Morgunblaðið - 30.10.2006, Side 14
14 MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
Síðumúla 13
sími 588 2122
www.eltak.is
VOGIR
Eltak sérhæfir sig í
sölu og þjónustu á
vogum.
Bjóðum mesta úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
BEITNINGAVÉLARBÁTUR TIL SÖLU
Til sölu er
beitningavélarbátur með
nýju 15.000 krókakerfi
frá Murstad. Báturinn
tekur 10 tonn af fiski í
körum í lest. Báturinn er
í toppstandi. Selst með
veiðileyfi í
krókaaflamarkskerfi en
án veiðiheimilda.
Upplýsingar í símum 862-5266/846-2026.
Bleikjan er hánorrænn fisk-ur sagði Guðni Ágústsson,landbúnaðarráðherra, áráðstefnu um bleikjueldi
fyrir helgina. Hann bætti við að í
bleikjunni værum við beztir í heimi,
ættum sterkasta mann í heimi, fal-
legustu konuna og bezta gæðinginn.
Lítillæti hefur hvorki plagað Guðna
né íslenzku þjóðina og er svo vel. Við
eigum að vera hreykin af góðum ár-
angri lítillar þjóðar, hvort sem það
er í eldi á fiski, fólki eða fákum.
Margir segja líka að við búum við
bezta fiskveiðistjórnunarkerfi í
heiminum. Um það eru reyndar
skiptar skoðanir, að minnsta kosti
hér heima fyrir.
En snúum okkur aftur að bleikj-
unni, hinum hánorræna fiski.
Bryggjuspjallari hefur alla tíð verið
mikill aðdáandi bleikjunnar og telur
hana til dæmis miklu betri matfisk
en hinn stórlega ofmetna lax, sem
reyndar er að verða matur fátæka
mannsins. Hann kostar í mörgum
tilfellum minna en þorskur og ýsa.
Bleikjan er hins vegar herramanns-
matur og selst á mun hærra verði en
laxinn. Það kitlaði hégómagirnd
bryggjuspjallara mikið, þegar hann
var á ferð í Boston fyrir nokkrum ár-
um og fór þar á sérlega fínt sjáv-
arréttaveitingahús. Þar var bleikjan
með dýrari og eftirsóttari réttum og
að sjálfsögðu var hún ættuð frá Ís-
landi. Segja má að henni hafi fylgt
ættbók eins og íslenzka hestinum.
Þeir sem vildu gera vel við sig og
sýna að þeir væru heimsborgarar
fengu sér að sjálfsögðu íslenzka
bleikju. Annað var sveitamennska.
Staðreyndin er sú, að Íslendingar
bera höfuð og herðar yfir aðrar þjóð-
ir í eldi og útflutningi á bleikju. Að-
stæður til bleikjueldis eru hvergi
betri en hér á landi. Markaðir fyrir
bleikjuna hafa verið takmarkaðir,
bundnir við ákveðin landsvæði í Evr-
ópu og norðausturströnd Bandaríkj-
anna. Það er eðlilegt að markaðir
fyrir takmarkaða afurð séu ekki
miklir, þeir markast af framboði,
fremur en að framboðið markist af
mörkuðunum. Bleikjan hefur á sér
orð hreinleika norðurheimskautsins
og hana á að kynna sem slíka. Nú má
segja að hún sé eingöngu seld á veit-
ingahúsum erlendis. Það er hins
vegar verkefni að skapa þannig af-
urðir úr henni að hún eigi erindi inn í
sælkerabúðirnar, þar sem neyt-
endur eru tilbúnir til að borga hátt
verð fyrir einstakar afurðir. Takist
það má gera því skóna að bleikjueldi
geti vaxið hér og dafnað takmarka-
lítið, án þess að það komi til verð-
lækkana á mörkuðum, jafnvel frekar
að verðið hækkaði. Eldið hér er lík-
lega um 2.000 tonn nú. Fimmföldun
þess í framtíðinni er gott markmið,
en hugsanlega er hægt að gera
miklu betur. Þannig getum við skap-
að okkur sérstöðu á mörkuðum fyrir
einstakar fiskafurðir. Við getum
skapað okkur stóran markað erlend-
is án þess að þurfa að lækka verðið
eins og Norðmenn gerðu á laxinum.
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita
töluverðu fé til að auka markaði fyr-
ir bleikjuna erlendis. Það ætti að
vera auðvelt. Bleikjan kynnir sig
bezt sjálf. Sá sem einu sinni hefur
smakkað bleikju, borðar hana
örugglega aftur.
» Fimmföldun bleikju-eldis í framtíðinni er
gott markmið.
hjgi@mbl.is
Af fiski, fólki og fákum
BRYGGJUSPJALL
Hjörtur Gíslason
ÚTHLUTAÐ heildaraflamark í
norsk-íslenskri síld á árinu 2006 er
153.817 lestir. Það er tæplega 4
þúsund lestum minna en leyfilegur
heildarafli ársins 2005 sem var
157.700 lestir. Nú hafa íslensk skip
veitt rúmlega 155.000 lestir af
norsk-íslenskri síld á yfirstandandi
ári og aflinn því kominn tæplega
prósent fram úr heildaraflamarki.
Nú er hægt að flytja aflamark í
norsk-íslenskri síld á milli ára.
Einnig má veiða 5% umfram út-
hlutun, sem þá dregst frá heim-
ildum næsta árs. Það er því ekki
loku fyrir það skotið að enn eigi
eftir að berast meira á land af
norsk-íslensku síldinni á þessu ári.
Einkum ef hún hefur blandast ís-
lensku sumargotssíldinni á heima-
miðum eins og í fyrra. Veiðar á
henni eru nú hafnar af fullum
krafti og aflinn í gær orðinn ríf-
lega 14.000 tonn.
Síldarkvótinn búinn
VERÐ sjávarafurða hækkaði mikið
í september, eða um 2,4% mælt í er-
lendri mynt (SDR). Afurðaverðið
hefur ekki áður mælst jafn hátt og
nú og hefur það hækkað um 7,9%
síðustu þrjá mánuði og um 10,1%
síðustu tólf mánuði. Í íslenskum
krónum hækkaði afurðaverð í sept-
ember um 1,7% frá mánuðinum á
undan. Afurðaverð í íslenskum
krónum hefur hækkað um 26% síð-
astliðið ár og hefur ekki verið
hærra frá því í lok árs 2001. Þetta
kemur fram í tölum Hagstofunnar.
Mjölverð hækkar
en síld lækkar
Verð á mjöli er sögulega hátt og
hækkaði lítillega í september, eða
um 0,9% í erlendri mynt. Mjölverð-
ið í september var rúmum 68%
hærra en í september í fyrra.
Helstu ástæður fyrir háu mjölverði
eru minni uppsjávarfiskkvóti í lönd-
um S-Ameríku, mikil eftirspurn frá
fiskeldi í Kína og stöðug eftirspurn
frá laxeldisfyrirtækjum. Af öðrum
afurðaflokkum hækkaði verð á sjó-
frystum botnfiskafurðum um 2,1% í
september, mælt í erlendri mynt.
Landfrystar botnfiskafurðir hækk-
uðu einnig í verði, eða um 1,8% í
september. Verð á frosinni síld
lækkaði um 6,3% í verði í síðast-
liðnum mánuði og hefur lækkað um
24% frá því í september í fyrra,
m.a. vegna mikils framboðs á
heimsvísu.
Framlegð batnar með
hagstæðari ytri skilyrðum
Hagur sjávarútvegsfyrir-
tækjanna hefur vænkast á þessu ári
með lækkun gengis krónunnar og
hækkun á afurðaverði. Þótt loðnu-
vertíðin í upphafi árs hafi verið mun
styttri en síðustu ár stefnir í að
aflaverðmæti frá íslenskum fiski-
skipum verði hærra í ár miðað við
fyrra ár. Ljóst er að framlegð í
rekstri hjá fyrirtækjum í greininni
mun batna á yfirstandandi ári.
'
*
'
*
'
*
*'
**
)'
)*
% &
& ##' " ##$
( )(
( #
*
#
%
+
** ** ** **! **' **+
Afurðaverð
enn á uppleið
Verðið hefur ekki áður mælst jafn hátt
SAMKVÆMT samkomulagi um
veiðar á kolmunna verður íslensk-
um skipum heimilað að veiða
299.710 tonn árið 2007, sem er
15% lækkun, eða ríflega 50.000
tonnum minna en þau 352.600 tonn
sem heimilt er að veiðar í ár. Afl-
inn á árinu er orðinn 311.400 tonn,
eða 88% leyfilegs afla. Ólíklegt er
að heildaraflinn náist þar sem upp-
sjávarveiðiskipin eru flest á síld
um þessar mundir.
Ger má ráð fyrir því að vaxandi
hluti kolmunnaaflans verði unninn
um borð í veiðiskipunum til mann-
eldis. Markaður er fyrir heilfryst-
an kolmunna í Kína, þar sem hann
er endurunninn, og fyrir hausaðan
kolmunna í Austur-Evrópu.
Minnkandi kvóti leiðir til þess að
reynt verður að auka verðmæti
aflans.
Samningurinn var gerður seint á
síðasta ári og kom böndum á þær
stjórnlausu veiðar sem viðgengist
höfðu árin á undan, en nú hefur
náðst samkomulag á fundi aðild-
arþjóðanna í Færeyjum um að
draga úr veiðunum.
Samkvæmt samningnum fær Ís-
land í sinn hlut 17,63% af heildar-
aflamarki strandríkjanna, Evrópu-
sambandið 30,5%, Færeyjar
26,125% og Noregur 25,745%.
Heildaraflamark í
ár 2 milljónir tonna
Heildaraflamark strandríkjanna
árið 2006 var tvær milljónir tonna.
Ljóst var að um of mikla veiði var
að ræða, en samkomulag varð
samt um þessa tölu vegna þess hve
mikilvægt væri fyrir framtíð veið-
anna að ná samkomulagi um
stjórnunina jafnvel þótt of mikið
yrði veitt í upphafi samningstím-
ans. Í samningnum er ákvæði um
að heildaraflamark skuli lækka um
minnst 100.000 tonn milli ára
þangað til því marki verði náð að
veiðarnar séu í samræmi við veiði-
ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðs-
ins (ICES).
Fyrir ári var gert ráð fyrir því
að þetta fæli í sér jafna lækkun
þar til heildaraflamark yrði ein og
hálf milljón tonna, en ráðgjöf
ICES er nú sú að nauðsynlegt
muni reynast að minnka veiðarnar
enn meira til þess að þær verði
sjálfbærar til lengri tíma. Sam-
komulag náðist meðal strandríkj-
anna um að lækka heildaraflamark
þeirra um 300.000 tonn milli ára,
eða um 15%. Alls munu þau því
heimila skipum sínum að veiða 1,7
milljónir tonna á árinu 2007. Til-
laga Alþjóða hafrannsóknaráðsins
um hámarksafla var tæp ein millj-
ón tonna.Veiðiheimildir annarra en
strandríkjanna, þ.e. Rússlands og
Grænlands, verða ákveðnar á árs-
fundi Norðaustur-Atlantshafs fisk-
veiðinefndarinnar (NEAFC) í
næsta mánuði og með tvíhliða
samkomulagi þessara aðila við
strandríkin.
Í sendinefnd Íslands á strand-
ríkjafundinum voru Stefán Ás-
mundsson, sjávarútvegsráðuneyt-
inu, formaður, og Kristján
Þórarinsson, LÍÚ.
Kolmunnakvótinn
minnkar um 50.000 tonn
Í HNOTSKURN
»Aflinn á árinu er orðinn311.400 tonn, eða 88%
leyfilegs afla.
»Samkomulag náðist meðalstrandríkjanna um að
lækka heildaraflamark þeirra
um 300.000 tonna milli ára,
eða um 15%.
»Alls munu strandríkinheimila skipum sínum að
veiða 1,7 milljónir tonna á
árinu 2007.
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason
Veiðar Kolmunna dælt í lestar
Hákons ÞH á miðunum.
Fréttir á SMS