Morgunblaðið - 16.10.2006, Síða 35

Morgunblaðið - 16.10.2006, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2006 35 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Dýrahald Poodle hvolpur til sölu! Svartur poodle hvolpur til sölu Fæddur 19.08. Foreldrar innfluttir og hafa fengið frábæra dóma á sýningum hjá Hfrí. Upplýsingar gefur Ingi- björg í S:6910938 Ferðalög Vestmannaeyjum Útsýnisferðir. Skutl með íþróttahópa. Gisting. Sími 481 1045, eyjamyndir@isholf.is http://tourist.eyjar.is Heilsa Betri heilsa - betra líf! Þú léttist með Herbalife. Persónuleg ráðgjöf og stuðningur. S. 892 8463 og 868 4884. Atvinnuhúsnæði Til leigu nýinnréttuð skrifstofu- herbergi í 104 Rvík. Securitas- öryggiskerfi. Tölvulagnir. Góð samnýting. Uppl. í síma 896 9629. Tangarhöfði - Hagstæð leiga. Glæsilegt 200 fm skrifsthúsn. á 2. hæð til leigu á ca kr. 700 fm. Rúmgott anddyri, 7 herbergi m. parketgólfi, fundar- og eldhúsað- stöðu, geymslu og snyrtingu. Upplýsingar í síma 693 4161. Skrifstofuhúsnæði til leigu, 20 fm, mjög snyrtilegt herb., á höfuðborgarsv. Sameiginleg kaff- iaðstaða. Uppl. í s: 861 2707 og 899 2707. Geymslur Geymum hjólhýsi, fjallabíla og fleira. Húsnæðið er loftræst, upphitað og vaktað. Stafnhús ehf., símar 862 1936 - 8991128 Námskeið Skartgripanám fyrir alla. Sjá heimasíðu www.listnám.is Listnám.is, Súðarvogi 26, 104 Rvík, Kænuvogsmegin, sími 699 1011. Til sölu Útlitsgölluð iðnaðarkælitæki Eigum til á lager ný útlitsgölluð iðnaðarkælitæki í t.d. mötuneyti, bari eða hesthús. Allar frekari upplýsingar á www.ishusid.is eða í síma 566 6000. Íshúsið ehf. Þjónusta Raflagnir og dyrasímaþjónusta Setjum upp dyrasímakerfi og gerum við eldri kerfi Nýlagnir og endurnýjun raflagna. Gerum verðtilboð Rafneisti sími 896 6025 lögg. rafverktaki • www.rafneisti.is Hitaveitur/vatnsveitur Þýskir rennslismælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís sf., s. 567 1130 og 893 6270. Ýmislegt Saumlaus og mjög fallegt push- up snið í ABCD skálum kr. 3.350. Fallegt push-up snið og falleg blúnda í ABC skálum kr. 3.350. Þessi mega vinsæli bh fyrir stærri brjóstin nýkominn í D,DD,E,F,FF skálum kr. 5.490. Rosalega sexí og flottur í D,DD,E,F,FF,G skálum kr. 4.990. Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf Nýkomin vönduð fóðruð leður- stígvél á dömur, góð vídd. Verð: 10.500, 11.800 og 14.500. Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. NÝ SENDING Bómullarklútar kr. 1.290. Bómullarleggings - síðar kr. 1.990. Hárspangir frá kr. 290. Skarthúsið, Laugavegi 12, sími 562 2466. HÚFUR, TREFLAR OG VETTLINGAR Skarthúsið, Laugavegi 12, sími 562 2466. Vélar & tæki Tilboð - Flísa- og hellusagir Flísa- og hellusagir á tilboðsverði kr. 99.000 með 60 cm borði og vatnsdælu. Hallanleg. Mót ehf., Bíldshöfða 16, s. 544 4490. www.mot.is mot@mot.is Bátar Línu- og færaspil til sölu. Upp- lýsingar í síma 897 3125. Ökukennsla Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla - akstursmat. Snorri Bjarnason BMW 116i, 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '06 892 4449/557 2940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '06, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Suzuki Grand Vitara, 892 0002/568 9898. Glæsileg kennslubifreið, Subaru Impreza 2006, 4 wd. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042. Hjólhýsi Vetrargeymsla Geymum fellihýsi, tjaldvagna o.fl. í upphituðu rými. Nú fer hver að verða síðastur að panta pláss fyr- ir veturinn. Sanngjarnt verð. Upplýsingar í síma 899 7012 Sólhús Getum útvegað Hobby Land- haus UML og UMF 2006. Með Alde ofnakerfi, gólfhita, gasmið- stöð/Ultraheat eða Aircondition. Allt að 100% lán. Útvegum allar gerðir af Hobby hjólhýsum. Upp- lýsingar í s. 894 6000 og 898 4500. www.vagnasmidjan.is Þjónustuauglýsingar 5691100 Smáauglýsingar sími 569 1100 Fréttir á SMS Leifur og Gísli efstir í tvímenningi í Kópavogi Þriggja kvölda hausttvímenningi er lokið með glæstum sigri Gísla Tryggvasonar og Leifs Kristjánsson- ar og örlítilli aðstoð Hjálmars Páls- sonar og Gunnars Birgissonar. Lokastaðan: Gísli Tryggvason - Leifur Kristjánss. 740 Guðjón Sigurjónsson - Helgi Bogason 706 Þórir Sigursteinss. - Hrólfur Hjaltas. 696 Alda Guðnad. - Ester Jakobsd. 676 Erla Sigurjónsd. - Guðni Ingvarsson 675 Freyja Sveinsd. - Sigríður Möller 674 Næsta keppni er þriggja kvölda „Bergplast-tvímenningur“ þar sem veitt verða vegleg peningaverðlaun til efstu para. Spilað er í Hamraborg 11, 3. hæð, á fimmtudögum og hefst spila- mennska kl. 19.30. Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði Stangarhyl 4 mánud. 9. okt. Spilað var á 11 borðum. Meðalskor 216 stig. 2. umferð af 7. Árangur N-S. Magnús Halldórsson – Magnús Oddsson 266 Auðunn Guðmss. – Ólafur Ingvarsson 248 Júlíus Guðmss. – Rafn Kristjánsson 240 Árangur A-V. Pétur Antonss. – Ragnar Björnsson 253 Kristján Jónasson – Þröstur Sveinsson 248 Alda Hansen – Jón Lárusson 236 Tvímenningskeppni spiluð fimm- tud.12. okt. Spilað var á 12 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S. Björn E. Péturss. – Gísli Hafliðason 286 Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 281 Pétur Antonsson – Ragnar Björnsson 244 Árangur A-V. Friðrik Jónss. – Jóhannes Guðmannss. 263 Eyjólfur Ólafsson – Soffía Theódórsd. 254 Helgi Hallgrímss. – Jón Hallgrímss. 240 Sveitakeppni framundan í Gullsmára Bridsdeild FEBK Gullsmára spil- aði tvímenning á 14 borðum fimmtu- daginn 12. október. Miðlungur 264. Beztum árangri náðu í NS: Helga Helgad. – Arngrímur Aðalst.son 330 Karl Gunnarsson – Gunnar Sigurbj.son 329 Sigurður Gunnlaugss. – Sigurpáll Árnas. 306 Kristinn Guðmss. – Guðm. Magnúss. 301 AV Eysteinn Einarss. – Jón Stefánsson 312 Björn Björnsson – Haukur Guðmss. 306 Halldór Jónss. – Valdimar Hjartarson 304 Stefán Ólafsson – Óli Gíslason 281 Sveitakeppnin hefst 26. október nk. Sveitir skrái sig á þátttökulista á töflu í Gullsmára. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson | norir@mbl.is FRÉTTIR DR. MARK Savickas prófessor flytur fyrirlestur um starfsferil og samfélag (Career and society) þriðjudaginn 17. október, kl. 16 í Hátíðasal Háskóla Íslands. Fyr- irlesturinn er í boði félagsvís- indadeildar Háskóla Íslands í til- efni af 30 ára afmæli deildarinnar. Dr. Mark Savickas er áhrifa- mikill fræðimaður á sviði starfsþróunarfræða og sál- arfræði starfs. Hann er í hópi fremstu fræðimanna á sviði starfsþróunar í heiminum í dag og hefur verið leiðandi í nýsköp- un á fræðasviðinu, segir í frétta- tilkynningu. Mark Savickas er prófessor og deildarforseti við sálfræðideild í Læknaskóla Northeastern Ohio University og er einnig prófessor í ráðgefandi sálfræði við Kent State University. Savickas er rit- stjóri hins virta tímarits Journal of Vocational Behavior. Und- anfarna tvo áratugi og hefur hann verið heiðraður fyrir fram- lag sitt á þessu sviði með marg- víslegum hætti. Fyrirlestur um starfsferil og samfélag Frjálshyggjufélagið fagnar mjög áformum um lækkun skatta á mat- væli og annarra gjalda. Það er ákaflega mikilvægt að stjórnvöld taki skref sem þetta þegar vel árar í ríkisfjármálum. Slík aðgerð er sérstaklega góð fyrir þá tekju- minni og hefur margföldunaráhrif til góðs í hagkerfinu, segir í álykt- un Frjálshyggjufélagsins. Félagið telur eðlilegt að endur- skoða landbúnaðarkerfið í heild sinni af þessu tilefni til að veita bændum meira svigrúm og betri tækifæri til að laga rekstur sinn og framleiðslu að nýjum markaðsað- stæðum. Stjórnmálamenn ættu að gæta þess að tala ekki um skatta- lækkun sem kostnað fyrir ríkið. Staðreyndin er sú að það eru skatt- greiðendur sem vinna fyrir pening- unum og eru því réttmætir eigend- ur þeirra. Að skila þeim aftur sjálfsaflafé sínu er ekki kostnaður ríkisins heldur eðlileg leiðrétting á gömlu óréttlæti. Félagið hvetur stjórnmálamenn til að halda áfram á braut skatta- lækkana og frjálsræðis. Skatta- lækkanir eru mannvænar og rétt- látar aðgerðir og það ætti slíkt alltaf að vera haft að leiðarljósi. Fagna áformum um lækkun skatta á matvæli KENNARAFÉLAG Reykjavíkur held- ur málstofu um breytingar sem hafa orðið á skólastarfi á síðustu árum mið- vikudaginn 18. október nk. í sal Háteigs- skóla kl. 17–19. Í frétt um málstofuna segir m.a.: Ein af breytingunum í skólastarfi er sú að nýjar starfstéttir með annað nám að baki en kennslufræði eru komnar inn í skólana. Í umræðunni varðandi skóla án aðgreiningar hefur oft komið upp sú staðreynd að þeir sem minnstu fagþekk- inguna hafa innan skólanna eru þeir sem sinna mest nemendum með sérþarfir. Stuðningsfulltrúar bera oft hitann og þungann af þessum nemendum undir verkstjórn kennara. Kennarar hafa aft- ur á móti lítinn tíma til að leiðbeina og sinna stuðningsfulltrúum. Stundum eru stuðningsfulltrúar eingöngu með einn nemenda, fylgja honum allt sem hann þarf að fara Stundum er stuðningsfulltrúum falin framkvæmd kennslu og jafnvel und- irbúningur, úrvinnsla. Þetta síðasttalda er oftast þegar nemendahópi er skipt upp; til dæmis í hringekjum, bekkjar- blöndun, blöndun milli árganga o.s.frv. Nauðsynlegt er að grípa til aðgerða til að tryggja gott samstarf allra hópa sem vinna í skólum og um leið ræða og koma á framfæri sýn okkar kennara á hvernig skólinn eigi að þróast. Þekking kennara er mikilvæg auðlind, í senn til að tryggja starfsánægju innan skólanna og heill nemenda og menntunar í samfélaginu. Málstofa um breyt- ingar á skólastarfi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.