Morgunblaðið - 30.10.2006, Blaðsíða 20
gæludýr
20 MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
vaxtaauki!
10%
Frábært TILBOÐ! Kynntu þér málið á spron.is
A
RG
U
S
/
06
-0
47
2
Eftir Fríðu Björnsdóttur
fridavob@islandia.is
HVER segir að hundalíf þurfi
að vera eitthvað slæmt? Full-
yrða má að líf smáhundsins sem
varð á vegi blaðamanns í Berlín
nú fyrir nokkru hafi verið sæld-
arlíf miðað við það sem föru-
nautar hans þurftu að upplifa á
sama tíma á fjögurra tíma
göngu um borgina þar sem
margir voru við það að örmagn-
ast.
Hópur fólks var að leggja upp
í kynnisferð um miðborg Berl-
ínar þegar skyndilega bættist í
hópinn þriggja manna, eða var
þetta kannski fjögurra manna
fjölskylda? Fólkið virtist nefni-
lega vera með barn í kerru.
Lagt var upp í gönguna sem átti
eftir að reynast mörgum bæði
löng og ströng en sama gilti
ekki um þann sem í kerrunni
sat. Þegar betur var að gáð var
það alls ekki neinn barnungi
heldur ferfætlingur, hundur,
sem kúrði í kerrunni en hún var
af nýjustu gerð og hefði verið til
sóma hvaða barni sem var.
Naut sögu-
frægra staða
Eigendur hunds og kerru
voru hjón frá Hollandi og dóttir
þeirra um tvítugt. Þau sögðu að
hundurinn í kerrunni hefði vakið
ómælda athygli ófárra vegfar-
enda í skoðunarferðum þeirra
um Berlín en þar sem hund-
urinn væri ekki sérlega góður til
gangs hefði eina ráðið verið að
aka honum um í barnakerru.
Í byrjun skoðunarferðarinnar
var neti rennt upp fyrir kerru-
skerminum en svo fór sá litli að
ókyrrast eins og oft vill verða
um ungviði í kerru. Þá var rennt
frá til hálfs og hundurinn gat
stungið hausnum út og horft á
og notið sögufrægra staða í
Berlín eins og samferðamenn-
irnir, um leið og hann hlustaði
athugull á leiðsögumanni.
Þegar komið var á torgið þar
sem minnismerkið um bóka-
brennu nazista er að finna, á
móti Humboldt háskólanum,
endaði með því að dóttirin varð
að taka seppa upp og halda á
honum. Hann fór aftur í kerruna
en vildi greinilega fá að ganga
um götur stórborgarinnar eins
og hinir túristarnir, svo honum
var lyft upp aftur og hann fékk
að ganga um stund með hópnum
í taumi um sinn.
Í ferðalok var eigandinn
spurður hvort hún héldi að sá
litli hefði notið ferðarinnar og
myndi muna til langframa eitt-
hvað af öllum þeim fróðleik sem
hann hafði heyrt. Hún hló og
sagðist svo sannarlega vona það.
Ekki er vitað hvort seppi þurfti
að borga fyrir leiðsögnina en
kannski hér sé komin lausn á
því hvernig reykvískir hundeig-
endur geta farið með hunda sína
í bæinn eða á þá staði þar sem
bannað er að vera með hund í
bandi. Ekkert skilti er uppi um
bann við hundum í kerru!
Pug-hundur skoðar
heimsborgina Berlín
Eftir Unni H. Jóhannsdóttur
uhj@mbl.is
ÞAÐ varð vakning varðandi agamál barna og unglinga á tíunda ára-
tugnum á Bandaríkjunum, sem náði hámarki í kjölfar hræðilegra
skotárása á samnemendur í nokkrum skólum landsins,“ segir dr. Jeff-
rey R. Sprague dósent í sérkennslufræðum við Oregon-háskóla. Hann
er einn stjórnenda stofnunar við skólann sem rannsakar ofbeldi og
neikvæða hegðun hjá börnum og unglingum og leiðir til agastjórn-
unar í skólum. „Við höfum þróað PBS-kerfið (Positive Behavioral
Supports) en það er leið til þess að kenna og styrkja æskilega hegðun
samhliða því að fyrirbyggja og draga úr erfiðri hegðun. Það er út-
skýrt nákvæmlega til hvers er ætlast af börnunum, æskileg hegðun er
kennd og við hana er stutt með umbunum eins og pappírsverðlauna-
peningum. Það er líka skýrt og fyrirsjáanlegt hvaða afleiðingar
óæskileg hegðun hefur í för með sér. Lögð er áhersla á að slík leið-
rétting sé jákvæð og að hún hvetji barnið til temja sér hina jákvæðu
félagslegu hegðun og leiði því fyrir sjónir að því fylgir vellíðan bæði
fyrir það og aðra,“ segir Sprague. Hann segir að refsingar séu of-
metnar sem agatæki. „Óttinn er almennt ekki áhrifaríkur til þess að
halda uppi aga því að virðing manneskjunnar fyrir því sem veldur ótt-
anum er sjaldnast mikil. Sá sem ber virðingu fyrir sjálfum sér, ber
virðingu fyrir öðrum. Það er því betra að nota það sem vekur vellíðan
hjá öllum, hrósið, til þess að fá fólk, á hvaða aldri sem er raunar, til
þess að framkvæma sanngjörn verkefni. PBS hvetur til jákvæðrar
hegðunar með kerfisbundum hætti, m.a. til þess að vinna gegn þeirri
tilhneigingu að einblína á neikvæða hegðun og refsingar.“
Nýtt hlutverk skólanna
– En hvers vegna þurfa skólar nútímans að aga börn sérstaklega?
„Öll vestræn samfélög glíma við agavandamál. Í Suður-Ameríku og
Asíu fer þeim líka fjölgandi. Líf foreldra og barna er aðskilið mestan
hluta dagsins. Börn eru nú í skólanum 6–8 tíma á dag og það er eðli-
legt að skólinn taki einnig að sér það uppeldishlutverk sem fjöl-
skyldan hafði áður ein með höndum. Hingað til hefur verið litið svo á
að hlutverk skólans sé kennsla bóklegra og verklegra greina. Sam-
félagið hefur einfaldlega breyst. Hlutverk skólans og þar með hlut-
verk kennarans hefur breyst gífurlega á undanförnum áratugum og
þess vegna verður að hlúa að hvoru tveggja. Með því að taka upp
virka agastjórnun í skólum lækkar tíðni hegðunarvandamála sem er
algengt umkvörtunarefni í dag. Það er vandamál sem hverfur aldrei
alveg en það er hægt að ná betri tökum á vandanum. Í Bandaríkj-
unum er talið að um 15% barna og unglinga eigi við hegðunarvand-
kvæði að stríða en vandamál 3–5% eru alvarleg og það eru börnin sem
eru í mestri áhættu á að lenda í fíkniefnum, glæpum, beita ofbeldi og
eiga almennt erfitt með að aðlagast samfélaginu.“
Sprague segir að það taki um þrjú til fimm ár að innleiða kerfið í
skóla og þá sé farið eftir ákveðnu ferli. „PSB hefur nú verið innleitt í
um 2.000 skólum í 40 fylkjum. Að baki PBS liggja viðamiklar rann-
sóknir og þær hafa líka sýnt að reynslan er góð og að það gerir gagn.
Bandarísk stjórnvöld hafa verið mjög áhugasöm og fjármagnað vinnu
okkar að hluta og skólarnir láta vel af kerfinu. Þróunarstarfið heldur
vitaskuld áfram því samfélagið heldur áfram að breytast. Eftir því
sem hópar þess verða einangraðri hver frá öðrum, eins og t.d. börn
frá fullorðnum, því líklegra er að neikvætt hegðunarmynstur og lög-
mál sem loðir oft við hópa verði meira áberandi. Það verður ekkert
annað afl á vogarskálunum sem virkar til mótvægis hópauppeldinu.
Það er því mikilvægt að skólinn temji sér markvissa agastjórnun
strax frá upphafi þar sem starfsfólk er meðvitað og samþykkt stefnu
skólans í þessum málum og viðbrögðum.“
Agi er virðing
Morgunblaðið/Kristinn
Mikilvægt Dr. Sprague segir skóla í dag þurfa að sinna uppeldi
barna og agastjórnun.
menntun
SUMIR hafa eflaust hryllt sig þegar nýr veitinga-
staður var opnaður á dögunum í Shenzhen í
Guangdong héraði í Suður-Kína. Þema staðarins
er salerni og sitja gestir á skrautlegum klósettum
þegar þeir borða og skálarnar sem maturinn er
borinn fram í minna á baðker. Sumir diskarnir
eru einnig í laginu eins og kúamykja.
Þetta er ekki fyrsti veitingastaðurinn sem
kenndur er við salerni. því fyrsti staðurinn var
opnaður í Tævan fyrir nokkru og ber hann heitið
Marton sem er þýðir klósett á kínversku.
Viðskiptavinirnir eru aðallega ungt fólk sem
lætur sig ekki muna um að bíða í nokkra daga eft-
ir því að fá borð á staðnum.
Reuters
Öðruvísi Spilað í rólegheitum.
Salernisstaður
nýtur vinsælda
Skondið Matseðillinn skoðaður.
HREKKJAVAKA var haldin hátíðleg víða um heim um helgina. Þessi
hundur tók þátt í skrúðgöngu í Tókíó og var auðvitað uppáklæddur í gras-
kersbúning til að vera í stíl við tilefnið.
Reuters
Hrekkjavaka
veitingastaður