Morgunblaðið - 30.10.2006, Side 8
8 MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Haltu bara áfram að flensa, Stjáni, þetta er einhver fæðingargalli. Þetta er víst eina blóðið
sem honum verður óglatt af.
VEÐUR
Einn hógværasti en jafnframteinn vandaðasti listamaður
þjóðarinnar er Halldór Haraldsson,
píanóleikari. Það var skemmtilegt
að hlusta á hann lýsa því í samtali
við Jónas Sen í sjónvarpinu í gær-
kvöldi hvers vegna hann fór að
læra á píanó.
Foreldrar hansvoru með-
limir Tónlistar-
félags Reykjavík-
ur og hann fór
með þeim á tón-
leika félagsins.
Það er alveg ljóst
að Tónlistar-
félagið á þessum
árum hefur haft
mikil áhrif á að
efla tónlistaráhuga fólks.
Halldór bjó á Víðimelnum í ná-grenni við Pál Ísólfsson og
skammt frá bjó Ragnar í Smára. Í
sama húsi og Halldór bjó Ólafur
Þorgrímsson, lögfræðingur, sem
jafnframt var formaður Tónlistar-
félagsins.
Það er nánast ótrúlegt hvers kon-ar heimsnöfn Tónlistarfélagið
fékk til þess að koma hingað og
halda tónleika. Einn af þeim var
einn fremsti píanóleikari heims á
sinni tíð, Rúdolf Serkin, en milli
hans og Ragnars í Smára var per-
sónuleg vinátta.
Þeir heimsfrægu tónlistarmenn,sem hingað komu, voru boðnir
á heimili Ólafs Þorgrímssonar.
Í þessu umhverfi og andrúmsloftiólst Halldór Haraldsson upp.
Þetta umhverfi hafði þau áhrif á
Halldór, að hann hóf tónlistarnám
hjá Katrínu Dalhoff, píanókennara,
sem margir nemendur hennar eiga
góðar minningar um.
Samtal Jónasar Sen gaf sjón-varpsáhorfendum nýja sýn á
þennan hægláta listamann en
skýrði jafnframt þá þrautseigju og
staðfestu, sem einkennt hefur feril
hans.
STAKSTEINAR
Halldór
Haraldsson
Hógvær listamaður
SIGMUND
!
"#
$ %&
' (
)'
* +,
- %
.
/
*,
01 0
2
31,
1 ),
40
$
5 '67
8 3#'
!
!
"
#
$!!
9
)#:; %%
!" # $
%%&
'
"( ") ) ##: )
&
"'(% %'%
#
)
<1 <
<1 <
<1
&
(
%*
!+%, -
= ,
<
&
(%"% %
%
%'
!% %')
!.
/
.
& "% %
$!!%%
% %'
!%%
.%/%%
%%0%%"# %# % %
! 5
1
1
(%"0%2% +% % "
% 0%%-
'.
3 %%
%2%%%#
%
! %
! 4$%"% 55
%#"%6 # %*
!
2&34 >3
>)<4?@A
)B-.A<4?@A
+4C/B (-A . 02
. 2. . .
2.
.
. . 0
0
0
0
02
0
0
0
0
0
0
0
0
0
FÉLAG forstöðumanna ríkisstofn-
ana og Stofnun stjórnsýslufræða
við Háskóla Íslands standa fyrir
morgunmálþingi á Grand hóteli í
Reykjavík á morgun kl. 8.15–10.15.
Þar á að ræða kosti og galla þess
að færa opinbera starfsemi yfir í
hlutafélagaform en vaxandi áhugi
virðist á því að færa opinbera
þjónustu í form svonefndra opin-
berra hlutafélaga (ohf). Í tilkynn-
ingu HÍ er bent á nýleg dæmi um
Flugstoðir ohf. og Matís ohf. og að
fyrir Alþingi liggi frumvarp um
sams konar formbreytingu á
Ríkisútvarpinu. Þá séu uppi hug-
myndir um hlutafélagavæðingu
fleiri stofnana. Erindi flytja Arnar
Þór Másson, sérfræðingur í fjár-
málaráðuneytinu og aðjúnkt við
stjórnmálafræðiskor HÍ, Páll
Magnússon útvarpsstjóri og Sjöfn
Sigurgísladóttir, forstjóri RF og
verðandi forstjóri Matís ohf., en
málþingsstjóri verður Ragnhildur
Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri. Í
inngangserindi fjallar Arnar um
nokkur grundvallaratriði í þessu
sambandi en Páll og Sjöfn stýra
stórum stofnunum en annarri hef-
ur verið breytt í opinbert hluta-
félag og um hina liggja fyrir til-
lögur um slíkt. Málþingið er opið
öllu áhugafólki um opinberan
rekstur en skráning þátttakenda
er á veffanginu: http://www.stjorn-
syslustofnun.hi.is/page/hlutafelog
eða með tölvupósti: stjornsyslaog-
stjornmal@hi.is
Opinber þjónusta í hlutafélagsform
Arnar Þór
Másson
Páll
Magnússon
HLYNUR Halls-
son hefur ákveðið
að gefa kost á sér
í forvali Vinstri-
hreyfingarinnar
græns – fram-
boðs í Norðaust-
urkjördæmi fyrir
Alþingiskosning-
arnar vorið 2007.
Í tilkynningu frá
Hlyni segir að á síðustu árum hafi
hann tekið virkan þátt í starfi Vinstri
grænna. Hann sé viss um að stefna
VG um jöfnuð, kvenfrelsi, umhverf-
isvernd og sjálfstæða utanríkis-
stefnu eigi stóraukið fylgi meðal
fólks. „Við þurfum að hverfa frá
einkavinavæðingu Framsóknar- og
Sjálfstæðisflokks og snúa við þeirri
öfugþróun sem leitt hefur til aukins
ójafnaðar í þjóðfélaginu sem hefur
stóraukist í ríkisstjórnartíð þessara
flokka,“ segir í tilkynningunni. Hlyn-
ur hefur verið varamaður Stein-
gríms J. Sigfússonar og Þuríðar
Backman á Alþingi á þessu kjörtíma-
bili og tekið sæti á Alþingi þrisvar
sinnum. „Á þeim tíma hef ég meðal
annars lagt fram þingsályktunartil-
lögu um gerð Vaðlaheiðaganga, lagt
áherslu á stóraukin framlög til Há-
skólans á Akureyri og til mennta-
mála almennt, lengingu flugvallarins
á Akureyri og beint millilandaflug
frá Egilsstöðum og Akureyri og
bætta aðstöðu ferðaþjónustunnar á
Norður- og Austurlandi.“
Hlynur í
forval VG
Hlynur Hallsson