Morgunblaðið - 16.10.2006, Síða 28

Morgunblaðið - 16.10.2006, Síða 28
28 MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN VIRKJUNAR- og stóriðjumenn á Austurlandi hafa upplifað miklar mæðutíðir að undanförnu. Ekki var nóg með að hópur mót- mælenda kæmist inn á vinnusvæði álvers Alcoa, klifraði þar upp í tvo háa krana og stöðvaði vinnu í nokkr- ar klukkustundir, heldur setti Guð- mundur Beck, bóndi á Kollaleiru, allt á annan endann er hann fékk sér stuttan göngutúr inn á álvers- svæðið til að bjóða körlunum góðan dag- inn. Skiljanlegt er að auðhringnum Alcoa finnist stolt sitt sært, að einn venjulegur ís- lenskur bóndi dirfist að standa uppi í hárinu á þeim með hætti sem hann hefur gert og vak- ið hefur athygli al- þjóðar. Bygging ál- versins hefur haldið áfram af fullum krafti þrátt fyrir að nýtt umhverfismat hafi ekki legið fyrir fyrr en nú, samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. Þökk sér Hjörleifi Guttormssyni fyrir baráttu hans í því máli. Nú nýverið hefur Skipulags- stofnun gefið álit sitt á matsskýrslu Alcoa Fjarðaáls. Telur stofnunin, að álverið sé „ásættanlegt“ með tilliti til mengunar og annarra áhrifa á um- hverfið. Þó segir í álitinu, að út- blástur frá álverinu „muni óhjá- kvæmilega rýra loftgæði við innanverðan Reyðarfjörð“, sama hvaða kostur á mengunarvörnum verði valinn. Skyldi ekki fara ónota- tilfinning um einhverja Reyðfirðinga við að lesa þessi orð. Staðfest er að álver Alcoa muni senda frá sér meira en 500.000 tonn af koldíoxíði (C02) ár- lega út í andrúmsloftið, auk annarra efna, eða álíka mikið og útblástur frá um 170 þús. bifreiðum. Enda segir í áliti Skipulagsstofnunar, að augljóst sé „að losun Alcoa Fjarðaáls af gróð- urhúsalofttegundum muni vega all- hátt í heildarlosun þeirra á Íslandi.“ M.ö.o. stofnunin viðurkennir að með tilkomu álversins verði veruleg aukning á losun gróðurhúsaloftteg- unda, sem nú eru að mati vísinda- manna um allan heim farin að ógna framtíð alls lífs á jörðunni. Samt er lögð blessun yfir álverið og það talið innan viðmiðunarmarka, en viðmið- unarmarka við hvað og hver hefur sett þau mörk? Annaðhvort erum við Íslendingar að draga úr eða auka við útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Allt annað er blekking. Hér við bætast svo al- varleg umhverfisáhrif Kára- hnúkavirkjunar, sem verða meiri en áður hefur sést hér á landi, og nú síð- ast efasemdir um öryggi stíflnanna við Kárahnjúka og alla málsmeðferð í kringum það mál, þar sem mik- ilvægum athugasemdum Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings frá 2002 um virkar sprungur á stíflu- svæðum ásamt jarðhita og mögulegri hættu á jarðhræringum, virðast hafa verið stungið und- ir stór af iðnaðarráðu- neytinu í því skyni að leyna Alþingi upplýs- ingum, áður en það tók afstöðu til hvort af virkjun yrði. Mann setur hljóðan gagnvart slíkum vinnu- brögðum. En Landsvirkjun gerir nýtt áhættumat með miklum lúðra- blæstri og kallar til þess sérfræð- inga, innlenda og erlenda, sem allir eru að sjálfsögðu á launum hjá Landsvirkjun. Finnst mönnum það trúverðug vinnubrögð. Þeir segja allt í góðu lagi við Kárahnjúka. Áhætta af stíflurofi telst einnig við- unandi. Ljóst er þó að íbúum neðan stíflu er ekki skemmt. Á fundi, sem bæjarstjórn Fljótdalshéraðs og Landsvirkjun efndu til nýverið um framkvæmdarstöðu Kárahnjúka- virkjunar og væntanleg áhrif henn- ar, var Landsvirkjun átalin harðlega fyrir slælegar upplýsingar og kallað eftir rýmingaráætlun vegna hugs- anlegs stíflurofs. Fólki er órótt. Ósk- að var eftir ítarlegri upplýsingum um áhrif af flutningi Jöklu yfir í Lag- arfljót, sem verða að mínum dómi einhver verstu umhverfisspjöll virkj- unarinnar, en þar virðist hafa orðið fátt um svör af hálfu Landsvirkj- unar, enda næsta augljóst, að þar á bæ hafa menn takmarkaða hugmynd um hver þau verða. Kannski telst það líka viðunandi. Krafa um nýtt, óháð áhættumat á mannvirkjum Kárahnjúkavirkjunar gerist nú æ háværari og að öll spil verði lögð á borðið, en frestað verði fyllingu Hálslóns, þar til slík úttekt lítur dagsins ljós. M.a. hefur Félag um verndun hálendis Austurlands hafið undirskriftasöfnun þeirri kröfu til stuðnings. Blekkingarvefurinn, sem spunninn var upp í sambandi við stóriðjuframkvæmdirnar á Austur- landi, er nú óðum að rakna í sundur. Það er farið að grisja í gegn og augu fólks að opnast. Álver eða ekki neitt, álver eða hnignun og dauði aust- firskra byggðarlaga, hver kannast ekki við þessa frasa. Málið hefur ver- ið rekið áfram með offorsi, það liggur mikið við. Lítt hefur verið hlustað á rök andstæðinga virkjunarinnar og engin skref stigin til sátta. Á Austur- landi ríkir hálfgerð gullgraf- arastemning um þessar mundir, menn tala um bjartsýni. Gott er, meðan svo er. En bjartsýni á hvað, hefur það verið skilgreint? Sam- kvæmt upplýsingum Hagstofunnar eru brottfluttir íbúar af Austurlandi fleiri en aðfluttir á fyrri helmingi þessa árs ef tekið er mið af innan- landsflutningum, fjölgunin þar er eingöngu í erlendu vinnuafli. Og skal engan undra. Aðeins örfáir nem- endur sóttu um nám á stóriðjubraut við Verkmenntaskólann í Neskaups- stað fyrir ári. Mikill meirihluti þeirra, sem nú vinna við virkjun og álver, eru sem kunnugt er útlend- ingar, og svo mun einnig verða, eftir að álverið er komið í gang. Af auglýs- ingaherferð Alcoa má ráða að þeir hafi orðið fyrir vonbrigðum með und- irtektir landsmanna. Og sjálfur býr forstjórinn uppi á Egilsstöðum, að því er mér er tjáð. Fólk lætur ekki lengur segja sér hvar það á að búa eða starfa, einnig það er blekking. Og hvað um þá sem sjá sig til- neydda að hrökklast burt af jörðum sínum af því þeir kjósa ekki að búa í nánd við háspennulínur eða álver, eiga þeir ekki sinn rétt? Bjartsýni byggð á blekkingu er ekki reist á traustum grunni. Þar kemur að hún hrynur. Það getur orð- ið sársaukafullt. Mæðutíðir álverss- inna eru ekki á enda, þær eru rétt að hefjast. Barátta umhverfisvernd- unarfólks heldur áfram. Það er engin önnur leið til framtíðar, annars erum við á helvegi, það er mönnum óðum að verða ljóst. Þeir sem ekki skilja það eru eins og nátttröllin, sem dag- aði uppi. Við ættum samt að biðja Guð að fyrirgefa þeim, því ég held þeir viti ekki almennilega, hvað þeir eru að gera. Bjartsýni eða blekking Ólafur Þ. Hallgrímsson skrifar um stóriðju » Bjartsýni byggð áblekkingu er ekki reist á traustum grunni. Ólafur Þ Hallgrímsson Höfundur er sóknarprestur og býr á Mælifelli. UNDIRRITAÐRI var boðin þátttaka í bók- mennta- og málfrels- ishátíðinni Kapittel 06 í Noregi (Stavanger Int- ernational Festival of Litterature and Free- dom of Speech) 13.–17. september. Þar vakti framganga tveggja Dana mesta athygli. Annar þeirra var menn- ingarritstjóri Jótlands- póstsins, Flemming Rose, maðurinn sem tók ákvörðun um að birta 12 skopteikn- ingar af spámanninum Múhameð fyrir um það bil ári, hinn var Naser Khader, þingmaður Radikale venstre á danska þjóðþinginu. Hann varði birtingu myndanna í nafni tjáningarfrelsis, eftir að nokkrir danskir immamar höfðu notað þær til þess að ófrægja Dani í Mið-Austurlöndum 1. apríl sl. stóð þingmaðurinn að stofnun Samtaka lýð- ræðissinnaðra múslíma (Demokra- tiske Muslimer) þrátt fyrir líflátshót- anir íslamista í Danmörku og víðar. Naser Khader hefur reyndar áður ver- ið hótað illu vegna gagnrýni sinnar á hin fornu Sharía-lög og baráttu fyrir aðlögun múslíma að dönsku samfélagi. Hann lýsti því hvílíkt áfall það væri fyrir hann, sem þjóð- kjörinn fulltrúa í lýðræð- isríki, að þurfa nú að lifa í felum með fjölskyldu sinni og hafa lífvörð allan sólarhringinn. Sama gildir um Flemming Rose. Flemming Rose rifj- aði upp aðdraganda málsins sem var sá að barnabókahöfundur gat ekki fengið danska teiknara til þess að myndskreyta barnabók um Múhameð af ótta við hefndaraðgerðir herskárra múslíma gegn þeim eða fjölskyldum þeirra. Rit- stjórn blaðsins áleit vandræði rithöf- undarins staðfesta útbreidda sjálfs- ritskoðun meðal blaða- og menntamanna og vildi kanna hvort ótti við íslamista væri farinn að grafa und- an tjáningarfrelsinu í landinu. Tilgang- urinn var ekki að móðga múslíma al- mennt, enda hafa þeir húmor eins og annað fólk. (Naser Khader hló hjart- anlega að teikningunni af sjálfsmorðs- sprengjumanninum sem var vísað frá hliðum Paradísar vegna skorts á hreinum meyjum.) Flemming Rose sagðist ekki hafa séð það fyrir að teikningar í frjálsu dagblaði í Dan- mörku, sem ekki brutu í bága við dönsk lög, yrðu notaðar gegn danska ríkinu og dönskum viðskiptahags- munum eins og raunin varð á. En hann gerði greinarmun á viðbrögðum músl- íma í Vestur-Evrópu annars vegar og hins vegar mannskæðum uppþotunum á svæðum í Mið-Austurlöndum, þar sem fólk býr við hvað mesta skoð- anakúgun og ófrelsi. Þar voru mynd- irnar, og þó einkum falsmyndir sem aldrei birtust í Jótlandspóstinum, not- aðar af áhrifamönnum til að egna fólk til reiði gegn ytri óvini, gamalkunnugt bragð þeirra sem reyna að beina at- hyglinni frá eigin vandamálum. Íraks- stríðið og hlutur Dana í því jók svo enn á gremjuna og hatrið í þeirra garð. Í Evrópu varð myndamálið hins vegar hluti löngu tímabærrar umræðu um stöðu innflytjenda sem kviknaði í kjöl- far trúarpólitískra morða og morðhót- ana íslamista í Hollandi og hryðju- verka skoðanabræðra þeirra í Madrid og London. Í velmegunarlöndum Evr- ópu hafa orðið til stór og einangruð samfélög múslíma sem einkennast af atvinnuleysi, þekkingarskorti og bágri stöðu kvenna. Hin afskiptalitla inn- flytjendastefna hefur beðið skipbrot. Dönsk þjóðhetja Naser Khader fæddist í Damaskus, sonur sýrlenskrar móður og palest- ínsks föður og flutti sjö ára til Dan- merkur. Fyrir einarðlega vörn sína fyrir lýðræði og tjáningarfrelsi er hann nú vinsælasti stjórnmálamaður lands- ins, nánast dönsk þjóðhetja. Hann sagði að uppnámið sem teikningarnar ollu hefði leitt af sér tvennt. Annars vegar hefði það afhjúpað undirliggj- andi ágreining meðal múslíma í Dan- mörku, það væri ekki lengur hægt að tala um „Múslíman“ sem einn hóp. Samtök hans, Demokratiske Musli- mer, ættu miklu fylgi að fagna og þau torvelduðu íslamistunum að tala fyrir munn „allra múslíma“ eins og þeir hefðu of lengi komist upp með. Hins vegar hefðu augu stjórnmálamanna opnast fyrir alvarlegum afleiðingum fyrri innflytjendastefnu. Nú hefði skapast breið samstaða um breyt- ingar. Búið væri að setja upp hindranir gegn nauðungarhjónaböndum og skyldmennagiftingum (24 ára-reglan) en hjónabönd af þessu tagi hafa verið einn helsti farvegur innflutnings fólks frá löndum múslíma. Skyldmennainn- flutningurinn hefur auðveldað stórum hópum að viðhalda eigin siðum, jafnt góðum sem slæmum, og einangra sig frá dönsku samfélagi. Nú væri ein- hugur um að gera stórátak í því að laga innflytjendur að lýðræðisgildum landsins sem hefði veitt þeim viðtöku. Hið norska Pakistan Mannréttindafrömuðurinn Hege Storhaug spáði því að frumkvæði Dana yrði öðrum Evrópuþjóðum til fyrirmyndar. Hún kynnti nýútkomna bók sína, Men störst av alt er friheten (Kagge Forlag), sem er grimm úttekt á stöðu innflytjendamála í Noregi. Bókin dregur upp nöturlega mynd af hlutskipti stórs hluta kvennanna í þessum hópi, ekki síst frá Pakistan, sem staðfestist með óhugnanlegum hætti sunnudaginn 1. október sl. þegar norskur Pakistani murkaði lífið úr þremur systrum sínum þar sem sú í miðið hafði neitað að giftast frænda þeirra. Naser Khader og ný stefna í innflytjendamálum Steinunn B. Jóhannesdóttir fjallar um málefni innflytjenda og ráðstefnu í Noregi þar að lútandi » Skyldmennainnflutn-ingurinn hefur auð- veldað stórum hópum að viðhalda eigin siðum, jafnt góðum sem slæm- um, og einangra sig frá dönsku samfélagi. Steinunn B. Jóhannesdóttir Höfundur er rithöfundur. EFTIR að hafa legið undir feldi í sex ár hefur Samfylkingin loksins myndað sér skoðun á náttúru Íslands. Nið- urstaðan er merkileg, - flokkurinn er fylgjandi henni, þ.e.a.s. náttúrunni og leggur til að við núverandi aðstæður verði frekari stóriðjuáformum slegið á frest. Af hverju skyldi flokksforystan vera að skella fram svona yf- irlýsingu? Ef við lítum á þau verk sem liggja eftir Samfylkinguna þá virð- ist frestun á stór- iðjuframkvæmdum ekki hafa verið sérstaklega ofarlega í huga flokks- manna. Fyrir austan er ein stærsta breyting í atvinnulífinu að verða að raunveruleika með byggingu Kára- hnjúkavirkjunar og Fjarðaráls. Samfylk- ingin stóð sameinuð að Kárahnjúkum og kaus formaður Samfylking- arinnar með þeirri virkjun í borgarstjórn. Án stuðnings Samfylk- ingarinnar hefði tvöföld- un Norðuráls aldrei orð- ið að raunveruleika á Grundartanga, og nú engjast Samfylking- armenn í Hafnarfirði yf- ir því hvernig þeir eigi að geta leyft tvöföldun álversins í Straumsvík, – án þess að þurfa að bera ábyrgð á ákvörð- uninni. Greinilegt er af þessu að Samfylk- ingin hefur verið í lykilaðstöðu til að slá fyrri stóriðju á frest og er enn í aðstöðu til að slá áformum um stækkun í Straumsvík á frest. Kannski er skýr- inga að leita í að skoðanakannanir gáfu til kynna að flótti væri hafinn hjá kjós- endum Samfylkingarinnar til Vinstri- Grænna og því þyrfti að skapa nýjar leikreglur, – strika yfir allt sem hafði verið gert áður og hlaupast undan ábyrgð. Er þetta trúverðugt? Er það trúverðugt fyrir okkur sem búum á landsbyggðinni að það er allt í lagi að gera eitthvaðsem tengist stór- iðju á Suð-Vesturhorninu, en ef eitt- hvað raunverulegt er gert á lands- byggðinni þá verður allt vitlaust. Hvar eru blómlegustu byggðir landsins? Borgarfjörðurinn hefur tekið miklum breytingum eftir að álverið á Grundartanga opnaði. Hafnarfjörður hefur stækkað og blómstrað eftir að fyrsta álver landsins var opnað þar og hver og einn sem það vill sjá sér þær stórkostlegu breytingar sem eru að verða í Fjarðabyggð. Blekið var varla þorn- að á hinu Fagra Íslandi þar sem áherslan átti að vera á að nýjar atvinnu- greinar myndu haldast í hendur við hefðbundnar s.s. landbúnað og sjávar- útveg, áður en að formað- urinn var mættur með tillögur um að leggja landbúnaðinn í rúst á næstu tveimur árum. Fella skyldi niður í einum vettvangi öll vörugjöld og alla innflutningstolla á matvæli og núverandi stuðningur við landbúnað afnuminn. Formaðurinn var varla búinn að sleppa orðinu, fyrr en samflokksmenn hennar Björgvin G. Sig- urðsson og Anna Kristín Gunnarsdóttir voru farn- ir að draga úr orðum hennar. Hversu trúverð- ugt er það? Að vera trúverðugur stjórnmálaflokkur Flokkurinn sem ætlar að leiða ríkisstjórn verður að vera trú- verðugur. Hann verður að gera sér grein fyrir að ákvarðanir hans og skoð- anir munu hafa áhrif á líf og lífsvið- urværi fólks í landinu. Miðað við frammistöðu síðustu vikna virðist mjög langt í að Samfylkingin og formaður hennar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, geri sér grein fyrir þessu. Því getur Samfylkingin ekki talist trúverðugur stjórnmálaflokkur. Að vera eða vera ekki … trúverðugur stjórnmálaflokkur? Eygló Harðardóttir fjallar um stefnu Samfylkingarinnar Eygló Harðardóttir » Flokkurinnsem ætlar að leiða ríkisstjórn verður að vera trúverðugur. Hann verður að gera sér grein fyrir að ákvarð- anir hans og skoðanir munu hafa áhrif á líf og lífsviðurværi fólks í landinu. Höfundur er varaþingamaður Fram- sóknarflokksins í Suðurkjördæmi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.