagi reiknings 25. næsta mánaðar. MICHELLE Bachelet, forseti Chile, fór um helgina í skoðunarferð um staðinn þar sem henni og móður hennar var haldið í fang- elsi árið 1975 á valdatíma Augusto Pinoch- ets einræðisherra. Bachelet (t.v.) skoðar hér líkan af fangelsinu, Villa Grimaldi, ásamt móður sinni, Angelu Jeria (2. frá vinstri). Staðurinn hefur verið gerður að frið- argarði til minningar um þúsundir manna sem sættu pyntingum í fangelsi leyni- lögreglu Pinochets. Um 3.000 manns hurfu sporlaust eða voru myrt í valdatíð Pin- ochets fyrir meint tengsl við kommúnista. Bachelet var læknanemi þegar hún og móðir hennar voru fluttar í fangelsið. Hún hefur sagt að þær mæðgurnar hafi verið aðskildar og stundum sætt pyntingum. Eftir nokkurra vikna vist í fangelsinu voru þær leystar úr haldi og þær fóru í út- legð til Ástralíu. Faðir Bachelet var foringi í flugher Chile og var handtekinn fyrir að leggjast gegn valdaráni hersins. Hann dó í fangelsi. Forsetinn skoðar gamla píslarstaðinn Reuters MARIA Borelius, sem lét af störfum sem viðskiptaráðherra í sænsku stjórninni á laugardag, gæti fengið rúma milljón sænskra króna, sem svarar rúmum tíu milljónum ís- lenskra, í starfslokagreiðslur frá rík- inu. Hún gegndi þó embættinu aðeins í rúma viku og er það styrsti ráð- herraferill í sögu Svíþjóðar. Fram kom í sænska dagblaðinu Dagens Nyheter í gær að Borelius gæti fengið greiðslur sem næmu árs- launum ráðherra, eða rúma 1,1 millj- ón sænskra króna. Aldrei hefur gerst áður að launa- nefnd ríkisstjórnarinnar hafi þurft að taka afstöðu til þess hvort ráðherra eigi að fá þessar greiðslur eftir að hafa gegnt embætti í svo skamman tíma, að sögn Dagens Nyheter. Því er ekki víst að launanefndin bregði út af þeirri venju að greiða ráðherrum árs- laun eftir starfslok. Borelius sagði af sér vegna ásak- ana um skattamisferli. Fast er nú lagt að Ceciliu Stegö Chiló, menntamálaráðherra Svíþjóð- ar, að fara að dæmi viðskiptaráðherr- ans og segja af sér eftir að upp komst að hún hefur ekki borgað afnotagjöld af útvarpi og sjónvarpi í mörg ár. Fær árslaun fyrir vikuna BENEDIKT XVI páfi tók fjóra menn í dýrlingatölu við athöfn á Péturstorginu í Róm í gær. Á meðal fjórmenninganna eru Filippo Smaldone (1848–1923), ítalskur prestur sem kom á fót stofnunum fyrir heyrnarlaust fólk og Mexíkómaðurinn Rafael Guizar Valencia, sem páfi lýsti sem „bisk- upi hinna fátæku“. Tvær nunnur voru einnig teknar í dýrlingatölu, franska nunnan Anne-Therese Guerin og Rosa Venerini frá Ítalíu. Reuters Fjórir nýir dýrlingar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.