Morgunblaðið - 16.10.2006, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2006 29
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ skýrir frá
því, að 25,2% kjósenda telji líklegt,
að þeir mundu styðja framboð eldri
borgara, ef það kæmi fram við al-
þingiskosningar samkvæmt skoð-
anakönnun Gallups.
Þetta er gífurlegt fylgi
við hugsanlegt fram-
boð eldri borgara Þessi
niðurstaða bendir til
þess, að framboð eða
flokkur eldri borgara
gæti strax í byrjun orð-
ið einn stærsti flokkur
landsins. Þetta er með
ólíkindum. Hvað segir
þetta okkur: Jú, þetta
segir okkur það, að það
er gífurleg óánægja
meðal eldri borgara
með kjör og aðbúnað
þessa fólks. Þetta segir okkur það,
að eldri borgarar blása á þetta svo-
kallaða „samkomulag“ eða yfirlýs-
ingu ríkisstjórnar og Lands-
sambands eldri borgara. Þeir telja
það lítils virði. Eldri borgarar vilja fá
raunhæfar kjarabætur og úrbætur í
sínum málum strax. Þess vegna eru
þeir tilbúnir að bjóða fram við al-
þingiskosningar, ef þess þarf til þess
að fá fram þær kjarabætur, sem
nauðsynlegar eru.
Ríkisstjórnin hefur brugðist
Ég hefi áður skrifað um þetta mál,
kjör eldri borgara og hugsanlegt
framboð þeirra. Ég varpaði fram
þeirri hugmynd, að gefa ætti stjórn-
málaflokkunum eitt tækifæri enn.
Ég veit, að vísu, að aldraðir eru
orðnir mjög þreyttir á stjórn-
málamönnunum. Þeir eru orðnir
þreyttir á ríkisstjórninni og telja
hana hafa brugðist í málefnum eldri
borgara. Þeir treysta því ekki, að
hún muni taka sig á og þeir eru tor-
tryggnir gagnvart öðrum stjórn-
málaflokkum. Það er eðlilegt. Sporin
hræða. Fróðlegt verður að sjá
hvernig stjórnmálaflokkarnir bregð-
ast við þessum tíðindum um gíf-
urlegt fylgi við hugsanlegt framboð
eldri borgara. Munu stjórn-
málaflokkarnir taka sig á og sýna
öldruðum, að þeim sé alvara með það
að gera róttækar breytingar á kjör-
um aldraðra? Ef
stjórnmálaflokkarnir
geta sýnt fram á það, er
hugsanlegt að ekki
verði af framboði eldri
borgara. En það þarf
mjög róttækar aðgerð-
ir til þess að afstýra
slíku framboði.
Lífeyrir aldraðra
hækki í 160–170
þúsund
Hvað þarf að hækka
lífeyri aldraðra mikið
svo sómasamlegt sé?
Ég hefi bent á, að meðaltals neyslu-
útgjöld einstaklinga samkvæmt
neyslukönnun Hagstofu Íslands séu
178 þúsund krónur á mánuði fyrir
utan skatta. Með hliðsjón af þeirri
könnun er ljóst, að hækka verður líf-
eyri einstaklinga frá almannatrygg-
ingum upp í 160–170 þúsund krónur
á mánuði svo viðunandi sé. Það er al-
gert lágmark.Þessi upphæð er í sam-
ræmi við kröfu sem Öryrkjabanda-
lag Íslands og Landssamband
aldraða (LEB) settu fram sameig-
inlega í skýrslu um kjaramál. Mín
skoðun er sú, að það sé algert lág-
mark að hækka lífeyri einstaklinga
frá almannatryggingum í 160 þús-
und á mánuði (Er 123 þúsund í dag)
.Verði það gert má hugsanlega af-
stýra framboði eldri borgara. Síðan
þarf að hækka skattleysismörkin
verulega. Öryrkjabandalagið og
LEB gerðu kröfu til þess, að þau
færu í 130 þúsund á mánuði. Það er
ekki nóg. Það þarf að hækka þau
meira. Önnur leið er sú, að hafa líf-
eyri aldraðra frá almannatrygg-
ingum skattfrjálsan án þess að
hækka skattleysismörkin svo mikið
almennt. Síðan þarf að lækka skatt á
lífeyri úr lífeyrissjóðum. Hann á ekki
að vera hærri en skattur á fjár-
magnstekjum eða 10%. Og sá skatt-
ur á að haldast óbreytttur þó skattur
á fjármagnstekjum verði hækkaður.
Tekjur úr lífeyrissjóði eiga ekki að
skerða lífeyri frá almannatrygg-
ingum. Draga verður
úr öðrum tekjutengingum. Allar
þessar breytingar verða að taka gildi
strax eða í síðasta lagi um næstu
áramót. Gera verður einnig átak í því
að fjölga hjúkrunarrýmum fyrir
aldraðra strax. Þar dugir ekkert
margra ára „plan“. Það verður
sennilega að taka í notkun eldra hús-
næði í þessu skyni og breyta því svo
unnt sé að taka það í notkun fljót-
lega.
Hvað gerir LEB?
Landssamband eldri borgara
(LEB), sem stóð að yfirlýsingunni
með ríkisstjórninni, sagði: Við kom-
um aftur í haust. LEB ætlar að
knýja á um frekari kjarabætur nú í
haust fyrir eldri borgara. Fróðlegt
verður að sjá viðbrögð ríkisstjórnar
við þeim kröfum. Það veltur á við-
brögðum ríkisstjórnarinnar og við-
brögðum allra stjórnmálaflokkanna
hvort eldri borgar bjóða fram sjálf-
stætt eða ekki. Það liggur alla vega
ljóst fyrir, að framboð eldri borgara
mundi fá mikið fylgi.
25,2% styðja framboð
eldri borgara
Björgvin Guðmundsson skrifar
um málefni eldri borgara » Fróðlegt verður aðsjá hvernig stjórn-
málaflokkarnir bregðast
við þessum tíðindum um
gífurlegt fylgi við hugs-
anlegt framboð eldri
borgara.
Björgvin Guðmundsson
Höfundur er viðskiptafræðingur.
HILMAR Örn Agnarsson, dóm-
organisti í Skálholti, hefur stjórnað
Kammerkór Suðurlands
frá stofnun hans. Heim-
ilisfang Kammerkórs
Suðurlands er í Skál-
holti og flest þau verk
sem kórinn hefur æft
hafa verið flutt þar. Fé-
lagar kórsins eru harmi
slegnir yfir uppsögn
Hilmars Arnar úr starfi
organista í Skálholti og
eru undrandi, sárir og
reiðir yfir þessu mis-
kunnarleysi, yfirgangi
og niðurlægingu í garð
Hilmars Arnar, í skjóli
endurskipulags tónlistarstarfs.
Hugmyndin að stofnun Kamm-
erkórs Suðurlands kviknaði þegar
hópur söngvara kom saman til að
syngja á Skálholtshátíð sumarið
1997. Í kórnum voru þá söngvarar
allt frá Akranesi til Hornafjarðar
sem allir voru virkir tónlistarmenn í
sinni heimabyggð. Síðan hefur fastur
kjarni söngvara af Suðurlandi sungið
í kórnum. Hann hefur æft í Skálholti
oftar en annars staðar og haldið þar
tónleika, eins og áður hefur komið
fram, við ýmis tækifæri s.s. á Skál-
holtshátíð, Sumartónleikum og jafn-
framt sungið í messum.
Hugmyndaauðgi og jákvæðni
Hilmars Arnar hefur hrint af stað
mörgum spennandi verkefnum sem
hafa vakið athygli og fengið lofsam-
lega dóma eins og efnisskrárnar Ég
byrja reisu mín og Íslensk kirkju-
tónlist í 1000 ár sem kórinn flutti á
sínum tíma í Skálholti og voru hljóð-
ritaðar á hljómdiskinn
Ég byrja reisu mín.
Það má teljast til
tíðinda þegar Hilmar
Örn og þáverandi
stjórn kórsins komst í
samband við hið virta
breska tónskáld Sir
John Tavener sem
leiddi til þess að hann
varð staðartónskáld
Sumartónleikanna í
Skálholti 2004. Á þeim
tónleikum flutti
Kammerkór Suður-
lands í fyrsta skipti
hér á landi samfellda dagskrá með
verkum eingöngu eftir Tavener.
Tónskáldið samdi eitt verkið, Shoun
hymninn fyrir kórinn sem hann
frumflutti á tónleikunum. Því miður
komst Tavener ekki á tónleikana í
Skálholt vegna veikinda en kona
hans og tvær dætur komu í hans
stað. Frú Tavener flutti skáldinu frá-
bæra dóma um frammistöðu kórsins
undir stjórn Hilmars Arnar.
Hilmar Örn hefur hannað söng-
dagskrár þar sem kammerkórinn
hefur brugðið á leik í tali og tónum.
Hilmar er nefnilega með eindæmum
skemmtilegur og gefandi stjórnandi.
Í huga Hilmars er öll tónlist jafn-
merkileg, hvort sem hún er eftir
breska tónskáldið Sir Tavener eða
bóndasoninn frá Hvoli í Ölfusi, Guð-
mund Gottskálksson, en kamm-
erkórinn söng inn á geisladiska verk
eftir þá báða á síðasta ári. Hljóm-
diskurinn Á hugarhimni mínum, sem
kom út í vor, hefur að geyma lög eftir
Guðmund en diskur með verkum eft-
ir Tavener er væntanlegur á næsta
ári.
Það er ótrúlegt hvað Hilmar Örn
hefur áorkað miklu með kamm-
erkórnum ásamt öllum hinum tón-
listarhópunum sem hann hefur haft
á sinni könnu. Barna- og kammerkór
Biskupstungna undir hans stjórn
hefur hlotið verðskuldaða athygli og
var boðið að koma og syngja á
heimssýningunni í Japan fyrir ári.
Þá eru ótaldir allir þeir tónlist-
armenn sem hann hefur æft með og
fengið til að koma fram í Skálholti til
að fá aukna breidd í tónlistarflutn-
inginn þar, tónlistarunnendum til
mikillar ánægju.
Þrátt fyrir mikla vinnu sem felst í
því að stjórna kór eins og Kamm-
erkór Suðurlands sem leitast við að
flytja metnaðarfulla söngdagskrá
hefur hann unnið þetta starf ein-
göngu áhugans og ánægjunnar
vegna.
Við félagarnir í Kammerkór Suð-
urlands teljum það forréttindi að
syngja undir stjórn Hilmars Arnar.
Hann er mikill músíkant sem fer
með okkur í einhverjar aðrar víddir í
túlkun sinni á tónlistinni. Hilmar
Örn er í okkar huga samofinn Skál-
holtsstað. Skálholtsstaður verður
ekki samur án Hilmars Arnar.
Okkur félögunum í Kammerkór
Suðurlands finnst að engin rökstudd
ástæða sé fyrir uppsögn Hilmars
Arnar Agnarssonar úr starfi org-
anista í ljósi öflugs tónlistarstarfs
sem hann hefur unnið í Skálholts-
kirkju. Með brottrekstri Hilmars
Arnar finnst okkur ekki bara vegið
að honum heldur öllu því starfi sem
Kammerkór Suðurlands hefur unnið
í Skálholti undir stjórn Hilmars Arn-
ar. Við skorum því á stjórn Skálholts
að draga uppsögn Hilmars Arnar til
baka svo hið blómlega tónlistarlíf í
Skálholti megi halda áfram að
blómstra í framtíðinni undir hans
stjórn og Kammerkór Suðurlands
geti áfram tekið þátt í því.
Kammerkór Suðurlands
og Hilmar Örn
Sigríður Guðnadóttir fjallar
um Kammerkór Suðurlands
og uppsögn dómorganista
Skálholts
» Við skorum því ástjórn Skálholts að
draga uppsögn Hilmars
Arnar til baka svo hið
blómlega tónlistarlíf í
Skálholti megi halda
áfram að blómstra í
framtíðinni undir hans
stjórn og Kammerkór
Suðurlands geti áfram
tekið þátt í því.
Sigríður Guðnadóttir
Höfundur er formaður
Kammerkórs Suðurlands.
AÐ KVÖLDI þess 7. september
sl. varð ég fyrir mikilli opinberun á
fundi að Brúarási í Jökulsárhlíð.
Landsvirkjun og Fljótsdalshérað
stóðu fyrir þessum
fundi sem bar yf-
irskriftina „Staða
framkvæmda við
Kárahnjúkavirkjun.“ Á
fundinn komu á sínum
dönsku skóm, Lands-
virkjunarmennirnir
þeir Pétur Ingólfsson
verkfræðingur, Sig-
urður Arnalds kynn-
ingafulltrúi Kára-
hnjúkavirkjunar,
Kristján Már Sig-
urjónsson yfirhönn-
uður Kárahnjúkastíflu
og Óli Grétar Sveins-
son deildarstjóri hjá
Landsvirkjun
Töluðu þeir um
stöðu framkvæmda,
sauðfjárveikigirðingu
með Jöklu, breytingar
á rennsli Jöklu og
áhættumat vegna
Kárahnjúkavirkjunar.
Bæjarstjórinn hélt
inngangsorð og átti
svo að leyfa fyr-
irspurnir og umræður.
Það kom á hins vegar
á daginn að umræður
voru ekki leyfðar en
við á túttunum mátt-
um spyrja spurninga sem þeir hjá
Landsvirkjun svöruðu ef þeim svo
sýndist. Var okkur dreifbýlisgeng-
inu og bændafólki gert að sýna
þeim vel skóuðu kurteisi en þeir
hinsvegar voru alveg stikkfrí hvað
það varðar og fór það svo úr bönd-
um hjá þeim að aldrei nokkurntíma
hef ég orðið vitni að öðru eins. Datt
andlitið af okkur sveitalúðunum
þegar Pétur Ingólfsson svaraði (eða
svaraði reyndar ekki ) fyrirspurn
konu sem Guðrún heitir, varðandi
skýrsluna um sprungurnar undir
stíflunum, sem átti að
halda leyndri til ársins
2015, einhverra hluta
vegna. Pétur þuldi
sömu tugguna og for-
stjóri Landsvirkjunar
hafði gert í Kastljósi
skömmu áður og tók
sér drjúgan tíma í það,
en klykkti að lokum út
með orðunum ,,ef þú
ert ekki dýpri en svo
Guðrún …“ Fund-
arstjóri sá enga
ástæðu til að gera at-
hugasemd við þessa
grófu ókurteisi sem
Landsvirkjunarmað-
urinn sýndi Guðrúnu
fyrir fullum sal af fólki.
Hinsvegar hélt hann
okkur íbúunum alger-
lega á bremsunum.
Mér varð til dæmis á
að koma með at-
hugasemd þegar Sig-
urður Arnalds var
kominn á gott flug í
vaðli um hvernig fok-
málin eru undir kontról
og að fráleitt sé að
hafa samvizku gagn-
vart afkomendum sín-
um hundruð ára fram í
tímann o.s.frv.
Sigurður kom sér listilega og af
mikilli fimi hjá því að svara spurn-
ingu minni um hvernig Lands-
virkjun hugsar sér að enda Kára-
hnjúkavirkjun; þ.e. hvað á að gera
við líkið þegar lónið er orðið fullt af
aur og virkjunin óstarfhæf?
Enn áttu fulltrúar Landsvirkj-
unar fleiri eftirá að hyggja dásam-
legar opinberanir í sínum fórum.
Ýmsir af þeim sem dæmdir eru til
að búa undir ógnarstíflu völdu að
koma fram fyrir salinn með sínar
spurningar og til að tjá sína líðan.
Það gefur auga leið að þar töluðu
menn tilfinningaþrungið. Það var
mér enn ein opinberunin að sjá axl-
ir Landsvirkjunarmanna hristast af
niðurbældum hlátri í sætunum fyrir
framan mig þegar þetta einlæga og
sumpart óttaslegna fólk talaði út
frá sínu brjósti. Og hafi maður
haldið að nú væri mælirinn fullur
hvað varðar óvirðingu og hroka,
keyrði að lokum um þverbak þegar
Kristján Már Sigurjónsson mæltist
til þess af kvíðafullum íbúum undir
stíflu, að það fólk ætti fyrst og
fremst að hafa samúð með hönn-
uðum og þeim sem fyrir stíflunum
standa færi á versta veg. Þá nefni-
lega sætu þeir í súpunni! Tja, hvað
er það svosem að láta ef til vill lífið,
missa allt sitt, eiga verðlausa jörð
eða enga lengur, tapa búfénaði og
eignum, lifa í stöðugum ótta o.s.frv.,
miðað við það að þurfa kannski að
taka því að stíflumannvirkin sem
maður hannar og reisir haldi ekki?
Alþingi gaf Landsvirkjun vissulega
leyfi til að byggja Kárahnjúkavirkj-
un en Alþingi gaf Landsvirkjun
aldrei leyfi til að lítilsvirða fólk.
Ég segi ekki meir. Nema þetta í
lokin: Kærar þakkir Landsvirkj-
unarmenn fyrir að opinbera þarna
hroka, blekkingar, yfirgangssemi og
svo ykkar eigið óöryggi um traust
stíflnanna. Á öllu þessu er nefnilega
mannvirkið reist. Takk fyrir að
sýna mér fram á það að það er ekki
að ástæðulausu sem ég hef barist
og berst enn gegn Kárahnjúkavirkj-
un.
Sumir á blank-
skóm, aðrir
á túttum
Gréta Ósk Sigurðardóttir
fjallar um Kárahnjúkavirkjun
Gréta Ósk
Sigurðardóttir
»Kærar þakk-ir Lands-
virkjunarmenn
fyrir að op-
inbera þarna
hroka, blekk-
ingar, yfir-
gangssemi og
svo ykkar eigið
óöryggi um
traust stífln-
anna.
Höfundur er bóndakona að Vaði.