Morgunblaðið - 16.10.2006, Page 20

Morgunblaðið - 16.10.2006, Page 20
neytendur 20 MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Ef kartöflur byrja að taka ásig grænan lit bendir allt tilþess að eiturefnið sólanín sé farið að myndast í þeim. Þá ber að flokka þær kartöflur frá og henda. Borði fólk þessar eitruðu kartöflur gera meltingartruflanir og taugaeitrunareinkenni á borð við þróttleysi, doða og sinnuleysi vart við sig og í verstu tilfellunum getur mikil neysla á þessum eitr- uðu kartöflum leitt til dauða, að sögn Gríms Ólafssonar, sérfræð- ings á matvælasviði Umhverf- isstofnunar. Neytendasamtökunum hafa að undanförnu borist kvartanir um grænar kartöflur í matvöruversl- unum og hafa samtökin gefið út ráðleggingar um hvernig geyma eigi kartöflur svo vel fari, byggðar á leiðbeiningum Sigurgeirs Ólafs- sonar, fagsviðsstjóra plöntu- sjúkdóma hjá Landbúnaðarstofnun. „Ef þess er ekki gætt að forða kartöflum frá birtu taka þær fljótt á sig grænan lit. Ljósið kemur af stað myndun blaðgrænu og gerist það hraðar við háan hita en lágan. Rauðar kartöflur grænka líka þótt það sjáist ekki eins vel vegna rauða litarins. Samhliða grænkuninni get- ur ljósið einnig valdið aukningu á magni efnasambanda, svokallaðra glýkóalkalóíða, m.a. sólaníns, sem gefa kartöflunum beiskt bragð og gera þær óheilnæmar til matar fari magn þeirra yfir ákveðin mörk. Mjög ólíklegt er að magn þessara efnasambanda fari upp í slík mörk í þeim kartöfluafbrigðum, sem hér eru ræktuð, þótt kartöflurnar fái á sig daufgrænan lit í verslunum. Til þess þyrftu þær að vera lengi úti í sólarljósi. Hins vegar er mjög eðli- legt að viðskiptavinir verslana séu tortryggnir út í grænar kartöflur og líti á þær sem gallaða vöru. Kartöflur eiga ekki að vera grænar. Það hlýtur því að vera kappsmál fyrir metnaðarfullar matvöruversl- anir að bjóða viðskiptavinum sínum eingöngu upp á grænkufríar kart- öflur. Til þess að það megi verða þarf að huga að því á öllum stigum að hlífa kartöflunum við birtu eins og hægt er, hjá ræktandanum, heildsöludreifingunni og loks hjá smásölunni. Þurfi kartöflur að standa einhvern tíma á björtum og heitum lager má t.d. breiða yfir þær með svartri yfirbreiðslu en kartöflur eiga að vera sem allra mest í kæli. Sérstaklega þarf að huga að uppstillingu vörunnar í versluninni og þá sérstaklega þar sem kartöflurnar eru seldar í lausu. Þar þarf að sjá til þess að sem minnst bein lýsing falli á kartöfl- urnar og að þær stoppi þar sem styst. Má t.d. skerma þær þannig af að þær séu í skugga og er ekki nokkur vafi á að margir við- skiptavinir munu meta þær ráðstaf- anir sem gerðar eru til að tryggja þeim gæðakartöflur,“ segir m.a. í ráðleggingum Sigurgeirs. Óráðlegt er að borða grænar kartöflur Morgunblaðið/Arnaldur Varasamt Borði fólk grænar kartöflur sem eru orðnar eitraðar gera meltingartruflanir og taugaeitrunareinkenni á borð við þróttleysi og doða vart við sig að sögn Gríms Ólafssonar, sérfræðings á matvælasviði Umhverfisstofnunar.  Framleiðendur og þeir sem sjá um pökkun eiga að flokka grænar kartöflur frá í framleiðslu.  Þeri sem sjá um pökkun verða að sjá til þess að kart- öflurnar séu geymdar í myrkri meðan þær eru í þeirra vörslu.  Verslanir verða að sjá til þess að sem minnst lýsing sé á kartöflum meðan þær eru í búðinni, t.d. geyma þær í dimmum kössum sem viðskiptavinir taka kartöfl- urnar úr eða í dökkum um- búðum.  Neytendur ættu að geyma kartöflur á dimmum stað heima fyrir.  Varast skal að borða skemmdar og/eða grænar kartöflur. Góð geymsluráð TENGLAR ............................................. www.ust.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.