Morgunblaðið - 16.10.2006, Síða 23
daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2006 23
Heilsa›u vetri
me› íslenskri kjötsúpu
Ger›u fla› a› hef› a› elda kjötsúpu á fyrsta vetrardag. Kjötsúpa er réttur
sem treystir fjölskyldu- og vinabönd. Elda›u kjötsúpu í stórum potti og
hóa›u í vini og vandamenn. Heilsa›u vetri me› ilmandi kjötsúpu.
Margir eiga uppskrift a› kjötsúpu frá mömmu e›a ömmu en svo er hægt
a› fá uppskrift á www.lambakjot.is.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
19
9
9
THOMAS Perls er sérfræðingur í
öldrun, sérstaklega fólks sem er
orðið hundrað ára eða eldra. Í
Bandaríkjunum eru um 50.000
manns tíræðir eða eldri. Perls,
sem er 46 ára gamall, er aðstoð-
arprófessor í öldrunarlækningum
við læknamiðstöðina í Boston.
Hann hefur ásamt öðrum unnið að
rannsókn á tíræðu fólki, og þykir
rannsóknin marka ákveðin þátta-
skil. Perls kynnir í viðtali við
JSOnline sex skref til þess að ná
svo háum aldri.
Viðhorf Það er gott að hafa já-
kvætt viðhorf gagnvart öldr-
uninni og til að geta höndlað
stress sem henni fylgir á já-
kvæðan hátt.
Erfðafræði Gott er að skoða
hvort eldri fjölskyldumeðlimir
hafa verið langlífir. Ef þeir hafa
orðið 90 ára eða eldri eru það
góðar fréttir, en viðvör-
unarbjöllur klingja ef þeir hafa
látist milli sextugs og sjötugs.
Hreyfing Eftir því sem fólk
eldist eykst mikilvægi hreyf-
ingar. Rétt er að leggja áherslu
á styrktaræfingar meðfram al-
mennri hreyfingu. Þær eru ekki
eins erfiðar fyrir líkamann en
skila jafnvel meiru.
Áhugi Það þarf að þjálfa heil-
ann eins og líkamann. Gott er
að framkvæma nýja hluti og
flókna. Það getur seinkað Alz-
heimer og öðrum minn-
issjúkdómum.
Næring Mikilvægi fjölbreyttrar
næringar er óumdeilt. Miða skal
mataræðið við að halda kjör-
þyngd.
Ekki reykja Auðvitað á enginn
að reykja. Jafnframt skal forð-
ast að elta einhverjar kerl-
ingabækur á netinu um það
hvernig koma má í veg fyrir
öldrun.
Perls var í framhaldi spurður
nokkurra spurninga varðandi öldr-
un. Sú fyrsta var hvort og þá
hvaða takmörk væru fyrir því
hversu gamall maðurinn, sem teg-
und, getur orðið. „Jeanne Calment
varð 122 ára,“ svaraði Perls. „Hún
lést árið 1997 og það má eiginlega
segja að aldur hennar skilgreini
aldursmörk mannsins. Ég býst þó
við að innan 30–40 ára geti ein-
hverjir einstaklingar náð hærri
aldri.“
Um það hvað kveikti áhuga
Perls á að rannsaka fólk sem kom-
ið er yfir tíræðisaldur segir hann.
„Ég fékk tækifæri til að annast um
fólk, sem orðið var hundrað ára og
var í einstaklega góðu formi, í
tengslum við starf mitt sem öldr-
unarlæknir. Það opnaði augu mín
fyrir því að til er fólk sem eldist í
raun allt öðruvísi en við hin.“
Á vefnum www.livingto100.com
er reiknivél sem spáir lífslíkum
einstaklinga. Perl var að lokum
spurður hvernig hann sjálfur hefði
komið út og hvar hann myndi
fagna 100. afmælisdeginum ef
hann næði að lifa hann. „Ég verð
96 ára gamall skv. nýjustu tölum,“
svaraði hann. „Og ef ég yrði
hundrað ára myndi ég, eftir að
vera kominn á eftirlaun, starfa við
heilbrigðisþjónustu indíána í suð-
vesturríkjum Bandaríkjanna. Mitt
álit er að maður eigi að gera eitt-
hvað allt annað þegar maður
kemst á eftirlaun í kringum sex-
tugsaldurinn.“
Viltu verða hundrað ára?
Reuters
Elli Það er gott að hafa jákvætt viðhorf gagnvart öldruninni og líklega hefur hún Maria de Jesus sem býr í Portú-
gal haft það að leiðarljósi en hún varð 113 ára í síðasta mánuði og er elsta manneskja sem nú er uppi í Evrópu.
Fáðu úrslitin
send í símann þinn