Morgunblaðið - 30.10.2006, Síða 10
10 MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
„ÞAÐ var sagt við mig þegar ég var að vaxa úr
grasi að ef ég myndi ekki ákveða hvað ég ætlaði
að verða þegar ég yrði stór, þá myndi ég bara
verða eitthvað fyrir slysni,“ sagði María Ell-
ingsen, einn forsprakka Framtíðarlandsins við
setningu haustþings félagsins á Hótel Nordica í
gær. Á þinginu flutti fjöldi fólks, rithöfundar,
heimspekingar, læknar, hagfræðingar og fleiri,
erindi og kynntu fyrir fundargestum framtíð-
arsýn sína og þau sóknarfæri sem falin eru í
menntun, menningu og vísindum.
„Úlfarnir eru ekki við dyrnar“
Í setningarræðunni sagði María nauðsynlegt
að Íslendingar hefðu ekki bara hagvöxt að leið-
arljósi við ákvarðanatöku, heldur yrðu ákvarð-
anirnar að ríma við sjálfsmynd Íslendinga, gildi
þeirra og ímynd landsins. „Úlfarnir eru ekki við
dyrnar. Við erum rík þjóð sem hefur efni á að
skoða teikniborðið í næði, velja og hafna og
taka ákvarðanir sem skila okkur verðmætum
til framtíðar,“ sagði María.
Rithöfundurinn Andri Snær Magnason flutti
fyrsta erindi þingsins og gerði stóriðjustefnu
stjórnvalda að umtalsefni. Hann sagði það
skjóta skökku við að um leið og iðnaðarráð-
herra hefði tilkynnt að stóriðjustefnunni væri
lokið væri ýmislegt í bígerð sem miðaði að
stækkun og fjölgun álvera víðs vegar um land-
ið, m.a. í Straumsvík, Helguvík og á Húsavík.
„Stóriðjustefnunni er lokið, en það á bara að
fimmfalda álframleiðslu og allavega þrefalda
orkuframleiðslu á Íslandi. Virkjunarhraðinn er
mjög mikill og heil atvinnugrein er í raun háð
því að virkjanir séu sífellt í byggingu; verktak-
ar, verkfræðistofur, orkufyrirtæki, sveitar-
félög og fleiri þrýsta á,“ kvað Andri og sagði að
ef fram héldi sem horfði yrði Ísland fullvirkjað
árið 2020. Sagði Andri að ef hugmyndir manna
um að virkja á Íslandi því sem nemur 30 tera-
wattstundum á ári yrðu að veruleika væri orku-
notkun Íslendinga á við þriggja milljóna manna
þjóð. „En stóriðjustefnunni er lokið og ég óska
ykkur til hamingju,“ sagði Andri að lokum og
uppskar mikið lófatak.
„Þorum að vera glannalega bjartsýn“
Sigríður Þorgeirsdóttir, dósent í heimspeki
við Háskóla Íslands, hélt því næst erindi um
mikilvægi menntunar í nútímasamfélagi. Sagði
hún að Íslendingar yrðu að leggja aukna
áherslu á menntun þar sem samkeppnishæfni
þjóða ylti á menntun og störf í þekkingariðnaði
væru margfalt arðbærari en störf í þungaiðn-
aði. „Þess vegna þurfa fleiri að renna stoðum
undir þessa menntun. Það þarf fjölbreytilegri
fjármögnun þessa hornsteins atvinnulífsins
sem menntun er. Ríkið þarf að koma að, efla
þarf samkeppnissjóði stórlega og fyrirtæki
þurfa í auknum mæli að koma að fjármögnun
rannsókna, vísinda og háskóla,“ sagði Sigríður.
Benti hún á þá staðreynd að Ísland væri í þriðja
neðsta sæti hvað þekkingariðnað í OECD-lönd-
um varðar og sagði það hugsanlega að rekja til
þeirrar staðreyndar að Íslendingar ættu nátt-
úruauðlindir sem hægt væri að ganga á, þjóðum
sem engum auðlindum hefðu til að dreifa hefði
yfirleitt engið betur að virkja hugvitið.
Sigríður sagði að ekki ætti einungis að ræða
um menntun á Íslandi í alþjóðlegu samhengi,
heldur bæri jafnframt að líta til landsbyggðar-
innar þar sem menntun væri eina byggðastefn-
an að viti. „Hætta er á því að þekkingarfram-
leiðsla og há laun afmarkist við
Reykjavíkursvæðið og þekkingarúrvinnsla og
lág laun eigi eftir að verða á landsbyggðinni. Það
þarf átak á landsbyggðinni til að laða að brot-
flutt menntafólk, fólk sem fer í nám kemur ekki
til baka vegna þess að það vantar störf fyrir
það,“ sagði Sigríður.
Í lok erindisins rifjaði Sigríður upp aðdrag-
anda að byggingu Háskóla Íslands, sem var
byggður á miklum krepputímum fyrir 65 árum
og byggingin þá verið miklu glannalegri fjár-
festing heldur en nokkur virkjun. Þorum að vera
glannalega bjartsýn. Við vorum sárfátæk þegar
við byggðum þennan skóla, en við erum forrík
þegar við ákveðum að rústa hálendinu. Við höf-
um ekki efni á að gera annað en að setja allt okk-
ar í menntun í víðasta skilningi,“ sagði Sigríður
að lokum.
Sóknarfærin liggja víða
Fjölmargir aðrir tóku til máls og reifuðu hug-
myndir sínar um hvernig skapa mætti verðmæti
á Íslandi án þess að ganga á náttúruauðlindir
landsins. Ragnar Freyr Ingvarsson læknir
fjallaði um læknalandið Ísland, þar sem erlendir
ríkisborgarar flykktust til landsins til þess að
gangast undir flóknar aðgerðir hjá vel menntuð-
um læknum og að þeim loknum gætu þeir dvalið
hér á landi og notið aðhlynningar og endurhæf-
ingar í einstöku umhverfi.
Guðmundur Páll Ólafsson rithöfundur tók
einnig til máls og viðraði hugmyndir sínar um
víðtæka vernd náttúruauðæfanna gegn ágangi
mannsins og sagði mikilvægt að reisa girðingu
um þau verðmæti sem falin eru í hálendi Íslands.
„Það er bara til eitt Ísland og við erum að glata
því. Þess vegna verðum við að nema land á ný.“
Morgunblaðið/RAX
Fjölmennt Húsfyllir var í ráðstefnusal Hótels Nordica í gær en þar voru félagsmenn samtakanna Framtíðarlandsins komnir saman til að ræða framtíð lands og þjóðar í víðu samhengi.
Álver ekki forsenda árangurs
Fullt var út úr dyrum á haustþingi Framtíðarlandsins, félags áhugafólks um framtíð Íslands
Morgunblaðið/RAX
Svart á hvítu Andri Snær Magnason fjallaði um stóriðjulandið Ísland í máli og myndum.
Í HNOTSKURN
»Samtökin Framtíðarlandið vorustofnuð 17. júní sl. og þeim er ætlað
að vera þverpólitískur mótsstaður með
víðtækri þátttöku frumkvöðla, fræði-
manna, viðskiptafólks, listamanna og
einstaklinga af öllum sviðum atvinnulífs-
ins
»Hátt í 2.500 manns eru skráðir í sam-tökin og um 400 þeirra mættu á
haustþing samtakanna sem fram fór í
gær.
»Á þinginu var m.a. fjallað um áformstjórnvalda varðandi stóriðju og
hvort mögulegt væri að tryggja framtíð
komandi kynslóða án þess að ríkið gripi
til slíkra framkvæmda.
Eftir Friðrik Ársælsson
fridrik@mbl.is