Morgunblaðið - 30.10.2006, Qupperneq 24
24 MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
PRÓFKJÖR
SJÁLFSTÆÐISMANNA
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykja-vík kemur sterkur út úr próf-kjöri sínu, sem lauk á laug-
ardag. Þátttaka í prófkjörinu var
mikil. Yfir 10.000 manns kusu, sem
er yfir helmingur þeirra sem voru á
kjörskrá, þannig að niðurstaðan er
bindandi hvað efstu sæti framboðs-
listanna í Reykjavíkurkjördæmun-
um varðar.
Geir H. Haarde, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, fær gríðarlega góða
kosningu, um 89% atkvæða í 1. sæt-
ið, sem vafalítið styrkir stöðu hans,
bæði innan flokksins og út á við í
embætti forsætisráðherra.
Einn helzti kostur prófkjörsað-
ferðarinnar við að velja á framboðs-
lista er að þannig eru meiri líkur á
endurnýjun en ef uppstillingarað-
ferð væri beitt. Þannig náði nýtt fólk
athyglisverðum árangri í prófkjör-
inu. Engu að síður féll enginn þing-
maður flokksins, sem sóttist eftir
endurkjöri, úr öruggu þingsæti að
ætla má. Að því leyti er þetta líka já-
kvæð niðurstaða fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn.
Hins vegar hafa prófkjörin sjaldn-
ast skilað því að hlutfall kynjanna sé
því sem næst jafnt á framboðslista.
Prófkjör sjálfstæðismanna fyrir síð-
ustu borgarstjórnarkosningar var
reyndar undantekning í þeim efnum,
en í þetta sinn tókst ekki að end-
urtaka leikinn. Hlutur kvenna í
þessu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík er reyndar mun betri en
í prófkjörinu, sem fram fór fyrir
fjórum árum. En þótt í tólf efstu
sætunum séu fimm konur, eru fjórar
þeirra á neðri helmingi listans, þar
af þrjár í 10–12. sæti.
Það er umhugsunarefni hvernig
hægt er að gera prófkjörin aðgengi-
legri fyrir konur. Takmarkanir á
þeim fjármunum, sem varið er til
prófkjörsbaráttunnar, hljóta að
koma til greina. Rök hafa verið færð
fyrir því að m.a. vegna minni tengsla
kvenna en karla við viðskiptalífið
hafi þær síðri aðgang að fjármunum
til að fjármagna prófkjörsbaráttu.
Efstu sæti framboðslista Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavíkurkjör-
dæmunum verða skipuð fólki á tals-
vert breiðu aldursbili. Ungt fólk
fékk mikinn framgang í þessu próf-
kjöri. Segja má að í prófkjörinu hafi
komið í ljós ný kynslóð, sem býr sig
undir að taka við forystunni í flokkn-
um einhvern tímann á næsta áratug.
Gera má ráð fyrir að fulltrúar sömu
kynslóðar nái góðum árangri í próf-
kjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi.
Þetta er öflug sveit, sem mun taka
við þessum stærsta stjórnmálaflokki
þjóðarinnar.
Á HVAÐA LEIÐ?
Sú var tíðin, að hægt var að líta upptil Bandaríkjanna. Þar var barizt
fyrir hinum fegurstu hugsjónum. Þar
var frelsið sett á oddinn. Þar voru
mannréttindi í heiðri höfð, þótt við og
við hefðu augljóslega komið upp
tímabil í bandarískri sögu, þar sem
þau voru virt að vettugi.
Hápunkturinn í hugsjónabaráttu
Bandaríkjamanna á síðustu rúmlega
hálfri öld hefur vafalaust verið ann-
ars vegar framganga Bandaríkja-
manna til þess að bjarga Evrópu und-
an kúgun nazismans og
kommúnismans og hins vegar valda-
tíð John F. Kennedys, sem einkennd-
ist af háleitum hugsjónum, þótt Ken-
nedy sjálfur væri vissulega ekki
heilagur maður. Friðarsveitirnar,
sem skipaðar voru ungu fólki og
Kennedy sendi um heim allan til þess
að hjálpa fátæku fólki voru hugsjóna-
barátta.
Hin stórkostlega ræða Kennedys í
Berlín, þegar hann ávarpaði hálfa
milljón manna í borginni og sagði að
sérhver frjáls maður væri borgari
Berlínar – Ich bin ein Berliner –
skapaði eldmóð í brjóstum ungmenna
um allan heim.
Hvað hefur komið fyrir þetta ríki,
sem átti sér svo háleitar hugsjónir og
glæsta leiðtoga?
Í Morgunblaðinu í gær er sagt frá
ummælum Cheneys, varaforseta
Bandaríkjanna, sem jafnframt er
annar mesti valdamaður í Bandaríkj-
unum, en það á sjaldnast við um þá
sem gegna embætti varaforseta, um
pyntingar. Varaforsetinn var spurð-
ur í útvarpsviðtali fyrir nokkrum
dögum, hvort hann væri því sam-
þykkur að dýfa höfði manns ofan í
vatn ef með þeim hætti væri hægt að
neyða þann hinn sama til að veita
upplýsingar. Svar hans var þetta:
„Það er ekkert tiltökumál fyrir
mig. Við erum auðvitað bundnir al-
þjóðasamningum en sannleikurinn er
sá, að það er unnt að beita ýmsum
kraftmiklum yfirheyrsluaðferðum og
það eigum við að geta gert.“
Þetta er einn helzti leiðtogi Banda-
ríkjanna sem svona talar. Hvenær
villtist þessi þjóð af réttri leið? Hve-
nær hætti hún að vera tákn fyrir há-
leitar hugsjónir en fór í þess að vinna
með sama hætti og andstæðingar
hennar hafa gert og forystumenn
hennar hafa fordæmt? Hvenær
breyttust Bandaríkin í andhverfu
sína?
Það er bara eitt afl til í Bandaríkj-
unum, sem getur breytt þessari veg-
ferð. Það er fólkið sjálft. Kjósendur í
Bandaríkjunum geta sett þá frá völd-
um, sem hafa leitt þessa miklu þjóð í
ógöngur og sett aðra í þeirra stað,
sem treystandi er til að halda á lofti
baráttu fyrir mannréttindum og
frelsi um allan heim. Bandaríkja-
menn þurfa að endurskoða frá grunni
samskipti sín við aðrar þjóðir.
Schröder, fyrrverandi kanslari
Þýzkalands, segir að Bush líti svo á
að hann þiggi vald sitt frá Guði. Það
eru varasamir stjórnmálamenn, sem
eru með Guð á vörunum dag hvern.
Enn er það svo að stjórnmálamenn,
sem kjörnir eru í lýðræðislegum
kosningum sækja vald sitt til fólks-
ins. Nú er kominn tími til fyrir hinn
almenna borgara í Bandaríkjunum að
beina ríkinu inn á réttar brautir.
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
RÚMLEGA helmingur eða 50,88%
þeirra sem eru á kjörskrá Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík
greiddu atkvæði í prófkjöri flokks-
ins á föstudag og laugardag. Kosn-
ingin er því bindandi að því leyti að
kjörnefnd er skylt að gera tillögu til
fundar fulltrúaráðs sjálfstæðis-
félaganna í Reykjavík um að listinn
verði skipaður í samræmi við nið-
urstöður prófkjörsins, enda hafi
frambjóðendur hlotið meira en 50%
fylgi í eitthvert sæti listans. Þetta á
við um ellefu efstu menn á listanum.
Góð kosning formanns
Geir H. Haarde, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, hlaut afar góða
kosningu í 1. sæti í prófkjöri flokks-
ins í Reykjavík en hann hlaut 88,8%
af gildum atkvæðum í það sæti, sem
hann sóttist einn eftir. Til saman-
burðar má geta þess að í prófkjör-
inu árið 2002 hlaut Davíð Oddsson
84,24% atkvæða í 1. sætið og Geir
hlaut 82,94% í 2. sætið.
hafnaði í þriðja sæti í próf
með 4.506 atkvæði.
Gríðargóður árangur tveg
liða, þeirra Guðfinnu Bjarn
rektors Háskólans í Reykja
Illuga Gunnarssonar hagfr
vekur athygli. Guðfinna var
4. sæti með 4.256 atkvæði og
Guðlaugur Þór Þórðarson sem
kom nýr inn á þing árið 2003 hlaut
afgerandi kosningu í 2. sætið um
helgina, hlaut 5.071 atkvæði en
hans helsti keppinautur, Björn
Bjarnason dómsmálaráðherra og
þingmaður Reykvíkinga til 15 ára
fékk 3.858 atkvæði í það sæti. Björn
Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík
Niðurstaðan binda
rúmlega helmingu
&
* & ##+, +
,
- -
./ .
0 .
1
./ 2
/
3
3
. 2,
2
4/ 3
56 7#8
#
!
'
+
&
(
)
*
"
!"#$ - .
9!
"
9
" 9
"
"
9 0" #$" GRAZYNA
María Ok-
uniewska hjúkr-
unarfræðingur
lenti í 12. sæti í
prófkjöri sjálf-
stæðismanna í
Reykjavík og
sagðist hún vera
afar ánægð með
þá niðurstöðu.
Hún sagðist hafa rekið prófkjörs-
baráttuna með öðrum hætti en marg-
ir aðrir, hefði engan haft í vinnu og
ekki opnað sérstaka skrifstofu. Í stað-
inn hefði hún farið á fundi og á vinnu-
staði og skrifað greinar í dagblöð. Það
hefði verið sama hvert hún hefði far-
ið, allir hefðu tekið henni mjög vel og
þátttakan í prófkjörinu hefði verið
mjög ánæguleg.
Grazyna María Okuniewska
Ánægð með
niðurstöðuna
PÉTUR H. Blön-
dal alþing-
ismaður sagði að
listinn sem hefði
komið fram í
prófkjörinu væri
sterkur en því
væri á hinn bóg-
inn ekki að neita
að hann hefði orð-
ið fyrir ákveðnum vonbrigðum með
að hafa lent í 6. sæti en hann stefndi
á það þriðja. Í prófkjörinu fyrir al-
þingiskosningarnar 2002 lenti Pétur
í 4. sæti.
Pétur sagði að þessi úrslit hefðu
komið sér nokkuð á óvart og honum
hefði fundist sem menn hefðu betur
kunnað að meta fundina sem hann
stóð fyrir og málefnalega umræðu.
„En þetta er vilji kjósenda, sjálf-
stæðismanna í Reykjavík, og auðvit-
að hlítir maður því,“ sagði hann.
Spurður um hugsanlegar skýringar
á því að hann komst ekki ofar á
listann benti Pétur á að mikið hefði
verið um úthringingar en sjálfur
hefði hann ekki beitt þeirri aðferð.
Aðspurður um hlut kvenna á listan-
um sagði Pétur að ræst hefði úr hon-
um og miðað við fjölda kvenna sem
buðu sig fram væri niðurstaðan
þokkaleg þó að auðvitað vildi hann
sjá meira jafnræði á listanum.
Pétur H. Blöndal
Ákveðin
vonbrigði
ÞEGAR
fyrstu tölur
í prófkjöri
Sjálfstæð-
isflokksins í
Reykjavík
voru lesnar
upp rétt eft-
ir klukkan
18 á laug-
ardagskvöld, varð Guðfinna S.
Bjarnadóttir í fyrstu undrandi
en síðan vék sú tilfinning fyr-
ir þakklæti í garð stuðnings-
manna, sagði Guðfinna í sam-
tali við Morgunblaðið.
Guðfinna lenti í 4. sæti í próf-
kjörinu, því fyrsta sem hún
tekur þátt í.
Guðfinna tók sér launalaust
leyfi frá störfum sínum sem
rektor Háskólans í Reykjavík
1. október og hefur síðan unn-
ið að framboði sínu. Hún
sagðist hafa fundið mikla og
góða strauma í garð fram-
boðsins en vegna reynsluleys-
is á þessu sviði hefði hún átt
erfitt með að gera sér grein
fyrir hvar hún stæði í raun.
Gegnir ekki þingmennsku
og starfi rektors samtímis
Aðspurð um listann í heild
sagði Guðfinna að hann væri
afar sterkur. Hún hefði þó
viljað sjá fleiri konur á listan-
um en á hinn bóginn mætti
benda á að mun færri konur
en karlar hefðu gefið kost á
sér. 19 manns hefðu verið í
framboði, þar af tólf karlar og
sjö konur. Þá hefðu það verið
mikil tíðindi að Guðlaugur
Þór Þórðarson hefði náð af-
gerandi kosningu í for-
ystusæti í öðru kjördæminu.
Það væri mjög spennandi fyr-
ir hana og Illuga Gunnarsson
að koma ný inn í svo sterk
sæti. Guðfinna tekur aftur við
starfi rektors í dag og sagði
hún að ákvörðun um næstu
skref varðandi störf hennar
fyrir skólann væri í höndum
háskólaráðs. Það væri alveg
ljóst að hún myndi ekki gegna
þingmennsku og starfi rekt-
ors á sama tíma.
Guðfinna S. Bjarnadóttir
Átti erfitt
með að meta
stöðuna
fyrirfram
SIGRÍÐU
hildur And
er ánægð m
sætið þó hú
hefði rauna
stefnt á 5.–
í prófkjöri
stæðisflokk
Reykjavík.
benti á að f
hefðu stefnt á sæti ofar á lista
en þeir síðan náðu. „Fyrir ung
manneskju eins og mig sem er
bjóða sig fram í fyrsta sinn, er
innan þeirra marka sem ég ge
fyrir. Og þetta er öruggt þing
Aðspurð hvort úrslitin í slagn
2. sætið hefðu komið henni á ó
sagði hún að mjög erfitt hefði
að meta stöðuna í aðdraganda
kjörsins. Þá hefði Björn fengi
góða kosningu í 3. sæti.
Sigríður benti á að kæmist
Alþingi, sem allar líkur væru á
það í fyrsta skipti í 50 ár sem k
úr ungliðahreyfingunni í Reyk
tæki þar sæti. Þá hefðu menn
fá talsmann hinnar klassísku s
stæðisstefnu á listann.
Sigríður Á. Andersen
Innan marka
sem gert
var ráð fyrir
GEIR H. H
stæðisflokk
inn var í pr
sterkan og
telur ekki a
verið harða
„Ég tel a
sterkur list
og við munu
urstrangleg
Reykjavíkurkjördæmunum. H
ég mjög ánægður með þessi úr
við Morgunblaðið, en hann hlau
í 1. sæti og tæplega 96% í heild
Geir sagði að á listanum vær
reynslu í stjórnmálum og nýju
dóttir og Illugi Gunnarsson hef
kosningu og þeir sem kæmu ný
góða kosningu. Hið sama mætt
„Ég tel að þetta sé mjög góð by
baráttu sem mun standa næstu
Aðspurður sagðist hann ekk
að prófkjörsbaráttan hefði veri
frábrugðin nú en áður. „Það he
svona prófkjörum, til dæmis fy
Geir H. Haarde, formaðu
Góð byrju