Morgunblaðið - 30.10.2006, Qupperneq 12
12 MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
VESTURLAND
Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur
gve@ismennt.is
ÁSA Hlín Svavarsdóttir leikkona
söðlaði um í lífinu, flutti úr 101
Reykjavík þar sem hún hafði búið
frá tvítugsaldri, og upp í Borgarnes
fyrr á þessu ári. Þar starfar hún hjá
Landnámssetrinu en er auk þess að
leikstýra áhugamannaleikhópi hjá
Ungmennafélaginu Íslendingi. Þeg-
ar fréttaritari heimsótti Ásu Hlín
var hún rétt ófarin í félagsheimilið
Brún þar sem leikhópurinn æfir, en
gaf sér tíma fyrir stutt blaðaviðtal.
Hún segir margt hafa orðið þess
valdandi að hún flutti í Borgarfjörð-
inn, einhvern veginn lá leiðin hingað.
,,Ég á sumarbústað í landi Ytri-
Skeljabrekku, og hafði starfað nokk-
ur sumur sem matráðskona á fjár-
búinu Hesti, þannig að ég þekkti vel
til. Ég var ,,frílans starfandi leik-
kona og leikstjóri í bænum og þegar
dró úr vinnu á sumrin var fínt að
fara í sveitina og taka krakkana með
mér.“
Jákvæð breyting að
flytja hingað
Ása Hlín talaði við Kjartan og
Sirrý sem þá voru að opna Land-
námssetrið og falaðist eftir vinnu,
sem var auðfengin. Á svipuðum tíma
keypti hún hús við sjóinn í Borg-
arnesi og flutti ásamt börnunum sín-
um, þeim Jóni Gunnari 10 ára og
Unu Maríu 6 ára, en elsti sonurinn
Jóhann Kristófer 14 ára, vildi halda
áfram í Austurbæjarskólnum, varð
eftir hjá pabba sínum og kemur um
helgar og í fríum. ,,Ég var orðin
þreytt á að vera í bænum, ég var bú-
in að vera ein með þrjú börn í langan
tíma. Mér fannst stressið mikið, lítill
tími og upplifði að ég væri að múrast
inni í einhverju lífi sem ég kærði mig
ekki um. Það var því mjög jákvæð
breyting að flytja hingað.“
Ása vinnur við móttöku í Land-
námssetrinu en grípur í önnur störf
eftir því sem þarf. ,,Maður þarf að
vera öllum hnútum kunnugur segir
Ása Hlín, ,,ég bóka á sýningar og fer
líka í veitingasalinn, og svo stendur
til að opna þar bráðum búð með
ýmsu íslensku handverki.
Nú er hún að setja upp leikritið
„Maður í mislitum sokkum“ eftir
Arnmund Backman, með ung-
mennafélaginu Íslendingi. ,,Það
gengur mjög vel og við ætlum að
frumsýna um næstu helgi. Ég byrj-
aði á að hafa leikslistarnámskeið í
september og svo fórum við að æfa
leikritið. Allir voru sammála um
þetta val, því þetta er mjög
skemmtilegt leikrit, alveg eins og
gamanleikur á að vera og höfðar vel
til nútímans.“ Ása Hlín segir mjög
gaman að starfa með ,,amatörum.“
,,Já, ég vann t.d. að leikgerð Þum-
alínu á Sólheimasýningu sem var
mjög skemmtilegt, enda þýðir orðið
amatör sá sem gerir eitthvað af ást.
Það er það sem er svo frábært þegar
útgangspunkturinn er gleði og sköp-
un, þegar listin fer að göfga andann.
Enda ber ég mikla virðingu fyrir
fólki sem er að koma á leiklistaræf-
ingu í lok vinnudags og gefur sig í
listina að fullu.“
Er að læra Waldorf-
uppeldisfræði
En Ása Hlín á sér fleiri áhugamál
en listina, því hún hefur verið að
læra Waldorf-uppeldisfræði. ,,Fyrir
rúmum tveimur árum var fólk sem
tók sig saman og hafði samband við
kennaraháskóla í Danmörku. Sigrún
Harðardóttir mannspekiráðgjafi
sem hefur haft með námið þar að
gera, kom þessu á fót hér og ég hef
tekið þátt í því eina helgi í mánuði,
tvö virk kvöld í mánuði og eina 60
stunda námsviku að sumri. Við
fáuum kennara m.a. frá Englandi og
Noregi og aðstaðan er í Sólstöfum í
Hraunbergi og í Lækjarbotnum. Ég
lýk þessu í vor og fæ diplóm en þetta
samsvarar fullu námi í eitt ár.“ Ása
Hlín segir að mjög mikil eftirspurn
sé eftir að koma börnum á Waldorf-
leikskóla. ,,Þessi stefna Rúdolfs
Steiner byggist á því að umhverfið
er náttúrulegt, leikföngin náttúru-
leg, unnið með ull og tré, vatnslitir
og vaxlitir eru úr lífrænum efnum,
maturinn lífrænn; ekki kjöt og fiskur
heldur grænmetisfæði. Unnið er
heildstætt, þ.e. ein stefna í gangi og
viss stefna um hvernig maður leið-
réttir börnin, kemur fram við þau,
og beinir þeim í leikinn. Segja má að
lykilatriði í Waldorf-hugmyndafræð-
inni sé að líkja eftir, bæði hvað leik-
inn varðar og hvernig við umgöng-
umst hvert annað. Það er t.d. ekki
lesið fyrir börnin, heldur les kenn-
arinn ævintýri og gerir það að sínu.
Hann segir svo barninu frá og með
því er hann að gefa af sjálfum sér,
barnið fær ekki bara söguna heldur
líka þennan anda. Barnið hefur
áhuga á að líkja eftir þeirri gjöf sem
það hefur fengið, þannig að þetta
örvar bæði málþroska og frásagn-
argleði barnsins.“ Ása Hlín segir
frábært við þessa hugmyndafræði
að hún knýi okkur til að taka ábyrgð,
við höfum ekki tíma í dag, ætlum
alltaf að redda okkur fyrir horn
seinna,viljum kaupa lausnir í for-
vörnum. ,,Við neitum oft á tíðum að
taka ábyrgð á okkur sjálfum, lifa
heilbrigðu lífi og vera góðar fyrir-
myndir.“
Hvað framtíðina varðar segist Ása
ekki viss um hvort hún fari til
kennslu en hún hefur haldið nám-
skeið og kennt leiklist í mennta-
skólum. ,,Nú er ég komin með meira
bakland og heildarsýn á allan pakk-
ann, hvernig leiklist getur hjálpað
okkur viðð allt, en er ekki bara ein-
angrað fyrirbæri dægradvalar.“
Leiklist getur hjálpað við allt
Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir
Líður vel Ása Hlín Svavarsdóttir ásamt tíkinni Perlu, en þeim líður afskaplega vel nálægt sjónum.
Í HNOTSKURN
»Ása Hlín Svavarsdóttirflutti á þessu ári úr 101
Reykjavík í Borgarnes.
» Þar starfar hún hjá Land-námssetrinu en er auk
þess að leikstýra áhuga-
mannaleikhópi hjá Ung-
mennafélaginu Íslendingi.
» Nú er hún að setja uppleikritið ,,Maður í mislitum
sokkum“ eftir Arnmund Back-
man.
» Þá hefur hún lagt stund áWaldorf-uppeldisfræði.
Þórshöfn | Mikil stakkaskipti hafa
orðið í verslunarmálum á Þórshöfn
síðan verslunarkeðjan Samkaup
opnaði hér matvöruverslun fyrir
rúmum mánuði, eftir gjaldþrot
verslunarinnar Lónsins.
Óhætt er að segja að forsvars-
menn Samkaupa hafi staðið við heit
sín um endurnýjun á húsnæðinu því
unnið hefur verið fram á nætur við
uppsetningu á nýjum búnaði og
miklar endurbætur gerðar á versl-
unarrýminu, jafnt innan dyra sem
utan. Það hefur því sannarlega birt
yfir á Þórshöfn og ánægja er meðal
íbúanna með að hafa fengið ágæta
matvöruverslun með öflugan bak-
hjarl á svæðið. Ásýnd verslunar-
innar hefur gjörbreyst, ekki síður
utandyra, þar sem líflega skreyttir
veggir komu í stað grámyglunnar
sem fyrir var.
Þessi myndarlega Samkaup-
Strax verslun hélt síðan upp á verk-
lokin með því að bjóða upp á fjöl-
breytt tilboð þar sem matvara af
ýmsu tagi var á boðstólum á hag-
stæðu verði. Forsvarsmenn versl-
unarinnar létu ekki þar við sitja
heldur sýndu þeir hug sinn til bæja-
rfélagsins í verki með því að hugsa
til yngstu íbúanna og styrktu for-
eldrafélag Leikskólans Barnabóls
um 250.000 krónur, einnig styrktu
þeir nemendafélag 9. og 10. bekkjar
grunnskólans.
Samkaup gleymdu ekki bænd-
unum og bjóða upp á fordrykk á
uppskeruhátíð þeirra, Smalabit-
anum, en þar er jafnan margt um
manninn.
Íbúar á Þórshöfn og nágrenni eru
að vonum ánægðir með þessi um-
skipti í verslunarmálunum og hafa
tekið nýrri verslun fagnandi.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Nýjung Kristín Heiða Yngvadóttir verslunarstjóri í nýju búðinni. Mikil ánægja er á Þórshöfn með verslunina.
Stakkaskipti í verslunarmálum á Þórshöfn
Mývatnssveit | Baðfélag Mývatns-
sveitar fagnaði í gær 60 þúsundasta
gestinum á árinu, sem var Ólafur H.
Jónsson formaður Landeigenda-
félags Reykjahlíðar. Stefán Gunn-
arsson framkvæmdastjóri Jarðbað-
anna afhenti Ólafi af þessu tilefni
ársmiða í böðin fyrir hjón ásamt
gjafaöskju með snyrtivörulínu fyrir-
tækisins.
Að sögn Stefáns er þessi aðsókn
framar öllum áætlunum og mikið
fagnaðarefni. Hann segir útlend-
inga vera um 52% gesta. Á síðasta
ári var búningsaðstaða aukin með
útiklefum og nú í vikunni verður
ráðist í breytingar á lóninu sem
miða að því að ráða betur við hita í
því þegar vindur blæs. Þess vegna
verður aðeins gufubaðið opið næstu
viku. Annars eru böðin opin alla
daga frá hádegi og til kl. 22. Til-
koma baðanna hefur haft mjög já-
kvæð áhrif á ferðamannastrauminn
í Mývatnssveit. Þegar Ólafur H.
Jónsson er spurður að því hvort
ekki sé erfitt fyrir Reykhlíðinginn
að fara í Vogaland til að baða sig
segir hann það ekki vera. Hann býr
í Reykjavík en stundar sundlaug á
Seltjarnarnesi. Það er ekkert mál,
segir Ólafur.
60 þúsund gestir hafa
sótt Jarðböðin í ár
Morgunblaðið/BFH
Frítt inn Stefán Gunnarsson, framkvæmdastjóri Jarðbaðanna, afhenti
Ólafi H. Jónssyni ársmiða í Jarðböðin þar sem hann var gestur nr. 60.000.
LANDIÐ