Morgunblaðið - 30.10.2006, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2006 25
SIGURÐUR Kári
Kristjánsson, al-
þingismaður,
hafnaði í 8. sæti
sem er talsvert
lakari árangur en
hann stefndi að en
hann sóttist eftir
4. sætinu. Í próf-
kjörinu fyrir fjór-
um árum náði hann 7. sæti.
Sigurður Kári sagði því ekki að
leyna að útkoman væri ákveðin von-
brigði enda hefði hann ekki náð sín-
um markmiðum.
Aðspurður hvað hefði farið úr-
skeiðis sagði hann að það væri ekki
um að ræða einhverja eina ástæðu í
þessu sambandi. Hann sagist raunar
mjög ánægður með sína kosninga-
baráttu. „Svona spilaðist þetta bara.
Það komu nokkrir nýir inn í þetta
prófkjör sem náðu góðum árangri.
Ég held að það hafi kannski líka verið
pressa á að kjósa konur í sæti of-
arlega. Kannski hafa einhverjir liðið
fyrir það,“ sagði hann. Hugsanlega
mætti einnig draga þann lærdóm af
þessu prófkjöri að nauðsynlegt væri
að reka öfluga úthringisveit en það
hefði hann ekki gert. „Maður þarf
kannski að huga að því fyrir næstu
lotu,“ sagði hann.
Listinn í heild sinni væri sterkur
og nefndi Sigurður sérstaklega að
Guðfinna Bjarnadóttir, Illugi Gunn-
arsson og Sigríður Á. Andersen
myndu gefa honum nýtt og ferskt yf-
irbragð.
Sigurður Kári Kristjánsson
Nýir menn
og pressa á að
kjósa konur
ÁSTA Möller al-
þingismaður sagði
listann sterkan og
Sjálfstæðisflokk-
urinn væri svo
sannarlega full-
sæmdur af því að
bjóða hann fram
við næstu kosn-
ingar. Hún hefði
þó viljað að konur næðu betri árangri
í prófkjörinu.
Ásta bauð sig fram í 3. sæti en
hafnaði í því sjöunda. Í prófkjörinu
sem haldið var 2002 lenti hún í 9. sæti.
Ásta sagði eftirtektarvert hversu
nýliðarnir Guðfinna Bjarnadóttir og
Illugi Gunnarsson náðu góðum ár-
angri en þetta sýndi að sjálfstæð-
ismenn í Reykjavík vildu reglulega
endurnýjun á framboðslistum. Það
hefði einnig orðið til þess að margt
reyndara fólk lenti neðar á listanum
en það stefndi að.
Töluverður slagur var um 2. sætið
og sagði Ásta að sumir hefðu haft
áhyggjur af því að sá sem lyti í lægra
haldi gæti fallið niður listann. Það
hefði sem betur fer ekki gerst og það
væri mjög ánægjulegt að bæði Guð-
laugur Þór Þórðarson og Björn
Bjarnason væru í forystusætum.
Ásta leyndi því ekki að hún hefði
viljað lenda ofar á listanum en sagði
að á hinn bóginn mætti líta til þess að
hún færði sig upp um tvö sæti frá
prófkjörinu árið 2002.
Ásta sagðist hafa viljað hlut
kvenna meiri á listanum þó að staða
þeirra væri mun sterkari en fyrir
fjórum árum, enda hefði hún ekki
getað verið öllu lakari en þá. „Ég sá
það fyrir mér að það yrðu að minnsta
kosti fjórar konur á meðal tíu efstu en
við venjulegar aðstæður er flokk-
urinn öruggur um að ná tíu þing-
mönnum í Reykjavík,“ sagði hún.
Spurð um ástæður fyrir þessu sagði
Ásta að flokkurinn væri m.a. að súpa
seyðið af slöku gengi kvenna í próf-
kjörinu árið 2002 en þá voru tvær
konur meðal tíu efstu. Það hefði m.a.
valdið því að í prófkjörinu nú hefði
hún verið eina konan með þing-
reynslu, á móti sex karlkyns alþing-
ismönnum. „Það tekur tíma að laga
slys eins og varð þá,“ sagði Ásta.
Ásta Möller
Hefði viljað
fleiri konur
meðal tíu efstu
„ÉG er af-
skaplega ánægð-
ur með þann
stuðning sem ég
fékk og raunar
hrærður. Ég er
þakklátur mínu
stuðningsfólki og
sjálfstæðisfólki
fyrir að veita mér
þetta brautargengi og ég mun
leggja mig allan fram til að standa
undir því trausti sem mér var veitt.
Ég fékk 50% fylgi í 2. sætið og 82% í
heildina sem er vægast sagt
ánægjulegt,“ sagði Guðlaugur Þór
Þórðarson alþingismaður, sem var
kjörinn í 2. sæti listans. Í prófkjör-
inu 2002 hafnaði Guðlaugur Þór í 6.
sæti en hann kom þá nýr inn á lista.
Guðlaugur Þór sagði jafnframt að
það væri Sjálfstæðisflokkurinn sem
væri sigurvegari prófkjörsins og að
listinn sem hefði komið fram væri
afar sterkur. Björn Bjarnason hefði
fengið góða og afgerandi kosningu í
3. sætið og þetta væru skýr skilaboð
um að hann ætti áfram að vera í for-
ystusveit flokksins. Konur hefðu
fengið góða kosningu, árangur Guð-
finnu væri einfaldlega frábær en
einnig hefðu Ásta Möller, Sigríður
Á. Andersen, Dögg Pálsdóttir og
Grazyna María Okuniewska fengið
góða kosningu. Árangur Illuga
Gunnarssonar væri eftirtekt-
arverður og þingmenn flokksins
hefðu allir fengið örugga kosningu.
Listinn væri góð blanda, hvort sem
væri litið til aldurs eða kyns.
Aðspurður hvort hann gæti nefnt
einhverja sérstaka ástæðu fyrir því
að honum tókst að vinna 2. sætið,
sagði Guðlaugur Þór að hann hefði
alltaf fundið fyrir miklum stuðningi
frá sjálfstæðismönnum og stuðning-
urinn hefði einnig verið mikill núna.
Að framboði hans hefðu margir unn-
ið sem hefðu unnið með honum áður
en einnig hefði fólk unnið að fram-
boðinu sem hann hefði aldrei kynnst
áður.
Guðlaugur Þór þakkaði Birni
Bjarnasyni og Pétri H. Blöndal fyrir
drengilega kosningabaráttu. „Hún
var stutt og snörp og vissulega hörð
á köflum en því erum við vanir í
Sjálfstæðisflokknum,“ sagði hann.
Flokksmenn hefðu ávallt borið gæfu
til þess að snúa bökum saman eftir
prófkjör og snúa sér að slagnum
sem skipti máli; alþingiskosning-
unum.
Guðlaugur Þór Þórðarson
„Stutt og snörp
og vissulega
hörð á köflum“
DÖGG Pálsdóttir
hæstarétt-
arlögmaður sagð-
ist hafa verið
undir það búin að
hún gæti lent í 10.
sæti eða þar um
bil og hún væri
því ágætlega sátt
við 11. sætið í
prófkjörinu.
Dögg benti á að níu manns hefðu
stefnt að sætunum fyrir ofan hana á
listanum. „Það stefnir allt í það að
11. sætið geti orðið baráttusæti
þannig að ég held ég geti verið ágæt-
lega sátt við það. Auðvitað stefndi ég
hærra en ég var líka raunsæ.“
Dögg bætti við að hún væri ekki
sátt við hlut kvenna á listanum. Það
væri ekki gott að einungis tvær kon-
ur væru í efstu níu sætunum, sem
væru þingsæti nú. „En þetta er vilji
flokksmanna og við það verður auð-
vitað unað, þótt maður sé ekki sáttur
við hann.“
Dögg benti á að þegar hún gaf
kost á sér í 4. sætið hafði engin kona
gefið kost á sér ofarlega á listann
nema Ásta Möller í 3. sætið. Með
framboði sínu hefði hún viljað
tryggja að völ væri á konum í efstu
sætum. Hún hefði hlotið tæplega
60% atkvæða og gæti ekki verið ann-
að en ánægð með það.
Dögg Pálsdóttir
Stefndi hærra
en var raunsæ
„HVAÐ sjálfan
mig varðar þá
hækka ég mig
frá síðasta próf-
kjöri og bæti við
mig í at-
kvæðafjölda og
prósentum. Ég
stefndi auðvitað
hærra og hefði
viljað fara ofar á listann. Engu að
síður finnst mér úrslitin hvað mig
varðar vera viðunandi,“ sagði Birgir
Ármannsson alþingismaður.
Birgir bauð sig fram í 3.–5. sæti
en lenti í 9. sæti. Í prófkjörinu árið
2002 varð hann í 10. sæti.
Birgir sagði að alltaf væru sveifl-
ur í pólitíkinni og í þessu tilviki
hefði verið töluverð sveifla með
Guðfinnu Bjarnadóttur og Illuga
Gunnarssyni sem væru vel kynnt á
öðrum vettvangi. „Það var greini-
legt að kjósendur í prófkjörinu voru
tilbúnir að gefa þeim tækifæri og
fyrir okkur sem fyrir erum, er í
sjálfu sér fagnaðarefni að fá þau til
liðs við okkur með þessum hætti,“
sagði hann.
Birgir Ármannsson
Sveifla með
tveimur nýjum
frambjóðendum
varð í 7. sæti með 6.057 atkvæði og
Sigurður Kári Kristjánsson varð í 8.
sæti með 6.735 atkvæði. Í níunda
sæti varð Birgir Ármannsson með
7.106 atkvæði, Sigríður Ásthildur
Andersen var kjörin í 10. sæti með
6.328 atkvæðum. Í 11. sæti varð
Dögg Pálsdóttir með 5.991 atkvæði
og í 12. sæti varð Grazyna María Ok-
uniewska með 3.514 atkvæði.
Þegar kjörfundi lauk klukkan 18 á
laugardag voru 21.317 manns á kjör-
skrá. Atkvæði greiddu 10.846. Gild
atkvæði voru 10.182 og auðir og
ógildir seðlar voru 564.
Dregið um kjördæmi
Prófkjörsreglur Sjálfstæðis-
flokksins mæla fyrir um að þeir tveir
einstaklingar sem lenda í efstu
tveimur sætunum, leiði sitt hvort
kjördæmið, þ.e. Reykjavíkurkjör-
dæmi norður og Reykjavíkurkjör-
dæmi suður. Þeir sem lenda í þriðja
og fjórða sæti skipa annað sæti hvors
lista og svo koll af kolli. Dregið er um
hvorn framboðslistann sá sem hlotið
hefur fyrsta sætið skal leiða og ræð-
ur það röðun annarra frambjóðenda.
það fimmta með 4.526 atkvæðum.
Illugi telst raunar ekki nýliði í póli-
tík, þó hann hafi ekki áður tekið
þátt í prófkjöri, en hann var aðstoð-
armaður Davíðs Oddssonar á árun-
um 2000–2004.
Pétur H. Blöndal varð í 6. sæti
með 5.175 atkvæði, Ásta Möller
fkjörinu
ggja ný-
adóttur
avík og
ræðings
kjörin í
g Illugi í
andi þar sem
ur tók þátt
(
" ##$
% &!$""'( !"$ ) &#
9*
"
9)
"
9(
"
9&
"
9+
"
9'
" ILLUGI
Gunnarsson,
hagfræðingur
og fyrrverandi
aðstoðarmaður
Davíðs Odds-
sonar, náði 5.
sætinu í próf-
kjörinu sem
hlýtur að telj-
ast afar góður árangur í ljósi þess
að hann hefur ekki áður tekið þátt
í prófkjöri. Þó hann hafi stefnt á 5.
sætið er Illugi að vonum ánægður
með árangurinn. „Ég er auðvitað
afskaplega þakklátur fyrir það
traust sem mér hefur verið sýnt í
þessu prófkjöri og jafnframt er ég
óskaplega þakklátur öllum mínum
góðu stuðningsmönnum sem
lögðu á sig mikla vinnu,“ sagði
hann.
Listinn væri sterkur og sjálf-
stæðismenn myndu nú snúa bök-
um saman og einbeita sér að kosn-
ingunum næsta vor.
Sjálfstæðisflokkurinn myndi setja
markið hátt fyrir næstu þingkosn-
ingar og þá myndi konum fjölga í
þingflokknum. Aðalatriðið væri að
flokkurinn hlyti góða kosningu.
Illugi Gunnarsson
Þakklátur
fyrir traust
BJÖRN Bjarnason
dómsmálaráðherra
telur sig hafa unn-
ið góðan varn-
arsigur í prófkjöri
Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík,
eftir harða sókn
gegn sér innan og
utan flokksins.
Hann sitji áfram í þriðja sæti listans
en það sæti hafi hann skipað frá því
hann hóf beina þátttöku í stjórn-
málum árið 1990.
Björn ritaði pistil á vef sinn,
www.bjorn.is, í gær þar sem m.a. kom
fram að eftir að hann tilkynnti op-
inberlega að hann myndi sækjast eftir
öðru sætinu, hefðu birst fréttir um að
Guðlaugur Þór Þórðarson ætlaði
einnig að sækjast eftir öðru sætinu.
„Ég stofnaði til fundar okkar Guð-
laugs Þórs um málið og sagðist hann
þá ekki hafa gert upp hug sinn en hart
væri að sér lagt að sækjast eftir þessu
sæti. Ég sagði honum þá skoðun
mína, að átök, sem þar með yrðu,
gætu orðið flokknum hættuleg, eink-
um væri líklegt, að andstæðingar
flokksins myndu leitast við að færa
sér þau í nyt til að ýta undir flokka-
drætti.
Gekk þessi spá mín um andstæð-
inga flokksins eftir og varð atlaga
þeirra meðal annars til þess, að við
Geir H. Haarde héldum sameig-
inlegan fund um öryggismál í Valhöll
laugardaginn 21. október. Þá hafði
það líka gerst nokkrum dögum áður,
að stjórn Sambands ungra sjálfstæð-
ismanna hafði sent frá sér dæmalausa
ályktun, sem túlkuð var eins og árás á
mig á viðkvæmasta stigi próf-
kjörsbaráttu,“ segir í pistli Björns.
Ályktun á viðkvæmum tíma
Í skriflegu svari við spurningum
Morgunblaðsins sagði Björn að hann
teldi að prófkjörsbaráttan hefði að
ýmsu leyti verið harðari en venja er
til. Spurningu um hvort innanflokks-
menn hefðu sótt að honum með
ósanngjörnum hætti, svaraði Björn
með eftirfarandi hætti: „Ályktun
stjórnar SUS um störf mín sem dóms-
málaráðherra á viðkvæmum tíma-
punkti í prófkjörsbaráttunni vakti
undrun og athygli langt út fyrir raðir
flokksins.“
Í pistli sínum segir Björn enn-
fremur að hin harða barátta um annað
sætið hafi vafalaust orðið til þess að
þriðji frambjóðandinn í það sæti, Pét-
ur H. Blöndal, hafnaði í sjötta sæti,
honum til lítillar gleði.
Hann ræðir einnig um hin svoköll-
uðu hleranamál en af einhverjum
ástæðum, sem hann ekki skilji, hafi
spjótunum verið beint gegn honum í
því máli, þótt ekkert þeirra sé eða hafi
verið á döfinni á þeim tíma sem hann
hefur gegnt stöðu dómsmálaráðherra.
Björn segir í pistli sínum að fyrir þá
sem muna þann tíma þegar sótt var
að Geir Hallgrímssyni, sé það ekki
gleðiefni ef álitsgjafar í fjölmiðlum
séu þeirra skoðunar að innan flokks-
ins séu starfandi hópar sem beiti
sömu, eða svipuðum aðferðum og
beitt var gegn Geir. „Sé staðan orðin
sú, hefur flokksstarfið ekki verið að
þróast til réttrar áttar og þá eru menn
teknir til við að hlutast til um innra
starf flokksins með því hugarfari að
beita flokksfélögum á borð við hverfa-
félög til átaka við samherja en ekki til
þess að vinna að framgangi sameig-
inlegra mála og sjálfstæðisstefn-
unnar. Formennska í hverfafélagi er í
eðli sínu ekki ólík formennsku í Verði,
fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna, og
enginn gerir þá kröfu til þess, sem
gegnir þeirri formennsku, að hann
taki opinberlega afstöðu með eða á
móti einhverjum frambjóðanda í próf-
kjöri – annað er uppi á teningnum,
þegar litið er til formanna hverf-
afélaga. Sé litið á slík félög sem tæki í
átökum innan flokks, eru þau að snú-
ast í andhverfu sína, því að þau eru
tæki til að stuðla að samheldni og
samstöðu með heildarhagsmuni
flokksins að leiðarljósi,“ segir í pistl-
inum.
Björn Bjarnason
Varnarsigur
eftir harða
sókn utan
flokks og innan
R Ást-
dersen
með 10.
ún
ar
–7. sæti
Sjálf-
ksins í
. Hún
flestir
anum
ga
r að
r þetta
erði ráð
gsæti.“
um um
óvart
verið
a próf-
ið mjög
hún á
á, væri
kona
kjavík
viljað
sjálf-
a
Haarde, formaður Sjálf-
ksins, segir listann sem val-
ófkjöri sjálfstæðismanna
sigurstranglegan. Hann
að kosningabaráttan hafi
ari en venja er til.
að út úr þessu komi mjög
ti fyrir Sjálfstæðisflokkinn
um tefla fram sig-
gum listum í báðum
Hvað sjálfan mig varðar er
rslit,“ sagði Geir í samtali
ut 88,8% greiddra atkvæða
dina.
ri góð blanda af fólki með
fólki. Guðfinna S. Bjarna-
fðu hlotið mjög glæsilega
ýir inn hefðu einnig hlotið
ti segja um þingmennina.
yrjun á okkar kosninga-
u sex mánuði,“ sagði Geir.
ki hafa tilfinningu fyrir því
ið harðari eða á annan hátt
efur oft verið tekist hart á í
yrir borgarstjórnarkosn-
ingarnar í fyrra og iðulega. En aðalatriðið er að svona bar-
átta sé drengileg og allir aðilar uni þeim úrslitum sem út
úr þessu koma,“ sagði Geir. Hann vissi ekki annað en að
baráttan hefði í aðalatriðum verið drengileg.
Af úrslitum í prófkjörinu vekur mesta athygli að Björn
Bjarnason náði ekki 2. sæti. Geir sagði að það væri ekkert
launungarmál að hann hefði beitt sér í þágu Björns. „En
þarna voru þrír menn að keppa um þetta sæti og það kom-
ast auðvitað ekki allir í sætið sem eftir því óska. Ég hef
enga sérstaka skýringu á því að öðru leyti,“ sagði hann.
Björn hefur sagt að sótt hafi verið að honum utan og
innan flokks. Spurður um þetta sagði Geir að hann hefði
þegar rætt um utanflokksmálið á fundi. „En innanflokks-
málið er nú bara kosningabarátta í prófkjöri, að því er ég
tel. Ég sé nú bara það þannig,“ sagði Geir. Í þessu tilviki
hefði Guðlaugur Þór Þórðarson náð mjög góðum árangri
og ástæða væri til að óska honum til hamingju með það.
Hann væri vel að þessum úrslitum kominn.
Aðspurður hvað honum þætti um kynjaskiptinguna á
listanum benti Geir á að í tólf efstu sætum listans væru
fimm konur. Það skipti ekki höfuðmáli í hvaða sætum
menn lentu á listanum, kæmust þeir inn á þing. Flokk-
urinn hefði fengið níu þingsæti í Reykjavík í síðustu kosn-
ingum og það væri lágmark að bæta við einum þingmanni í
hvoru kjördæmi. Baráttusætin væru 11. og 12. sæti.
ur Sjálfstæðisflokksins
un á kosningabaráttunni