Morgunblaðið - 30.10.2006, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 30.10.2006, Qupperneq 30
30 MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigríður Sig-urðardóttir, húsmóðir, fæddist í Reykjavík 25. júlí 1927. Hún lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Hafn- arfirði 22. október síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigurður Ólafsson, f. 3. maí 1885, rak- arameistari, d. 18. apríl 1969, og kona hans Halldóra Jóns- dóttir, f. 9. ágúst 1884, d. 17. desember 1947. Systkini Sigríðar eru: 1) Jón Sig- urðsson, f. 9.3. 1913, rakarameist- ari, d. 26.6. 1977, kvæntur Guð- rúnu Einarsdóttur, f. 3.10. 1913, d. 17.1. 1984. 2) Ásgerður Sigurð- ardóttir Hafstein, f. 10.10. 1914, Sigríður giftist Ólafi Guðfinni Sigurði Karvelssyni 25. júlí 1954, skipstjóra, f. 10.2. 1924, d. 15.1.2002. Foreldrar Ólafs voru Karvel Jónsson, f. 13.11. 1884, skipstjóri, d. 26.3. 1943, og kona hans Ólafía Guðfinna Sigurð- ardóttir, f. 4.10. 1886, d. 15.2. 1924. Dóttir Sigríðar og Ólafs er Halldóra Ólafsdóttir, f. 2.4. 1950, starfar hjá Skeljungi hf. Sonur hennar er Ólafur Sigurðsson, f. 18.8. 1969, kerfisstjóri. Fóst- ursonur Sigríðar og Ólafs var Arnbjörn Gísli Hjaltason, f. 21.1. 1956, stýrimaður, d. 6.7. 1998. Börn hans eru: Erla Arnbjarn- ardóttir, f. 20.6. 1984, skrif- stofumaður, og Esra Már Arn- björnsson, f. 25.3. 1981. Útför Sigríðar verður gerð frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. d. 8.10. 1976. Henn- ar maki var Sig- urður Tryggvi Haf- stein, f. 6.1. 1913, skrifstofustjóri, d. 21.8. 1985. 3) Guð- rún Sigurðardóttir, f. 22.5. 1916, rakari, d. 14.7. 1960. 4) Páll Sigurðsson, f. 4.1. 1918, rakarameist- ari, d. 19.3. 2000, kvæntur Kristbjörgu Hermannsdóttur, f. 17.9. 1923, d. 18.11. 1970. 5) Ólafía Sig- urðardóttir, f. 13.1. 1922, maki Bergþór E. Þorvaldsson, f. 24.8. 1914, stórkaupmaður, d. 3.3. 1976. 6) Ásgeir Sigurðsson, f. 29.11. 1923, skipstjóri, kvæntur Kristbjörgu Sigvaldadóttur, f. 8.4. 1927. Elsku amma mín. Nú þegar þú ert farin og ég hugsa til baka þá er svo margt sem hefur sprottið fram í huga mér síðustu daga og þá sérstaklega minningar frá Kleppsveginum þar sem þið afi bjugguð lengst af. Frá því að ég fæddist hefur þú alltaf verið stór hluti af lífi mínu, enda vildirðu allt fyrir mig og aðra gera. Þú sagðir stundum hina fleygu setningu „sælla er að gefa en þiggja“ og það eru orð að sönnu sem mér finnst lýsa þér vel. Á lífsleiðinni bjóst þú lengst af í Reykjavík, enda fædd hér og uppalin og voru það ófá skiptin sem teknir voru ísbíltúrar að skoða gamla Eim- skips-húsið sem og gömlu Lindargöt- una. Þú hafðir einnig yndi af sum- arbústaðaferðum sem og utanlands- ferðum, svo að á meðan þú hafðir heilsu þá voru farnar ófáar slíkar ferðir. Í gegn um lífið eignaðistu góða vini og ég held að ég geti fullyrt að sá sem var vinur þinn í raun, hann fékk það margfalt til baka, því að með góð- mennskunni hjálpaðir þú mörgum. En lífið hjá þér var ekki alltaf dans á rósum og þú misstir marga á lífs- leiðinni en stóðst þig með prýði og saman sigruðust þið afi á hlutunum. Það hryggir mig að kveðja þig hinni hinstu kveðju en þó veit ég að þér líður betur núna og ert komin til drengjanna þinna. Mig langar að þakka þér sérstaklega fyrir allt sem þú hefur kennt mér og gert fyrir mig og mína. Ég mun aldrei gleyma þér, elsku amma mín. Hvíldu í friði. Þín Erla. Mágkona mín Sigríður Sigurðar- dóttir er nú horfin yfir móðuna miklu. Mér bárust þær fréttir nánast sam- dægurs, er ég var staddur á Kurf- ürstendamm í Berlín. Þökk sé hinni háþróuðu fjarskiptatækni nú á dög- um. Ekki kom mér andlát hennar mjög á óvart, þar sem ég hafði fylgst með alvarlegum veikindum hennar um langa hríð og augljóst var hvert stefndi. Það er nú samt alltaf svo þeg- ar einhver náinn kveður, þá hrannast upp ljúfar minningar og söknuður. Ég kynntist Sigríði árið 1954, þeg- ar hún og Ólafur fósturbróðir minn, þá togaraskipstjóri, gengu í hjóna- band. Með því var hún orðin sjó- mannskona og þurfti því ung að árum að búa við langvarandi fjarvistir eig- inmannsins. Ég hygg að hún hafi kunnað því illa. Sigríður fluttist árið 1954 vestur í Hnífsdal og síðar til Ísa- fjarðar, en þá tekur Ólafur við skip- stjórn á togaranum Ísborgu. Þegar þau bjuggu í Hnífsdal fluttu þau inn á heimili foreldra okkar Óla, í Stekkjar- húsið, þar sem Sigríður stjórnaði heimilishaldinu um skeið vegna veik- inda tengdamóður sinnar. Hún fór ávallt hlýjum orðum um heimilisfólk- ið, sem hún sagði að hefði tekið sér einstaklega vel. Eftir stutta veru þar flytja þau til Ísafjarðar og var hún þá komin í nábýli við Ólöfu mágkonu sína og eiginmann hennar Pál Páls- son skipstjóra á Sólborgu, en með þeim tókst innileg og góð vinátta, sem varði alla tíð. Það sama má segja um samband hennar við Ólafíu mágkonu, sem þá bjó í Hnífsdal. Ólafur og Ólafía ólust nánast upp sem tvíburar og voru alla tíð sérstaklega náin, enda aðeins þriggja mánaða aldursmunur. Þau voru systrabörn, en móðir Ólafs lést nokkrum dögum eftir fæðingu hans. Sigríður minntist dvalarinnar fyrir vestan ávallt með hlýjum hug. Þegar sá sem þetta ritar kom heim frá námi árið 1959 ásamt eiginkonu og lítilli dóttur, voru Sigga og Óli flutt til Reykjavíkur. Þau sýndu okkur, þá húsnæðislausum, mikla vinsemd með því að bjóða okkur að flytja inn á heimili þeirra og föður hennar. Þótt það sambýli hafi ekki staðið lengi var það okkur ómetanleg aðstoð, sem ávallt skal þökkuð. Sigríður var fremur hlédræg kona, en hafði ávallt frá mörgu að segja. Minni hennar var til hinstu stundar afar sterkt og var alltaf fróðlegt að heyra frásagnir hennar frá yngri ár- um, úr Skerjafirðinum og af Lindar- götunni. Hún hafði góðan húmor, þegar það átti við og henni lá alltaf hlýtt orð til samferðafólksins. Það var henni mikið áfall, er besta vinkona hennar Erla féll frá af slys- förum. Hún hafði gætt sonar hennar Arnbjarnar meðan á ferðalagi móður hans stóð. Arnbjörn ólst upp frá því hjá Sigríði og Ólafi og reyndust þau honum sem bestu foreldrar. Góð mágkona er fallin frá. Eftir lifa góðar minningar. Fjölskyldu hennar eru færðar innilegar samúðarkveðjur og henni óskað Guðs blessunar. Þorvarður. Frænka mín Sigríður Sigurðar- dóttir lést 22. þ.m. Sigga frænka eins og ég kallaði hana alltaf var móður- systir mín, yngst átta systkina. Tvö eru enn á lífi, Ásgeir fv. skipstjóri og móðir mín Ólafía. Lát frænku hefði ekki átt að koma mér á óvart, en samt er maður aldrei tilbúinn þegar að kveðjustund kemur. Mér finnst það skylda mín að skrifa eftirmæli, því svo samofin var Sigga mínu lífi og minnar fjölskyldu að nær verður vart komist. Hún var ekki ein- ungis systir mömmu heldur einnig hennar besta vinkona. Systur mínar leituðu oft til hennar og reyndist hún þeim afar vel. Með mér fylgdist hún alltaf, hvort sem var í leik eða starfi og ávallt fann ég fyrir hlýhug hennar í minn garð svo langt aftur sem ég man og fyrir það er ég þakklátur. Sigga var sérstakur persónuleiki, svo sterkur að jafnvel hinar fjöl- mörgu símhringingar í okkar hús báru einkenni hennar. Eða var það e.t.v. vegna þess hve oft hún hringdi. Skiptir ekki máli, hugur hennar leit- aði til okkar. Að lokum veit ég að fyrr eða síðar munum við hitta hana í húsi forfeðr- anna og ræða þau dægurmál sem efst verða á baugi. Ég óska Siggu frænku Guðs bless- unar. Eyjólfur Bergþórsson (Olli frændi). Elskuleg móðursystir mín er látin, mér horfin og ég sakna hennar mjög. Ég sakna hennar því hún var stór hluti af mínu lífi og fjölskyldu minnar. Ég fékk fréttir af henni daglega í gegnum móður mína og hún af mér því þær systur töluðust við a.m.k. tvisvar til þrisvar sinnum á dag. Þær voru bestu vinkonur og aldrei bar skugga á samband þeirra. Móðir mín hefur misst mikið. Sigga frænka var ákaflega hjartahlý manneskja. Hún sýndi mér, eiginmanni mínum og börnum aldrei annað en væntumþykju og vil ég þakka fyrir það. Ég veit að hennar fallega heimili stóð okkur alltaf opið. Nú sé ég eftir því að hafa ekki heim- sótt hana oftar upp á síðkastið en látið dagsins önn ganga fyrir. Ég hugga mig þó við það að ég talaði oft við hana í síma, hvort sem ég var stödd í heimsókn hjá mömmu eða þegar hún hringdi heim til mín þegar tilkynn- ingaskyldan brást eins og við kölluð- um það þegar mamma gleymdi að segja henni frá því að til stæði að bregða sér frá. Mamma var að vísu al- veg jafn óróleg þegar hún vissi upp á sig gleymskuna, og fékk oft að hringja heiman frá mér til að láta Siggu systur vita hvar hún væri nið- urkomin. Ég sakna þess tíma þegar við mæðgur, mamma, systir mín og ég hittumst í eldhúsinu hjá Siggu frænku yfir kaffibolla. Óli, ástkær eiginmaður Siggu, stóð þá álengdar og sá til þess að okkur vanhagaði ekki um neitt, laumaði inn hnyttnum setn- ingum og við höfðum gaman af. Þá bjuggu Sigga og Óli á Kleppsveginum sem var í alfaraleið. Þangað kom margt fólk til að spjalla um lífið og til- veruna og oftar en ekki þegar ég kom óvænt í heimsókn voru aðrir gestir þar fyrir. Þannig kynntist ég vinkon- um Siggu, en Sigga var svo lánsöm að eiga nokkrar afar traustar og góðar vinkonur til tuga ára, sem fylgdu henni fram í andlátið. Eins talaði Sigga oft um það hversu afbragðsgott tengdafólk hún ætti sem sýndi henni einstaka vináttu frá fyrsta degi til hinsta dags. Sigga var gift einstöku ljúfmenni, Ólafi G.S. Karvelssyni, ættuðum frá Hnífsdal og þegar hann lést í janúar 2002 missti Sigga mikið. Hann var hennar stoð og stytta og saman höfðu þau gengið æviveginn í tæp 50 ár. Blessuð sé minning hans. Að lokum sendi ég samúðarkveðjur til dóttur Siggu, dóttursonar og son- arbarna. Ástkærri frænku vil ég þakka fyrir allt sem hún var mér og mínum og óska henni velfarnaðar á Drottins vegum. Nú ríkir kyrrð í djúpum dal, þótt duni foss í gljúfrasal. Í hreiðrum fuglar hvíla rótt, þeir hafa boðið góða nótt. (Magnús Gíslason) Nanna Bergþórsdóttir. Við fráfall föðursystur minnar Siggu, leita á hugann margar góðar og dýrmætar minningar. Fjölskylda mín saknar góðs vinar. Hún var góð- hjörtuð, skilningsrík, skapgóð og ein- læg. Við minnumst hennar í djúpri þökk og virðingu. Við erum ríkari eft- ir kynni okkar við hana. Það er erfitt að kveðja góðan vin með fáum orðum. Sigríður missti mikið við fráfall Ólafs eiginmanns síns fyrir fáeinum árum. Þeirra hjónaband var einstakt. Hún var svo lánsöm að eignast lífs- förunaut sem studdi hana og hvatti. Sigríður var einstaklega vel liðin og margir munu minnast hennar vegna þess. Hún var ræðin og hélt sambandi við vini sína. Það var hennar aðals- merki. Það er lán að eiga slíkan vin sem hefur manngæsku og hjálpsemi sem meginmarkmið við vinnu sína. Símtöl hennar voru oft fróðleg og hún gat greint frá mörgu úr okkar frænd- garði. Það hefur mikið dunið á í lífshlaupi hennar. Þrátt fyrir það hefur hún oft- ast borið með sér gleði og stuðning á sinn hátt, þegar aðrir hafa þurft á að halda. Við sem nutum þess að heyra frá henni munum sakna hennar. Stjórn- málskoðunum sýnum breytti hún ekki og studdi sama flokkinn heils- hugar alla tíð. Þessi símtöl hennar gátu tekið langan tíma en ég sat og hlustaði og þaðan á ég margar minn- ingar um hana. Hún var yndisleg manneskja sem naut þess að gefa af sjálfri sér og hjálpa þeim sem þurftu á hjálp að halda og það gerði hún svo sannarlega með símasamböndum sín- um. Samverustundir okkar á afmæli Steingríms bróður míns árlega, 27. desember, heima hjá mömmu munu verða fátæklegri eftir fráfall hennar. Alls þessa munum við minnast um ókomna tíð. Hún hafði góðan húmor, líka fyrir sjálfri sér og gat hlegið með okkur, þegar hún sagði skemmtisögur af sér og öðrum. Eiginleikar frænku fólust í umhyggju, hófsemi og samkennd. Hún bar sinn sjúkdóm af sömu reisn og annað og þrátt fyrir veikind- in dafnaði húmorinn ef eitthvað var. Síðastliðið ár var frænku minni oft erfitt. Hún ræktaði garðinn sinn og vini af dugnaði og festu og reyndi eft- ir megni að lifa sem eðlilegustu lífi. Þar naut hún fjölskyldu sinnar, dótt- urinnar og dóttursonar. Samband þeirra var mjög ástríkt og samheldn- in mikil. Dórí mín og Óli, við sendum ykkur og öðrum aðstandendum samúðar- kveðjur og treystum því að sá sem öllu ræður veiti þeim líkn með þraut. Minning Siggu mun lifa með okkur um alla tíð. Jón Bjarni Þorsteinsson. Elsku Sigga frænka. Kvöldið sem þú kvaddir kveikti ég á kerti og leyfði því að loga. Birtan frá því var svo fal- leg. Þegar að því kom gat ég ekki slökkt á því, ég var ekki tilbúin að segja bless við þig. Ég efast um að við séum nokkurn tíma tilbúin að kveðja ástvini okkar sem við erum búin að þekkja alla okkar ævi en ég veit að nú líður þér betur, elsku Sigga frænka mín, þú varst tilbúin að kveðja okkur og ég hugga mig við þá hugsun. Elsku Dórí, Óli, Erla, amma og aðrir ástvinir Siggu, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Minning um yndislega manneskju lif- ir áfram í hjörtum okkar sem hennar sakna. Elsku Sigga mín, ég vil kveðja þig með bæn sem mér var kennd þegar ég var lítil og man svo vel þegar þú fórst með hana með mér þegar þú passaðir okkur systkinin eitt sinn. Takk fyrir allt, Sigga frænka. Vertu, Guð faðir, faðir minn í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson) Íris Andrésdóttir. Það var sunnudagsmorgun 22. október, umhverfið baðað haustlitum og birtan smaug í hvern krók og kima. En skjótt skipast veður í lofti, sólin hvarf og dökk ský breiddu úr sér, allavega í mínum huga. Mín góða vinkona Sigríður Sigurðardóttir hafði Sigríður Sigurðardóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, SÓLVEIG PÁLSDÓTTIR fyrrum húsfreyja frá Svínafelli í Öræfum, til heimilis að Heilbrigðisstofnun Suðausturlands, Höfn í Hornafirði, lést laugardaginn 28.október. Guðlaugur Gunnarsson, Þuríður Gunnarsdóttir, Pálína Gunnarsdóttir, Svavar Magnússon, Jón Ólafur Gunnarsson, Inger Ipsen, Halla Þuríður Gunnarsdóttir, Jóhanna Gunnarsdóttir, Kjartan Gunnarsson, Anna María Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Ástvinir þakka samúð, vináttu og hlýhug við and- lát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS ÁSMUNDSSONAR fyrrv. bakarameistara, Suðurgötu 28, Hafnarfirði, sem lést á gjörgæsludeild E-6 Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn 10. október sl. Sérstakar þakkir eru færðar öllu starfsfólki við dagvistun Hrafnistu, Hafnarfirði. Sigríður Oddný Oddsdóttir, Ólafur H. Ólafsson, Jakobína Cronin, Sverrir Oddur Gunnarsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Gústaf Adolf Björnsson, Valgerður Jóhanna Gunnarsdóttir, Stefán Snær Konráðsson og afabörnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.