Morgunblaðið - 30.10.2006, Síða 1
STOFNAÐ 1913 295. TBL. 94. ÁRG. MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
VÍÐFÖRULL KJÓLL
SÆVAR INGI VAR SKÍRÐUR Í KJÓL SEM
FYRST VAR NOTAÐUR ÁRIÐ 1886 >> 18
FLUGAN
FÓLK VAR Á FERÐ OG
FLUGI UM HELGINA
SUÐAÐI UM SVÆÐIÐ >> 36
DAVID Miliband, umhverfisráð-
herra Bretlands, staðfesti í gær, að
ríkisstjórnin hefði til athugunar að
setja á svokallaða „græna skatta“ til
að berjast gegn mengun og alvar-
legum loftslagsbreytingum af henn-
ar völdum.
Kemur þetta fram í bréfi, sem
blaðið Mail on Sunday komst yfir og
birti í gær. Í því hvetur Miliband til
aðgerða „gegn bílanotkun og bíla-
eign“ og til verulegrar hækkunar á
veggjöldum. Kom þetta fram á
fréttavef BBC, breska ríkisútvarps-
ins, í gær.
Lagt er til, að settur verði sérstak-
ur kílómetraskattur á ökumenn; að
flugfargjöld, einkum hjá lágfar-
gjaldaflugfélögum, verði skattlögð
og einnig tækjabúnaður alls konar,
sem þykir fara illa með orku. The
Mail on Sunday sagði, að samkvæmt
því, sem fram kæmi í bréfinu, mætti
gera ráð fyrir, að skattur á fjöl-
skyldu með stóra bíla gæti hækkað
þeirra vegna um meira en 1.000
pund, 128.000 ísl. kr.
„Grænir skattar“ á bíla
Breska stjórnin ræðir nýja skatta í baráttunni gegn mengun
Sofíu. AP, AFP. | Georgy
Parvanov, forseti Búlg-
aríu, vann stórsigur í síð-
ari umferð forsetakosn-
inganna í landinu í gær. Í
þeim atti hann kappi við
Volen Siderov, öfgafull-
an þjóðernissinna.
Þegar um 40% at-
kvæða höfðu verið talin,
hafði Parvanov fengið
73,5% þeirra en Siderov 26,5%. Var kosn-
ingaþátttaka ekki mikil eða um 41%.
Siderov játaði ósigur sinn í gærkvöld en
Parvanov, sem er 49 ára að aldri, sagnfræð-
ingur að mennt og fyrrverandi leiðtogi Sósí-
alistaflokksins, er fyrsti búlgarski forset-
inn, sem nær endurkjöri síðan
kommúnisminn féll 1989.
Parvanov nýtur mikilla vinsælda í landi
sínu og einkum vegna baráttu hans fyrir að-
ild að Evrópusambandinu, ESB, og NATO.
Höfðu margir á orði, að kosningarnar í gær
hefðu í raun verið eins konar þjóðarat-
kvæðagreiðsla um ESB-aðild en Siderov
var henni andvígur.
Stjórnmálskýrendur segja, að endurkjör
Parvanovs sé til marks um aukinn stöðug-
leika í Búlgaríu og bendi til, að fyrsta um-
breytingaskeiðinu frá því kommúnisminn
féll sé nú lokið.
Parvanov
var endur-
kjörinn
Eins konar þjóðarat-
kvæði um ESB-aðild
Georgy Parvanov
Eftir Friðrik Ársælsson
fridrik@mbl.is
MARÍA Ellingsen, stjórnarmaður í
samtökunum Framtíðarlandið, seg-
ir að samtökin muni bjóða fram til
Alþingis í vor, losi stjórnvöld sig
ekki úr hjólförum stóriðjustefnunn-
ar. „Við erum búin að gefa það út að
við ætlum að vera þrýstiafl og upp-
lýsingaveita og munum sinna því
hlutverki af krafti í vetur. Hins veg-
ar verðum við með puttann á púls-
inum og ef í ljós kemur að flokk-
arnir eru úr tengslum við þær
raddir sem hljóma í samfélaginu, þá
förum við fram,“ segir María. Auk
vinnuhóps um framboð til Alþingis
munu sjö hópar starfa innan vé-
banda samtak-
anna í vetur og
sinna m.a. rit-
stjórn, pólitísk-
um þrýstingi,
auglýsingaher-
ferðum og ýms-
um samfélags-
málum fyrir
hönd samtak-
anna. „Völdin
eru ekki aðalfókusinn, heldur mál-
efnið, framtíð Íslands er í húfi og að
okkar mati stöndum við á krossgöt-
um. Ef við förum skrefi lengra í
eina átt, missum við af óteljandi
tækifærum,“ segir María.
Haustþing Framtíðarlandsins
fór fram í gær og að sögn Maríu var
helsta niðurstaða þess sú að stór-
iðjan væri búin með kvótann og það
að segjast ætla að nýta landið og
njóta þess væri einfaldlega ekki
nógu góð stefna. „Við stilltum fram-
tíðarmöguleikum okkar hlið við hlið
og skoðuðum hverjir af þeim pöss-
uðu saman og hverjir væru á skjön.
Enginn af framtíðarmöguleikum
okkar, sem m.a. eru fólgnir í heilsu-
tengdri ferðaþjónustu og ósnortinni
náttúru, skemmir fyrir hinum –
nema stóriðjan, hún ógnar þessum
atvinnuvegum auk þess sem hún
skemmir fyrir þeim útflutningsfyr-
irtækjum sem byggja á ímynd
landsins,“ segir María.
„Framtíð Íslands í húfi“
Samtökin Framtíðarlandið íhuga að bjóða fram til Alþingis í vor
Í HNOTSKURN
»Vinnuhópur starfarinnan Framtíðarlands-
ins við undirbúning fram-
boðs til alþingiskosninga.
»María Ellingsen stjórn-armaður segir að ef
stjórnmálaflokkar bregðist
ekki við þeim skilaboðum
sem samtökin hafa komið á
framfæri, muni þau bjóða
fram til Alþingis.
»Húsfyllir var á haust-þingi samtakanna sem
fram fór í gær.
Álver | 10
María Ellingsen
KÍNVERJAR eru staðráðnir í að standa vel að
Sumarólympíuleikunum, sem haldnir verða í
Peking 2008, og auglýstu í því skyni eftir sjálf-
safnaðist í gær saman á Múrnum mikla skammt
frá Peking en þar var efnt til sérstakrar athafn-
ar undir kjörorðinu „Brosandi Peking“.
boðaliðum til að vinna að undirbúningi þeirra.
Stóð ekki á viðbrögðunum því að tugþúsundir
manna gáfu sig fram. Nokkur hópur þeirra
Reuters
„Brosandi Peking“ á Múrnum mikla
Brasilíu. AFP. | Þegar talin höfðu verið um
80% atkvæða í síðari umferð forsetakosn-
inganna í Brasilíu í gær var ljóst, að Luiz
Inacio Lula da Silva, núverandi forseti,
hafði unnið stórsigur.
Samkvæmt þessu fékk Lula rétt rúmlega
60% atkvæða en keppinautur hans, Geraldo
Alkmin, fyrrverandi ríkisstjóri í Sao Paulo,
tæp 40%. Er frá þessu var skýrt brutust út
mikil fagnaðarlæti hjá stuðningsmönnum
Lula en hann nýtur mikillar hylli hjá fátæku
fólki. Koma úrslitin nokkuð á óvart því að
Lula náði ekki 50%-markinu í fyrri umferð.
Lula sigraði
í Brasilíu
♦♦♦