Morgunblaðið - 30.10.2006, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2006 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
www.openhand.is
Með OpenHand hefur þú fullan að-
gang að tölvupósti og getur auk
þess skoðað og uppfært önnur skjöl
með farsímanum þínum. Ekki þarf
sérframleitt tæki, heldur virkar
OpenHand á snjallsímum helstu
framleiðenda.
Fáðu nánari upplýsingar um Open-
Hand á www.openhand.is.
„Ég þarf ekki lengur að taka ferðatölvuna
með mér, hef allt í símanum; tölvu-
póstinn, dagbókina, tengiliði og fleira.“
Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á
Íslandi
„Lausnin er einföld, eitt tæki fyrir allar
þarfir.“
Hafsteinn Ingibergsson, Danól
ÖRUGGARA • ÓDÝRARA • SVEIGJANLEGRA
TÖLVUPÓSTUR
DAGBÓK OG FLEIRA
Í FARSÍMANN ÞINN
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
60
56
5
Skrifstofan þín á ferðinni
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● EIMSKIP mun um næstu mán-
aðamót skipta um heimahöfn í Kan-
ada og fara frá Shelburne til Halifax.
Þarna á milli er um fimm klukku-
stunda akstur á bíl.
Hanna Katrín Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri innri og ytri samskipta
hjá Eimskip, segir að því fylgi mikið
hagræði fyrir félagið að flytjast þarna
á milli. Höfnin í Halfax sé betur
tengd við lestarkerfið í Kanada en
Shelburne. Auk þess sigli mörg af
þeim skipafélögum sem Eimskip sé í
samstarfi við til Halifax.
Í frétt á fréttavef kanadíska blaðs-
ins ChronicleHerald er haft eftir Do-
ug Rouse, forstjóra félagsins Hal-
term sem stýrir þeim hluta
hafnarinnar í Halifax þar sem skip
Eimskips munu leggja að, að hann
sé afar ánægður með að fá félagið í
viðskipti. Þá liggi fyrir að umsvif fé-
lagsins í Kanada muni aukast um-
talsvert. Frá því var greint fyrr í þess-
um mánuði að Avion Group hefði fyrir
hönd dótturfélags sín, Eimskip Atlas
Canada, náð samkomulagi við kan-
adíska frystigámafélagið Atlas Cold
Storage um yfirtökutilboð í allt
hlutafé félagsins. Atlas er annað
stærsta kæligeymslufyrirtæki Norð-
ur-Ameríku og er með 53 frysti- og
kæligeymslur vestra.
Eimskip skiptir um
höfn í Kanada
BRESKI kaup-
sýslumaðurinn
Philip Green fær
ekki greiddan
arð frá tísku-
vörukeðjunni Ar-
cadia, sem hann
á 92% hlut í,
vegna rekstrar-
ársins sem lauk í
lok ágúst síðast-
liðinn. Ástæðan er sú að hagnaður
keðjunnar var um fimmtungi minni
en árið áður.
Í október í fyrra var greint frá
því að Green fengi bróðurpartinn
af þeim 1,3 milljörðum punda sem
greiddar voru í arð vegna rekstr-
arársins sem lauk í lok ágúst 2005,
eða um 1,2 milljarða punda. Bresk-
ir fjölmiðlar greindu þá frá því að
arðgreiðslurnar yrðu að stærstum
hluta fjármagnaðar með lántökum
en þær voru umtalsvert hærri en
hagnaður keðjunnar á rekstrárinu.
Arcadia rekur m.a. verslunar-
keðjurnar Top Shop, Dorothy
Perkins og Etam og MissSelfridge.
Hagnaður fyrir skatta á nýliðnu
rekstrarári nam um 202 milljónum
punda samanborið við 253 milljónir
árið áður. Þrátt fyrir minni hagnað
segir Green í samtali við BBC-
fréttastofuna að hann sé ánægður
með afkomuna. Segir hann að upp-
gjör keðjunnar sýni að reksturinn
sé traustur þegar litið sé til þess
hve samkeppnin í tískugeiranum
sé hörð.
Keðjan sem Baugur missti af
Philip Green keypti Arcadia á
árinu 2002 fyrir 850 milljónir
punda og keypti hann þá 20% hlut
Baugs Group í keðjunni. Baugur
hafði í upphafi ársins 2002 reynt
yfirtöku á Arcadia en tókst það
ekki. Green og Baugur sömdu hins
vegar um það í ágúst sama ár að
skipta Arcadia með sér og hófu að
bjóða í fyrirtækið. Daginn sem
formlegt tilboð var lagt fram í Ar-
cadia, 28. ágúst 2002, gerði rík-
islögreglustjóri húsleit í höfuð-
stöðvum Baugs hér á landi vegna
meints fjárdráttar stjórnenda fé-
lagsins. Tveimur dögum síðar lýsti
stjórn Arcadia því yfir að ekki
kæmi til greina að samið yrði um
kaup Baugs á keðjunni. Málinu
lauk með því að Baugur seldi
Green hlut sinn í Arcadia og hann
tók yfir fyrirtækið.
Green fær ekki arð-
greiðslu frá Arcadia í ár
Phillip Green
AUKINN útflutningur í septem-
bermánuði hefur leitt til þess að
hratt degur úr vöruskiptahalla við
útlönd. Vöruskiptin við útlönd í
september voru óhagstæð um 7,6
milljarða króna, sem er að mestu í
samræmi við bráðabirgðatölur Hag-
stofunnar frá því í byrjun þessa
mánaðar. Vöruskiptin í sama mán-
uði í fyrra voru óhagstæð um 12,0
milljarða á föstu gengi.
Í september í ár voru fluttar út
vörur fyrir 22,3 milljarða króna og
inn fyrir 29,9 milljarða.
Jókst um þriðjung
Útflutningur jókst um rúmlega
þriðjung á milli ágúst og september
á þessu ári. Þar munaði mest um
aukinn útflutning á sjávarafurðum
og iðnaðarvörum, að áli undan-
skildu.
Innflutningur dróst saman á milli
ágúst og september, ef undan er
skilinn innflutningur á eldsneyti og
smurolíum. Það dregur úr innflutn-
ingi á fjárfestingarvörum og rekstr-
ar- og hrávörum sem og neysluvör-
um. Bílainnflutningur jókst hins
vegar lítillega milli mánaða.
Fyrstu níu mánuði ársins voru
fluttar út vörur fyrir 173,2 milljarða
króna en inn fyrir 275,4 milljarða.
Halli var á vöruskiptunum við út-
lönd sem nam 102,2 milljörðum en
á sama tíma árið áður voru þau
óhagstæð um 75,2 milljarða á sama
gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var
því 27,0 milljörðum króna lakari en
á sama tíma árið áður, að því er
fram kemur í tilkynningu frá Hag-
stofunni.
Í Morgunkorni Greiningar Glitnis
segir að útlit sé fyrir að áfram muni
draga jafnt og þétt úr vöruskipta-
halla með auknum álútflutningi og
frekari samdrætti í innflutningi á
fjárfestingarvörum. Frekari við-
snúningur muni svo verða á næsta
ári þegar stóriðjuframkvæmdum á
Austurlandi lýkur og álver í Reyð-
arfirði tekur til starfa, auk þess
sem búast megi við samdrætti í
innflutningi á þeim flokkum neyslu-
vara sem hvað næmastir séu fyrir
hagsveiflunni.
Dregur hratt úr
vöruskiptahalla
Aukning í útflutningi á sjávarafurðum og iðnaðarvörum
Minnkandi halli Draga mun úr vöruskiptahallanum á næstu mánuðum.
Morgunblaðið/RAX
EKSTRA BLADET segir í fyrstu
grein sinni af fleiri boðuðum um ís-
lenska kaupsýslumenn og íslenskt
viðskiptalíf að Kaupþing banki hafi
komið sér upp flóknu alþjóðlegu og
leynilegu kerfi sem að hluta sé notað
til að færa stórar fjárhæðir fram og
til baka án þess að mikið beri á og að
hluta til tryggja að bankinn og við-
skiptavinir hans greiði ekki skatta.
Sigurður Einarsson, stjórnarfor-
maður Kaupþings banka, segir frétt-
ir Ekstra Bladet ekki vera réttar og
umfjöllun blaðsins í raun fáránlega.
Kaupþing sé að vísu orðið ýmsu vant
í erlendum fjölmiðlum en skrif
Ekstra Bladet taki öllu öðru fram.
Ekstra Bladet heldur því m.a.
fram að Íslendingar taki út fé í fyr-
irtækjum sem þeir eigi í Danmörku
og komi þeim til Lúxemborgar og
þaðan áfram án þess að greiða skatt í
Danmörku. Sigurður bendir á að
Kaupþing hafi aldrei tekið neitt í arð
úr FIH í Danmörku sem þó hafi
hagnast vel, bæði í fyrra og í ár. Þá
séu þessar ásakanir út í hött þar sem
enginn munur sé á því hvort menn
greiði arð frá dönskum fyrirtækjum
til t.d. Svíþjóðar, Lúxemborgar eða
þá Íslands.
Ekstra Bladet hefur raunar eftir
Lars Bo Langsted, prófessor í fyr-
irtækjarétti og sérfræðingi í efna-
hagsbrotum, að ýmsar skýringar
geti verið á flóknu fyrirtækjaneti
„Íslendinga“. Ein skýringin geti ver-
ið, að verið sé að reyna að ná fram
sem mestu skattahagræði án þess að
aðferðirnar séu ólöglegar.
Skrif Ekstra
Bladet
fáránleg
STJÓRNVÖLD í Suður-Afríku
hafa ákveðið að verja sem svarar
til um tveggja milljarða Banda-
ríkjadollara, jafnvirði um 135
milljarða íslenskra króna, vegna
undirbúnings heimsmeist-
arakeppninnar í knattspyrnu sem
haldin verður í landinu árið 2010.
Fjármálaráðherra Suður-Afríku,
Trevor Manuel, tilkynnti þetta á
þingi landsins fyrir skemmstu.
Frá þessu er greint í frétt á
fréttavef BBC-fréttastofunanr.
Manuel greindi frá því að á
næstu þremur árum verði um 1,1
milljarði dollara varið til bygg-
ingar á fimm nýjum fótboltavöll-
um og til að endurbæta velli sem
fyrir eru. Þetta svarar til um 75
milljarða íslenskra króna. Þá
sagði hann að gert sé ráð fyrir að
um 800 milljónir dollara, um 55
milljarðar króna, fari í að end-
urbæta samgöngukerfið í landinu
og ýmislegt annað sem því teng-
ist.
Einnig er gert ráð fyrir því að
stjórnvöld í Suður-Afríku leggi fé
af mörkum til baráttunnar gegn
glæpum í landinu, að því er fram
kemur í frétt BBC. Í því sambandi
er áætlað að ráða um 8.000 nýja
lögreglumenn til starfa og um
2.000 óbreytta borgara til að vera
í sérstöku varaliði á meðan heims-
meistarakeppnin mun standa yfir.
Um 75 milljarðar í fót-
boltavelli í Suður-Afríku