Morgunblaðið - 16.10.2006, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2006 27
EF TIL vill gerðu fáir eða engir
sér nógu glögga grein fyrir því fyr-
irfram hve miklar og afgerandi
breytingar áttu sér í raun stað í
Sjálfstæðisflokknum
þegar Geir H. Haarde
tók við formennsku
hans á Landsfundinum
í Laugardalshöllinni í
október í fyrra.
Stjórnunarstíll fyrr-
verandi formanns var
þá orðinn viss byrði á
Sjálfstæðisflokknum
og þjóðinni og dagarnir
og vikurnar sem tóku
við eftir formanns-
skiptin einkenndust
öðru fremur af létti –
bæði hjá flokks-
mönnum sjálfum og öðrum Íslend-
ingum.
Langvarandi upplifun örygg-
isleysis breyttist svo í öryggistilfinn-
ingu hjá borgurum landsins þegar
Geir tók við embætti forsætisráð-
herra átta mánuðum síðar og þeir
gátu varpað öndinni léttar. Kjölfest-
umaður var kominn í brúna.
Allir urðu varir við það, jafnt sam-
herjar hans sem andstæðingar – að
öllum öðrum ólöstuðum.
Hógværð og gáfur Geirs
Yfirburðir Geirs H. Haarde for-
manns Sjálfstæðisflokksins og for-
sætisráðherra felast ekki síst í hátt-
vísi hans og hógværð. En líka í
gáfum hans og heilindum. Geir lætur
sjaldan raska ró sinni. Yfirvegun
hans, hlýja og auðmýkt eru einlæg
og hann kemur til dyranna alveg
eins og hann er klæddur. Geir er
mjög sanngjarn stjórnmálamaður
með óvenju skýra og umburðarlynda
dómgreind og uppbyggjandi viðhorf
til lífsins og fólks almennt. Enda fá
nú allir sem vilja að njóta sín í Sjálf-
stæðisflokknum og í þjóðfélaginu
öllu. Geir er alveg samkvæmur sjálf-
um sér og kristilegt siðgæði, traust
og heiðarleiki marka persónu hans
alla. Vald hans er virðulegt og hönd
hans sterk en mildi og
manngæska einkenna
hvorutveggja.
Kurteisi og kímni
Vilhjálms
Allra fyrstu orð Vil-
hjálms Þ. Vilhjálms-
sonar, borgarstjóra
Reykjavíkur, í embætti
12. júní síðastliðinn í
pontu í sal borg-
arstjórnar í Ráðhúsi
Reykjavíkur voru á þá
leið að hann ætlaði
fyrst og fremst að sýna
fólki kurteisi og tillitssemi í störfum
sínum. Meiri háttprýði og reisn get-
ur stjórnmálamaður varla sýnt við
embættistöku. Og á þann hátt mark-
aði Vilhjálmur skýrt framhald á
stjórnunarstíl sínum í áraraðir og
studdi líka á afgerandi hátt þá stefnu
sem Geir H. Haarde lagði sjálfkrafa
og áreynslulaust sem formaður
Sjálfstæðisflokksins og forsætisráð-
herra. Samt er Vilhjálmur afar sjálf-
stæður í sínu borgarstjórasæti og
fer eigin leiðir ef nauðsyn krefur.
Enda er hann hæfur og vandaður
fagmaður sem hefur þá alúð, kæti og
kímni sem er mjög sjaldgæf hjá
dugnaðarforkum eins og honum.
Góðar fyrirmyndir
Ef einhvern tíma voru til góðir og
gegnir sjálfstæðismenn af gamla
skólanum í seinni tíð samkvæmt
beztu merkingu þeirra orða eru Geir
H. Haarde og Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson báðir ljóslifandi dæmi um
þá göfugu mannkosti sem í þessu fel-
ast. Þeir leyna báðir á sér og undir
prúðmannlegri ásjónu þeirra beggja
býr miklu meiri þekking, hæfni og
geta til að móta veruleika okkar til
góðs en blasað gæti við í fyrstu.
Slagorðin stétt með stétt og frelsi og
mannúð eru ekki bara slagorð í huga
þessara manna heldur raunveruleiki
í úrlausnarefnum hvers einasta
dags. Sem betur fer eru þeir báðir
geðríkir menn en þeir kunna að
hemja skap sitt vel og báðir kunna
mörgum mönnum betur þá siðprýði
sem er Íslendingum góð fyrirmynd
nú á tímum hnignandi siðgæðis –
ólíkt ýmsum öðrum fyrrverandi og
núverandi stjórnmálamönnum. Og
það merkilega er að það eru einmitt
þessi gömlu og góðu, heiðarlegu og
nærgætnu gildi sem verða aðall
sjálfstæðisstefnu framtíðarinnar.
Ekki sízt þess vegna mun Sjálfstæð-
isflokkurinn halda áfram að vera
eina kjölfestan í íslenzkum stjórn-
málum.
Tveir sjálfstæðismenn
framtíðarinnar
Ragnar Halldórsson fjallar um
þá eiginleika sem helst prýða
góða stjórnmálamenn
»… það eru einmittþessi gömlu og góðu,
heiðarlegu og nær-
gætnu gildi sem verða
aðall sjálfstæðisstefnu
framtíðarinnar.
Ragnar Halldórsson
Höfundur er kvikmyndagerð-
armaður.
Sagt var: Um eitthvað slíkt samkomulag er að ræða.
RÉTT VÆRI: Um eitthvert slíkt samkomulag …
Gætum tungunnar
Dóra Hjálmarsdóttir: Áhættu-
mati fyrir Kárahnjúkavirkjun er
ekki ábótavant.
Oddur Benediktsson: Áhættu-
mati fyrir Kárahnjúkavirkjun er
ábótavant
Páll Jóhann Einarsson skrifar
um trú og vísindi.
Gunnar Jóhannesson skrifar
um trú og vísindi.
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
EFTIR lestur Morg-
unblaðsins föstudaginn
22. sept. sl.varð mér
hugsað til máltækisins,
sem er yfirskrift þess-
arar greinar.
Þar lýsir Ómar Ragn-
arsson fréttamaður yfir
andstöðu sinni við Kára-
hnjúkavirkjun ekki mik-
il frétt fannst mér. En
öfgarnar sem hafðar eru
þar eftir Ómari og hefur
komið fram hjá honum
síðan ríða ekki við ein-
teyming.
„Koma í veg fyrir
mestu mögulegu um-
kverfisspjöll sögunnar á
Íslandi“, hvað á mað-
urinn við? Var betra að
virkja Gullfoss, Geysi-
ssvæðið, og fleiri slíka
staði?
Milljónir ófæddra Íslendinga munu
ekki fyrirgefa okkur að safna vatni í
Hálslón, segir Ómar. Ég álít að ókomn-
ar kynslóðir eigi mikið frekar eftir að
ásaka okkur fyrir sóun á orkulindum
sem ekki eru ótæmanlegar eins og olíu-
lindir og kolanámur sem auk þess
valda mengun andrúmslofts. Fer ekki
mengun á höfuðborgar svæðinu æ oft-
ar yfir hættumörk? Umhugsunarefni
fyrir þá sem vilja kalla sig sérstaka um-
hverfissinna.
Ekki er Ómar lengi að finna peninga
til að mæta skaðabótakröfum frá ál-
verinu á Reyðarfirði vegna vanefnda á
raforkusamningi, bændur eiga að taka
það á sig , ekki lengi að finna breiðu
bökin. Hann fer nú reyndar ákaflega
frjálslega með tölur í því sambandi og
tvöfaldar þá upphæð sem er stuðn-
ingur ríkisins við bændur, sem sagt
ekkert mál að leggja landbúnað niður á
Íslandi og útrýma nautgripum og kind-
um. Ómari hefur reyndar lengi verið í
nöp við sauðkindina, hefur fengið þá
flugu í höfuðið að sauðkindin hafi búið
til auðnirnar á hálendinu, veðurfar og
öskuföll hafi þar engin áhrif.
Ómar Ragnarsson á annars miklar
þakkir skildar fyrir að hafa sýnt okkur
margar náttúruperlur bæði út í nátt-
úrunni og ekki síður í mannlegu eðli í
sínum frábæru Stiklu þáttum.
Ég vildi sjá hann halda áfram á þeim
vettvangi, af nógu er af
að taka ég gæti sýnt hon-
um nokkrar. Þar á meðal
foss sem fáir hafa séð, en
hann mundi áreiðanlega
hrífast af, en engum hef-
ur dottið í hug að bæta
aðgengi að honum, enda
ekki á virkjanaáætlun.
Við þá sem hæst láta
um umhverfismál vil ég
segja þetta:
Komið út af malbikinu,
þar er mikið verk að
vinna, bæta aðgengi að
náttúruperlum landsins,
þær eru margar óþekkt-
ar vegna slæms aðgengis,
ræktið skóg, græðið land,
ég hef trú á að bændur
muni hjálpa ykkur með
ráðum og dáð. Hættið að
eyða orkunni í málæði og
göngur í menguninni á
höfuðborgarsvæðinu, takið til hendi og
látið verkin tala. Landsvirkjun hefur
verið stórtækast á seinni árum að gera
fólki kleift að komast á marga staði
sem ekki var hægt að komast á áður
nema með utanvegarakstri.
En frágangur við virkjanir er til fyr-
irmyndar þannig að maður tekur varla
eftir þeim. Mér finnst Blöndulón fallegt
heiðarvatn ég geri ráð fyrir að Hálslón
verði það líka, nú er Blanda orðin verð-
mæt laxveiði á eftir virkjun. Það er nú
svo að þar sem vatn er á hálendinu er
gróður líka, rakinn í jörðu hefur mikið
að segja að gróður þrífist.
Ég tel að við Íslendingar megum
vera stoltir af því að geta framleitt orku
sem ekki er mengandi og eigum að
nýta hana sem mest og best okkur til
hagsbóta.
Í lokin nokkrar vangaveltur. Hvað
starfa margir við fjölmiðlun hér á
landi?
Hver er veltan á auglýsingarmark-
aðnum? Það er vitað að allir fjölmiðlar
lifa meira og minna á auglýsingum, það
skyldi þó ekki vera að hár auglýs-
ingakostnaður ætti verulegan þátt í
háu verði á vöru og þjónustu hér á
landi.
Maður, líttu þér nær
Ragnar Gunnlaugsson skrifar
um umhverfis- og samfélagsmál
Ragnar Gunnlaugsson
» ...nú erBlanda orðin
verðmæt lax-
veiði á eftir
virkjun.
Höfundur er fyrrverandi bóndi.
Í ÞÆTTI Egils Helgasonar í
gær staðhæfði frambjóðandi
Samfylkingarinnar í Suðvest-
urkjördæmi, Árni Páll Árnason,
að hann hefði sem starfsmaður
íslensku utanríkisþjónustunnar
haft ástæðu til þess að ætla að
sími hans hefði verið hleraður af
innlendum aðilum árið 1995.
„Mér var gert viðvart um að það
væri fylgst með mér,“ sagði
frambjóðandinn og þetta gerðist
að hans sögn ekki einu sinni
heldur í tvígang. Hann var þá
starfsmaður varnarmálaskrif-
stofu utanríkisráðuneytisins og
bjó yfir margvíslegum trúnaðar-
upplýsingum. Þrátt fyrir að
ítrekað hafi verið gengið eftir
því bæði af þáttarstjórnanda og
öðrum þátttakendum í um-
ræðunni kvaðst Árni Páll ekki
geta brotið trúnað sinn við þann
sem hefði varað hann við, enda
byggjum við í þjóðfélagi þar sem
mönnum væri hegnt fyrir að
skrifa smásögur. Þessi umræða
kemur í kjölfar yfirlýsinga fv.
utanríkisráðherra og sendiherra
Íslands í Bandaríkjunum, þar
sem hann ber fyrir sig ónafn-
greindan heimildamann sem
sönnun þess að sími hans hafi
verið hleraður í embættistíð
hans sem utanríkisráðherra.
Ég er fyrrverandi starfs-
maður utanríkisráðuneytisins,
starfaði sem aðstoðarmaður ut-
anríkisráðherra frá september
2005 til júní 2006. Ég er núver-
andi aðstoðarmaður forsætisráð-
herra og átti sæti í viðræðu-
nefnd Íslands um varnarmál. Ég
bý yfir talsvert miklum trún-
aðarupplýsingum vegna starfa
minna, engu síður en Árni Páll
Árnason gerði á sínum tíma í ut-
anríkisráðuneytinu. Ég hef ekki
haft ástæðu til þess að ætla að
sími minn sé hleraður eða að
„fylgst sé með mér“, svo orð
frambjóðandans séu notuð. Og
enginn hefur séð ástæðu til þess
að vara mig við því. Í ljósi þessa
fer ég nú fram á það bæði við
Árna Pál Árnason og Jón Bald-
vin Hannibalsson að þeir gefi
okkur hinum, sem gætum átt
von á því að vera í sömu stöðu,
upplýsingar um heimildarmenn
sína. Það er ekki þeirra einka-
mál ef í ljós kemur að símar
embættismanna og ráðherra séu
eða hafi verið hleraðir – það er
háalvarlegt mál. Þar til heimild-
armennirnir tveir gefa sig fram
lít ég svo á að þetta séu ekkert
annað en tilhæfulausar dylgjur
sem ekki er mark á takandi.
Ragnheiður Elín Árnadóttir
Er síminn minn
hleraður Árni Páll?
Höfundur er aðstoðarmaður
forsætisráðherra.