Morgunblaðið - 16.10.2006, Side 36

Morgunblaðið - 16.10.2006, Side 36
|mánudagur|16. 10. 2006| mbl.is Staðurstund Vestur-Íslendingurinn Jason Hare segir frá dvöl sinni á Ís- landi í sumar og hvernig hann upplifði land forfeðranna. » 39 viðtal Ríkarður Ö. Pálsson dæmir tón- verkið Eddu I eftir Jón Leifs sem var frumflutt í Háskólabíói á laugardaginn. » 37 dómur Leikarinn og sjarmatröllið George Clooney fékk American Cinematheque-verðlaunin af- hent um helgina. » 40 fólk Way Through Zero, nýjasti geisladiskur dúettsins Gjallar, fær fjórar stjörnur af fimm mögulegum. » 38 gagnrýni Sýning Þórdísar Aðalsteins- dóttur á Kjarvalsstöðum, Því heyrist þó hvíslað að einhverjir muni komast af, fær dóm. » 45 dómur F luga er sífellt að kanna nýjar kaffi- húsalendur og menninguna í kringum þær. Með slíkar rannsóknir í huga mætti hún eldsnemma á föstudags- morguninn á Kaffivagninn úti á Granda en þar ráða karlmenn að mestu ríkjum og í lofti blöndnu frekar gamaldags rakspíra og jóla- kökum sátu töff trillukarlar eins og leikarinn Árni Tryggvason og spjölluðu. Fluga sá þar líka Jó- hann Vilhjálmsson byssusmið og fleiri merkisbera alvöru karlmennsku. Nokkuð ólíkt „crowd-inu“ sem safnast saman á Kaffi París en nokkrir myndarlegir metrómenn sátu þar í gærmorgun og ræddu af nokkurri tilfinningasemi draumfarir síð- astliðinnar nætur. Ansi ólíkt umræðuefnum Kaffi- vagnskarla sem berja hnefum í borð og ræða kvóta og ræskja sig hraustlega. Forvitnileg mannlífsstúdía, þessi klíkumyndun kaffihúsanna. Í blautviðrinu um helgina var kósí að kaffihúsast í þykkum leggings og stuttri regnkápu, staupa sig á nýkreistum appelsínusafa og hlýja sér á bolla af Sviss Mokka meðan rigningin buldi á móðu skreyttum rúðunum. Frú Dorrit Mouss- aieff setti myndlistarhátíðina Sequences á föstu- daginn í Nýlistasafninu á Grettisgötu en hún, þ.e. hátíðin, hyllir þá gerð listar sem líður í tíma og rúmi eins og vídeóverk, gjörninga og ýmsa aðra „performansa“. Forsetafrúin fallega, sem er verndari Sequences, tiplaði inn í Nýló eftir rauð- um dregli og setti hátíðina formlega. Við inn- ganginn sat listamaðurinn Snorri Ásmundsson inni í glerpíramída, berfættur í jakkafötum og jógastellingu. Alltaf mjög listó á Nýló. Fluga skellti sér á leikritið Pétur Gaut á laug- ardagskvöldið sem sýnt er í Kassanum hjá Þjóð- leikhúsinu og fannst undarleg upplifun að vera ekki á frumsýningu, eins og skvísunnar er vandi. Kætti hana því að koma auga á Maríu Ellingsen leikstjóra og bónda hennar, Þorstein Joð sjón- varpsmann, á meðal gesta sem var staðfesting á því að vera bara „fashionably late“. Sjarmörinn Glúmur Baldvinsson, alþjóðastjórnmálagaur og stundum sjónvarpsmaður, er orðinn nágranni Flugunnar og annars slektis hér á 101 fermetr- unum og er það ákaflega gleðileg búbót í strákaflóru hverfisins að mæta frakkaklæddum, glæsilegum Glúmi í mjólkurbúðinni á morgnana. En talandi um riddara sem ríða um hverfið; það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að her- lausa eyjan okkar hefur ver- ið að drukkna í dátum und- anfarna daga. Þeir eru víst á vegum bandarísks herskips sem liggur við Reykjavík- urhöfn í „friðsamlegum“ til- gangi og var tilkynnt hátíð- lega að eigi brúkuðu skipverjar vopn nema í sjálfsvörn. Þó sýndist Flugu- stelpu nokkrir hermannanna grípa til sinna persónulegu vopna í samskiptum við ís- lensku dömurnar en þær hafa eflaust sett verjur á vopnin … | flugan@mbl.is Flugan Klíkumennska kaffihús- anna og karlmennskan … myndarlegir metrómenn sátu þar í gærmorgun og ræddu af nokkurri tilfinningasemi draumfarir síðastlið- innar nætur … »Edda IJóns Leifs var frumflutt í Háskóla- bíói. Þórey Sigþórsdóttir, Hera Hilm- arsdóttir og Hilmar Oddsson. Árni Blandon og Guðrún Einarsdóttir. Áslaug Pálsdóttir og Birna Rún Gísladóttir. Inga Þorgeirsdóttir og Knud Ødegaard. Guðjón A. Kristjánsson og Maríanna Barbara Kristjánsson. Þórunn Gréta Sigurðardóttir og Davíð Þór Jónsson. Ragnhildur Gísladóttir og Kolbrún Halldórsdóttir. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Guðrún Kristjánsdóttir. Thor Vilhjálmsson, Gunnar Kvaran og Vigdís Finnbogadóttir. Gunnar I. Birgisson, Vigdís Karlsdóttir, Þor- gerður Einarsdóttir og Pétur Óli Pétursson. Hrund Andradóttir, Guð- mundur Steingrímsson og Svava Sigurjónsdóttir. Guðbjörg Kristjánsdóttir, John R. Porter, Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson. Ármann Kr. Ólafsson, Hulda Páls- dóttir og Jakop Frímann Magnússon. »Kanadísk menning-arhátíð var sett í Gerðarsafni. Ari Trausti Guðmundsson, Elías Hall- dórsson og Elísabet Sveinsdóttir. Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.