Morgunblaðið - 30.10.2006, Page 16
16 MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Á MORGUN kl. 12.10 verður
boðið upp á leiðsögn Ágústs
Georgssonar, þjóðháttafræð-
ings og fyrrverandi forstöðu-
manns Sjóminjasanfs Íslands,
um grunnsýningu Þjóðminja-
safns Íslands, þar sem skoð-
aðir verða gripir í eigu safns-
ins sem tengjast sjávarháttum.
Þetta er fjórði fyrirlesturinn
eða leiðsögnin í röð sér-
fræðileiðsagna Þjóðminja-
safnsins sem boðið er upp á í vetur undir yf-
irskriftinni „Ausið úr viskubrunnum í
Þjóðminjasafni Íslands“ og nefnist erindi Ágústs
„Fagur fiskur í sjó“.
Leiðsögn
Gripir sem tengjast
sjávarháttum
Ágúst
Georgsson
GOETHE-stofnunin stendur
fyrir sýningu þýsku mynd-
arinnar Sophie Scholl – Die lez-
ten Tage í fyrirlestrarsal
Landsbókasafns Íslands – Há-
skólabókasafns á morgun
klukkan 20.00.
Leikstjóri myndarinnar er
Marc Rothemund en í myndinni
segir frá Sophie Scholl sem til-
heyrði andspyrnuhreyfingunni
Hvítu rósinni í München í seinni
heimstyrjöldinni. Í febrúar 1943 var hún handtekin
en vísaði öllum ásökunum um landráð á bug þrátt
fyrir harkalegar yfirheyrsluaðferðir.
Aðgangur er ókeypis.
Kvikmyndasýning
Síðustu dagar
Sophie Scholl
Marc
Rothemund
Í TILEFNI þess að bókin
Fyrirgefningin: Heimsins
fremsta lækning eftir Gerald
Jampolsky hefur verið endur-
útgefin af Eddu útgáfu, mun
þýðandi hennar, Guðjón Berg-
mann, halda fyrirlestur með
sama nafni á Grandhótel í
Reykjavík á miðvikudaginn
klukkan 20.00.
Frá því að Guðjón þýddi
bókina fyrir sex árum hefur
fyrirgefninguna margoft borið á góma í fyr-
irlestrum hans og námskeiðum.
Fyrirlesturinn stendur í tvo tíma og aðgangs-
eyrir er 2.500 krónur.
Fyrirlestur
Lækningamáttur
fyrirgefningarinnar
Guðjón
Bergmann
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
STRÁKPJAKKARNIR
Max og Mórits voru end-
urútgefnir í íslenskri
þýðingu Kristjáns Eld-
járns nýlega. Max og
Mórits eru frægasta
sköpunarverk þýska
teiknarans og skáldsins Wil-
helms Busch og komu fyrst
út hér á landi árið 1981. Nú
hefur Þórarinn Eldjárn endur-
útgefið söguna sem hefur verið ófá-
anleg í mörg ár.
„Max og Mórits eiga hiklaust
erindi til okkar í dag, þetta
er klassískt verk eftir
mjög frægan höfund sem
hefur haft mikil áhrif
bæði innan mynd-
listar og ljóðlistar og
líka haft veruleg
áhrif á þróun
teiknimyndasög-
unnar,“ segir
Þórarinn og bæt-
ir við að ástæðan
fyrir endurútgáf-
unni sé m.a sú að
bókin hafi verið illfá-
anleg lengi. „Fólk hefur
stundum beðið mig um að út-
vega sér eintak og það hefur yf-
irleitt reynst útilokað. Það er oft
þannig með barnabækur að þær
eru gefnar út, klárast, eru lesnar
upp til agna og sjást aldrei meir
sem mér finnst mikil synd.“
Ágóðinn rennur í minning-
arsjóð Kristjáns Eldjárns
Það sem honum finnst heillandi
við þessa þýsku prakkara er hvern-
ig orðin og myndirnar hanga sam-
an og að þó þeir geri ýmislegt ljótt
þá sé það líka afskaplega fyndið.
„Það eru ekki til fleiri bækur um
Max og Mórits en það er til
ógrynni af myndasögum eftir Wil-
helm Busch, bæði fyrir börn og
fullorðna. En til fróðleiks má nefna
að Max og Mórits urðu fyr-
irmyndin að hinum frægu karakt-
erum Knoll og Tott.“
Þórarinn segist hafa fengið góð
viðbrögð við endurútgáfu Max og
Mórits. „Það eru margir sem kann-
ast við þá og í hinum þýska menn-
ingarheimi þekkja þá allir. Ég hef
fengið mikil viðbrögð frá fólki og
það birtir yfir svipnum á sumum
þegar þeir sjá þá félagana.“
Allur ágóði af bókinni um Max
og Mórits rennur í Minningarsjóð
Kristjáns Eldjárns gítarleikara.
„Þessi sjóður var stofnaður árið
2002 þegar sonur minn lést. Stofn-
inn í honum voru minningargjafir í
sambandi við andlátið en nú er
meiningin að gera lokaátak í því að
efla sjóðinn þannig að hægt verði
að hefja úthlutanir úr honum næsta
sumar. En það stendur til að út-
hluta viðurkenningum, helst árlega,
til framúrskarandi tónlistarmanna,“
segir Þórarinn.
Prakkararnir Max og
Mórits fáanlegir aftur
Prakkarar Bókin Max og Mórits eftir Wilhelm
Busch er nú aftur fáanleg hér á landi.
SAMKVÆMT því sem kemur fram
í nýrri ævisögu um goðsögnina
Harry Houdini starfaði hann m.a.
sem njósnari fyrir Scotland Yard,
hafði þann starfa að fylgjast náið
með rússneskum stjórnleysingjum
og hafa uppi á gagnnjósnurum í
röðum bandarísku leyniþjónust-
innar – og hugsanlegt er að hann
hafi verið myrtur.
Fyrirhugað er að gefa út bókina
The Secret Life of Houdini: The
Making of America’s First Super-
hero þegar hrekkjavakan gengur í
garð vestanhafs, í tilefni af áttatíu
ára dánarafmæli sjónhverfinga-
mannsins, 31. október nk., en hann
lést fyrir aldur fram 52 ára að
aldri í sjúkraherbergi 401 á Grace
spítalanum í Detroit. Banamein
hans var sprunginn botnlangi.
Myrtur af spíritistum
Höfundar bókarinnar, William
Kalush og Larry Sloman, segjast
hafa komist á snoðir um tvöfalt líf
Houdinis eftir að hafa skoðað dag-
bók breska njósnarans William
Melville þar sem nafn Houdinis
kemur nokkrum sinnum fyrir.
Samkvæmt Kalush og Sloman
greiddi Melville þessi leið Houdinis
til frægðar í Evrópu með því að
skipuleggja áheyrnaprufu þar sem
Houdini losaði sig úr tvennum
handjárnum í eigu Scotland Yard.
„Dagbókarfundurinn gaf grun-
semdum okkar byr í seglin,“ hafði
AP-fréttastofan eftir Kalush.
Í bókinni er einnig fjallað um
skrautlegan feril Houdinis og
heimsfrægðina sem fylgdi óvenju-
legum hæfileikum hans. Þá er sagt
frá þeirri staðreynd að þremur
dögum fyrir andlát Houdinis var
hann nokkrum sinnum sleginn í
kviðinn af háskólanemanum J.
Gordon Whitehead og síðar af
ókunnugum manni í anddyri hót-
elsins sem hann gisti á.
Er látið í það skína í bókinni að
ákveðinn hópur spíritista kunni að
hafa staðið að baki árásunum til að
hefna fyrir opinberar og harð-
orðar yfirlýsingar Houdinis þess
efnis að hópurinn beitti blekk-
ingum.
Njósnarinn
Harry
Houdini
Ný bók segir Houdini
hafa lifað tvöföldu lífi
Goðsögn Houdini er frægasti sjón-
hverfingamaður allra tíma.
SAMKVÆMT upplýsingum frá
framleiðendum heimildamynd-
arinnar Ekkert mál hafa hátt í
12.000 manns séð myndina í kvik-
myndahúsum það sem af er, sem
þýðir að hún er orðin langvinsæl-
asta íslenska heimildamyndin frá
upphafi. Ekkert mál, sem var frum-
sýnd í byrjun september, fjallar um
ævi og sigra aflrauna- og kraftlyft-
ingamannsins Jóns Páls Sigmars-
sonar. Henni var vel tekið af gagn-
rýnendum og fékk m.a. fjórar
stjörnur af fimm hjá kvikmynda-
gagnrýnanda Morgunblaðsins.
Að sögn framleiðenda er nú unn-
ið að því að selja sýningarréttinn í
Evrópu og Ameríku.
Mynd um Jón
Pál vinsæl
HVATNINGARVEÐLAUN Landsbankans
verða afhent í annað sinn á Edduhátíðinni þann
19. nóvember nk. Verðlaunin eru veitt í Stutt-
myndakeppni ÍKSA, Íslensku kvikmynda- og
sjónvarpsakademíunnar, en hæfar til keppni eru
stuttmyndir sem hafa verið gerðar á síðasta ári af
ungu fólki á aldrinum 15–25 ára og miðast aldurs-
mörk við 1. nóvember 2006.
Myndirnar mega ekki vera lengri en 20 mínútur
og skulu efnistök vera innan velsæmismarka þar
eð myndirnar sem valdar eru í undanúrslit verða
sýndar á opinberum vettvangi
Skilafrestur á myndum rennur út klukkan 17
föstudaginn 3. nóvember. Þá tekur til starfa
þriggja manna dómnefnd skipuð einstaklingum
sem „standa framarlega í kvikmyndagerð á Ís-
landi“, eins og segir í fréttatilkynningu. Dóm-
nefndin mun skoða öll þau verk sem berast og
fjalla um þau og á endanum velja þrjár myndir til
að keppa um Hvatningarverðlaunin. Til grund-
vallar vali sínu styðst nefndin við þætti eins og
sköpun, meðferð tæknilegra þátta, frásagnastíl og
frumleika.
Myndirnar þrjár verða gerðar opinberar þann
10. nóvember og verða sýndar, í heild eða hluta, í
Sjónvarpinu tveimur dögum síðar. Þá verða þær
til sýnis á Netinu vikuna fyrir Edduhátíðina þar
sem almenningi gefst kostur á að skoða þær og
jafnframt greiða um þær atkvæði. Munu atkvæði
almennings vega 35% af endanlegu atkvæðagildi
en atkvæði dómnefndar 65%.
Í fyrra var það myndin Hið ljúfa líf sem bar sig-
ur úr býtum en hún var önnur af sameiginlegum
útskriftarmyndum nemenda í Kvikmyndaskóla
Íslands á vorönn 2005.
Kvikmyndir | Auglýst eftir myndum í Stuttmyndasamkeppni ÍKSA fyrir ungt fólk
Þrjár myndir keppa til úrslita
www.logs.is