Morgunblaðið - 30.10.2006, Síða 26
26 MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÉG ÆTLA mér í þessu grein-
arkorni að nota líkingamál til að
koma á framfæri skoðun minni og
fjölmargra skoðanabræðra og
-systra sem hafa haft alltof hægt um
sig að undanförnu und-
ir stórskotahríð hvala-
verndunarsinna í formi
gegndarlauss áróðurs
undanfarinna daga,
þar sem öllum með-
ulum er blygð-
unarlaust beitt.
Hreindýr eru fal-
legar skepnur sem
tengjast í hugum
margra jólum og jóla-
sveinum. Gefum okkur
nú að klikkaður millj-
arðamæringur, með
jólamaníu, ákveði í ein-
hverju flippi að bjóðast til að styrkja
alþjóðleg náttúruverndarsamtök um
einhverjar milljónir dollara gegn því
að samtökin setji af stað öfluga her-
ferð gegn hreindýraveiðum. Þor-
steinn J. tæki sér ferð á hendur í að-
alstöðvarnar í London til að eiga s.s.
hálftíma viðtal við talsmann samtak-
anna og á meðan væru í bakgrunn-
inn sýnd myndbrot frá dauðastríði
tignarlegs hreindýrstarfs sem orðið
hefði fyrir lungnaskoti þar sem blóð-
ið frussaðist í allar áttir í fjörbrotum
þessarar fallegu skepnu. Trúlega
myndu þeir Þorsteinn, rétt eins og í
viðtalinu hans við forsvarsmenn
Græningja í hvalaspjallinu, komast
að sömu niðurstöðu og áður, það er
m.ö.o. að enn væri slatti af skyn-
sömu fólki á Íslandi, þótt stjórnvöld
og sauðsvartur almúginn væru svo
skyni skroppin að vera hlynnt sjálf-
bærri nýtingu hvala og þar með
hvalveiðum.
Gefum okkur nú að upp komi sú
staða að af ótta við að óhreinka tand-
urhreina ímynd þjóðarinnar, og
spilla þar með fyrir okkar mjög svo
ört vaxandi ferðaþjónustu, teldu
stjórnvöld sér þann kost vænstan að
banna hreindýraveiðar og til að vera
örugg um velþóknun alþjóða-
samfélagsins myndu
yfirvöld banna sam-
tímis veiðar á ref og
mink. Líklegur kandí-
dat sem umhverf-
isráðherra á þessu
tímaskeiði gæti t.d.
verið Mörður Árnason.
Gefum okkur enn-
fremur að þetta ástand
myndi vara í tuttugu
ár. Hvernig væri þá
ástandið? Hreindýrið,
sem við skulum kalla
fulltrúa langreyð-
arinnar meðal landdýr-
anna, rásaði um landið í risastórum,
hungruðum hjörðum sem virkuðu
líkt og engisprettufaraldur á náttúr-
una. Refurinn, sem er ágætur stað-
gengill hnúfubaksins, væri búinn að
rústa allt jafnvægi milli dýrateg-
unda í náttúru landsins og mink-
urinn, sem gæti sómt sér vel sem
fulltrúi hrefnunnar meðal landdýra,
sæi um það sem upp á vantaði til að
fullkomna það niðurbrot sem átt
hefði sér stað í íslenskri náttúru.
Þetta er sú staða sem auðveldlega
má yfirfæra til baka til ástandsins í
hafinu umhverfis landið þar sem ört
vaxandi ójafnvægi í lífríki hafsins er
staðreynd. Hjörleifur Guttormsson
gerði lítið úr upplýsingum Hafrann-
sóknastofnunar um það magn sem
hvalir ætu á Íslandsmiðum, aðallega
vegna þess að þær væru gamlar og
þar af leiðandi óáreiðanlegar. Ég tek
undir með Hjörleifi gagnvart því að
upplýsingarnar eru gamlar og mætti
gjarnan uppfæra þessar tölur til
samræmis við það ástand sem við
búum við um þessar mundir. Miðað
við lýsingar félaga minna á sjónum
þar sem þeir nota nú á tímum sömu
viðmiðun á þéttleika hvala á mið-
unum og LHG notar um þéttleika íss
á siglingaleiðum, þá er næsta víst að
ný athugun leiddi í ljós að magnið
sem hvalir tækju til sín á ári væri
verulega meira en þær sex milljónir
tonna sem gögn stofnunarinnar gefa
nú til kynna. Það er með hreinum
ólíkindum hvernig ýmsir fjölmiðlar,
ekki síst þeir opinberu, hafa und-
anfarna daga ausið gegndarlausum
hvalverndunaráróðri yfir þjóðina
þar sem, með örfáum frávikum, er
ekki gerð minnsta tilraun til þess að
koma á framfæri áherslum og skoð-
unum þess mikla meirihluta sem vill
að við stuðlum með gerðum okkar að
jafnvægi í lífríki hafsins með sjálf-
bærri nýtingu þeirra sjávardýra
sem lifa innan efnahagslögsögu okk-
ar. Persónulega finnst mér tíma-
bært að þeir stjórnmálamenn, sem
innan skamms taka þátt í próf-
kjörum sinna flokka, opinberi skoð-
anir sínar á þessum málaflokki með
sama hætti og Mörður, sem svo
sannarlega hefur á sínum tíma verið
skírður réttu nafni.
Hvað ef hreindýr væru
af hvalastofni?
Árni Bjarnason skrifar
um hvalveiðar » Það er með hreinumólíkindum hvernig
ýmsir fjölmiðlar, ekki
síst þeir opinberu, hafa
undanfarna daga ausið
gegndarlausum hval-
verndunaráróðri yfir
þjóðina
Árni Bjarnason
Höfundur er forseti Farmanna- og
fiskimannasambands Íslands.
TALSVERÐ umræða hefur
skapast um breyttar áherslur eftir
kosningarnar í vor, þegar Á-
listinn steypti meirihluta sjálf-
stæðismanna eftir áralanga valda-
setu. Nú er öldin önnur, nýja bæj-
arstjórnin tekur bæði
faglega og rösklega á
málum, beitir lýðræð-
islegum vinnubrögð-
um og kemur fram
með nýjar og ferskar
áherslur. Í síðustu
viku var afgreidd til
auglýsingar keppn-
islýsing vegna arki-
tektasamkeppi um
miðsvæðið. Bæj-
arfulltrúar D-listans
fullyrða ranglega og
gegn betri vitund, að
Á-listinn hafi lofað
íbúakosningu um
skipulagið. Það er
rangt, staðreyndin er
að bæjarfulltrúum Á-
listans var frá upp-
hafi ljóst að þau drög
að skipulagi mið-
svæðisins sem D-
listinn lét vinna, voru
engan veginn í takt við þær hug-
myndir sem fram höfðu komið á
íbúaþingum og fengu því ekki
hljómgrunn hjá íbúunum. Um jól-
in kom fram áskorun frá yfir 700
einstaklingum sem studdu sam-
tökin Betri byggð, áskorun um að
kallað yrði eftir fleiri valkostum
að þessu mikilvæga deiliskipulagi.
Það gerði D-listinn ekki og op-
inber viðbrögð þeirra voru í orði
að fresta framkvæmd deiliskipu-
lagsins fram yfir kosningar. Á
borði var þessi dapurlega tillaga
hins vegar fullunnin, sett á geisla-
disk og í glansumbúðir, borin í
hús af oddvita D-listans, bæj-
arstjóranum sjálfum og send
skipulagsyfirvöldum til auglýs-
ingar mínútu fyrir kosningar. Því
fólki, sem þannig bæði hunsaði og
afskrifaði kröfuna um fleiri val-
kosti, finnst nú skyndilega kominn
tími til samráðs og sendir vikulega
út skáldlegt fjölritað dreifibréf og
reynir af vanmætti að hóa saman
liði til að rukka um íbúakosningar.
Öðruvísi mér áður brá.
Faglegri og lýðræðislegri
vinnubrögð
Nýr meirihluti setur fag-
mennsku í fyrsta sætið og hefur
því fengið Arkitektafélag Íslands
til samstarfs um framkvæmd arki-
tektasamkeppninnar sem lofað var
í kosningabaráttu Á-listans í vor.
Við fylgjum þeim kröfum og
reglum sem Arkitektafélagið setur
sér. Reglurnar kveða á um að
dómnefnd dæmi um þær tillögur
sem fram koma í samkeppninni.
Við höfum að sjálfsögðu komið
allri þeirri góðu hugmyndavinnu á
framfæri sem unnin hefur verið á
íbúaþingum síðustu misseri og á
nýafstöðnum fjölmennum íbúa-
fundi sem var skipulagður af ráð-
gjafafyrirtækinu ALTA. Það er
ánægjulegt að tveir þeirra sem
koma að vinnuferli samkeppninnar
skuli vera meðal virtustu arkitekta
hér á landi og að báðir eigi sér
djúpar rætur á Álftanesinu.
Nýr meirihluti velur þá leið að
kalla eftir samstarfsaðilum til upp-
byggingar á miðsvæðinu. Margir
hafa sýnt áhuga og þegar hafa
verið gerðir rammasamningar við
nokkra aðila. Því miður er bæj-
arstjórn bundin af slæmum ráð-
stöfunum sem gerðar voru af D-
lista rétt fyrir kosningar.
Uppbygging íbúða
fyrir aldraða
Misskilnings gætir víða vegna
rangfærslna bæjarfulltrúa D-
listans varðandi fyrirhugaða upp-
byggingu íbúða fyrir
aldraða. Fyrra skipu-
lag gerði ráð fyrir um
140 íbúðum. Þar var
reiknað með 106 íbúð-
um ætluðum öldruðu
fólki og það húsnæði
hugsað sem einskonar
elliheimili. Nú er fyr-
irhugað að gera ráð
fyrir 50–70 íbúðum.
Stór hluti þeirra mun
henta fólki 55+, fólki
á seinni hluta starfs-
ævinnar eða nýlega
komnu á eftirlaun.
Um 20 íbúðir verða
hannaðar m.t.t þarfa
þeirra sem elstir eru
og þurfa meiri þjón-
ustu. Þá hefur verið
reiknaður út kostn-
aður við íbúðir miðað
við 20 milljóna króna
eign. Kostnaður við
Eiraríbúðirnar sem áður voru fyr-
irhugaðar, var útreiknaður um 155
þús. á mánuði. Hinsvegar er
kostnaður t.d. við Búsetaíbúðir
helmingi lægri eða um 70 þús. Þá
er allur kostnaður og fjármagns-
tekjur reiknaðar, svo og skattar
og skerðingar. Þá hefur bæj-
arstjórn lofað að auka og bæta
heimaþjónustu við eldri borgara
og er að skoða nýjungar í þeim
efnum, s.s. tæknilega aðstoð við
lagfæringar og breytingar á hús-
næði eldri borgara.
Betri bær
Ferskur blær og lýðræðislegir
straumar einkenna nýjan meiri-
hluta. Fyrstu verk okkar voru að
útvega lausar kennslustofur til að
tryggja nægjanlegt kennslurými
fyrir haustið og að undirbúa útboð
á máltíðum fyrir skólabörnin. Mik-
il ánægja ríkir nú um skólamáltíð-
irnar, þátttaka barnanna hefur
meira en þrefaldast frá síðasta ári.
Í öllu sínu uppbyggingarkapp-
hlaupi virðist fráfarandi meiri-
hluta ekki hafa verið sú einfalda
staðreynd ljós, að barnið vex en
brókin ekki. Á meðan leitar stýri-
hópur um framtíðaruppbyggingu
skólans, í samvinnu við fjölda
leikra sem lærðra, að húsnæð-
islausnum sem duga til frambúðar.
Foreldragreiðslur eru orðnar að
veruleika, leikskólagjöld hafa ver-
ið lækkuð og verið er að leita leiða
til að tryggja stöðuleika í starfs-
mannahaldi leikskólanna. Fjöl-
skyldudagur með hátíðahöldum
vegna stækkunar íþróttahússins
er nýliðinn og nú þegar er farið að
vinna að hugmyndum um nýja
sundlaug og bætta íþróttaaðstöðu.
Búið er að tryggja að golfvöllurinn
fái að vera á sínum stað næstu 6
árin og verið er að skoða með að
sveitarfélagið kaupi allt landið. Í
dag geta allir sem áhuga hafa
fylgst með bæjarstjórnarfundum
sem nú eru á neti Álftaness, enda
höfum við ekkert að fela. Ég
skora á Álftnesinga að fylgjast vel
með framvindu mála og vita hvað
er satt og rétt.
Til hamingju
Álftanes
Kristjan Sveinbjörnsson fjallar
um málefni Álftaness
Kristján Sveinbjörnsson
» Ferskurblær og lýð-
ræðislegir
straumar ein-
kenna nýjan
meirihluta.
Forseti bæjarstjórnar og þátttakandi
í prófkjöri Samfylkingarinnar
í Suðvesturkjördæmi.
Sagt var: Ég held að þetta hvorutveggja sé gott.
RÉTT VÆRI: ...að þetta hvorttveggja sé gott.
HINS VEGAR VÆRI RÉTT: Ég hef trú á hvorutveggja.
Gætum tungunnar
NÚ MÁ ætla að Davíð Oddsson
halli sér kátur og glaður aftur í seðla-
bankastjórastólnum og renni daglega
hýru auga yfir helstu fjölmiðla lands-
ins. Sér í lagi þegar svo er komið að
það sem hann upp-
nefndi „baugsmiðil“,
sumsé Fréttablaðið, er
farið að hæla Birni
Bjarnasyni, höfundi
hugtaksins „baugsmið-
ill“, í hástert í leiðara.
Spurning hvort Davíð
sæi nú ástæðu til að
fara í fjölmiðlastríð, nú
þegar svo komið á Ís-
landi að örfáir aðilar
eiga fjölmiðla landsins
og allir þeir helstu eru
vilhallir Sjálfstæð-
isflokknum? Enginn
þarf að velkjast í vafa um hver á 365
miðla. Allir þekkja greinina „Kæri
Jón“. Jón þessi á alla þá miðla og
þrátt fyrir erjur við gömlu valdaklíku
Sjálfstæðisflokksins eru nú allir miðl-
ar Jóns undir handleiðslu Flokksins.
Ari Edwald er forstjóri, Þorsteinn
Pálsson, skrifar leiðarana og Björg-
vin Guðmundsson finnur til ásamt
Geir H. Haarde í stormum sinnar tíð-
ar með Birni Bjarnasyni.
Óprúttnir menn
Ríkisútvarpið er ríkisstjórnarfjöl-
miðill. Og hver stjórnar stjórninni
nema Sjálfstæðisflokkurinn? Mér var
kennt það sem fréttamanni á sjón-
varpi að sjónvarpsfrétt skyldi eigi
vera lengri að meðaltali en u.þ.b. ein
og hálf mínúta. Í mesta lagi þrjár til
fjórar þegar um stórfrétt var að
ræða. Um daginn birti ríkissjón-
varpið hins vegar tíu mínútna bút úr
halelúja-ræðu Geirs H. Haarde, for-
manns Flokksins, eins og um sögu-
legan stórviðburð væri að ræða.
Ræðu þar sem Geir talaði um meinta
aðför og ofsóknir óprúttinna manna á
hendur Birni vini sínum
Bjarnasyni og Morg-
unblaðinu. Og svo er
það Mogginn. Þegar
hann var einvaldur á
markaði gaf hann öðr-
um flokkum og sjón-
armiðum sæmilegan
sjens. En nú er hann
aftur að verða málgagn
Flokksins. Það er helst
að Blaðið sýni merki
hlutleysis og fari á
stundum sínar eigin
leiðir þótt það heyri til
sömu auðmönnum og
eiga Moggann.
Uppúr stendur að Davíð Oddsson
hafði lög að mæla þegar hann vildi
koma í veg fyrir að örfáir auðmenn
gætu eignast fjölmiðla landsins.
Frumvarp hans var meingallað og
sett fram af annarlegum ástæðum.
Vegna óbeitar sinnar á „óprúttnum“
mönnum. Lög um eignarhald á fjöl-
miðlum áttu og eiga sem aldrei fyrr
rétt á sér.
Þessu hélt ég statt og stöðugt fram
í pistlum mínum í DV þegar málið
tröllreið samfélaginu og var að end-
ingu kaffært af forseta vorum. Í flest-
um nágrannalöndum okkar gilda
reglur sem leitast við að koma í veg
fyrir að stórfyrirtækjasamsteypur,
auglýsendur og stjórnmálaflokkur
eignist helstu fjölmiðla og nýti þá til
að tryggja og efla völd sín á kostnað
keppinauta sem og almennings alls.
Er Davíð sammála?
Það er vonandi að það frumvarp
sem nú er til umræðu á Alþingi miði
að því að tryggja dreift eignarhald á
fjölmiðlum, gagnsæi og ritstjórn-
arlega ábyrgð með fagmennsku að
leiðarljósi. Frumvarp sem komi í veg
fyrir að fyrirtæki með markaðs-
ráðandi stöðu geti nýtt sér fjölmiðla
til að efla þá stöðu sína og beita þeim
gegn smærri keppinautum á mark-
aði. Frumvarp er komi í veg fyrir að
einn flokkur geti beitt fjölmiðlum
gegn andstæðingum sínum. Og helst
þyrfti að bæta við klausu er bannaði
Sjálfstæðisflokknum að ráða ölllum
fjölmiðlum. En það er víst borin von.
Fjölmiðlar eru fjórða valdið og því
er bráðnauðsynlegt að hægt sé að
treysta þeim til að fjalla um menn og
málefni af hlutleysi og fagmennsku.
Davíð Oddssyni er væntanlega
skemmt þar sem hann situr í pen-
ingamusterinu og les fjölmiðla þjóð-
arinnar, sem nær öllum er ritstýrt af
trúnaðarmönnum Sjálfstæðisflokks-
ins. Ætli hann sé ekki fyrir löngu bú-
inn að gleyma því hvers vegna hann
fór hamförum við að knýja fram
frumvarp til laga á Alþingi, sem átti
að tryggja dreifða eignaraðild á fjöl-
miðlum? Kannski hann hugsi sem
svo: Nú skyldi ég hlæja væri ég ekki
(pólitískt) dauður.
Hverjir eiga fjöl-
miðlana, Davíð?
Glúmur Baldvinsson skrifar
um fjölmiðla á Íslandi
» Fjölmiðlar eru fjórðavaldið og því er
bráðnauðsynlegt að
hægt sé að treysta þeim
til að fjalla um menn og
málefni af hlutleysi og
fagmennsku.
Glúmur Baldvinsson
Höfundur er alþjóðastjórnmálafræð-
ingur og sækist eftir 5. til 8. sæti í
prófkjöri Samfylkingarinnar vegna
komandi Alþingiskosninga.